Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Fréttaþulurinn Ron Burg-undy er snúinn aftur,aðdáendum sínum tilómældrar gleði. Burg- undy sló í gegn í gamanmyndinni Anchorman: The Legend of Ron Burgundy árið 2004, og fór þar einn fyndnasti gamanleikari Bandaríkj- anna, Will Ferrell, algjörlega á kostum í hlutverki sjálfumglaðs og nautheimsks fréttaþular. Líkt og í þeirri mynd er fíflalegt grín í há- vegum haft í framhaldsmyndinni og jafnvel enn fíflalegra, hittir oftast nær í mark en stundum er skotið langt framhjá. Sagan hefst árið 1979 og Burg- undy, enn með sitt frábæra hár, er enn að lesa fréttir í San Diego með sambýliskonu sinni Veronicu Corn- ingstone. Þau eiga ungan dreng og allt virðist vera í lukkunnar vel- standi, allt þar til Burgundy er rek- inn (Harrison Ford leikur yfirmann stöðvarinnar og kemur skemmti- lega á óvart sem gamanleikari) og Corningstone gerð að aðalfréttaþul stöðvarinnar. Burgundy setur henni afarkosti, afþakki hún ekki starfið muni hann yfirgefa hana. Corning- stone tekur starfinu, Burgundy sekkur í volæði og drykkju, gerist kynnir á höfrungasýningu en er rekinn fyrir dóna- og drykkjuskap. Dag einn þegar öll von virðist úti kemur til hans dularfullur maður og býður honum að gerast fréttaþulur á nýrri sjónvarpsstöð í New York, GNN (greinileg vísun í CNN) sem muni flytja fréttir allan sólarhring- inn, fyrst fréttastöðva í heiminum. Þetta þykir Burgundy fáránleg hugmynd en slær þó til og smalar saman gamla fréttagenginu; veður- fréttamanninum Brick Tamland (Carrell), íþróttafréttamanninum Champ Kind (Koechner) og frétta- manninum Brian Fantana (Rudd). Þeir hafa allir tekið upp önnur störf, Fantana farsæll katta- ljósmyndari, Kind rekur skyndibita- stað sem selur djúpsteiktar leð- urblökur og Tamland talinn af eftir að hafa fallið fyrir borð í skemmti- siglingu en rís upp frá dauðum í eigin minningarathöfn. Á GNN þurfa félagarnir að berjast um at- hygli við ungan og fagran fréttaþul og grípa til þess ráðs að gera frétt- irnar skemmtilegri og höfða til þjóðarsálarinnar. Einkennast inn- slög þeirra af krúttlegum gælu- dýrafréttum, þjóðrembu og fréttum af fárviðri þó ekkert sé í raun fár- viðrið. Félagarnir slá í gegn, öllum til mikillar furðu en babb kemur í bátinn þegar Burgundy slasast illa í skautadansi og dagar hans sem fréttaþular virðast taldir. Þó grínið sé að mestu leyti hreinn fíflaskapur í Anchorman 2 má finna í myndinni ádeilu á æsifrétta- mennsku, eltingaleik fréttastöðva við áhorfstölur og tilhneigingu til þess að höfða til þjóðerniskenndar áhorfenda. Burgundy óskar áhorf- endum ekki aðeins notalegrar kvöldstundar heldur „bandarískr- ar“. Eflaust höfðar þetta grín meira til Bandaríkjamanna en annarra þjóða og virðist spjótunum einkum beint að fréttastöðinni Fox News. Þó fíflaskapurinn sé oftast nær bráðfyndinn er líka teygt á lop- anum, sami brandarinn endurtekinn og mörgu hefði mátt sleppa, m.a. því sem snýr að kynþáttafordómum Burgundy. Þegar hann stendur andspænis ungri, föngulegri og þel- dökkri konu, yfirmanni sínum, get- ur hann ekki hætt að segja „svört“ og er sá brandari pínlega langur, svo eitt dæmi sé tekið. Þá er langur útúrdúr í seinni hlutanum, hlið- arsaga sögð sem hefði mátt sleppa og lengir myndina óþarflega. Með meiri ritskoðun hefði Anchorman 2 getað orðið jafnfyndin og frum- myndin. Nautheimski veð- urfréttamaðurinn er í mun stærra hlutverki nú en í fyrri myndinni og spaugið í kringum hann full- barnalegt, að mati rýnis. Í sama flokk falla typpabrandarar sem fara miðaldra mönnum, þ.e. aðalleik- urum myndarinnar, frekar illa. En hafi menn smekk fyrir hálfvitagríni er Anchorman 2 ágæt og yfir meðallagi sem slík. Mörg at- riði eru sprenghlægileg og Ferrell fer oftar en ekki á kostum, enda ókrýndur konungur bandarísks hálfvitagríns. Fréttafólk Fréttaþulurinn Ron Burgundy, lengst til hægri, með vígalegu fréttagengi sínu og barnsmóður, Veronicu Corningstone. Hálfvitar með frábært hár Laugarásbíó, Sambíóin og Smárabíó Anchorman 2: The Legend Continues bbbnn Leikstjóri: Adam McKay. Aðalleikarar: Will Ferrell, Paul Rudd, Steve Carrell, David Koechner, Christina Applegate, Meagan Good og James Marsden. Bandaríkin, 2013. 119 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Distilled, djassplata Tríós Sunnu Gunnlaugs, er á lista djassvefjarins All About Jazz yfir 12 bestu diska ársins sem er að líða. Bætist þar með enn ein fjöðrin í hatt tríósins þar sem platan hefur hlotið lof- dóma víða, bæði hér á landi sem er- lendis og þá m.a. í London Jazz News og Jazznytt í Noregi. Tríóið er auk þess tilnefnt til fernra verðlauna Íslensku tónlist- arverðlaunanna, í flokki djass- og blústónlistar, sem flytjandi ársins, fyrir hljómplötu ársins, sem tónhöf- undur ársins og fyrir tónsmíð árs- ins. Distilled Tríós Sunnu Gunnlaugs á lista All About Jazz yfir bestu plötur ársins Lof Tríó Sunnu Gunnlaugs gerir það gott með djassplötu sinni Distilled. HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins. Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fös 3/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 17/1 kl. 19:30 Lau 4/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/1 kl. 19:30 Mið 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/1 kl. 19:30 Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fim 2/1 kl. 19:30 60.sýn Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Mið 29/1 kl. 19:30 Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Fim 30/1 kl. 19:30 Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 5/1 kl. 13:00 24.sýn Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Sun 26/1 kl. 13:00 27.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Pollock? (Kassinn) Fös 10/1 kl. 19:30 Lau 11/1 kl. 19:30 Sun 12/1 kl. 19:30 Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýningar komnar í sölu! Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 4/1 kl. 13:30 Lau 18/1 kl. 13:30 Lau 4/1 kl. 15:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Sveinsstykki (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 19:30 Aukas. Aukasýning í janúar. Ekki missa af Arnari Jónssyni í þessum einstaka einleik. Lúkas (Kassinn) Lau 4/1 kl. 19:30 Sun 5/1 kl. 19:30 HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 3/1 kl. 19:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Sun 19/1 kl. 13:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Fös 17/1 kl. 19:00 Fös 24/1 kl. 19:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Lau 18/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Gamla bíó) Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó Flytur í Gamla bíó í janúar vegna mikilla vinsælda Hamlet (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 20:00 fors Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Lau 11/1 kl. 20:00 frums Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Mið 15/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Þekktasta leikrit heims Óskasteinar (Nýja sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 frums Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Refurinn (Litla sviðið) Lau 4/1 kl. 20:00 Mið 8/1 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt. Síðustu sýningar Gleðilegt ár allir landsmenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.