Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 EGILSHÖLLÁLFABAKKA WOLFOFWALLSTREET KL.4:30-8-10:30-11:30 WOLFOFWALLSTREETVIP KL.4:30-8-11:30 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3DKL.4:30-8-11:20 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG2DKL.2-6-10 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUGVIP2DKL.1 ANCHORMAN2 KL.5:40-8-10:20 FROZENENSTAL2D KL.2-8 FROSINN ÍSLTAL2D KL.1-2-3:20 FROSINN ÍSLTAL3D KL.1-3:20-5:40 KRINGLUNNI WOLFOFWALLSTREET KL. 2 -5:40 -6:50 -9:10 -10:20 ANCHORMAN 2 KL. 5:50 - 8:20 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 2 - 4:20 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 1 - 3:20 DELIVERYMAN KL. 5:40 WOLFOFWALLSTREET KL. 8 -11:20 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3D KL. 4:20 - 8 ANCHORMAN 2 KL. 5:30 - 11:30 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 3 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 2 WOLF OFWALLSTREET KL.4:30-7-10:30 HOBBIT: DESOLATION OF SMAUG HFR3D KL.3:40-7-10:20 HOBBIT: DESOLATION OF SMAUG 3D KL.2:20 ANCHORMAN 2 KL. 8 - 10:30 RISAEÐLURNAR ÍSLTAL2D KL. 2:30 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 2:20 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 4:40 - 5:40 HOMEFRONT KL. 8 DELIVERYMAN KL. 10:15 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT AKUREYRI WOLF OFWALLSTREET KL. 8 - 11:30 ANCHORMAN 2 KL. 8 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 1 - 3:20 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 1 - 3:20 - 5:40 FROZEN ENSTAL2D KL. 5:40 HOMEFRONT KL. 10:30 WILL FERRELL, STEVE CARRELL, PAUL RUDD ÁSAMT ÚRVALSLIÐI GRÍNLEIKARA Í JÓLAGRÍNMYNDINNI Í ÁR! TÍMARNIR GILDA 1. JAN USA TODAY  LOS ANGELES TIMES  2 tilnefningar til Golden Globe verðlauna Besta Mynd ársins Besti leikari í aðalhlutverki Leonardo DiCaprio T.V. - BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT  ROLLING STONE  EMPIRE  THE GUARDIAN  ÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM GLEÐILEGT NÝTT ÁR! 12 L L 7 10 Ævintýrið heldur áfram Will Ferrel, Steve Carell og Paul Rudd ásamt úrvalsliði grínleikara í jólagrínmyndinni í ár Gleðilegt nýtt ár Sýnd í 3D 48 ramma LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 2 - 4 - 6 - 7:30 - 10 - 11 ANCHORMAN 2 Sýnd kl. 8 - 10:30 RISAEÐLURNAR 3D Sýnd kl. 1:45 FROSINN 2D Sýnd kl. 1:45 - 3:45 - 6 Lokað 31. desember Sýningartímar og tilboð gilda fyrir 1. og 2. janúar „Það fylgir því óneitanlega ákveðin pressa að gera skaupið, en maður verður að muna að aldrei er hægt að gera öllum til geðs. Þá er mikilvæg- ast að vera trúr sinni eigin kímni- gáfu,“ segir Kristófer Dignus, leikstjóri ára- mótaskaupsins 2013. Handrits- hópinn í ár skipa þau Ari Eldjárn, Steindi Jr., Ilmur Kristjánsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Saga Garðarsdóttir og Baggalútarnir Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson, en þau koma öll sjálf fram í skaup- inu í ýmsum hlutverkum. Meðal annarra leikara eru Laddi, Gunnar Hansson, María Heba Þorkels- dóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Krist- björg Kjeld og Ólafur Darri Ólafs- son. Aðspurður hvort áhorfendur megi búast við beittu skaupi svarar Krist- ófer því til að það verði a.m.k. ekki rætið. „Við erum meira að gera góð- látlegt grín að lífsstílsvandamálum Íslendinga og því hvað við erum skrýtin þjóð, frekar en að fókúsera á þurra og leiðinlega pólitíkusa,“ segir Kristófer og tekur fram að ekki sé þó hægt að sleppa pólitíkinni alveg. „Beittasta pólitíska atriðið verður strax á upphafsmínútunum, þannig að ég bið alla um að vera vel tilbúna fyrir framan viðtækið þegar skaupið byrjar.“ Spurður hvort skaupið í ár verði þematískt svarar Kristófer því neitandi. „Við erum ekki að reyna að búa til kabarettstemningu með ein- hverjum rauðum þræði. Þetta er meira í anda Fóstbræðra og Stelpn- anna.“ Að sögn Kristófers hefur handritshópurinn verið að störfum síðan í febrúar. „Við höfum því unn- ið þetta jafnt og þétt yfir árið, en hins vegar hittist svo á að ýmsir skemmtilegir og skondnir hlutir komu ekki upp fyrr en seinni hluta árs og jafnvel eftir að handritinu var lokað og tökur hafnar,“ segir Krist- ófer og nefnir í því samhengi upp- lýsingalekann hjá Vodafone. „Við náðum því inn á síðustu metrunum.“ Að lokum má geta þess að lokalag skaupsins í ár er frumsamið og kem- ur úr smiðju Steinda Jr., Braga Valdimars og Stop Wait Go. silja@mbl.is „Mikilvægast að vera trúr eigin kímnigáfu“  Leikstjórinn segir beittasta pólitíska atriðið í upphafi Sprellað Ilmur Kristjánsdóttir, Gunnar Hansson og Steindi Jr. í hlut- verkum sínum í áramótaskaupinu sem sýnt verður á RÚV í kvöld. Kristófer Dignus Sænsku félagarnir JerkerEriksson og Håkan Axl-ander Sundquist haldaáfram þar sem frá var horfið í fyrsta hluta þríleiksins, en að þessu sinni er leitast við að skýra viðbjóðslega glæpi í nútíman- um með því að kafa ofan í ákveðna atburði fortíðarinnar. Höfundar sænskra krimma und- anfarin misseri hafa gjarnan beint augum að viðbjóðslegum heimi sem almenningur er ekki endilega með- vitaður um. Jerker Eriksson og Håkan Axlander Sundquist hafa sagt að með þríleiknum vildu þeir benda á að ofbeldi gagnvart börn- um ætti sér stað og skrifin væru leið til að reyna að sporna við þess- um viðbjóði. Það er vonandi að þeim verði að ósk sinni. Fyrsta bókin var hreint út sagt ógeðsleg hryllingssaga. Annar hlut- inn er að vísu einnig viðbjóðslegur en aðeins af öðrum meiði. Rifjuð eru upp brot gegn börnum og hvaða afleiðingar þau hafa haft. Þetta er gert á skilmerkilegan hátt, eitt leið- ir af öðru og endirinn kemur væg- ast sagt mjög á óvart. Sem fyrr er Jeanette Kihlberg lögreglukona í aðalhlutverki og sál- fræðingurinn Sofia Zetterlund gegnir áfram mikilvægu hlutverki, en Victoria Berg- man er höf- uðverkur. Tölu- vert margar persónur koma við sögu og erfitt getur verið að halda utan um þær allar en tengingin gerir þær áhugaverð- ari og hægt og sígandi þrengist hringurinn. Þessi sálfræðitryllir fjallar ágæt- lega um persónuleikaraskanir og áhrif ofbeldis á einstaklinga. Sví- virðileg saga er sögð í löngu máli en hér á við að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Ljósmynd/Per Hemstrom Grimmd og hefnd til vinstri og hægri Glæpasaga Hungureldur bbbmn Eftir Erik Axl Sund (Jerker Eriksson og Håkan Axlander Sundquist). Halla Sverrisdóttir þýddi. Annar hluti Victoriu Bergmans-þríleiksins. Kilja. Uppheimar 2013. 475 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Ofbeldissaga „Þessi sálfræðitryllir fjallar ágætlega um persónuleik- araskanir og áhrif ofbeldis á ein- staklinga,“ segir um sögu tvíeyk- isins sem kallar sig Erik Axl Sund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.