Morgunblaðið - 31.12.2013, Side 67

Morgunblaðið - 31.12.2013, Side 67
Gleðilegt ár Höfuðborgarstofa (Visit Reykjavík) þakkar borgarbúum fyrir frábært samstarf á árinu; góða þátttöku í jólaviðburðum í desember, Vetrarhátíð, Barnamenningarhátíð, Menningarnótt og fallega stund við tendrun Friðarsúlunnar í Viðey. Aldrei hefur jafn mikill fjöldi erlendra gesta heimsótt Reykjavík og það er ekki síst jákvætt viðmót borgarbúa gagnvart erlendum gestum sem tryggir áfangastaðnum Reykjavík veru á topp tíu listum erlendra fjölmiðla yfir áhugaverðustu vetraráfangastaði og jólalegustu borgir heims. Tenórarnir þrír, ásamt Kristjáni Jóhannssyni, á Þorláksmessutónleikum Höfuðborgarstofu. Höfuðborgarstofa stýrir markaðs- og kynningarstarfi sínu í samræmi við Ferðamálastefnu Reykjavíkur þar sem ein meginstoðin er áhersla á Reykjavík sem vetraráfangastað. Margir leggjast þar saman á árarnar s.s. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur sem skreytt hefur borgina svo fallega, auk menningarstofnana Reykjavíkurborgar, Miðborgarinnar okkar og annarra hagsmunaðila. Áherslan á vetrarferðamennsku er einnig í samræmi við almenna landkynningu Íslandsstofu, upplegg herferðarinnar Inspired By Iceland og markaðsátakið Iceland Naturally í Norður-Ameríku. 10 best cities for a winter vacation www.visitreykjavik.isVisit Reykjavík - Aðalstræti 2 - 101 Reykjavík - Tel. +354 590 1550 - Fax +354 590 1501 - info@visitreykjavik.is 10 best places to spend Christmas 2013 og þakkir fyrirárið sem er að líða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.