Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. J A N Ú A R 2 0 1 4
Stofnað 1913 14. tölublað 102. árgangur
ALLT UM
BARNAAF-
MÆLISHALD
ÖLD FRÁ
FRIÐUN
HAFARNARINS
FÁ ÚRRÆÐI Í
AGAMÁLUM
Í SKÓLUM
NÝTT FRÍMERKI 4 MENNTAMÁLARÁÐHERRA 2012 SÍÐNA AUKABLAÐ
Sögufræg flugvél Björns Páls-
sonar var í gær flutt frá Mos-
fellsbæ á Flugsafnið á Akureyri.
Vélin ber nafn Björns sem sinnti
fyrsta sjúkraflugi á Íslandi þegar
hún kom hingað til lands árið
1956.
Björn stóð að innflutningi vél-
arinnar en hann varð mögulegur
fyrir tilstilli Slysavarnafélagsins
og Hins íslenska steinolíufélags,
undanfara Olíufélags Íslands.
Vélin flutti þúsundir slasaðra og
flaug Björn oft á henni í erfiðum
aðstæðum bæði innanlands og til
Grænlands. Björn fórst í flugslysi
norður af Langjökli árið 1976. Vél-
in hefur verið í eigu flugklúbbsins
Þyts síðustu ár en hefur nú verið
gefin til Flugsafns Íslands á Ak-
ureyri, þar sem hún verður gerð
upp. vidar@mbl.is
Sögufræg flugvél
á Flugsafn Íslands
Fluttu flugvél Björns til Akureyrar
Morgunblaðið/RAX
Flugið Nokkrir félagar í flugklúbbi Þyts við vél Björns Pálssonar, TF-HIS, sem fer á Flugsafnið á Akureyri.
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lék líklega sinn besta leik í Evr-
ópukeppninni í Danmörku í gær en mátti játa sig sigrað að lokum gegn
heimsmeisturunum frá Spáni, 28:33. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Bjarki
Már Gunnarsson létu finna vel fyrir sér í vörninni. Ísland fer með eitt stig
áfram í milliriðilinn og mætir þar Austurríki í fyrsta leik á morgun klukk-
an 17.15. Síðan eru það Makedóníumenn á mánudaginn og loks Danir
næsta miðvikudagskvöld. » Íþróttir
Stóðu vel í Spánverjum
Morgunblaðið/Eva Björk
Ísland hefur keppni í milliriðli EM með eitt stig
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stuðningsmenn umdeildrar tillögu
um aðgerðir í húsnæðismálum innan
bæjarstjórnar Kópavogs þurfa að
leggja fram viðauka við fjárhags-
áætlun eigi skuldbinding um fjölgun
leiguíbúða í bænum að standast lög.
Þetta er mat Guðjóns Bragasonar,
sviðsstjóra lögfræði- og velferðar-
sviðs Sambands íslenskra sveitar-
félaga, en Ármann Kr. Ólafsson,
bæjarstjóri í Kópavogi, sagði mbl.is
að samþykktin stæðist ekki lög. Fel-
ur hún í sér milljarða útgjöld.
Guðjón vísar í sveitarstjórnarlög.
„Þetta liggur að mínu viti tiltölu-
lega ljóst fyrir í lögunum, að viðauki
við fjárhagsáætlun þarf að liggja fyr-
ir. Kveðið er á um það í 63. grein lag-
anna að fjárhagsáætlun er bindandi
og því er ekki heimilt að ákveða ný
útgjöld úr bæjarsjóði nema viðauki
sé samþykktur áður, þar sem kveðið
er á um hvernig útgjöldum skuli
mætt. Mér sýnist að því leyti sem ég
hef skoðað málið að ljóst sé að eng-
inn viðauki hafi verið lagður fram.“
– Þurfa þá fulltrúar minnihlutans
og Gunnar Birgisson að leggja fram
viðauka á næsta bæjarstjórnarfundi
til að skuldbindingin hafi lagagildi?
„Já. Það er sama hver gerir það.
Ég sé ekki að það sé hægt að sam-
þykkja útgjöld úr bæjarsjóði nema
að undangengnum viðauka í þessu
máli. Þetta er annmarki sem er hægt
að bæta úr með því að samþykkja
viðauka, t.d. á næsta bæjarstjórnar-
fundi. Það er ekki hægt að fara strax
að kaupa íbúðir.“
Gætu rift samningunum
– Hvaða afleiðingar hefðu kaupin?
„Fyrst og fremst er þetta spurn-
ing um hver viðbrögð innanríkis-
ráðuneytisins yrðu og eftirlitsnefnd-
ar um málefni sveitarfélaga. Hættan
er sú að þær greiðslur og samningar
sem þarna er um að ræða yrðu úr-
skurðaðir ógildir,“ segir Guðjón.
MFramsókn kynnti … »2
Tillögu um
íbúðir skorti
lagaheimild
Lögmaður vísar í sveitarstjórnarlög
Innanríkisráðuneyti geti rift kaupum
Halldór Hall-
dórsson, oddviti
Sjálfstæðis-
flokksins fyrir
sveitarstjórnar-
kosningarnar í
vor, boðar nýjar
áherslur í sam-
tali við Morgun-
blaðið. Flokk-
urinn muni setja
fram áherslur á
skýrari hátt og greina sig frá öðr-
um flokkum í borginni. Tími sam-
ræðustjórnmála sé á enda.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir kosningarnar í vor var
samþykktur einróma á fundi Varð-
ar - fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna í gær. »8, 12
Boðar breytta tíma
í borgarpólitíkinni
Halldór
Halldórsson
Til athugunar er hjá Eimskip að
sigla nýju gámaskipunum sem eru í
smíðum fyrir félagið í Kína heim
um norðurheimskautið. Það yrði til
reynslu, auk þess sparnaðar sem
felst í að losna við að fara suður um
Súes-skurðinn. Gylfi Sigfússon, for-
stjóri Eimskips, sem fagnar 100 ára
afmæli í dag, reiknar einnig með að
siglingin myndi vekja athygli en fé-
lagið leggur einmitt áherslu á þjón-
ustu á Norður-Atlantshafi.
Afhenda á fyrra skipið í apríl eða
maí og hitt á síðari hluta ársins.
Gylfi tekur fram að siglingar með
þessum skipum á heimskautaleið-
inni myndu aldrei standa undir sér.
Nota þyrfti fjórum sinnum stærri
skip en Goðafoss sem er stærsta
skip Eimskips og fjögur skip í einu
til að mynda hring með vikulegum
siglingum. Gylfi segir að Eimskip
sé reiðubúið að skoða það að ráðast
í slíkar siglingar, með erlendum að-
ilum. »18-19
Skipunum siglt
um heimskautið?
Eimskip Fagnar 100 ára afmæli í dag.
Það var að ósk Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra sem fyrirtækið Reit-
un gerði nýtt lánshæfismat á bæjarfélaginu eftir að minnihlutinn í bæj-
arstjórn fékk samþykkta tillögu um byggingu og kaup á félagslegu hús-
næði. Matið felur í sér að horfur lánshæfismats bæjarins eru ekki lengur
stöðugar heldur neikvæðar. Lánshæfismatið sjálft er þó enn óbreytt, B+.
Ármann sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að sér hefði borið skylda
til að fara fram á slíkt mat. Hann hefði varað við áhrifum tillögunnar á
lánshæfi bæjarfélagsins. Hann kvað ósk um lánshæfismatið einnig hafa
verið setta fram vegna fyrirhugaðrar lántöku Kópavogsbæjar í mars upp
á 1,5 milljarða króna. »23
Bæjarstjórinn bað um matið
KÓPAVOGUR MEÐ NEIKVÆÐAR LÁNSHÆFISHORFUR