Morgunblaðið - 17.01.2014, Page 40

Morgunblaðið - 17.01.2014, Page 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Vantar alltaf fleiri bíla á skrá! Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook LANDROVER RANGE ROVERHSE Árgerð 2005, ekinn 179 Þ.km, bensín, sjálfskipt- ur, leður og allt! Verð 4.390.000. Raðnr.283633 Hvíti fallegi jeppinn er í salnum! VWPolo Comfortline 1400 Árgerð 2007, ekinn 103 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Ný tímareim. Verð 1.090.000. Rnr.400299 TOYOTA Yaris Terra Árgerð 2006, ekinn 131 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.090.000. Allt að 100% lán. Rnr.410696 Valdir bílar á 100% láni Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skoðaðu ímynd þína vandlega og veltu því fyrir þér hvort hún er sú sem þú vilt að hún sé. Afneitir þú þessu muntu einangr- ast og ná þér hvergi á strik. 20. apríl - 20. maí  Naut Viðurkenning er grundvallarþörf mann- verunnar – eitthvað sem þú gefur öðrum en gleymir sjálfum þér. Svo tekur alvaran við að nýju en er þá skemmtilegri við að eiga. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Samskipta- og samgöngumál ættu að komast í lag í dag. Að sama skapi átt þú ekki að láta aðra valta yfir þig. Láttu draumana rætast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það hefur ekkert með stolt að gera þótt þú verðir að beygja þig fyrir stað- reyndum mála. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur tekið allt of mörg verkefni að þér og átt nú á hættu að missa stjórn á öllu saman. Beindu frekar athyglinni að björtum hliðum lífsins en mundu að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Stundum þarftu að fjarlægja sjálfa/n þig úr jöfnunni til að sjá hvort aðrir séu þar af öllum þunga. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú getur samþykkt aðstæður án þess að finnast þú hafa sest í helgan stein. Gefðu þér tíma til að spjalla því þú hittir ekki áhugavert fólk á hverjum degi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ómögulegt að segja hvaða vandræði dagsins eru það besta sem hefur fyrir þig komið, en ein þeirra eru það. Vertu því þolinmóð/ur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ekki er allt sem sýnist svo þú skalt ganga varlega um gleðinnar dyr, þótt allt virðist vera í fínasta lagi. Gerðu ráð fyrir nokkuð óvenjulegum degi því allt getur gerst. 22. des. - 19. janúar Steingeit Margir eru þeir sem tala upp í eyr- un á þér. Nú er komið að því að sinna þess- um málum og leiða þau til lykta. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef þú ert óánægð/ur með eitt- hvað skaltu líta í eigin barm og athuga hverju þú getur breytt. Njóttu athyglinnar en láttu allt oflæti lönd og leið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjár- málum og gættu þess að hafa þá með í ráð- um sem máli skipta. Sár gróa hægt og ró- lega, mundu það. Fyrirsögn Vísnahorns í dag erheiti bókar Starra, sem út kom árið 1992. Í gær birtist hér fleyg vísa eftir hann, sem hann orti um Pétur í Reynihlíð, þegar hann gekk á fund páfa. Starri var skemmtilegur maður og eftirminnilegur og hafði gaman af því að kasta fram stöku um hvaðeina sem fyrir bar. Og ég hygg að hann hafi hirt lítið um að halda þeim til haga. Því má búast við að flestar þeirra séu gleymdar og kannski þær skemmtilegustu, sem gripu augna- blikið. En nú er kominn tími til að kíkja í „ruslakistu“ Starra í Garði: Engum háir heimskan lengur, hér er mikil breyting á, því tölvan vinnur, tölvan gengur og tölvan hugsar fyrir þá. Starri gerði það sér til gamans að yrkja áramótaþulur. Þessar stökur eru úr einni slíkri, sem ort var við áramót 1963-1964: Enginn skyldi yrkja brag, þó eigi í vændum góða borgun, því það sem sagt er satt í dag sýnist haugalygi á morgun. Það gengur svo í heimskum heim, menn hafa í kolli lausa skrúfu, hvort menn sigla suður í heim eða sitja um kyrrt á ættarþúfu. Heilaspuni hentar mér, þó hlaupi á þráðinn vondar snurður, niðurstaðan alltaf er ímyndun og hugarburður. Yfirskrift þessarar stöku er klippt og skorin „Vísan“: Gustinn kalda þoldi þjóð, þó að blæddi undin, því hugann vermdi vísa góð vel í stuðla bundin. Starri orti „Til Steingríms J. Sig- fússonar alþingismanns“: Það gildir að sjálfsögðu um þá alla, svo umboð þeirra sé gilt, að bera á höfðinu skegg og skalla, af skömmum að verða ekki bylt. Það gildir að sjálfsögðu um okkar alla sem alþingismönnum er skylt, að kunna að sverja við skegg og skalla, og skylmast af hreinustu list. Starri var fjárbóndi og sótti gjarna líkingar í sín daglegu störf. Ætli það væri ekki eitthvað minna amstur og daglegt þras, ef við skriðum á fjórum fótum og færum að bíta gras. „Gefur tískan auga leið?“ kallast þessi staka: Í stuttum kjól með brjóstin breið brosir á móti lífsins slarki og gefur okkar auga leið ennþá styttri að settu marki. Halldór Blöndal halldórblondal@simnet.is Vísnahorn Úr ruslakistu Starra í Garði Í klípu „ÉG GÆTI HÆKKAÐ VASAPENINGANA ÞÍNA, EN ÞÁ ÞYRFTI ÉG AÐ HÆKKA ÞÁ LÍKA HJÁ SYSTUR ÞINNI. ÞÁ ÞARF ÉG AÐ BIÐJA YFIRMANN MINN UM KAUPHÆKKUN OG HANN YRÐI AÐ SÆKJA UM AUKAFJÁRMAGN HJÁ FYRIRTÆKINU. ÞÁ MYNDI VERÐ HÆKKA OG ÞAÐ HEFÐI Í FÖR MEÐ SÉR VERÐBÓLGU OG ÓSTÖÐUGAN EFNAHAG. ERTU VISS UM AÐ ÞÚ VILJIR ÞAÐ?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER BARA ÞAR TIL EFTIRRÉTTA- VAGNINN HEFUR FARIÐ FRAMHJÁ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar ég hugsa um engan nema þig. ÞAÐ ER SAGT AÐ ÞAÐ BOÐI ÓGÆFU AÐ KONA STÍGI UM BORÐ Í SKIP ... ... EN HVERJUM ER EKKI SAMA UM SMÁÓGÆFU?! ÉG HEF ÁHYGGJUR AF FRAMTÍÐINNI, GRETTIR. LÍFIÐ ER SVO ÓÚTREIKNANLEGT. HVAÐ EF ÉG GLEYMI HVERNIG Á AÐ TALA?! EKKI REYNA AÐ KÆTA MIG. Reykjavíkurborg hefur oft veriðgagnrýnd fyrir að ryðja ekki götur og gangstíga þegar snjóar heldur fylgja boðskap borgarstjór- ans, sem vill bíða eftir rigningunni í þessum tilvikum. x x x Samkvæmt pósti sem Víkverjifékk, þar sem vitnað er í stjórn- anda reksturs og umhirðu í borg- arlandinu, er það ekki eingöngu borgarinnar að ryðja götur og gang- stíga. „„Það er erfitt að eiga við klakann og mörgum getur orðið hált á svellinu þegar hlánar,“ segir Guð- jóna sem hvetur íbúa til að nýta sér sandinn og saltið sem borgin leggur til. „Starfsmenn Reykjavíkurborgar leggja sig fram um að sinna vetrar- þjónustunni vel, en aðstæður eru sí- breytilegar og tíðarfarið undanfarið hefur verið erfitt. Við erum ekki fyrr búin með yfirferð en við þurfum að fara aftur því aðstæður hafa breyst,“ segir hún.“ x x x Í Velvakanda Moggans sl. mánudagsagði hjólreiðakona ástandið í borginni ekki boðlegt. Röntgen- deildin væri troðfull af brotnu fólki enda væri „búið svo hörmulega illa að hjólandi og gangandi fólki að það er nánast ómögulegt nema fyrir allra mestu harðkjarnana að ferðast um borgina á hjóli eða gangandi“. x x x Borgarstjórn hefur auðvitað umannað og mikilvægara að hugsa en að ryðja götur og gangstíga. Það þarf að sinna fuglahúsum, þrengja götur til að koma í veg fyrir bíla- umferð, fjarlægja bílastæði og svo framvegis. x x x Vegna þessa hefur Víkverji komiðborgarstjórn til hjálpar. Hann stráði sandi á gangstéttina fyrir ut- an heimili sitt þegar byrjaði að snjóa um miðjan desember, fyrst og fremst með blaðbera og póstinn í huga. Lengi vel eða þar til á milli jóla og nýárs var þetta eini hluti gangstéttarinnar við götuna þar sem vegfarendur voru hreinlega ekki í lífshættu, en það kemur borginni auðvitað ekki við. víkverji@mbl.is Víkverji Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálmarnir 106:1)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.