Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014
Kínverski auðkýfingurinn Zhang
Yue, sem hefur reist píramíta að
hætti egypskra konunga og eftirlík-
ingu af Versalahöll, ætlar núna að
reisa sér Skýjaborg, hæstu byggingu
í heimi – sama hvað hver segir.
Kínversk yfirvöld hafa stöðvað
framkvæmdirnar og segja að auðkýf-
ingurinn hafi ekki fengið tilskilin
leyfi. Sérfræðingar segja að mörg ör-
yggisvandamál hafi ekki enn verið
leyst við hönnun skýjakljúfsins, með-
al annars varðandi lyftur hans og eld-
varnir.
Zhang kveðst vera staðráðinn í því
að reisa Skýjaborgina í borginni
Changsha á aðeins hálfu ári, eða fyrir
lok ársins. Skýjakljúfurinn á að vera
tíu metrum hærri en hæsta bygging
heims, Burj Khalifa-turninn í Dubai
sem var reistur á fimm árum.
Auðkýfingurinn viðurkennir að
áformin hafi mætt mikilli andstöðu,
en segir að „vondu mennirnir“ geti
ekki stöðvað hann. „Við ljúkum þessu
ekki síðar en í desember,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir honum. „Ég
gæti jafnvel reist hærri byggingu.“
Eignir Zhangs eru metnar á 1,1
milljarð júana, 21 milljarð króna.
Hann auðgaðist á sölu loftræstitækja
en beitir sér nú fyrir umhverfisvernd.
Hann varð til að mynda fyrstur kín-
verskra auðkýfinga til að kaupa sér
einkaþyrlu en seldi hana, að hans
sögn til að leggja sitt af mörkum í
baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
bogi@mbl.is
Burj Khalifa
Dubai
SAF
828 m
Canton-turn
Guangzhou
Kína
600 m
CN-turn
Toronto
Kanada
553 m
Skýjatré
Tókýó
Japan
634 m
Skýjakljúfar bornir saman
Skýjaborgin:
4 þyrlu-
pallar
Heimild: BSB/ChangshaSkyCity
Verður
byggð
úr stáli
250 hótel-
herbergi
Changsha
Framkvæmdir
hófust á liðnu
ári en yfirvöld
stöðvuðu þær
og sögðu að
auðkýfingurinn
hefði ekki fengið
tilskilin leyfi
PEKING
KÍNA
Staðráðinn í að reisa Skýjaborg
Kínverskur auðkýfingur kveðst vera staðráðinn í því að reisa hæsta turn í
heimi á aðeins hálfu ári þótt yfirvöld hafi ekki enn heimilað bygginguna.
Skýjaborg
– þannig á
turninn að líta út
Skýjaborg
Á að
vera
838 m
hár
HUNAN
Íbúðir fyrir
alls um 30.000
manns
Auðkýfingur hyggst
reisa sér Skýjaborg
Dýraverndunarsinnar á Spáni hvöttu í gær til þess að
bann yrði sett við því að nota hunda við veiðar. Þeir
segja að notkun dýranna leiði til þess að 50.000 mjó-
hundar séu yfirgefnir á hverju ári þegar þeir koma ekki
lengur að gagni við veiðarnar. Þegar veiðitímabilinu
lýkur, í lok febrúar, telja eigendurnir oft að þeir hafi
ekki lengur þörf fyrir þá. Dýraverndunarsinnar segja að
dýrin séu oft yfirgefin, drepist úr hungri eða keyrt sé á
þau. Dæmi séu jafnvel um að veiðimenn losi sig við
hunda með því að kasta þeim ofan í brunna.
SPÁNN
Vilja bann við veiðum með hunda
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Embættismenn Páfagarðs komu
fyrir nefnd Sameinuðu þjóðanna um
réttindi barna í Genf í gær og svör-
uðu spurningum nefndarmanna sem
yfirheyrðu þá í þaula, m.a. um hvað
kaþólska kirkjan hefði gert til að
koma í veg fyrir að prestar níddust á
börnum kynferðislega.
Silvano Tomasi erkibiskup sagði
að slíkir glæpir gætu „aldrei verið
réttlætanlegir“ og yfirmenn kirkj-
unnar væru staðráðnir í því að upp-
ræta barnaníð.
Charles Scicluna, fyrrverandi sak-
sóknari Páfagarðs, sagði að yfir-
menn kirkjunnar vissu hvað gera
þyrfti til að uppræta slíka glæpi inn-
an kirkjunnar. „Páfastóll gerir sér
grein fyrir þessu, að sumt þarf að
gera öðruvísi,“ sagði hann og bætti
við að orð dygðu ekki, heldur þyrfti
að fylgja þeim eftir í verki í söfn-
uðum kirkjunnar.
Kaþólska kirkjan hefur sætt
harðri gagnrýni vegna fjölmargra
barnaníðsmála presta í löndum á
borð við Írland, Þýskaland, Banda-
ríkin og Ástralíu. Hiranthi Wije-
manne, sem á sæti í barnaréttar-
nefndinni, sagði að yfirmenn
kirkjunnar hefðu of oft hylmt yfir
með prestum sem gerðust sekir um
barnaníð. „Hvers vegna er yfirvöld-
um viðkomandi lands ekki skýrt frá
slíkum glæpum þegar þeir eru
framdir? Það er þáttur í réttlætinu
að grípa til aðgerða gegn brota-
mönnunum,“ sagði Wijemanni.
Landslög verði virt
Scicluna sagði að það væri ekki
stefna Páfagarðs að vernda presta,
sem gerðust sekir um barnaníð, að
flytja þá í aðra söfnuði frekar en að
framselja þá í hendur yfirvöldum.
„Það er ekki stefna Páfastóls að
hvetja til yfirhylmingar,“ sagði hann.
„Það hefur alltaf verið viðmiðunar-
regla okkar að virða beri lög land-
anna þar sem kirkjan starfar.“
Þetta er í annað skipti sem emb-
ættismenn frá Páfagarði koma fyrir
barnaréttarnefndina. Fyrra skiptið
var árið 1995, áður en barnaníðsmál-
in komust í hámæli.
Páfagarður staðfesti sáttmála SÞ
um réttindi barna árið 1990.
Segja að kirkjan vilji
uppræta barnaníð presta
EPA
Barnavernd Silvano Tomasi (t.v.)
og Charles Scicluna fyrir nefnd SÞ.
Barnaréttarnefnd SÞ yfirheyrir embættismenn Páfagarðs
Efnamóttakan hf. í samstarfi við Gámaþjónustuna hf. býður fyrirtækjum og stofnunum með skrifstofurekstur að annast þjónustu sem tryggir öryggi og
hámarksendurvinnslu ýmissa endurvinnsluefna sem falla til á skrifstofum. Fyrirtækin veita ráðgjöf, útvega réttu ílátin og sjá um trygga losun þeirra.
Trúnaðarskjöl
Trúnaðarskjölum má safna í sérstök læst
ílát. Gögnin eru síðan tætt og fyllsta
trúnaðar og öryggis er gætt. Tættur
pappírinn fer að því loknu til endurvinnslu.
Rafhlöður og lítil raftæki
Útvegum hentug ílát fyrir rafhlöður sem ekki
mega blandast öðrum úrgangi. Í sömu ílát
má einnig safna litlum raftækjum svo sem
símum og myndavélum.
Stór raftæki
Sækjum stór raftæki og tryggjum að þau
komist til öruggrar endurvinnslu.
Öllum trúnaðargögnum á tölvum er eytt
með tryggilegum hætti.
Prenthylki
Notuðum heilum prenthylkjum er hentugt
og hagkvæmt að safna í sérstök ílát. Með
því móti er endurnýting þeirra tryggð.
Umhverfislausnir fyrir skrifstofur
Sími 559 2200 • soludeild@efnamottakan.is
www.efnamottakan.is
Byltingarkenndar rannsóknir sýna að lífvirka efnið í brokkolí, sulforaphane, hindrar
hrörnun fruma og stuðlar að endurnýjun þeirra - bæði í heilanum og öllum líkamanum
Getur haft frábær áhrif á heilsu og útlit
• Hjálpar líkamanum að halda heilbrigði
Stuðlar bæði að fyrirbyggjandi heilsuvernd og uppbyggjandi áhrifum til bættrar heilsu
• Spornar gegn ótímabærri öldrun – á líkama og sál
Getur hægt á öldrunarferlinu og dregið úr sýnIlegum áhrifum öldrunar á útlitið
Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí
- sulforaphane ... náttúrulega yngri !
Verndaðu frumurnar þínar !
Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily
Cognicore byggir á sulforaphane úr lífrænt
ræktuðum brokkolí-spírum að viðbættu
túrmeric og selenium
Fást í heilsubúðum,
apótekum og Fjarðakaup
brokkoli.is
Tvær á d
ag!