Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Tæpar 10 milljónir evra, eða um 1,5 milljarðar íslenskra króna, söfn- uðust í Mjúkdýraleiðangri IKEA á heimsvísu fyrir UNICEF og Barna- heill – Save the Children. Þar af söfnuðust 13.322 evrur, eða um 2.105.000 krónur, á Íslandi. Viðskiptavinir IKEA á Íslandi gáfu þar að auki 400 mjúkdýr í söfnun fyrir börn á Barnaspítala Hringsins. Voru mjúkdýrin afhent á spítalanum í fyrradag. Afrakstur Mjúkdýraleiðangurs- ins í ár, sem stóð frá 10. nóvember til 4. janúar, rennur sem fyrr til menntunar barna sem búa við neyð víða í heiminum. IKEA Foundation gefur eina evru fyrir hvert mjúk- dýr sem selst í yfir 330 verslunum IKEA í heiminum á þessu tímabili. Frá árinu 2003 hefur mjúkdýraleið- angurinn hjálpað meira en 10 millj- ónum barna í 90 verkefnum í 46 löndum, segir í frétt frá IKEA. Gleði Börnin með mjúkdýrin. Börnin fengu 400 mjúkdýr að gjöf Dagana 17. og 18. janúar munu fræðimenn frá 35 Evr- ópulöndum auk gesta frá Ástr- alíu, Brasilíu og Rússlandi funda í Reykjavík til að ræða þróun og stöðu rann- sókna á fjöl- miðlanotkun ungs fólks. Af þessu tilefni verður efnt til málþings til heiðurs Þorbirni Broddasyni þar sem fjallað verður um rannsóknir hans og það sem efst er á baugi í rannsóknum á fjölmiðlanotkun ungs fólks. Mál- þingið fer fram í Öskju föstudag- inn 17. janúar kl. 14 og er öllum opið. Rætt um fjölmiðla- notkun ungs fólks Þorbjörn Broddason Málstofa um fiskeldi verður haldin í dag, föstudaginn 17. janúar, kl. 13:30 á Café Sólon í Bankastræti Þetta er fyrsta málstofan af nokkr- um sem haldnar verða um fiskeldi í kvíum á sjó og landi á vegum NASF, verndarsjóðs villtra laxa- stofna, Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og Líffræði- félags Íslands. Á fundinum segir dr. Brian Vinci frá frumkvöðlaverkefni í laxeldi á landi sem unnið hefur verið að í Vestur-Virginíuríki. Rætt um fiskeldi STUTT Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Víkingbátar eru að smíða plastbát fyrir Nónu á Höfn í Hornafirði og verður hann afhentur kaupendum á Höfn í lok september. Báturinn verður 15 metra langur og 30 tonn brt. í samræmi við lög sem sam- þykkt voru á þingi síðasta sumar og er ætlaður til veiða í krókaafla- markskerfinu. Þetta verður sjötti báturinn, sem smíðaður er inn í kerfið samkvæmt nýjum lögum. Trefjar í Hafnarfirði hafa þegar afhent einn bát til Bol- ungarvíkur, en í mars og apríl verða tveir bátar afhentir Einhamri í Grindavík. Seigla á Akureyri er að hefja smíði á tveimur slíkum bátum fyrir Stakkavík í Grindavík. For- ystumenn bátasmiðjanna þriggja segja allir að mikill áhugi sé á bát- um af þessari stærð og margir að velta fyrir sér möguleikum á ný- smíði. Góðir sjóbátar Júlíus Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Víkingbáta, segir að fyrirtækið hafi á síðasta ári tekið yf- ir framleiðslu á Víking- og Sóma- bátum. Báðar tegundirnar hafi not- ið vinsælda og Víkingbátarnir þótt einstaklega góðir sjóbátar. Báturinn fyrir Nónu er þó ekki fyrsti 15 metra langi Víkingurinn sem smíðaður hefur verið. Árið 2006 var Sæþór SH-81 smíðaður fyrir aflamarkskerfið og jafnframt er Bárður SH-81, 15 metra langur Víkingur. Víkingbáturinn fyrir Nónu er stækkuð útgáfa af þessum bátum þar sem tekið er tillit til nýrra laga um hámarksstærð krókaaflamarksbáta. Reynslumiklir bátasmiðir Framleiðsla Víkingbáta hófst í maí á síðasta ári, en fyrsta nýsmíði fyrirtækisins verður sjósett í febr- úar næstkomandi en þá verður 13 metra langur yfirbyggður Víkingur afhentur til kaupanda í Noregi. Fleiri nýsmíðaverkefni eru í gangi hjá fyrirtækinu, m.a. fyrir Noreg og Grænland og eru markaðshorfur góðar, segir Júlíus. Hjá Víkingbátum starfa í dag um 20 manns og þar á meðal reynslu- miklir bátasmiðir sem hafa komið að hönnun og smíði Sóma- og Vík- ingbáta í áratugi. Víkingbátar eru í tæplega þrjú þúsund fermetra hús- næði á Kistumel í Reykjavík, ekki langt frá Esjurótum. Víkingur 1500 Báturinn verður afhentur kaupendum á Höfn í Hornafirði í lok september og er ætlaður til veiða í krókaaflamarkskerfinu. Næg verkefni virðast vera um þessar mundir hjá íslenskum bátasmiðjum. Nýr Víkingur til Nónu á Höfn í Hornafirði  Sjötti stóri plastbáturinn sem smíðaður verður í samræmi við breytt lög  Verkefni Víkingbáta í Noregi og Grænlandi Sóley Tómasdóttir, borgarráðs- fulltrúi Vinstri grænna, hefur óskað eftir minnisblaði frá skrifstofu- stjóra borgarstjórnar um málsmeð- ferð og góða stjórnsýsluhætti og hvað almennt teljist eðilegt að upp- lýsingaöflun kjörinna fulltrúa Reykvíkinga taki langan tíma. Í fyrirspurn hennar, sem lögð var fram á fundi borgarráðs í gær, segir að ítrekaður dráttur á svörum við fyrirspurnum minnihlutans veki spurningar um rétt kjörinna full- trúa til upplýsinga og málsmeðferð almennt og „stöðu meirihluta til að þagga niður óþægileg mál með þessum hætti,“ eins og orðrétt seg- ir. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sóley að hún hefði mörg dæmi um óviðunandi vinnubrögð þegar um upplýsingaleit borgarfulltrúa minnihlutans væri að ræða í ráðum og nefndum borg- arinnar. Meðal annars hefði hún á fundinum í gær lagt fram að nýju fyrirspurn frá því í vor um sam- þætta hverfis- þjónustu og hlut- verk hverfisráða. Þessa fyrirspurn hefði hún svo ítrekað í september síðastliðnum án þess að svör hefðu borist. Þá nefndi Sóley að seinagangur hefði verið í svörum við fyrirspurn hennar um viðbrögð við vangoldn- um skuldum vegna skólamáltíða. Svörin væru enn ófullnægjandi. Um væri að ræða mikilvægar upplýsing- ar sem vörðuðu almannahag, en hún hefði þurft að bíða eftir svo mán- uðum skiptir. gudmundur@mbl.is Spyr um reglur um upplýsingar  Borgarfulltrúar minnihlutans ósáttir við hve lengi tekur að svara fyrirspurnum Sóley Tómasdóttir Fulltrúar Reykjavíkurborgar og verkalýðshreyfingarinnar hafa byrjað vinnu við að stuðla að stofn- un nýrra húsnæðissamvinnufélaga. Í starfshópi um málið sitja fulltrúar Reykjavíkurborgar, ASÍ, BHM, BSRB og Kennarasambands Ís- lands. Markmiðið er að stofnuð verði félög til að byggja og reka leiguíbúðir á viðráðanlegu verði til að leysa bráðan húsnæðisvanda í Reykjavík, að því er segir í tilkynn- ingu frá borginni. Ný húsnæðisstefna Reykjavíkur- borgar kveður á um að hafin verði bygging á 2.500-3.000 nýjum leigu- og búseturéttaríbúðum á næstu þremur til fimm árum í samvinnu við húsnæðis- og byggingarsam- vinnufélög og verkalýðshreyf- inguna. Í hópnum sitja fyrir hönd Reykjavíkurborgar: Hrólfur Jóns- son, formaður hópsins, frá skrif- stofu eigna og atvinnuþróunar, Birgir Björn Sigurjónsson, fjár- málastjóri Reykjavíkurborgar, og Ellý A. Þorsteinsdóttir frá velferð- arsviði. Fyrir hönd ASÍ eru Bjarni Þór Sigurðsson, Magnús M. Norðdahl og Sigurrós Kristinsdóttir. Fyrir hönd BHM: Georg Brynjarsson og Sigríður Svavarsdóttir. Fyrir hönd BSRB: Garðar Hilm- arsson og Kristín Á. Guðmunds- dóttir. Fyrir hönd Kennarasam- bands Íslands (KÍ): Rósa Ingvarsdóttir. Hópnum er falið að skila niður- stöðum til borgarráðs 1. apríl næst- komandi. Stuðla að stofnun hús- næðissamvinnufélaga Einrúm Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Sófi úr hljóðísogsefni sem býr til hljóðskjól í miðjum skarkala opinna skrifstofurýma, auk þess að bæta hljóðvist rýmisins Sturla Már Jónsson Húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði Einrúm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.