Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Ósló. AFP. | Flestar bækur, sem gefnar voru út í Noregi fyrir árið 2001, verða aðgengilegar á netinu þar í landi án endurgjalds, þökk sé framtaki Norska þjóðbókasafnsins sem kann að hafa fundið uppskrift- ina að því að sætta rithöfunda við ókeypis bóklestur á netinu. Þjóðbókasafnið hefur fært tugi þúsunda bóka á stafrænt form til að gera þær aðgengilegar á netinu á sama tíma og margir rithöfundar og útgefendur hafa haft áhyggjur af auknu aðgengi að bókum á netinu án þess að lesendurnir greiði höfundar- laun. Bækurnar eru settar á bókavefinn bokhylla.no, með samþykki hand- hafa útgáfuréttar. Bókavefnum var hleypt af stokkunum árið 2009. Á vefnum eru nú þegar 135.000 rit og stefnt er að því að þau verði alls 250.000. Á meðal ritanna eru bækur nóbelsverðlaunahafans Knuts Ham- sun, skáldsögur eftir Jo Nesbø og norskar þýðingar á erlendum bók- um. Hægt er að lesa bækurnar frítt á vef bókasafnsins í tölvum með norskum IP-tölum, en ekki er hægt að vista rafbækurnar. Samtök rétthafa fá gjald fyrir hverja blaðsíðu Vigdis Moe Skarstein, forstöðu- maður norska þjóðbókasafnsins, segir að þetta sé í fyrsta skipti sem þjóðbókasafn býður upp á aðgang á netinu að bókum sem eru enn höf- undarréttarvarðar. Í Noregi gildir höfundarréttur bóka í 70 ár eftir andlát höfundarins. „Mörg þjóðbókasöfn færa bækur sínar á stafrænt form til að varðveita þær eða jafnvel til að veita aðgang að þeim, en þá er um að ræða gamlar bækur sem njóta ekki lengur höf- undarréttarverndar,“ sagði Skar- stein. „Við töldum að úr því að við þurfum hvort sem er að færa bæk- urnar á stafrænt form til að varð- veita þær næstu þúsund árin þá væri líka mikilvægt að veita eins mikinn aðgang að þeim og mögulegt er.“ Til að geta sett bækurnar á vefinn undirritaði þjóðbókasafnið samning við Kopinor, samtök handhafa höf- undar- og útgáfuréttar í Noregi. Samkvæmt samningnum greiðir þjóðbókasafnið umsamið gjald fyrir hverja blaðsíðu. Kopinor sér síðan um að skipta peningunum á milli rétthafanna samkvæmt fyrirkomu- lagi sem hefur ekki enn verið fast- mótað. Gjaldið á hverja síðu lækkar eftir því sem stafræna safnið stækkar. Það var 0,36 norskar krónur (6,80 krónur íslenskar) á hverja blaðsíðu á liðnu ári en verður 0,33 krónur (6,20 krón- ur ísl.) á næsta ári. Skarstein segir stafræna bókasafnið mikilvægan þátt í því að auka áhuga Norð- manna á norskum bók- menntum, efla norska tungu og kynna norska rithöfunda á vefnum. bogi@mbl.is Nær allar bækurnar ókeypis  Norska þjóðbókasafnið stækkar rafbókavef sinn og stefnir að því að á honum verði nær allar bækur sem gefnar voru út í Noregi fyrir árið 2001 AFP Rafbókasafn Bók færð á stafrænt form til að gera hana aðgengilega á rafbókavef Norska þjóðbókasafnsins, bokhylla.no. Stefnt er að því að á bókavefnum verði alls 250.000 bækur sem gefnar voru út fyrir árið 2001. fengið að fara á rafbókavefinn. Flestar þessara bóka eru skóla- eða barnabækur, sem hafa verið mjög arðbærar fyrir norska útgef- endur, en ekki vinsælar skáldsög- ur. Bóksalan virðist ekki hafa minnkað í Noregi vegna bóka- vefjarins. Vigdis Moe Skarstein, forstöðumaður þjóðbókasafnsins, segir að vefurinn hafi „lengt líf“ bóka sem eru enn varðar höfund- arrétti en hafa selst upp í bóka- búðum. Um 85% bókanna á vefn- um hafi verið lesin og notkunin á honum einskorðist því alls ekki við vinsælar skáldsögur. Hefur ekki minnkað bóksöluna RÁÐSTAFANIR GERÐAR TIL AÐ VERNDA HÖFUNDANA Gerðar hafa verið ráðstafanir til að vernda höfunda bóka á rafbókavef norska þjóðbókasafnsins. Til að mynda eru þær aðeins að- gengilegar fyrir tölvur með norskum IP-númerum eða fyrir erlenda fræðimenn, sem geta fengið aðgang að bókunum í rann- sóknaskyni. Auk þess er ekki hægt að vista þær og í rafbókasafninu eru engar bækur sem gefnar voru út eftir árið 2000. Aðeins 3.500 bækur hafa ekki Þing Katalóníu samþykkti í gær tillögu um að krefjast þess að haldin yrði þjóðaratkvæða- greiðsla um hvort sjálf- stjórnarhéraðið eigi að fá sjálf- stæði frá Spáni. Tillagan var sam- þykkt með 87 atkvæðum, 43 þing- menn voru á móti henni og þrír sátu hjá. Stuðningsmenn tillög- unnar vilja að atkvæðagreiðslan fari fram 9. nóvember í ár. Lagðar verði fram tvær spurningar: „Viltu að Katalónía verði ríki, já eða nei? Ef já, viltu að ríkið verði sjálfstætt, já eða nei?“ Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði í síðasta mánuði að spænsk stjórnvöld myndu hindra slíka atkvæðagreiðslu í Katalóníu. „Hún samræmist ekki stjórnar- skránni og verður ekki haldin,“ sagði hann á blaðamannafundi skömmu eftir að tillagan um at- kvæðagreiðsluna í nóvember var kynnt. KATALÓNÍA Vilja fá að kjósa um sjálfstæði Síðasta danska verslanakeðjan sem selt hefur foie gras hefur nú ákveðið að hætta að bjóða upp á þetta franska ljúfmeti vegna illrar meðferðar á gæsum og öndum við framleiðsl- una. Foie gras er gæsa- eða anda- lifur sem er óeðlilega stór af því að fuglarnir hafa verið fitaðir nauðugir. Aðeins ein stórmarkaðakeðja í Danmörku, SuperBest, hefur selt foie gras en hún hefur nú ákveðið að hætta því. Hún rekur 92 versl- anir og allt að 20 þeirra höfðu selt foie gras. Dönsk dýraverndarsamtök fögn- uðu þessari ákvörðun í gær. DANMÖRK Hættir að selja foie gras Spænski ökuþórinn Carlos Sainz tekur hér þátt í Dakar-rallinu sem hófst 5. janúar og lýkur á morgun. Keyrt er um Argentínu, Bólivíu og Síle. Dakar- rallið hét áður París-Dakar-rallið. Það hefur verið haldið árlega frá árinu 1979, að undanskildu árinu 2008 þegar keppnin var blásin af vegna ótta við hryðjuverk í Máritaníu, en leiðin lá þá í gegnum landið. Árið eftir var rallið flutt til Suður-Ameríku, og er enn haldið þar. Keppt er í fjórum flokkum; bílar, vélhjól, vörubílar og fjórhjól. Ekki fara allir sömu leið, því vélhjól og fjórhjól fara samtals 8.734 km í rallinu, bílar 9.374 km og vörubílar 9.188 km. AFP Dakar-rallinu að ljúka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.