Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 26
SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is S kiptar skoðanir eru um frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, en þar er meðal annars lagt til að mannanafnanefnd verði lögð niður. Öllum er frjálst að senda umsögn um þingmál að eigin frumkvæði, en alls- herjar- og menntamálanefnd Alþing- is óskaði eftir umsögn um frumvarpið frá 24 trúfélögum og stofnunum og bárust sex umsagnir, þar af fjórar frá þessum 24 trúfélögum og stofnunum. Frumvarpið var tekið var til um- ræðu á Alþingi í byrjun desember sl., en flutningsmenn þess eru Óttarr Proppé, Björt Ólafsdóttir, Brynhild- ur Pétursdóttir, Guðmundur Stein- grímsson, Róbert Marshall og Páll Valur Björnsson, þingmenn Bjartrar framtíðar. Málnefnd og þjóðskrá á móti Íslensk málnefnd leggst ein- dregið gegn frumvarpinu, „en lýsir sig reiðubúna til að taka þátt í heild- arendurskoðun laga um mannanöfn“. Hún segir fráleitt að leggja manna- nafnanefnd niður og varar „við því að breyta einstökum ákvæðum gildandi laga eða fella þau brott án þess að skýr heildarhugsun liggi þar að baki“. Þjóðskrá Íslands telur að mark- mið frumvarpsins nái ekki fram að ganga nema farið verði í miklar breytingar á ákvæðum laga um mannanöfn. Skilyrði nýrra eiginnafna og millinafna verði ekki rýmkuð með því að leggja mannanafnanefnd niður og færa verkefni hennar til ráðherra. „Telur Þjóðskrá Íslands nauðsynlegt að skýrt sé hver beri ábyrgð á að nöfn uppfylli skilyrði laga.“ Miðstöð innflytjendarannsókna fagnar frumvarpinu, segir að lög um mannanöfn endurspegli „ekki einasta niðurnjörvaða forræðishyggju og rík- isafskipti“ sem endurspegli „afdönk- uð og ólýðræðisleg viðhorf“ heldur brjóti þau í bága við Stjórnarskrána. „Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu ná þó of skammt,“ segir Hallfríður Þórarinsdóttir, fyrir hönd Miðstöðvarinnar. Svavar Kjarrval sendi inn at- hugasemd og segir þar að frumvarpið innihaldi góðar fyrirætlanir en samt megi ýmislegt bæta. Íslenskan skipti ekki svo miklu máli að stjórna þurfi nöfnum eins og nú sé gert með mats- kenndum og óformlegum reglum. Hann bendir á að lög um mannanöfn virðist hafa verið sniðin til verndar úreltum hagsmunum Þjóðskrár Ís- lands, þar sem nafnreitur hennar sé enn takmarkaður við 31 staftákn. „Íhuga ætti, í þessari endurskoðun, að fjarlægja takmarkanir á fjölda nafna eða breyta þeim svo þær end- urspegli hina raunverulegu hags- muni, takmörkun á staftáknum,“ seg- ir hann meðal annars í umsögn sinni. Andlegt þjóðarráð bahá’ía á Ís- landi tekur undir meginhugsunina að baki frumvarpsins en spyr hvort ekki væri rétt að endurskoða lögin í heild sinni. „Þær starfsvenjur sem gilt hafa, og eru framlengdar með frum- varpinu að óbreyttu, að prestar eða forstöðumenn trúfélaga hafi afskipti af nafngjöf barna þykja okkur hæpn- ar,“ segir í umsögninni. Nöfn tengist hvorki inngöngu né veru í trúfélag- inu og „því þætti okkur eðlilegast að Þjóðskrá væri í öllum tilvikum sá aðili sem tæki afstöðu til nafna“. Umsögn sr. Péturs Þor- steinssonar, safnaðarprests Óháða safnaðarins, er ein setning: „Mín tillaga eins og fyrri daginn er sú að leggja nefndina niður með öllu og spara ríkinu sem mest.“ Skiptar skoðanir um mannanafnanefnd Morgunblaðið/Rósa Braga Menningarnótt 2013 Samkvæmt lögum um mannanöfn nr. 45/1996 er skylt að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess. 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn berastfréttir afhrottaleg- um nauðgunum frá Indlandi. Á þriðju- dag nauðgaði hóp- ur karlmanna danskri konu í Nýju Delí, höfuðborg landsins. Ástandið á Indlandi komst í hámæli þegar ráðist var á unga konu og vin hennar í strætisvagni í desember 2012. Sex menn í strætisvagninum nauðguðu henni og beittu hana hrottalegu ofbeldi. Konan lést hálfum mánuði síðar af sárum sínum. Málið hratt af stað miklum mótmælum í Indlandi. Stjórn- völd brugðust við, skipuðu nefnd til að gera umbætur á lögum og fóru eftir nánast öll- um tillögum hennar. En eitt er að setja lög, annað að fram- fylgja þeim. Árið 2012 voru 706 nauðg- anir tilkynntar í Nýju Delí. Aðeins einu máli lauk með sakfellingu og það vakti heimsathygli – máli konunnar í strætisvagninum. Spilling er rótskotin á Ind- landi og þar er lögreglan síst undanskilin. Enn tíðkast heimanmundur í landinu þrátt fyrir lagabann og lög, sem banna fóstureyðingar vegna kyns, eru virt að vettugi. Vandinn á Indlandi hefur verið rakinn til atvinnuleysis og upplausnar. Fjöldi ungra manna leitar úr sveitum í borgir án þess að finna sér at- vinnu eða komast áfram í líf- inu. Vonleysinu fylgja afbrot og ofbeldi. Nauðganir eru ein birtingarmynd. Þar við bætist sess konunnar í indversku þjóðfélagi. Í vestrænum samfélögum eru færri karlar en konur, þótt fleiri sveinbörn fæðist en mey- börn. Konur eru einfaldlega heilsuhraustari frá náttúrunn- ar hendi og njóti þær sam- bærilegrar næringar og heil- brigðisþjónustu lifa þær lengur. Hlutfallið er um 96 karlar á móti hverjum 100 kon- um á Vestur- löndum. Á Ind- landi voru konur 37 milljónum færri en karlar sam- kvæmt manntali, sem gert var 2011. Til að ná hlutfallinu, sem er á Vest- urlöndum, þyrfti 23 milljónir kvenna til viðbótar. Sunny Hundal, sem skrifað hefur bók um stöðu kvenna á Indlandi, segir í grein í The Guardian að samkvæmt því sé 60 milljón kvenna „saknað“ á Indlandi. Hundal rekur þetta bil á milli kynjanna til „eitraðrar samsetningar fósturmorða, barnamorða, öfgakenndrar vanrækslu stúlkna, morða og örbirgðar“. Karlar finna sér ekki konur, leita í vændi, sem fullyrt er að hafi snaraukist, og kaupa sér ungar stúlkur til að giftast. Þrátt fyrir viðbrögðin við hópnauðguninni fyrir ári virð- ist ekkert lát á ofbeldinu. Árásin á danska ferðamanninn er aðeins nýjasta tilfellið. Í október réðst gengi á sex- tán ára stúlku í Vestur- Bengal-héraði og nauðgaði henni. Gengið réðst á hana aft- ur næsta dag eftir að hún hafði tilkynnt nauðgunina til lögreglu og nauðgaði henni. Stúlkan og fjölskylda hennar hefur sætt ofsóknum og 23. desember réðst gengið á stúlkuna og kveikti í henni. Stúlkan lést á gamlársdag. Þá fyrst var einhver handtekinn vegna málsins. Nauðganir eru ekki sér- indverskt vandamál. Þessi við- urstyggilegi glæpur er blettur á öllum samfélögum heims. Ástandið á Indlandi er gróf birtingarmynd vandamáls, sem víða er að finna. Indverj- ar eru fastir í vítahring, sem skaðar ekki bara konur heldur samfélagið allt. Hann verður ekki rofinn nema straumhvörf verði í viðhorfum og venjum í landinu. Indverjar eru fastir í vítahring, sem skaðar ekki bara konur heldur samfélagið allt. } Óhugnanleg árás Uppruni mat-væla skiptir neytendur máli og ótrúlegt að fram- leiðendur skuli taka þá áhættu að tilgreina ekki þegar erlendri vöru er blandað saman við ís- lenska eins og gerðist hjá Mjólkursamsölu Íslands fyrir áramót. Á Alþingi fór í gær fram um- ræða um mikilvægi þess að uppruni landbúnaðarvöru væri neytendum ljós og kemur ekki á óvart að samstaða skuli hafa verið um að óvið- unandi væri að er- lendar landbún- aðarafurðir væru fluttar til landsins og seldar sem inn- lendar. Svona atvik kalla á reglur og var þó ekki á regluverkið bæt- andi. Í umræðunum kom fram að von væri á innleiðingu reglna Evrópusambandsins um upprunamerkingar síðar á árinu. Auðvitað gætu íslenskar reglur aldrei orðið fullnægj- andi. Neytendur eiga rétt á að vita hvað þeir eru að kaupa.}Uppruni matvæla V æntanlega styttist í að skýrsla sem unnið er að fyrir stjórnvöld um umsóknina um inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þróun mála innan sambandsins liggi fyrir. Endanleg ákvörðun um umsóknina verður síð- an tekin í framhaldi af því. Beinast hlýtur þá að liggja við í ljósi stefnu ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna að draga umsókn fyrri ríkis- stjórnar formlega til baka. Framlengt hlé þýddi að málið yrði áfram óaf- greitt og kynni sem slíkt til að mynda að þvæl- ast fyrir samskiptum við önnur ríki. Líkt og við gerð fríverzlunarsamninga þar sem formlega opin umsókn kynni að verða túlkuð sem svo að Ísland væri hugsanlega á leið í Evrópusam- bandið sem þýddi að fríverzlunarsamningar við ríki utan sambandsins féllu úr gildi. Að öðrum kosti hefði umsóknin væntanlega verið dregin til baka. Hvað þjóðaratkvæði varðar getur það aðeins komið til samkvæmt stjórnarsáttmálanum og stefnu stjórnar- flokkanna verði tekin pólitísk ákvörðun um að halda um- sóknarferlinu að Evrópusambandinu áfram. Sú ákvörðun yrði þar með ekki framkvæmd nema með samþykki meiri- hluta þjóðarinnar. Hins vegar er ljóst að núverandi rík- isstjórn getur ekki staðið að slíkri ákvörðun enda andvíg inngöngu í sambandið. Margir hafa bent á þá staðreynd að forsenda þess að halda umsóknarferlinu áfram sé pólitískur vilji til þess. Þar á meðal bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra sem og Evrópusambandið sjálft. Fáir hafa þó sennilega vakið eins oft og ítrekað máls á þessari staðreynd og Þorsteinn Páls- son, fyrrverandi sendiherra. Einkum í fjöl- mörgum pistlum í Fréttablaðið á síðasta kjör- tímabili. Þar vakti hann meðal annars margoft at- hygli á þeirri staðreynd að til þess að ljúka um- sóknarferli að Evrópusambandinu þyrfti rík- isstjórn sem væri einhuga um að ganga í sambandið. Það hefði ekki átt við um síðustu ríkisstjórn enda annar flokkanna andvígur inngöngu. Ekki taldi hann að þjóðaratkvæði um framhald málsins gæti bætt úr skák í þeim efnum og lagist þvert gegn hugmyndum um slíka atkvæðagreiðslu. Eins lagði Þorsteinn ítrekað áherzlu á það að stjórnmálamenn ættu ekki að nota þjóðaratkvæði sem leiðsögn heldur veita sjálfir forystu. Kallaði hann annað meðal annars svik, stjórnarskrárbrot og forystuhræðslu. Fyrir vikið var óneitanlega nokkuð sérstakt að sjá sama Þorstein Pálsson kalla eftir því í síðasta Fréttablaðspistli sínum að Alþingi héldi þjóðaratkvæði um umsóknaferlið án þess að taka fyrst afstöðu til málsins. En hvað sem líður mótsögn Þorsteins við sjálfan sig er sem fyrr segir ekki pólitískur vilji fyrir því að halda um- sóknarferlinu áfram og stefna þar með að inngöngu í Evr- ópusambandið. Því hlýtur að liggja beinast við að draga umsóknina til baka. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Það liggur beinast við STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Unnur Brá Konráðsdóttir, for- maður allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis, segir að nefndin hafi mörg mál á sinni könnu. Stefnt sé að því að fara yfir málaskrána á næsta fundi, sem verður á þriðjudag, og raða málum niður eftir mikilvægi. Hún leggur áherslu á að nefndin sé með nokkur stórmál til afgreiðslu og ætla megi að þau verði meginverkefni nefndarinnar á önninni. Þing- mannamál eins og frumvarp um breytingu á lögum um mannanöfn sé ekki for- gangsmál. Innanríkisráðuneytið birti síðast úrskurð frá mannanafnanefnd 5. júlí í fyrra, en nefndin fundar í hverjum mánuði, síðast í desember, að sögn Ágústu Þor- bergsdóttur, formanns hennar. Ekki for- gangsmál UNNUR BRÁ ÞINGMAÐUR Unnur Brá Konráðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.