Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Ég ætla að fagna 40 ára afmælinu með fjölskyldu og vinum ámorgun,“ segir Ólafur Andri Briem sem er 40 ára í dag.Ólafur Andri hefur mikinn áhuga á gömlum amerískum bílum, helst frá 8. og 9. áratug síðustu aldar, og á einn slíkan. „Eig- inlega finnst mér ekkert varið í þessa nýmóðins bíla,“ segir hann. „Ég safnaði fyrir Knight Rider (Pontiac Firebird Trans Am) í sjö ár en ég sá sjónvarpsþætti þar sem bíllinn lék stórt hlutverk áður en ég flutti til Íslands frá Svíþjóð níu ára gamall.“ Ólafur Andri bætir við að hann hafi lengi fylgst með sölutilboðum á svona bíl á e-bay, loks fundið einn álitlegan og boðið í hann með dyggri aðstoð frá Bílabúð Benna. „Og nú er hann kominn og er í góðu lagi. Alger perla.“ Annað áhugamál er að setja saman tölvubúnað en það nýjasta er matseld. „Sjálfsagt hef ég smitast af öllum þessu fínu matreiðslu- þáttum,“ segir hann. „Svo kom það sjálfum mér á óvart hvað mér þykir skemmtilegt að fara á sinfóníutónleika í Hörpu, en foreldrar mínir, þau Snjólaug Ólafsdóttir og Haraldur Briem, bjóða mér stundum að hlaupa í skarðið fyrir sig þegar þau komast ekki.“ Ólafur Andri hefur líka gaman af jarðvinnu og hefur eytt nokkr- um sumrum í sumarbústað fjölskyldunnar í Skorradal við að leggja göngustíga og bílaplan. „Ég nota engar vinnuvélar við það, bara hendurnar og skóflu.“ steinthor@mbl.is Ólafur Andri Briem 40 ára Stoltur Ólafur Briem er ángæður með bílinn góða. Safnaði fyrir Knight Rider í sjö ár Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Reykjavík Alexander Úlfur fæddist 30. september kl. 13.48. Hann vó 3.585 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Sara Barðdal Þórisdóttir og Hákon Víðir Haraldsson. Nýir borgarar Keflavík Aron Sölvi fæddist 13. sept- ember kl. 20.41. Hann vó 3.925 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Sara Rut Agnarsdóttir og Haukur Ein- arsson. S igurjón fæddist í Reykja- vík 17.1. 1954, ólst upp í Hafnarfirði til tíu ára ald- urs, í Vesturbænum í Reykjavík og í Vogunum. Hann var í Lækjarskóla, Flataskóla, Melaskóla, Hagaskóla og Vogaskóla. Síðar lauk hann prófum í skipstjórn- arréttindum frá Stýrimannaskól- anum. Sjómannslíf undir Jökli Sigurjón fór 17 ára á vertíð vestur í Ólafsvík, var þar lengst af sjómaður í áratug en auk þess hafnarverkamað- ur í Reykjavík og á Akureyri: „Mannlífið í verbúðunum í Ólafsvík, var ólíkt öllu sem ég þekkti og vissi um á þessum árum. Óharðnaður ung- lingurinn gekk þarna í flasið á gegnd- arlausri óreglu, slagsmálum og ást- arleikjum fyrir opnum tjöldum. Ég fann til smæðar minnar en átti síðar eftir að vera lengi á verbúðum og sjá meira af þessu.“ Sigurjón M. Egilsson blaðamaður – 60 ára Á Helgafelli Sigurjón er hér leiðsögumaður og fer fyrir gönguhópi á vegum SÁÁ fyrir fáeinum árum. Sjómaðurinn sem villt- ist yfir í blaðamennsku Morgunblaðið/Frikki Með konu og bræðrum Talið frá vinstri: Egill Egilsson, Kristborg Há- konardóttir, afmælisbarnið, María Egilsdóttir og Hafsteinn Egilsson. Takk hreinlæti ehf, Viðarhöfða 2, 110 Reykjavík - Sími 577 6500 - Fax 577 6505 Geymslubox Ýmsarstærðirog gerðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.