Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 ✝ Guðrún Gunn-arsdóttir fæddist í Syðri- Vík í Vopnafirði 5. júlí 1938. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. jan- úar 2014. Foreldrar henn- ar voru Jörgen Gunnar Stein- dórsson, f. 1915, d. 1988, bóndi og síðar tollvörður, og Gunnlaug Jónsdóttir, f. 1915, d. 1993, hárgreiðslukona. Börn þeirra eru: Guðrún, sem hér er kvödd, Kolfinna, f. 1939, Þór- laug Steingerður, f. 1941, Steindór, f. 1945, og Val- gerður Salvör, f. 1951. Guðrún giftist Yngva Gests- syni, f. 1922, d. 1985, bygging- artæknifræðingi í desember 1963. Börn þeirra eru: 1. Gunnlaugar í Ólafsfirði. Eftir fimm ára dvöl í Ólafsfirði lá leiðin suður og eftir nokkurra ára dvöl á höfuðborgarsvæð- inu fluttu Gunnar og Gunn- laug til Keflavíkur. Guðrún vann ýmis almenn störf frá fermingu og var m.a. starfs- stúlka á Kópavogshæli. Árið 1959 hófst nám við Kópavogs- hæli sem kallað var „umönnun vangefinna“ og fór Guðrún í það nám og útskrifaðist tveim- ur árum síðar sem gæslusystir eins og starfsheitið var í þá daga. Guðrún lét ekki þar staðar numið heldur hélt til Danmerkur í framhaldsnám í þroskaþjálfun. Við heimkomu hóf hún störf á Kópavogshæli og starfaði þar lengst. Síðustu starfsárin kenndi hún hjá Full- orðinsfræðslu fatlaðra. Guð- rún var í hópi fyrstu þroska- þjálfa hérlendis og sat í fyrstu stjórn félagsins, sem þá hét Félag gæslusystra, þegar það var stofnað 18. maí 1965. Útför Guðrúnar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 17. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Oddný Ingiríður, f. 29.2. 1964, maki Jón Ólafur Ísberg. Dætur þeirra: Guðrún Rósa, f. 1987, sambýlis- maður Helgi Þór Þorsteinsson, Ólöf Gerður, f. 1989, og Salvör, f. 1997. 2. Gunnlaug, f. 13.5. 1965. Börn hennar Yngvi Gunnar, f. 1985, í sambúð með Mai-Elin Aske, sonur þeirra er Kristján Bjarki, f. 2013, faðir Yngva er Bjarni Hrafn Ing- ólfsson, Þorsteinn Darri, f. 1991, og Guðrún Björt, f. 2001, faðir þeirra er Þorri Þorkelsson. 3. Gestur Karl, f. 11.11. 1969. Guðrún ólst upp í Syðri-Vík til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til æskustöðva Í huga okkar systra eru orðin amma og Kópavogur samofin. Amma Guðrún bjó í Kópavogi alla okkar tíð fyrst í Vogatungu og síðar í Lautasmára. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. janúar sl. eftir skamma sjúkra- legu. Amma var alla tíð stór þátttak- andi í uppvexti og lífi okkar systra og erum við þakklátar fyr- ir það og þær góðu minningar sem við eigum. Þegar amma var lítil ólst hún upp í Vopnafirði og á Ólafsfirði og sagði hún okkur oft sögur frá æsku sinni. Hún hafði einnig búið í Danmörku, kunni dönsku og gat búið til danskan mat sem var alveg ótrúlega góð- ur. Tími var eitthvað sem amma átti nóg af og þegar við vorum litl- ar brallaði hún ýmislegt með okk- ur. Hún fór til dæmis með okkur í sund og lautarferðir, leyfði okkur að föndra og taka virkan þátt í heimilisstörfunum. Það var líka vinsælt að fá að fara í fataskápinn og snyrtidótið og setja upp tísku- sýningar. Amma var alltaf stór- glæsileg í fallegum fötum en hún kunni vel að meta góða hönnun. Hún leyfði okkur systrum að fá göt í eyrun og var ekkert að hafa fyrir því að fá leyfi hjá pabba og mömmu. Amma var mikill lestr- arhestur og las allt á milli himins og jarðar. Þessi áhugi ömmu á bókum varð til þess að við syst- urnar leituðum oftast til ömmu ef við þurftum aðstoð við námið, sér- staklega í bókmenntum. Amma las dönsku blöðin vikulega og það kom sér vel því ef við lentum í ein- hverjum vandræðum með dönsk- una í skólanum var amma alltaf þar til að lesa og ræða námsefnið við okkur. Það var eins með margt annað þar sem amma að- stoðaði okkur og ræddi málin, hvort heldur það voru strákar, skemmtanir, val á kjólum, nám, matareiðsla eða íbúðakaup. Amma var snillingur í eldhús- inu og hélt glæsilegar veislur þar sem hugað var að smæstu smáat- riðum þannig að allt borðhaldið myndaði eina heild. Matargerðin var í raun algjör galdur sem tók langan tíma og við fengum að vera með í þessum undirbúningi og allir gátu fengið sitt hlutverk. Henni ömmu fannst að allir ættu að vera með og allir gætu verið með þótt við hefðum ekki öllu sömu hæfileikana eða getuna. Hún vann við að hjálpa fólki sem þurfti aðstoð og fannst mikilvægt að allir fengju tækifæri í lífinu. Þannig passaði hún upp á þá sem minna máttu sín hvort heldur það var fólk eða fuglarnir í garðinum. Hún veitti okkur einnig góða leiðsögn út í lífið með því að kenna okkur vísur og bænir en „Faðir vorið“ gleymdist aldrei þegar gist var hjá ömmu. Það var margt sem við lærðum hjá ömmu okkar sem við áttuðum okkur ekki á fyrr en seinna að hún hafði verið að kenna okkur. Okkur þótti afar vænt um ömmu og henni um okkur. Hún var góð kona sem við systurnar lærðum margt gott og gagnlegt af og við ætlum að miðla áfram til næstu kynslóða. Við kveðjum ömmu með bæn sem hún kenndi okkur Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guðrún Rósa, Ólöf Gerður og Salvör. Í dag kveðjum við í Fjölmennt gamlan vinnufélaga. Fjölmennt er ung stofnun, en stendur á gömlum merg, þar sem Guðrún lék mikilvægt hlutverk. Guðrún lærði þroskaþjálfun meðan starfsheitið var ennþá Gæslusystir. Þegar Þjálfunar- skólar ríkisins tóku til starfa gerði hún kennslu að ævistarfi sínu. Guðrún var frumkvöðull í full- orðinsfræðslu fyrir fólk með þroskahömlun. Árið 1983 fékk Skólinn við Kópavogsbraut fjár- veitingu til að halda sérstök nám- skeið fyrir fullorðna íbúa á Kópa- vogshæli, til að undirbúa þá undir sjálfstæðara líf. Ekki á forsend- um þess að þeir hefðu ekki notið grunnskólamenntunar, heldur á forsendum þess að vera fullorðnir með óskir um fullorðinsfræðslu. Tveir þroskaþjálfar voru þá ráðn- ir til að annast þessa kennslu, Guðrún og Sonja Larsen, en báð- ar höfðu áður kennt við skólann. Fyrstu námskeiðin voru mat- reiðsla og umferli, þar sem fólk lærði að nota strætisvagna. Frá þessum tíma starfaði Guð- rún ýmist við grunnskólann eða fullorðinsfræðsluna í Skólanum við Kópavogsbraut, þar til að skólinn varð alfarið fullorðins- fræðsla 1990, og í sameinuðum þjálfunarskólum með fullorðins- fræðslu undir nafninu Fullorðins- fræðsla fatlaðra. Árið 2002 var Fullorðinsfræðsla fatlaðra lögð niður og Fjölmennt stofnuð. Þar starfaði Guðrún það sem eftir var starfsævinnar. Kenndi hún m.a. á fyrstu starfstengdu námskeiðum Fjölmenntar; ræstingum. Guðrún var ekki bara dyggur starfsmaður, heldur líka góður fé- lagi. Við sem störfuðum með henni í Skólanum við Kópavogs- braut rifjum upp þorrablót og margskonar viðburði úr „Félags- heimilinu í Voðatungu“ þegar Guðrún bauð okkur heim á fallegt heimili, fullt af listmunum og mál- verkum eldri og yngri lista- manna. Hún hafði líka alltaf gott að leggja til allra mála og hafði yf- irgripsmikla þekkingu á mönnum og málefnum, bæði í listum og mannlífi. Við vottum börnum Guðrúnar og fjölskyldum þeirra einlæga samúð. Fyrir hönd starfsfélaga í Fjöl- mennt. Anna Soffía Óskarsdóttir. Guðrún Gunnarsdóttir HINSTA KVEÐJA Takk amma okkar. Takk fyrir að þú passað- ir okkur. Takk fyrir að þú gladdist með okkur. Takk fyrir að þú huggaðir okkur. Takk fyrir það sem þú kenndir okkur. Takk fyrir allt það góða sem við eigum í minningunni um þig. Takk amma fyrir að þú varst þú. Þú ert best amma og við söknum þín alltaf. Yngvi Gunnar, Þorsteinn Darri og Guðrún Björt. ✝ Lúðvík VignirIngvarsson fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1939. Hann lést 22. nóv- ember 2013. Lúðvík var sonur hjónana Halldóru Halldórsdóttur frá Gaddstöðum, f. 6. júlí 1910, d. 4. des- ember 2012, og Ingvars Guðmunds- sonar frá Þjóðólfshaga, f. 23. apríl 1904, d. 7. janúar 1988. Lúðvík ólst upp í Reykjavík en bjó lengst af í Keflavík. Lúðvík kvæntist Huldu Ólafs- dóttur og eignuðust þau tvo syni, Halldór Inga og Brynjar. Þau slitu samvistir. Lúðvík eignaðist soninn Hörð með Þórdísi Harð- ardóttur. Seinni kona Lúðvíks var Þuríður Margrét Haraldsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn; Ingvar Vigni, Lindberg Vigni og Halldóru Margréti. Fyrir átti Þuríður dóttur, Hrafnhildi Þor- steinsdóttur, sem ólst upp hjá þeim. Þau slitu samvistir. Lúð- vík bjó síðast á Sólvallagötu 26 í Reykjanesbæ. Elsku pabbi og afi. Það er margt hægt að segja um þig, en leiðinlegur er víst ekki eitt af því. Þú varst skemmtilegri en flestir og gast sagt brandara betur en margur grínistinn. Þrumuræður um pólitík gastu líka haldið, enda var oft gaman að þér þegar leið á kosningar. Kosninganæturnar með þér og Grétari bróður líða okkur seint úr minni, aldrei hefur verið jafngaman að fylgjast með nið- urstöðunum og hlusta á ykkur þrasa um kommana á Neskaup- stað og sjallana fyrir sunnan. Þú varst alltaf að leita að besta staðnum til að búa á og höfum við flutt oftar en meðalsígauna- fjölskylda. Stundum náðum við ekki að pakka öllu upp úr köss- unum áður en við vorum farin að pakka ofan í þá aftur. Tilbreytingarleysi í æsku getum við víst ekki kvartað yf- ir. Þú varst Alexöndru afar góður afi og saknar hún þín mikið. Á meðan við bjuggum heima á Íslandi tókstu hana oft með þér á bryggjurúnt að skoða bátana og fenguð þið ykkur ís og spjölluðuð heil ósköp. Þegar þið mamma voruð komin til Danmerkur varstu alltaf tilbúinn að gera eitthvað skemmtilegt með afastelpunni. Þú kunnir nöfnin á öllum Spice Girls-stelpunum og vissir hver var hvað og þekktir meira að segja lögin þeirra vel. Þú varst alltaf skemmtilegur nálægt börnum og þau hrifust af þér. Þú varst traustur vinur vina þinna. Það var erfitt fyrir þig að horfa á eftir þeim hverjum á eftir öðrum, þar til nánast allir voru búnir að kveðja. Ég sé þig fyrir mér núna í góðum fé- lagsskap með Bigga, Frikka og Palla og hrossahláturinn heyr- ist langar leiðir. Þú áttir góða vini og þið vor- uð alltaf duglegir að halda sam- bandi hver við annan. Það var oft hlegið að þér á laugardögum þegar boltinn var í sjónvarpinu og þú varst með Bigga á „speed dial“ í símanum. Um leið og eitthvað gerðist lagðirðu sígarettuna frá þér og ýttir á takkann og sagðir „sástu þetta maður!“ Við undruðumst það oft að þið skylduð ekki bara hittast á laugardögum og horfa á þetta saman. Eitt sinn var útvarpsviðtal við þig á Brosinu í Keflavík. Gamall bekkjarbróðir minn, Haraldur, tók viðtalið og var það svo fyndið og skemmtilegt að það var endurflutt á besta útsend- ingartíma. Anna og Auður vinkonur mínar voru á leiðinni til Reykjavíkur þegar viðtalið kom í útvarpinu og urðu þær að leggja bílnum úti í kanti á miðri Reykjanesbrautinni, þær hlógu svo mikið. Þú gast alltaf komið með svör við öllu og pólitíkin var yfirleitt það sem þú röflaðir mest yfir. Ég stríddi þér á meðgöngunni og sagði að ef barnið yrði drengur ætti hann að heita Davíð, Ólafur Ragnar eða Jón Baldvin, þér þótti það ekkert sniðugt. Nú ertu búinn að kveðja þennan heim og farinn á vit for- feðranna. Amma og afi og vin- irnir taka á móti þér og eitt er víst að það er engin lognmolla á staðnum lengur. Við mæðgur viljum þakka þér fyrir allt það góða og það er engin spurning að minning þín lifir áfram í börnum og barnabörnum og öll- um þeim sem kynntust þér. Þú varst „one of a kind“ og gleym- ist aldrei. Saknaðarkveðja, Hrafnhildur og Alexandra Lind. Lúðvík Vignir Ingvarsson Elsku mamma. Við biðjum guð að senda þér ljós og frið. Við vitum að nú ertu laus við verki og veikindi og kvíða fyrir framtíðinni. Pabbi tekur á móti þér hinumegin með opinn faðminn og þið eruð sam- an á ný eins og ykkur var ætlað. Farðu í friði, mamma. Helga, Kristján, Árni og Ásgeir. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Þetta vers Hallgríms Péturs- sonar þekkjum við barnabörn Ellu ömmu vel. Á kvöldin fór hún með bænirnar og sagði okk- ur skemmtilegar sögur frá göml- um tímum fyrir svefninn. Við eigum yndislegar minningar úr sveitinni hjá ömmu. Alltaf var tekið vel á móti okkur. Við sjáum hana fyrir okkur í eldhús- inu með opinn faðminn og brosið að bjóða okkur velkomin í sveit- ina. Í hvert skipti sem maður heyrði í henni í síma spurði hún undantekningarlaust hvort við værum ekki á leiðinni í heim- sókn til hennar og Ámunda. Við minnumst ömmu að spila á org- elið í stofunni, og við syngjandi og dansandi með. Oft fórum við inní herbergið hennar og sóttum okkur föt og settum upp skart- gripina hennar og héldum tísku- sýningu í stofunni. Það var alltaf fjör hjá ömmu. Á daginn var unnið í garðinum, við frænd- systkinin að slá og raka, reyta arfa eða hengja upp þvott. Já, það var sko nóg að gera í sveit- inni. Hún var svo iðin í eldhús- inu að það vissu allir sem kíktu við að það var alltaf eitthvað gott í gogginn hjá henni. Hún var ekki fyrr búin að ganga frá einni máltíðinni þegar hún byrj- aði að spyrja aftur hvort við værum ekki orðin svöng. Ótrú- Erla Gísladóttir ✝ Erla Gísladótt-ir fæddist í Hafnarfirði 17. október 1930. Hún lést á Landspít- alanum Hringbraut 29. október 2013. Útför Erlu fór fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 7. nóvember 2013. leg hún amma. Sí- fellt að passa að enginn væri svang- ur. Eldhúsið var dásamlegur staður og átti maður oft skemmtileg samtöl við hana þar. Feng- um við oft að heyra söguna þegar við bjuggum fyrir vest- an í Bolungarvík. Þá hringdum við í hana og létum hana vita hversu mikill snjór væri úti og allir væru á skíðum. Allir nema við – þar sem við áttum ekki skíði. Það leið þó ekki á löngu þar til við fengum sendingu frá þér og Guðmundi heitnum, en það voru skíði sem við lærðum öll að renna okkur á. Eins rifjaðir þú upp með okk- ur útilegurnar sem voru oft farnar. Þú hjá tjöldunum að vaka yfir okkur. Eitt kvöldið var svo kyrrt og hljótt úti að þú heyrðir flugurnar tala. Þú sagðir svo skemmtilega frá að manni leið eins og í ævintýri. Við eigum eftir að sakna svo margs. Sírópsbrauðsins, með nægu smjöri, sem var ómissandi í réttunum. Kjötsúpan þegar heim var komið eftir réttir. Amma á rauða náttsloppnum að koma morgunmatnum á borðið. Nýlagað hárið og nýju fínu fötin sem þú varst nýbúin að kaupa. Brosið og hlýjan. Ekki síst eiga langömmubörnin eftir að sakna þín. Elín Eir, fjórði ættliðurinn í beinan kvenlegg, nafna þín. Hún var fyrsta barnabarnabarnið og þú svo hrifin. Þú fórst um allt með myndaalbúmið í töskunni að sýna hana vinum í sveitinni, en svo bættust myndir af fleiri barnabarnabörnum sem nú eru orðin 13 talsins. Árni Gunnar skilur heldur ekkert og spyr bara um langömmu sína þegar hann kemur í Breiðás. Við mun- um sakna þess að koma við hjá þér og þú ekki þar. Eins að fá símtöl frá þér á afmælisdögum sem þú gleymdir aldrei. Elsku amma. Þú varst svo stór þáttur í lífinu okkar og við erum svo þakklát fyrir að hafa átt þig. Það eru forréttindi að hafa átt dásamlegan samastað í sveitinni hjá þér og Ámunda. Hvíl í friði, elsku Ella amma. Þín Elín, Guðbjörn Gunnar og Guðmundur. ✝ Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengda- móður, ömmu og langömmu okkar og systur minnar, AÐALBJARGAR JÓNSDÓTTUR sjúkraliða. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkrunar heilsugæslu Kópavogs, deildar L-3 á Landakoti og deildar 13-E á Landspítala við Hringbraut, fyrir góða umönnun og hlýju. Megi árið verða ykkur farsælt. Sigríður Rut Skúladóttir, Valgerður Margrét Skúladóttir, Sveinbjörn Halldórsson, Jón Hjörtur Skúlason, Margrét Óðinsdóttir, Steinunn Skúladóttir, Guðni Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn, Lilja Sigurrós Jónsdóttir. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.