Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Síðan í kosningunum 2002 hafa skuldir Hafnarfjarðarbæjar rétt tæplega þrefaldast og stendur summa heildarskulda og skuldbindinga í rúmum 40 milljörðum króna í dag. Stór hluti þeirra skulda er kominn til vegna erlendra lána. Að taka erlend lán get- ur meðal annars verið hentugur kostur fyrir fyrirtæki með tekjur í erlendri mynt til þess að draga úr gengisáhættu. Sé aðili með engar er- lendar tekjur líkt og Hafnarfjarð- arbær er erfitt að líkja erlendri lán- töku við annað en fjárhættuspil með fjármuni bæjarbúa. Áætlaðar af- borganir af skuldum árin 2013-2015 eru rúmir 15 milljarðar, þar af tæpir 12 milljarðar árið 2015 en ljóst er taka þarf ný lán til að standa í skilum á þeirri afborgun. Það hefur mátt treysta því eins og gangverki í klukku að rekstrarniðurstaða bæjarins hefur verið bæði neikvæð og tals- vert verri en fjárhags- áætlanir gera ráð fyrir. Það stöðvar núverandi bæjarstjórn ekki í því að setja fram fjárhags- áætlun til ársins 2017 og að sjálfsögðu er reiknað með hagnaði hvert ár. Þrátt fyrir mjög rausnarlega ölmusu úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem fer ört vaxandi ár eftir ár og mun sam- kvæmt áætlunum bæjarins verða tæpir 1,4 milljarðar árið 2014 hefur bærinn skilað gríðarlegu tapi. Ljóst er að núverandi staða er þung og sökum þess að bærinn sem slíkur getur lítil áhrif haft á skattstofn bæjarins og hversu stór hluti kostn- aðar er þjónusta sem skuldbindandi er að fylgja, svo sem rekstur menntastofnana, er róðurinn enn þyngri. Hreinlega er það spurning hvort bærinn geti yfirhöfuð staðið undir sínum skuldbindingum, í það minnsta án tilrauna til að end- ursemja við kröfuhafa eða veglegrar ríkisaðstoðar. Ég hvet alla Hafnfirð- inga til þess að gera kröfu um ábyrga fjármálastjórn, verkið er stórt og í það þarf að fara strax, enda ljóst að engin vettlingatök munu duga. Eftir Sævar Má Gústavsson » Áætlaðar afborganir af skuldum árin 2013-2015 eru rúmir 15 milljarðar, þar af tæpir 12 milljarðar árið 2015 Sævar Már Gústavsson Höfundur sækist eftir fjórða sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Er ekki komið nóg? Nú er komið að því að greiða atkvæði um kjarasamninginn sem skrifað var undir 21. desember sl. Formaður Bár- unnar, Halldóra Sig- ríður Sveinsdóttir, treysti sér ekki til að skrifa undir ásamt formönnum fjögurra annarra félaga Starfs- greinasambandsins. Um ástæður þess hefur hún tjáð sig opinberlega. Helsti rökstuðningur þeirra sem samþykkja vilja þennan samning er að hann stuðli að stöðugleika og geri kleift að ná niður verðbólgu og auka kaupmátt. Kaupmátt skuli auka í stuttum skrefum til að halla ekki þjóðarskútunni um of. Ef þau áform sem koma fram í samningnum, til dæmis um að fyr- irtæki og opinberar stofnanir haldi verðhækkunum í hófi, halda þá er þessi samningur í besta falli að halda óbreyttum kaupmætti. Miðað við að verðbólgumarkmið Seðla- banka standist gætum við meira að segja verið að horfa á örlitla aukn- ingu kaupmáttar. Við getum svo rifjað upp í huganum hvað langt er síðan verðbólgumarkmið stóðust síðast og á kostnað hverra það var. En það sem veldur manni hvað mestri ógleði eru þessi tilmæli sem beint er til fyrirtækja og stofnana. Ef maður les blöð og hlustar á fréttir þessa dagana, rúmum hálf- um mánuði eftir undirskrift og tveim vikum fyrir niðurstöðu kosn- inga um samninginn, þá renna á mann tvær grímur. Einhvernveginn finnst manni að hækkunum á vöru og þjónustu ætli ekki að linna þrátt fyrir loforð eða „tilmæli“ um annað. Stutt upptalning: Dreifingargjald raforku 2% Áfengis- og tóbaksgjald 3% Vörugjald á eldsneyti 3% Útvarpsgjald 3,2% Sóknargjöld 3,2% Póstburðargjald 9% Komugjald á heilsugæslustöðvar 20% Komugjald til læknis 21% (Ég skal vera sanngjarn og segja frá að ríkið ætlar hugsanlega að draga úr hækkunum sínum, verði samningurinn samþykktur.) Þakka skyldi þeim. Að auki má tína til nýlegar frétt- ir frá framkvæmdastjóra Hagkaupa um allt að 7% hækkun birgja til verslana fyrirtækisins. Sá kostn- aður lendir að öllum líkindum á við- skiptavinum (launafólki). Og það má í því sambandi geta þess að því lægri sem laun fólks eru, því meira hefur hvert prósent í hækkunum að segja í budduna. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur nú strax séð ástæðu til að minna sitt fólk á samninginn. Á mannamáli þýðir þetta að það ætla ekki aðrir að taka ábyrgð á meintum stöðugleika. Svartipétur lendir á launafólki eins og áður. Því miður stefnir í að grundvöll- ur þessa samnings og um leið rök- stuðningur við hann sé brostinn og það áður en hann hefur verið bor- inn undir atkvæði fólksins sem á að taka kaup og kjör eftir honum. Það hlýtur að vera erfitt fyrir verkalýðsleiðtoga að mæla með svona samningi sem ekki tryggir því betri kjör. Ef við svo skoðum hvað er að gerast í samfélaginu okkar þá er ekki nema von að maður verði hugsi. Ár eftir ár lengist röðin hjá hjálparstofnunum. Ár eftir ár eru fleiri og fleiri sem ekki virðast hafa efni á að leita sér lækninga. Ár eft- ir ár fjölgar þeim sem þurfa að leita á náðir sveitarfélaganna. Allt bendir til þess að við séum á rangri leið í baráttu okkar. Við vitum að það er meira til skiptanna en látið er í veðri vaka af atvinnurek- endum. Er ekki kominn tími til að staldra við og skoða hvert við stefnum? Ef nú er ekki tími til að knýja á um breytingar þá kemur hann aldrei. Að ætla að leggja þennan samning til grundvallar samningi að ári gerir ekkert annað en dæma stóran hluta okkar félagsmanna til örlaga sem sæma ekki þjóð sem vill kalla sig lýðræðisþjóð. Að sætta sig við að hér séu hópar fólks sem ekki eru matvinnungar þrátt fyrir að skila fullri vinnu er fráleitt. Þessa samninga ber að fella og stokka svo upp á nýtt. Vondur samningur Eftir Kristbjörn Hjalta Tómasson Kristbjörn Hjalti Tómasson »Að sætta sig við að hér séu hópar fólks sem ekki eru matvinn- ungar þrátt fyrir að skila fullri vinnu er fráleitt. Höfundur er er þjónustufulltrúi og launþegi. Eitt af grundavall- aratriðum skattalaga er að jafnræðis sé gætt eins og skýrt kom fram í athugasemdum með frumvarpi að lögunum um auðlegðarskatt. Margir eru þeirrar skoðunar að við álagn- ingu auðlegðarskatts- ins sé jafnræði ekki virt. Örfá atriði í því sambandi skulu nefnd hér. Fasteignir mynda skattstofn til auðlegðarskatts á fasteignamati. Al- gengur er mismunur á fast- eignamati og raunvirði fasteigna og dæmi eru til um að söluverð sé margfalt fasteignamat. Einnig eru til dæmi um að fasteignamat sé hærra en mögulegt söluverð. Það tryggir því ekki jafnræði að fast- eignamat sé notað sem álagning- argrunnur. Fasteignamat lóða er sérstakur kapítuli. Mismunandi fer- metraverð lóða hlið við hlið er afar algengt. Dæmi um það er mismunur á fermetraverði samliggjandi lóða granna minna sem er 28.683 kr. á m2 sem þýðir mismun á álagning- arstofni að fjárhæð 17.209.800 kr miðað við 600 m2 lóðarstærð. Er það jafnræði ? Annað dæmi: Í DV fyrir nokkrum vikum var fjallað um lóðir /land sem var talið tveggja milljarða virði í Morgunblaðinu í júní 2000 (skv. DV). Fast- eignamat þeirra nú er 20.340.000 kr. Þannig vantar 1.979.660.000 kr. upp á auðlegð- arskattsstofn ef raun- virði og jafnræði ættu að gilda (2% af mis- muninum eru 39.593.200 kr.). Skattalegt verðmæti hlutafélaga er býsna oft langt frá raunvirði. Fast- eignamatið jafn brogað og hjá ein- staklingum, vélar og tæki eru oft eignfærð á niðurlagsverði t.d. vegna afskrifta á móti söluhagnaði og kvóti bæði í sjávarútvegi og landbúnaði er eignfærður á misjafnan hátt t.d. vegna afskrifta/ niðurfærslu. Fjárhæðir sem um ræðir geta verið gífurlegar. Lífeyrisréttindi teljast ekki til auðlegðarskattsstofns. Algeng eftir- og ellilaun eru u.þ.b. 250-350 þús. kr. á mánuði en oft lægri. Margir hafa myndað eigin lífeyrissjóð með sparnaði og eru verðlaunaðir með auðlegðarskatti og svo fjármagns- skatti af vöxtunum á sama tíma og höfuðstóll sparifjár rýrnar þar sem vaxtatekjur flestra eru lægri en verðbólgan. Sumir eiga lífeyrisrétt- indi langt umfram það, segjum millj- ón á mánuði. Sé reiknað með töku eftirlauna í 25 ár frá 60 ára aldri og 3,5 % ávöxtun myndi slík „umfram- skuldbinding“ lífeyrissjóðs reiknast u.þ.b. 200 milljón kr. Eru svimandi há lífeyrissjóðsréttindi ekki auð- legð? Greinilega ekki í augum þeirra alþingismanna sem sam- þykktu lögin um auðlegðarskattinn og vilja nú framlengingu hans. Margs konar eignir s.s. listmunir og safngripir mynda ekki auðlegð- arskattsstofn án tillits til verðmæt- is. Að lokum. Hluti auðlegðarskatts er „viðbótarauðlegðarskattur“ sem lagður er á mismun nafnverðs og raunvirðis hlutabréfa ári síðar en á annan auðlegðarskattsstofn. Hvers vegna á aðeins að greiða auðlegð- arskatt af nafnverði hlutabréfa í árslok 2013 en ekki af „raunvirði“ ? Sérkennileg virðing fyrir jafnræð- isreglu í lögum frá Alþingi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sé eitthvað missagt í framanrit- uðu er beðist afsökunar á því. Jafnræði í skattalögum – Hvað er það? Eftir Arnór Eggertsson »Margir eru þeirrar skoðunar að við álagningu auðlegð- arskattsins sé jafnræði ekki virt. Arnór Eggertsson Höfundur er eldri borgari. Veiðar smábáta, hverjum er ekki sama? Fyrir aldamótin 1900 fóru að koma togarar sem gengu fyrir gufu- vélaafli, fáir fyrst en fjölgaði fljót- lega upp í 150 og allt að 220, þeir eltust við kola en fleygðu þoski og ýsu sem ómeti. Einn Íslendingur samdi við eina togaraskipshöfn um að fá að hirða ómetið fyrir vín og voðir og fékk 11.000 fiska, ca. 75 til 100 tonn á tíma- bilinu, tveimur til þremur vikum, í sinn hlut. Á þeim tíma sóttu þeir að- allega á Faxaflóann og héldu sig grunnt enda trollin ófullkomin á þeim tíma og togararnir aðeins ca. 300 tonn að stærð. Þeir drógu yfir línu og net heimamanna og sögðu: Hverjum er ekki sama? Enda ekki til nothæf fyrirstaða af hálfu heimamanna. Samið hafði verið um þriggja sjó- mílna landhelgi sem var svo fótum troðin eftir þörfum. Margir sjómenn af svæðinu gáfust upp og fóru af landi brott á þessu tímabili, sem 150.000 afkomendur þeirra í Norður-Ameríku bera vitni um. Englendingar náðu 10 til 14 túr- um á ári pr. togara þegar þeir fóru að sækja hingað allt árið um kring. Í dag eru togararnir margfalt stærri og með margfalt stærri vélar og veiðitól sem þeir draga á eftir sér dag og nótt allan ársins hring, allt að 40 tonnum að þyngd, getur nokkur venjulegur maður skilið hvernig líf- ríki sjávarins þróast við svona djöf- ulgang? Hvernig væri að nýta nútíma- tæknina til að mynda og skoða fram- angreint í nærmynd og hafsvæðin kringum landið sem öll okkar afkoma byggist á, en ekki á „við vitum þetta“. Kaffærum okkur í nærmynd af um- ræðuefninu, helst til lengri tíma. Hvernig væri að taka Norðmenn okkur til fyrirmyndar og leyfa öllum bátum, allt að 11 metrum, að veiða án hafta og kvaða, en ekki eins og nú er hér, þ.e. sem afætur og betlarar og ófrjálsir menn? Smábátasjómenn hafa flestir aleig- una í útgerðinni og eiga að hafa frum- burðarrétt til jafns við eigendur stærri báta og skipa, þeirra afli er síst verðminni eða verra hráefni en stærri báta, því hér er reynsla og þróun sem ræður ferð. Þá mætti benda á að kaup á bát og útgerð er lægra en frystitogaranna, hlutfallslega, og því fellur meira til ríkisins, og fyrr, sem og reksturs. Eins má benda á að þorpin kringum landið nærast einnig á útgerðinni, þ.e. smábátaútgerðinni. Ef menn telja að of nærri sé gengið fiskstofnum hér er stjórnmála- mönnum í lófa lagið að stoppa veiðar t.d. á hrygningartíma eða um hávetur og þá hjá öllum fleytum, stórum sem smáum, við landið sem og úti í hafs- auga. Annað mætti minnast á og það er makríllinn. LÍÚ vill kvóta samkvæmt veiðireynslu, sem útilokar minni bátana. Þeir ná aðeins til makrílsins þegar hann er kominn upp að landinu og veiðireynslu og tækni þarf að þróa í framhaldinu til að klófesta þennan fisk, en þrátt fyrir þennan annmarka eiga þeir að hafa sinn frumburð- arrétt. Laxa- og lúðuhrogn ná menn ekki að klekja út, en þegar kemur að þorskhrognum vantar innsýn í gang náttúrunnar, vegna þess að menn hafa ekki skoðað lífríkið í nærmynd. Þetta hræðir mig. JÓHANN BOGI GUÐMUNDSSON, sjómaður, bifvélavirki og húsasmiður. Fiskveiðar smábáta Frá Jóhanni Boga Guðmundssyni Jóhann Bogi Guðmundsson Bréf til blaðsinsMóttaka aðsendra greina Morgunblaðið birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birt- ist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.