Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014
arupprás og syndir í sjónum.
Þarna mótast ást hennar á nátt-
úrunni, verkvitið, ábyrgð hennar
og velvilji. Móðir hennar þjáist
af hugarvíli og er stundum lögð
inn. Þá vinnur unga stúlkan
heimilisverkin fumlaust og sinn-
ir yngri systkinum sínum.
Litla Akrakotið er raunveru-
legt höfðingjasetur, þangað
kemur fólk af öllum toga, ýmsir
sem standa höllum fæti í lífinu
og vinir barnanna. Fólki líður
vel í návist Fríðu, sem vegna
veikinda sinna hefur innsæi í
sálir fólks.
Þorgerður er stundum með
tiktúrur. Mæðgurnar eru komn-
ar hálfa leið í bæinn þegar Þor-
gerður, á leið í próf í lagadeild-
inni, áttar sig á því að hún hefur
gleymt pennanum sem hún fékk
í fermingargjöf. Fríða snýr við
og sækir pennann. Þorgerður
notaði hann alla tíð síðan. Týndi
engu og aldrei sjálfri sér.
Hún sagði foreldra sína hafa
snúist í kringum sig. Þannig
lærir maður að vera góður við
aðra, sagði hún síðar. Hvort hún
var. Á stórum stundum í lífi
mínu var hún alltaf nálæg. Á
erfiðleikatímum var hún eins og
klettur. Við töluðum saman á
hverjum degi. Þú ert nú meiri
vinkonan, sagði ég oft. Hvernig
er hægt að launa svona sam-
fylgd í örfáum orðum?
Þorgerður var hetja. Þegar
mamma hennar veiktist og átti
ekki afturkvæmt tók Þorgerður
við. Eins og hún ætti ekki nóg
með sitt; móðir ungra drengja,
lögfræðingur að reyna að kom-
ast í betri stöðu sem fulltrúi hjá
bæjarfógeta og síðar í héraðs-
dómi – í karlaheimi – vel gefin,
skilningsrík, nákvæm, með gott
vald á íslenskri tungu og rök-
hugsun.
Líkt og á göngunni forðum lét
hún skaflana ekki hindra sig. Yf-
ir litlu var hún trú, yfir mikið
var hún sett. Hennar ríki var allt
það fólk sem naut góðvildar
hennar. Eftir langan vinnudag,
sama hvernig viðraði, keyrði hún
upp á Arnarholt til að sinna
móður sinni – í sautján vetur.
Hún gekk systkinum sínum í
móðurstað, sleppti aldrei hend-
inni af þeim.
Áður en hún var skipuð hér-
aðsdómari hafði hún starfað sem
slíkur um árabil. Dómar hennar
voru nær undantekningarlaust
staðfestir af hæstarétti. Sumir
merkt innlegg í kennslu í lög-
fræði.
Hún vitnaði stundum í ógæfu-
konu, sem stóð frammi fyrir fjöl-
skipuðum dómi og sagði: Þetta
er bara „kómísens“! Almenn
skynsemi var hennar leiðarljós
og samlíðan með mönnum og
málleysingjum.
Allt sem Þorgerður tók sér
fyrir hendur gerði hún vel. Hún
hafði ríkt fegurðarskyn og næmt
auga. Hún var með glæsilegri
konum.
Nú syrgja sárt Kristján mað-
urinn hennar, faðir hennar Er-
lendur og synirnir Erlendur
Kári og Friðrik Gunnar. Engir
stóðu hjarta hennar nær en gló-
kollarnir tveir. Veganesti þeirra
er umhyggja hennar og kærleik-
ur. Með fordæmi sínu kenndi
hún þeim hvað það er að vera
góð og vönduð manneskja. Hún
vissi að það skipti máli að nota
tímann vel og halda hughraustur
áfram. Bráðum kemur vorið. Þá
vaknar náttúran til lífsins á
Álftanesi og fuglarnir syngja.
Ferðinni er ekki lokið þótt Þor-
gerður hafi farið yfir á aðra
braut. Hún heldur utan um ykk-
ur – alla leið.
Herdís Þorgeirsdóttir.
Ég fór með Þorgerði, Krist-
jáni og Frikka syni þeirra til Ak-
ureyrar þegar ég var sex ára.
Það er ógleymanleg ferð. Við
vorum nýflutt heim frá Svíþjóð
en þar hafði Þorgerður verið í
námi um skeið þegar við bjugg-
um þar. Þegar við vorum flutt
heim og foreldrar mínir skilin
vildi Þorgerður, besta vinkonu
mömmu, hjálpa henni. Dag einn
komum við í Hvassaleitið. Þor-
gerður veifaði stórum nammi-
poka og spurði: „Hver vill koma
til Akureyrar?“ Herdís vildi vera
heima hjá mömmu; Maja líka og
Höddi, sem var gáfaðri en ég
þótt hann væri yngstur, vildi
heldur ekki fara í langa ferð án
mömmu. Ég var lítill með
bumbu og hugsaði mig ekki
lengi um; sá bara nammipokann
og fór upp í bílinn. Ég sá ekki
eftir því þótt þetta hafi verið
stór ákvörðun þar sem ég hafði
aldrei ferðast án mömmu. Þor-
gerður og Kristján voru einstak-
lega góð við mig í þessari ferð
og ég skemmti mér konunglega.
Allt sem mig langaði í, þó að það
væri óhollt, fékk ég. Eftir þetta
gisti ég stundum hjá Þorgerði
og Kristjáni í Hvassaleitinu ef
mamma var í útlöndum. Að vera
hjá henni var engu líkt. Aldrei
hef ég fengið jafnmikið af gotti í
skóinn og þegar ég gisti eina
nótt í desembermánuði. Aldrei
talaði hún öðruvísi en blíðlega
við mann. Þannig var hún við
alla. Hugsaði fyrst um aðra, síð-
ast um sjálfa sig. Hún var ein-
staklega góð kona og mér þótti
mjög vænt um hana. Ég votta
Kristjáni, Frikka og Ella inni-
lega samúð mína.
Gunnar Þorgeir Bragason.
Kveðja frá Dómarafélagi
Íslands
Fallin er frá, fyrir aldur fram,
traust starfssystir og góður vin-
ur, Þorgerður Erlendsdóttir
héraðsdómari. Þorgerður helg-
aði dómskerfinu starfsævi sína,
fyrst sem dómarafulltrúi og síð-
ar sem héraðsdómari. Þorgerður
hafði í senn til að bera glæsileika
og skörungsskap í framkomu.
Hún axlaði ábyrgð sína af einurð
og leysti úr hverju máli af aga
og samviskusemi. Þorgerður bar
ríka virðingu fyrir dómarastarf-
inu og lét sér ætíð annt um ís-
lenska dómstólaskipan. Hún
gegndi ýmsum ábyrgðar- og
trúnaðarstörfum fyrir dómara
og var varaformaður Dómara-
félags Íslands frá 2009 til 2011.
Réttarríkið stendur og fellur
með dómurum á borð við Þor-
gerði Erlendsdóttur. Fyrir hönd
Dómarafélags Íslands votta ég
Þorgerði virðingu fyrir ævistarf
hennar og þakka henni störf í
þágu íslenskra dómara.
Skúli Magnússon, formaður
Dómarafélags Íslands.
Hver var ferðasaga Þorgerð-
ar? Hvaða sögu sagði hún okkur
samferðafólki sínu af sér og sínu
lífi? Ég hef lengi lagt mig fram
við að hlýða á og greina eðli
ferðasögu samferðafólks míns.
Svarið er einfalt hvað Þorgerði
varðaði, hún sagði sögur af líf-
inu.
Þegar hún veiktist var hún
fljót að svara spurningunni:
„Hvernig líður þér?“ Svarið fólst
ekki í útlistunum á læknasögum,
lyfjum eða verkjum, nei hún
sagði aldrei vondu tíðindin fyrr
en hún hafði fengið önnur betri.
Ég kynntist Þorgerði haustið
2000, þegar ég hóf störf sem
framkvæmdastjóri Dómstólar-
áðs. Á þeim tíma hafði Þorgerð-
ur ekki fasta dómarastöðu, held-
ur var hún settur dómari. Þegar
hún varð loks dómstjóri Héraðs-
dóms Austurlands áttum við
mikil og góð samskipti, nánast
dagleg. Á þeim tíma gerði ég
mér grein fyrir getu og hæfni
Þorgerðar. Hún vílaði ekki fyrir
sér að flytjast búferlum til að
taka að sér vandasamt starf.
Næmi hennar, réttsýni, vinnu-
semi, greind, þroski og ná-
kvæmni nutu sín vel í dómara-
starfi og í störfum í þágu
dómstólanna.
Haustið 2007 kom ég til stafa
í dómhúsið aftur, eftir tveggja
ára fæðingarorlof. Mikil breyt-
ing hafði orðið í húsinu. Blómin
höfðu fríkkað og fíkus sem áður
hafði verið að dauða kominn í
kaffistofunni var orðinn tveggja
metra hár, grænn og fagur.
Veggirnir voru prýddir fallegum
myndum. Ég spurði undrandi
hvað hefði gerst. Svarið var ein-
falt: „Þorgerður kom að austan.“
Þorgerður var fagurkeri. Allt-
af var hún fallega klædd. Hún
keypti sér ekki mikið af fötum,
en bara það besta og fór ein-
staklega vel með.
Þorgerður var knúin mannúð
og var jafnframt hugrökk. Því
kynntist ég vel er ég var borin
röngum sökum. Hún hafði þor
og getu til að standa með mér og
þá sá ég í kjarna hennar og
sannfærðist um að grunngildi
hennar væri réttlæti. Þorgerður
er mér og öðrum skínandi fyr-
irmynd um reisn og manndóm.
Þorgerður kom mér svo fyrir
sjónir að ástríða hennar varðaði
lífið. Hún elskaði drengina sína
og bar velferð þeirra mjög fyrir
brjósti. Hún gladdist innilega
þegar þeim gekk vel og hafði
gaman af því að segja mér sögur
af þeim. Mér er minnisstætt að
Þorgerður kom á skrifstofu
mína einn vetrarmorgun árið
2010 og upplýsti að hún væri
mjög þreytt en þó glöð. Erlend-
ur, sonur hennar, hafði kom
heim með hitakassa og í honum
höfðu egg verið að klekjast út.
Þorgerður var ljósmóðir ung-
anna og hafði verið að alla nótt-
ina. Hún geislaði af lífsham-
ingju, gleði hennar var hrein og
fögur. Nokkrum mánuðum síðar
gaf Þorgerður mér tvær fallegar
landnámshænur í afmælisgjöf.
Hún hafði unun af því að heim-
sækja hænurnar, gefa þeim og
fylgjast með þeim. Það var und-
ursamlegt að heimsækja hana á
Álftanesið þar sem hún naut sín
svo vel. Þar var hún í essinu sínu
innan um dýrin á bernskuslóð-
um sínum.
Með mikilli sorg og djúpu
þakklæti kveð ég einstaka vin-
konu, mæta manneskju og vitra
konu.
Elín Sigrún Jónsdóttir.
Kveðja frá Héraðsdómi
Reykjavíkur
Þorgerður Erlendsdóttir hóf
störf sem héraðsdómari við Hér-
aðsdóm Reykjavíkur 1. septem-
ber 2005. Hún lést að morgni 10.
janúar eftir langa og stranga
baráttu við illvígan sjúkdóm, að-
eins 59 ára að aldri.
Þorgerður var glæsileg kona,
í útiliti, fasi og framkomu, og
umgekkst fólk af virðingu og
nærgætni. Hún var góður lög-
fræðingur og dómari, réttsýn og
sanngjörn, ritaði skýran og
greinargóðan texta og átti auð-
velt með að greina aðalatriði frá
aukaatriðum. Bera úrlausnir
hennar þess vitni að þar var
dómari sem vandaði til verka og
byggði niðurstöðu sína á ítar-
legri skoðun og yfirvegun á þeim
lögfræðilegu álitaefnum sem hún
tókst á við hverju sinni.
Þrátt fyrir veikindi sín og tíð-
ar sjúkdómsmeðferðir lét Þor-
gerður engan bilbug á sér finna.
Hún ræddi um sjúkdóminn af
slíku æðruleysi að ekki var ann-
að hægt en að dást að styrk
hennar. Teldi hún að henni væri
á einhvern hátt hlíft við úthlutun
mála eða öðrum viðfangsefnum
vakti hún sjálf athygli á því og
óskaði eftir fleiri málum til úr-
lausnar.
Minnist ég þess ekki að hún
hafi vikið sér undan verkefnum
sem henni voru falin, jafnvel
þótt augljóst væri að þrekið væri
ekki sem fyrr. Í september síð-
astliðnum óskaði Þorgerður eftir
leyfi frá dómstörfum vegna veik-
inda sinna og áttu samstarfs-
menn ekki von á öðru en að hún
sneri aftur til starfa. Af því varð
þó ekki. Er hennar sárt saknað.
Starfsfólk Héraðsdóms
Reykjavíkur kveður í dag góðan
og traustan félaga og samstarfs-
mann til fjölda ára og þakkar
fyrir samfylgdina. Fyrir mína
hönd og annarra starfsmanna
dómsins votta ég eiginmanni
Þorgerðar, börnum þeirra, föður
hennar og öðrum aðstandendum
mína dýpstu samúð og einlæga
hluttekningu.
Guð blessi minningu Þorgerð-
ar Erlendsdóttur.
Ingimundur Einarsson
dómstjóri.
Það er með trega og eftirsjá
sem við kveðjum kæra sam-
starfskonu okkar, Þorgerði Er-
lendsdóttur. Þorgerður hafði á
ferli sínum margþætt og farsæl
áhrif á starfsemi dómstólanna.
Við félagar hennar í dómstól-
aráði urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að hafa hana sem liðs-
mann síðustu árin, en hún sat
sem aðalmaður í ráðinu frá árinu
2010. Þar, líkt og í störfum sín-
um almennt, miðlaði hún málum
og leitaðist ávallt við að finna
lausnir með fagmennsku og rétt-
sýni að leiðarljósi. Þorgerður
var mörgum kostum gædd. Hún
var fagurkeri og smekkmann-
eskja og þess fengum við einnig
að njóta. Okkur samstarfsfólki
hennar er til að mynda minn-
isstætt þegar hún breytti ásýnd
Héraðsdóms Reykjavíkur með
einföldum en smekklegum
skreytingum og sýndi þannig
fram á hvernig hægt var að lífga
upp á umhverfið með litlum til-
kostnaði. Það var alltaf gott að
leita til Þorgerðar og hún skor-
aðist aldrei undan ábyrgðar-
störfum heldur leysti þau af
vandvirkni og alúð.
Þorgerður tókst á við veikindi
sín af hugrekki og æðruleysi og
lét þau ekki hindra sig í starfi.
Hennar verður sárt saknað á
vettvangi dómstólaráðs. Það
duldist engum að hún bar vel-
ferð fjölskyldu sinnar ávallt fyrir
brjósti. Missir hennar er mikill.
Við vottum fjölskyldu hennar;
eiginmanni og sonum, okkar
dýpstu samúð á erfiðum tímum.
Fyrir hönd dómstólaráðs.
Ólöf Finnsdóttir og
Símon Sigvaldason.
Fráfall Þorgerðar Erlends-
dóttur var ekki óvænt, þar sem
hún hafði um margra ára skeið
glímt við erfið veikindi. Okkur
sem eftir stöndum bregður þó
ávallt við dauðsfall góðra sam-
ferðamanna sem hafa sett mark
á umhverfi sitt. Með léttu glensi
nálgaðist hún sjúkdóm sinn og
skoraði dauðann ítrekað á hólm.
Marga hildi háði hún, en svo fór
að lokum að dauðinn bar sigur af
hólmi. Baráttuþrek hennar,
æðruleysi og gleði yfir því að fá
þann tíma til að lifa sem henni
var gefinn verður okkur ætíð
minnisstæð.
Leiðir okkar Þorgerðar lágu
saman við Héraðsdóm Suður-
lands fyrir rúmum áratug þar
sem hún starfaði sem dómari um
nokkurra ára skeið. Þótt Þor-
gerður væri vissulega dul og
bæri ekki tilfinningar sínar á
torg leyndi sér ekki hvern mann
hún hafði að geyma. Þar fór
dugmikil kona, heimsborgari og
fagurkeri.
Hún var glæsileg, fallega
klædd og bar sig ávallt vel, var
ósérhlífin og samviskusöm og
vílaði ekki fyrir sér verkefni þótt
mikil væru. Dómstörf sín vann
hún af alúð og kostgæfni og lét
ekki bilbug á sér finna, þótt
þrekið færi dvínandi. Hún neit-
aði að gefast upp fyrr en í fulla
hnefana.
Þorgerður var höfðingi heim
að sækja og heimili hennar bar
vott um smekkvísi og fegurð-
arskyn. Hún var einnig góður
gestur og kom ekki tómhent,
heldur færði gjafir sem gleym-
ast ekki. Dýrmætustu gjafir
hennar til okkar eru þó minn-
ingar um kjarkmikinn dugnaðar-
fork, glæsilega konu sem gladd-
ist yfir því sem lífið veitir á
hverjum degi.
Við vottum fjölskyldu hennar
innilegustu samúð.
Ingveldur Einarsdóttir,
Ólafur Börkur Þorvaldsson.
✝
Elskulegur eiginmaðurinn minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
EGILL GUÐMAR VIGFÚSSON
Sautjándajúnítorgi 1,
Garðabæ,
áður Seli í Ásahreppi,
Rangárvallasýslu,
lést á blóðlækningadeild Landspítalans
mánudaginn 6. janúar.
Útför fer fram frá Garðakirkju laugardaginn 18. janúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Landspítalann en
fjölskyldan þakkar hlýhug starfsfólks 11-G.
Sigríður Guðrún Skúladóttir,
Friðrik Egilsson,
Fanney Egilsdóttir, Vífill Sigurjónsson,
Skúli Egilsson, Zina Egilsson,
Harpa Vífilsdóttir, Árni Þorvarðarson,
Vilhjálmur Egill Vífilsson, Alexandra Einarsdóttir,
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
mágkona og amma,
SONJA MARIA JÓHANNSDÓTTIR
CAHILL,
áður til heimilis
Hofteigi 24, Reykjavík,
46 Metacomet Way,
02050 Marshfield, Mass.,
lést sunnudaginn 13. janúar á sjúkrahúsi í
Boston, Massachusetts.
Útförin fer fram í Marshfield laugardaginn
18. janúar.
Gerda Sullivan, Michael Sullivan,
Kristin Murphy, Bret Murphy,
Maria Jórunn Desmond, Lawrence Desmond,
Christopher, Michael, Brendan, Cara, Megan og Emma,
Örn Jóhannsson, Edda Sölvadóttir,
Óttar Jóhannsson, Guðbjörg Steinarsdóttir.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
JÓN R. KJARTANSSON
verslunarmaður,
lést mánudaginn 13. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 27. janúar kl. 13.00.
Sigrún R. Jónsdóttir, Ólafur Emilsson,
Kjartan Jónsson,
Þrúður Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson,
Guðný Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Ástkær faðir minn, sonur, bróðir okkar, mágur
og frændi,
BRAGI STEFÁNSSON
Stekkjargerði 10,
Akureyri,
lést mánudaginn 6. janúar.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 20. janúar kl. 13.30.
Lína Aðalbjargardóttir,
Stefán Bragi Bragason,
Soffía Guðmundsdóttir, Sveinn Ásgeirsson,
María Stefánsdóttir, Þorgeir Smári Jónsson,
Guðný Stefánsdóttir, Arnór B. Vilbergsson,
Sigurlaug Stefánsdóttir, Ingvar Kristjánsson
og frændsystkin.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
LILJA LÁRUSDÓTTIR,
Nestúni 4,
Hvammstanga,
lést á heimili sínu sunnudaginn 12. janúar.
Útförin fer fram frá Melstaðarkirkju
laugardaginn 18. janúar kl. 14.00.
Theodór Pálsson,
Sigríður L. Andresen, Lassi Andresen,
Páll Theodórsson, Ásdís Þórisdóttir,
Birgir Theodórsson, Kristín Ólöf Þórarinsdóttir,
Kolbrún Ruth Theodórsdóttir, Gunnar Lundberg,
barnabörn og barnabarnabörn.