Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 11
Vísindamaður Þórunn A. Kristjánsdóttir í hlutverki Marie Curie sem var fyrst kvenna til að vinna nóbelsverðlaun. bakstri. Það sem skiptir máli er að finna það sem þú hefur brennandi áhuga fyrir. Tilgangur þáttanna er að fræða í gegnum skemmtun. Börn eru sólgin í vísindi og með þáttunum vilj- um við sá fræjum og sjá hvort það skilar sér ekki í því að ungt fólk sæki meira í raungreinar,“ segir Ævar sem í þáttunum heimsækir líka fyr- irtæki þar sem íslenskt hugvit blómstrar. „Ég fór í Íslenska erfða- greiningu þar sem tekið var úr mér blóðsýni og DNA var einangrað og við fáum að sjá það. Ég fór líka í Blóð- bankann og gaf blóð og fylgdi blóðinu eftir. Við heimsóttum CCP og skoð- uðum hvernig Eve online er byggt upp, kíktum í Marel, Lýsi og fleira.“ Stelpa skapaði Frankenstein Í þáttunum fjallar Ævar einnig um vísindamenn í bókmennta- og mannkynssögunni og fékk íslenska leikara til að bregða sér í hlutverk þeirra. „Ég lagði áherslu á að hafa jafnmarga kvenkyns vísindamenn og karlkyns, því það er mikilvægt að stelpur sjái að bæði kynin eru í vís- indum. Í Sprengjugengi HÍ fer til dæmis fremst í flokki hún Sprengju- Kata sem er verulega töff vísinda- maður. Mannkynssagan geymir frá- bærar vísindakonur eins og stjörnu- fræðinginn Caroline Lucretia Herschel sem var fyrst kvenna til að fá borguð laun sem vísindamaður, og Mary Anning, yngsta steingervinga- fræðing í heimi, sem var aðeins tólf ára þegar hún fann beinagrind af fiskeðlu rétt hjá heimili sínu. Þá vita fáir að Frankenstein, einn frægasti vísindamaður skáldsagnanna, er hug- arfóstur nítján ára stúlku. Allir þessir vísindamenn og fleiri eru til umfjöll- unar í þáttunum.“ Ryksuguklifur Ævar fór upp Perluna á ryksugum. www.ruv.is/aevar DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 RÝMUM Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 AFSLÁTTUR 50% AFVÖLDUMSÝNINGAR INNRÉTTINGUM FYRIRNÝJUMVÖRUM friform.is VEGNABREYTINGA ÍV ERSLUNOKKARBJÓÐU MVIÐ NOKKRARSÝNINGARI NNRÉTTINGARMEÐ50 %AFSLÆTTI. 30%AFSLÁTTURAFÞV OTTAHÚSINNRÉTTING UM Í JANÚAR. VIÐ HÖNNUMOGTEIKNUM FYRIR ÞIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.AFSLÁTTUR 30% AFÞVOTTAH ÚSA- INNRÉTTING UM ÍJANÚAR Hópur úr svonefndum dróttskáta- sveitum landsins og unglingadeild- um Landsbjargar fór í 10 km göngu á Hellisheiði um liðna helgi og gisti þar í tjaldi. Ferð hópanna er hluti af verkefn- inu Vetraráskorun sem skátarnir og Landsbjörg standa að. Markmið verkefnisins er að gera þátttak- endur færa um að bjarga sér í krefjandi vetrarferðum. Gengið var frá Hellisheiðar- virkjun og þaðan upp í Innstadal og tjaldað þar. Í þungu færi og skafrenningi var haldið heim á leið. Þeir Gísli Bragason og Finnbogi Jónasson voru fararstjórar og segja þeir að ferðin hafi reynt á út- hald og skipulag í vetrarferðum þar sem skátar tókust á við kulda, snjó og vind. Önnur ferð, vikulöng, verður far- in í febrúar en þá verður dvalið í Skátamiðstöðinni á Úlfljótsvatni og á Hellisheiði ásamt erlendum gest- um Vetraráskorunarinnar. Skátar stunda útivist við krefjandi aðstæður Áskorun Skátar og unglingadeildir Landsbjargar létu kuldann ekki stöðva sig. Gengið í skafrenningi og gist á Hellisheiði í vetrarbúningi Ég hef alltaf átt erfitt með fjöldahá- tíðisdaga. 17. júní, Menningarnótt og Gay Pride og áramót eru til dæmis dagar þar sem þokkalega sjóaður djammköttur eins og ég sjálfur hef vit á að halda mig heima þegar kvölda tekur. Undanfarin áramót hef ég haft þann sið að bjóða fólki til mín í gleð- skap. Mig og gagnkynhneigðan sam- býlismann minn greinir talsvert á um hvernig sé rétt að bjóða fólki í partí sem þetta. Hann vill helst skemmta sér í hópi góðra og náinna vina, á meðan ég býð eiginlega öllum. Ekki öllum sem ég þekki, bara öllum. Af þeim sökum fær fólk enn blik í augum þegar það rifjar upp áramótin 12/13 á Sólvöllum. Þá mættu síðustu gestir um klukkan sex um nótt og þeir síð- ustu fóru í kringum tíu. Partíið varð aldrei „þrotað“ eftirpartí og timb- urmennirnir voru bærilegir. Við ákváðum því að slá til og bjóða til sams konar veislu um nýliðin áramót. Allt fór stór- glæsilega fram og eitthvað í kringum 100 sálir komu og fóru yfir nóttina. Þetta var því fjölmennt og góðmenn. Eða hvað. Þegar ég mætti árinu á nýársmorgni sá ég að tveimur rauðvínsflöskum hið minnsta hafði verið stolið. Svefnherbergið mitt var notað und- ir yfirhafnir þessa nótt eins og gjarnan verður. Einhvers staðar milli klukkan átta og níu ætlaði einn veislugesta að gera sig líklegan til að sækja yfirhöfn sína, en hvarf skyndilega frá með skelfingarsvip á andlitinu. Ég ákvað að rannsaka hvað hefði valdið þessari örvilnan. Við mér blöstu tveir naktir, fölbleikir líkamar. Á rúminu mínu. Naktir. Á rúminu. Mínu. Á þessari stundu komst ég að því hvernig tengdafaðir ég verð. Ég dró djúpt andann, þandi brjóstkassann og rétti úr bakinu. Ég sparkaði upp ólæstri hurðinni af krafti og öskraði á líkamana: „ÞIÐ HAFIÐ 60 SEKÚNDUR TIL AÐ KOMA YKKUR ÚT EÐA ÉG SKÝT YKKUR BÆÐI Í HÖF- UÐIÐ!“ Hótunin var að sjálfsögðu orð- in tóm, því skotvopn heimilisins voru öll læst inni í skáp í þessu sama svefnherbergi. Líkamarnir klæddust á ljóshraða og þustu út úr íbúðinni. Stelpan gleymdi hælaskóm, en ég mun aldrei gleyma andlitinu á þeim. Skórnir voru gefnir og lakið var brennt við lágtíðlega athöfn. „Ég vildi ekki vera tengdasonur þinn,“ sagði sam- starfskona sem hafði ætlað að vera löngu farin heim að sofa. »ÞIÐ HAFIÐ 60SEKÚNDUR TIL AÐ KOMA YKKUR ÚT EÐA ÉG SKÝT YKKUR BÆÐI Í HÖFUÐIÐ! HeimurGunnars Dofra Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri @mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.