Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 –– Meira fyrir lesendur Þorrinn SÉRBLAÐ PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 20. janúar. Eitt og annað sem tengist þorranum verður til umfjöllunar í blaðinu s.s: Matur, menning, hefðir, söngur, bjór, sögur og viðtöl. Þann 24. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Þorranum Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Tilkynnt hefur verið hvaða tíu plöt- ur verða framlag Íslands til Nor- rænu tónlistarverðlaunanna. Þær eru Tookah með Emilíönu Torrini, Ali með Grísalappalísu, Enter 4 með Hjaltalín, Komdu til mín svarta systir með Mammút, Smile- wound með múm, Friður með Ojba Rasta, Samaris með samnefndri hljómsveit, Kveikur með Sigur Rós, Flowers með Sin Fang og Nort- hern Comfort með Tilbury. Í lok nóvember á seinasta ári var 25 platna íslenskur forvalslisti op- inberaður. Sá listi var í framhaldinu borinn undir tæplega 100 manns sem tengjast íslenska tónlist- arbransanum með margvíslegum hætti, sem völdu þær tíu plötur sem halda áfram keppni. Samkvæmt upplýsingum frá Arnari Eggerti Thoroddsen, sem er fulltrúi Íslands í samnorrænu dóm- nefndinni, hafa verið kynntir sam- bærilegir tíu platna listar í hinum fjórum löndunum sem standa að verðlaununum. „Samnorræn dómnefnd setur svo saman tólf platna heildarlista upp úr þessum 50 plötum sem verður kynntur síðar í mánuðinum, en al- þjóðleg dómnefnd velur að lokum sigurvegarann,“ segir Arnar Egg- ert. Norrænu tónlistarverðlaunin verða veitt í fjórða sinn í febrúar í Ósló, samhliða by:Larm-tónlist- arhátíðinni. Stofnað var til verð- launanna árið 2010 og komu þau þá í hlut Jónsa. Sænski tilraunadjass- istinn Goran Kajfeš hreppti verð- launin fyrir árið 2011 og sænsku systurnar í First Aid Kit sigruðu í fyrra. 10 platna listi framlag Íslands Emilíana Torrini Sindri Már Sigfússon Högni Egilsson Þormóður Dagsson Í Bandaríkjunum er nýbúið að frumsýna heimildakvikmynd í fullri lengd, Divorce Corp., þar sem fjallað er um skuggahliðar hjóna- skilnaða þar í landi, til að mynda hvernig lögfræðingar maka krók- inn í því ferli. Leikstjóri mynd- arinnar heitir Joseph Sorge og til að draga um mynd af ólíku kerfi, þar sem skilnaðir eru að mörgu leyti auðveldari, velur hann að vísa til Norðurlanda. Meðal viðmælenda hans eru nokkrir Íslendingar og er samkvæmt gagnrýnendum vísað til þeirra sem „Skandinavanna“. Á heimasíðu myndarinnar má sjá að meðal annars er rætt við Baltasar Kormák, Stefán Ólafsson, Láru Júl- íusdóttur og Evu Maríu Jónsdóttur. Gagnrýnendur taka myndinni ekki vel og segja hana draga upp fulleinfaldaða mynd af málinu. Morgunblaðið/Golli Skandinavar Baltasar Kormákur er einn hinna norrænu viðmælenda. Íslendingar í heim- ildamynd um skiln- aði í Bandaríkjunum Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á fimmtudagskvöldið í næstu viku mun Víkingur Heiðar Ólafsson pí- anóleikari leika 1. píanókonsert Jo- hannes Brahms (1833-1897) á tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Svo mikill áhugi er fyrir tón- leikunum að öðrum hefur verið bætt við á föstudag og er nú þegar nær uppselt á þá hvoratveggju. Á tónleik- unum, sem rúmenski hljómsveit- arstjórinn Cristian Mandeal stjórn- ar, flytur hljómsveitin einnig báðar Rúmensku rapsódíurnar eftir Georges Enescu og 6. sinfóníu Franz Schubert. Þema tónleikanna er verk ungra tónskálda, því Enescu var ein- ungis 19 ára þegar hann lauk við fyrra verkið, Schubert 21 árs þegar hann samdi sinfóníuna og Brahms frumflutti konsert sinn sjálfur, þá 26 ára gamall. Á mánudagskvöldið klukkan átta stendur Vinafélag Sin- fóníunnar fyrir tónleikakynningu fyrir áhugasama í Norðurljósasal Hörpu þar sem Víkingur Heiðar fjallar um Brahms og verk hans, og gefur dæmi á slaghörpuna. Aðgang- ur er ókeypis á kynninguna. Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur tekst á við þennan konsert og segist hann hafa verið að hugsa um margt sem tengist Brahms. „Margir þekkja myndina af Brahms þar sem hann situr við píanóið með sitt síða skegg, ekki hár í loftinu, hann hallar sér aft- ur, stuttir handleggirnir eru beinir og hendur hans hvíla á hljómborð- inu,“ segir Víkingur Heiðar þegar hann er spurður út í tónskáldið og glímuna við konsertinn. „Hann er af- ar þýskur og heimspekilegur á þess- ari mynd. Ég held að myndir sem þessi hafi marga síðustu áratugi litað sýn tónlistarmanna á tónlist Brahms og hvernig hún eigi að hljóma. Ekki endilega verið til góðs. Áherslan er oft á þennan mikla alvarleika en fyrir mér er Brahms svo miklu meira. Það er djúp speki í þessari tónlist en hún er líka óhamin og frökk. Og mögu- lega hvergi meira en einmitt í þess- um fyrsta píanókonsert.“ Víkingur vitnar í þekkta tilvitnun tónskálds- ins, máli sínu til stuðnings: Ef það er einhver í þessu herbergi sem ég hef ekki móðgað, þá bið ég hann afsök- unar. „Blandaður af miklum galdri“ „Í þessum fyrsta píanókonsert var mikið undir,“ segir hann. „Brahms var mjög ungur og þetta var fyrsta stóra sinfóníska verkið hans, samið 1854 til 58. Hann langaði til að taka við keflinu af Beethoven sem lést 1827. Til að byrja með ætlaði hann að semja sinfóníu, hún breyttist í són- ötu fyrir tvö píanó og endaði sem þessi píanókonsert.“ Víkingur segir tvennt hafa haft af- gerandi áhrif á tónsmíðina. Það fyrra var að árið sem fyrstu skissurnar urðu til hafi Schumann, sem var einskonar verndari Brahms, reynt að taka líf sitt. „Það birtist í því hvernig nánast hriktir í stoðum verksins í upphafinu. Þetta er ein- hver áhrifamesta sinfóníska byrjun á 19. öld. Hitt er að verkið er í d-moll en Brahms heyrði 9. sinfóníu Beethovens í fyrsta sinn á tónleikum á þessum sama tíma. Einhver bylt- ingarandi er í þessu verki, sér- staklega í fyrsta kaflanum, og ein- hver kjarnahljómur í þessum d-moll, sem kallast á við níundu Beetho- vens.“ Þessi píanókonsert Brahms er í dag eitt hans vinsælasta verk en var afar illa tekið við frumflutninginn. „Af hverju? Vegna þess að gagn- rýnendur og áheyrendur eru sjaldn- ast undirbúnir fyrir byltingar lista- sögunnar,“ segir Víkingur og hlær. „En svona píanókonsert hafði aldrei verið skrifaður. Það er fítonskraftur í honum. Brahms heldur sig frá hin- um dæmigerðu skrifum fyrir píanó á þessum tíma, með nótnarunum, flúri og Chopin-legri píanótækni. Þess í stað leggur hann upp með mikla hljómatækni, mikla fjölröddun og í raun allt aðra nálgun á píanóhljóm en forverarnir. Það er frumleg nálg- un. Fram til þess tíma var píanóið haft í ákveðnum forgrunni í kons- ertum, einhverjum desibelum yfir hljómsveitinni, en sú er alls ekki raunin hjá Brahms. Þetta er miklu frekar glæsileg píanósinfónía þó að einleiksparturinn sé tilkomumikill og krefjandi. Píanóið er umvafið hljómsveitinni megnið af tímanum og úr verður einn stór hljómur, blandaður af miklum galdri.“ Gegn akademískri fullkomnun Víkingur segir að vel hafi gengið að læra konsertinn. „Ég hef æft hann í marga mánuði og haft mjög góðan tíma til þess. Lengi framan af ferlinu hlustaði ég ekkert á upptökur með leik annarra en í lokin fór ég að skoða hvað aðrir hefðu gert. Og fyrir utan auðvitað fallega kafla hér og þar fann ég eiginlega engar upp- tökur sem ég var mjög hrifinn af!“ segir hann og hlær. „Við að leika verk eftir Brahms gerast sumir túlkendur síðustu ára- tuga enn þýskari en þeir þurfa og fara í ákveðnar stellingar. Nið- urstaðan getur orðið ansi nið- urnjörvuð og allt að því akademísk, því Brahms finnur þessum miklu til- finningum sínum farveg í háöguðu formi. En ef við skoðum flutning á þessum verkum nær þeim tíma sem tónskáldið var uppi þá eru til upp- tökur frá fyrri hluta 20. aldar sem eru mjög frábrugðnar túlkun manna undanfarið; til að mynda spuna- kenndari nálgun við fraseringar og form, ekki svona kantað og þung- stígt eins og maður heyrir svo oft í dag. Maður þarf að vinna gegn hinni akademísku fullkomnun sem ein- kennir nóturnar áður en þær fara að hljóma. Ég held að menn hafi leyft sér það meira þegar þeir voru nær honum í tíma, enda var Brahms sjálf- ur mjög skrautlegur flytjandi. Og reyndar ekkert alltaf í toppformi.“ Margir hlakka til að heyra Víking leika þennan fræga konsert. Ætlar hann að útskýra verkið á kynning- unni á mánudagskvöld? „Ég ætla að tala um tónlistina, um Brahms, mína leið að túlkuninni og gefa mörg dæmi á flygilinn. Það er svo margt forvitnilegt hægt að segja um verkið og tónskáldið.“ Djúp speki en líka óhamin og frökk Morgunblaðið/Einar Falur Píanistinn Boðið er til ókeypis kynningar með Víkingi Heiðari á mánudag, þar sem hann fjallar um konsert Brahms.  Víkingur Heið- ar kynnir píanó- konsert Brahms Tónskáldið Brahms við píanóið, „afar þýskur og heimspekilegur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.