Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 19
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnendur Eimskips hafa hug á að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norður-Atlantshafinu sem er skil- greint sem heimamarkaður fyrirtæk- isins. Gylfi Sigfússon forstjóri telur að Eimskip geti tekið að sér leiðtoga- hlutverk við að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem skapast í nágrenni Ís- land og á norðurslóðum á næstu ár- um og áratugum. „Við teljum að við séum enn óska- barn þjóðarinnar, erum það flutn- ingafélag sem haldið hefur tryggð við Ísland og erum stolt af því að kalla okkur íslenskt skipafélag,“ segir Gylfi þegar hann er spurður um hlut- verk félagsins í ljósi sögunnar. „Hlutverk okkar breytist, í stað þess að tryggja að þjóðin einangr- aðist ekki frá öðrum löndum hjálpum við til við að nýta þau tækifæri sem hér gefast á næstu árum og áratug- um.“ Hvert stefnir Eimskip? „Það eru spennandi tímar fram- undan á Norður-Atlantshafi. Í stað þess að ræða um útrás íslenskra fyr- irtækja er meira talað um innrás er- lendra inn á þetta svæði. Okkar heimamarkaður er að verða meira spennandi, fyrirtæki og fjárfestar í Asíu líta til Norður-Atlantshafsins. Við þurfum því ekki að sækja langt út til að stækka og getum gert það með því að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Hér eru gríðarleg tækifæri í líf- rænni ræktun, fiskeldi og nýjum af- urðum úr íslensku sjávarfangi, eins og makríl. Við áliðnaðinn bætist nýr iðnaður, með uppbyggingu kísilvera. Ég tel að það verði einnig töluverð vinnsla á góðmálmum frá Grænlandi og að jafnvel verði eitthvað unnið úr þeim hér á landi. Svo eykst þjónusta við olíuiðnaðinn. Sem dæmi má nefna að í Færeyjum starfa 150 manns við undirbúning.“ Nýju skipin yfir Pólinn Gylfi telur að þegar framtíðin í siglingum um norðurheimskautið fari að skýrast betur skapist tæki- færi fyrir Eimskip að taka að sér leiðandi hlutverk á þeim vettvangi. Hann bendir á að mikil aukning hafi orðið í siglingum um heimskauts- svæðið. Það hafi aðallega verið stór- flutningar. Þó hafi Cosco, stærsta skipafélag Kína, sent eitt skip þar yf- ir síðasta haust. „Það gengur ekki að vera með eitt og eitt skip, nauðsyn- legt er að setja upp reglubundna áætlun. Áætlunarsiglingar eru nú þegar mögulegar en þá er farið rétt utan við strendur Rússlands. Þeir sem komu á kínverska ísbrjótnum Snædrekanum sigldu miðleiðina sem er langstyst og liggur beint til Ís- lands. Þeir furðuðu sig á því hvað lít- ill ís var á leiðinni.“ Sú hugmynd hefur komið upp að Eimskip sigli nýju gámaskipunum sem verið er að smíða í Kína heim eftir heimskautsleiðinni. Segir Gylfi það spennandi kost að skoða, til reynslu, að sigla skipunum heim að sumri til. Annars þyrfti að fara um Súez-skurðinn sem er mun lengri leið. Hann tekur það fram að sigl- ingar með þessum skipum myndu aldrei standa undir sér. Nota þyrfti fjórum sinnum stærri skip en Goða- foss sem er stærsta skip Eimskips, og fjögur skip til að mynda hring með vikulegum siglingum. „Ég er ekki að segja að við myndum ráðast í þetta verkefni en værum reiðubúnir að skoða það með erlendum aðilum.“ Gylfi telur að fimm ár geti verið í að það reglulegar siglingar hefjist yf- ir norðurheimskautið en eftir tuttugu ár verði heimsmyndin breytt með enn frekari starfsemi á norð- urslóðum. Þarf að stækka hafnirnar Hvað þarf að gera hér á landi til að grípa þessi tækifæri? „Við þurfum að fara að huga að hafnaraðstöðu okkar til framtíðar, eins og Færeyingar og Grænlend- ingar eru að gera, og öðrum inn- viðum. Mér finnst ekki þurfa að vera mikil samkeppni á milli landshluta um að byggja nýjar hafnir, það er af svo miklu að taka að nóg verður að gera fyrir fleiri stórar hafnir en við höfum nú. En þær þurfa að vera und- ir það búnar að taka miklu stærri skip. Við erum komnir að þolmörkum með okkar stærstu skip, Goðafoss og Dettifoss, að komast inn til Reykja- víkur og 900 gámaeiningaskip eru hámarkið í Vestmannaeyjum og fleiri smærri höfnum. Við eigum eftir að sjá í norðurhöfum stóru olíuskipin, stórflutningaskip með timbur og hrá- vöru, gámaskip, fjölda rannsókn- arskipa, björgunarskip af ýmsum gerðum og fleiri skemmtiferðaskip. Erlendum fiskiskipum mun fjölga á hafsvæðinu. Ef menn vilja sérhæfa hafnirnar geta þeir það.“ Nýtt siglingakerfi reynst vel Nýtt siglingakerfi sem Eimskip tók upp fyrir um ári hefur reynst vel, að sögn Gylfa. Þjónustan var aukin og strandsiglingar tengdar við áætl- un til Evrópu. Segir hann að með breytingunni hafi flutningskostnaður hjá fyrirtækjum á landsbyggðinni lækkað. Nefnir Akureyri og Ísafjörð sem dæmi um það. Innflutningur beint til Akureyrar hafi aukist og jafnvel hafi verið sett upp heildsölu- fyrirtæki í kjölfarið. Þá hafi aukin þjónusta í Færeyjum gert það að verkum að hægt sé að flytja ferskan lax í gámum til Skot- lands og fljúga með hann þaðan á markaði í Asíu og Ameríku. Þá getur hann þess að fjölgun ferða til Banda- ríkjanna með tengingu við Noreg hafi bætt þjónustu við viðskiptavini. „Þetta er í samræmi við stefnu okk- ar, að auka starfsemina á Norður- Atlantshafinu,“ segir Gylfi Sigfús- son. Leiðtogi á Norður-Atlantshafi  Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að mörg tækifæri séu fyrir félagið á heimamarkaði  Athygli erlendra fyrirtækja beinist að norðurslóðum  Íslendingar þurfi að koma upp fleiri og stærri höfnum Morgunblaðið/RAX Forstjórinn Gylfi Sigfússon stendur við stýrið á Eimskip og stýrir því í átt til norðurslóða, telur að þar verði næg tækifæri á næstu árum og áratugum. 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Eimskip er alhliða þjónustufyr- irtæki í flutningum með starfsemi um allan heim. Öflugust er starf- semin þó á Norður-Atlantshafi. Eimskip rekur sextán skip af ýmsum gerðum og stærðum. Það er með um fimmtíu starfsstöðvar í nítján löndum. Starfsmenn eru um 1.300, þar af um helmingurinn á Íslandi. Auk öflugrar flutningastarfsemi á Norður-Atlantshafi, á milli Bandaríkjanna og Kanada, Græn- lands, Íslands, Færeyja og Noregs, er það með alhliða flutnings- miðlun um allan heim. Um síð- arnefndu þjónustuna fer svipað magn og í eigin siglingakerfi fé- lagsins. Við fjárhagslega endur- skipulagningu félagsins voru seld- ar allar eignir sem ekki tengdust skilgreindri kjarnastarfsemi, flutn- ingunum. Auk þess reksturs sem nefna má gamla Eimskipafélagið á Eimskip aðalskipafélag Færeyja og Eimskip CTG Noregi, skipafélag sem rekur sjö skip. Þessu til við- bótar kemur svo aukin alþjóðleg flutningsmiðlun. „Segja má að Eimskip sé mun stærra en það var í gamla daga en áherslan er þó á flutningastarfsemina,“ segir Gylfi. Rekstur fyrirtækja er ekki alltaf dans á rósum, eins og hefur sýnt sig síðustu árin. Þannig hefur inn- flutningur ekki náð sér eftir hrun þegar hann dróst saman um 30%. Gylfi nefnir sem dæmi að 2007 hafi farið um 150 þúsund gámaein- ingar í gegnum höfnina í Reykjavík en séu 100-110 þúsund nú. „Við eigum okkar kerfi og þegar inn- flutningur til Íslands eykst á ný verðum við tilbúnir að taka við honum,“ segir forstjórinn. Meiri starfsemi en hjá gamla Eimskip REKSTUR Í NÍTJÁN LÖNDUM „Þetta er skemmtilegt starf og lifandi starfsumhverfi. Þótt ég hafi verið lengi í þessu kemur maður að einhverju nýju á hverjum einasta degi,“ segir Gylfi. Hann hefur verið stjórnandi í flutningafyrir- tækjum í tæp 24 ár, þar af forstjóri Eimskips í bráðum sex ár. Eftir að Gylfi útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, vorið 1990, var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri hjá Tollvöru- geymslunni hf. (TVG), fyr- irtæki sem rak vörugeymslur og var með flutninga- starfsemi. Eftir að Eimskip keypti TVG tók hann við stjórnun dótturfélags Eim- skips í Bandaríkjunum og tók þátt í að umbreyta því og var síðan forstjóri Eimskips í Bandaríkjunum og Kanada. Á árinu 2008 var hann kallaður heim til að taka við starfi for- stjóra og stýrði end- urskipulagningu félagsins eft- ir efnahagshrunið. Kemur að ein- hverju nýju á hverjum degi Gámar Mikil umsvif eru á athafna- svæði Eimskips í Sundahöfn. FORSTJÓRI EIMSKIPS Í 6 ÁR Aldarafmælis Eimskips verður minnst með ýmsum hætti á afmæl- isárinu. Stærstu atburðirnir verða þó í kringum afmælisdaginn sem er í dag. Gefin hefur verið út saga Eimskips í 100 ár ásamt listaverka- og skipasögu í tveimur aukabindum. Í dag verður afmælisfagnaður í Hörp- unni, meðal annars með tónleikum sem teknir verða upp og sýndir í Sjónvarpinu um páskana. Félagið hefur látið gera heimildarmynd um 100 ára sögu félagsins og verður hún sýnd í Sjónvarpinu í tveimur þáttum í febrúar. Haldið verður upp á komu tveggja nýrra gámaskipa félagsins á árinu og afmælisins verður minnst á starfsstöðvum þess víðsvegar um heim- inn. Afmælisfagnaður í Hörpunni 100 ÁRA SAGA EIMSKIPS OG TÓNLEIKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.