Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 • Finndu HYGEA á facebook CHANEL kynning dagana 16.-18. janúar Gréta Boða kynnir vorlínuna 2014 og Le Lift nýtt snjallkrem sem er hnitmiðuð meðferð sniðin að þörfum hvers og eins. Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Enn meiri lækkun á ÚTSÖLU Peysur kr. 3.000.- Bolir kr. 2.000.- Pils kr. 2.000.- Bolir kr. 3.000.- Buxur kr. 3.900.- Nýtt kortatímabil sendir öllum velunnurum sínum bestu óskir um gleðilegt ár ásamt innilegu þakklæti fyrir allan stuðninginn á liðnu ári. Greinilegt er að á erfiðum tímum er íslenska þjóðin ein stór heild og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Guð blessi ykkur öll. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Starfsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur hafa síðustu daga unnið við að gata og brjóta klaka af flötum golfvall- anna í Grafarholti og á Korpúlfs- stöðum. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir kal og skemmdir á flötunum, en snjór og svell hafa víða lagst yfir síðustu vikurnar. Með hækkandi sól fara kylfingar að hugsa um golfsumarið, sem er framundan og þó svo að tveir harðir mánuðir séu eftir af vetrinum sam- kvæmt almanakinu, þá lengist sólar- gangur með hverjum deginum og styttist í sumarið með grænum völl- um, sléttum flötum og sólskini. Von- andi! Á æfingasvæðinu í Básum í Grafarholti hefur vandamálið verið af öðrum toga í frostunum und- anfarið. Boltarnir hafa fleytt kell- ingar eftir klakabrynjuðu svæðinu og endað ferð sína í móum og skurð- um utan þess. Með góðu skoppi hafa margir kylfingar náð upp undir 500 metra höggum, sannkölluðum drauma- höggum. Þau hafa þó verið til lítillar gleði fyrir starfsmenn Pro Golfs, sem rekur svæðið, en þeir hafa mátt gjöra svo vel og handtína æf- ingabolta úr móum og skurðum. aij@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Vetur Helgi Björn Guðmundsson, starfsmaður Golfklúbbs Reykjavíkur, gatar ísinn á einni flötinni á vellinum á Korpúlfsstöðum. Gata og brjóta klaka á flötunum  Golfboltar fara hundruð metra Leikstjórinn Balt- asar Kormákur er afar ósáttur við þá ákvörðun Reykjavíkur- borgar að hætta beinum stuðningi við Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- ina í Reykjavík (RIFF). „Mér finnst þetta skammarleg aðför að þessari hátíð, sem hefur ekki gert neitt annað en að breiða út fagnaðarerindið fyrir Reykjavíkurborg,“ segir Baltasar, sem á sæti í stjórn RIFF, í samtali við mbl.is. Líkt og Morgunblaðið hefur greint frá fór menningar- og ferðamálaráð borgarinnar að tillögu Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) um að styrkja ekki RIFF á næsta ári. Lagði BÍL til að Heimili kvikmyndanna skyldi fá átta millj- ónir á næsta ári. „Ég vil að Besti flokkurinn sýni í verki að hann sé öðruvísi en aðrir pólitískir flokkar og viðurkenni að hann hafi gert mistök og bakki út úr þessu; þeir bæti í og geri vel við há- tíðina,“ segir Baltasar m.a. „Skammarleg aðför“ að RIFF Baltasar Kormákur Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.