Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Breyta horfum á lánshæfi Kópavogs í neikvæðar  „Þetta var fyrirsjáanlegt,“ segir bæjarstjóri Kópavogs  7-9% skuldahækkun Morgunblaðið/Kristinn Bæjarstjóri „Ég óttaðist að þetta myndi gerast,“ segir Ármann um lánshæfismat Kópavogs. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs í vikunni um kaup á 30-40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa hefur lánshæfismatsfyr- irtækið Reitun breytt horfum lánshæfismats Kópavogs úr stöðugum í neikvæðar. „Þetta var fyrirsjáanlegt,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í samtali við Morgun- blaðið, en lánshæfiseinkunn bæjarins er að svo stöddu óbreytt, B+. Áætlaður kostnaður við fyrirhugaðar framkvæmdir er um þrír millj- arðar króna. „Ég óttaðist að þetta myndi gerast. Það lá skýrt fyrir að ástæðan fyrir því að lánshæf- ismatið var hækkað [í júlí 2013] var að bæj- arstjórnin var að gera fjárhagsáætlanir og fylgdi þeim eftir. Nú þegar mál eru hins vegar lögð upp með þessum hætti, þar sem vikið er al- gjörlega frá fjárhagsáætlun, skapar það auðvit- að ekki trúverðugleika fyrir fjárhagslega ímynd Kópavogs,“ segir Ármann. Með samþykkt bæjarstjórnar sl. þriðjudag er vikið frá nýsamþykktri fjárhagsáætlun bæjar- ins og fyrirhugaðar fjárfestingar auknar tals- vert. Fram kemur í uppfærðu mati Reitunar að þær breytingar muni kalla að öllu jöfnu á end- urskoðun á lánshæfismati og bent á að fyr- irtækið hafi nefnt það í október 2013 að útgjöld og fjárfestingar umfram áætlun myndu hafa neikvæð áhrif á matið. „Ákvarðanir um að víkja skyndilega og án undirbúnings frá fjárhags- áætlun gefa einnig vísbendingar um að fjár- málastjórn sveitarfélagsins sé ekki jafnstöðug og áður virtist.“ Jafnframt segir að miðað við áætlaðan kostn- að við framkvæmdirnar, um þrjá milljarða króna, muni skuldahlutfall bæjarins aukast um 7-9%. Áætlað skuldahlutfall Kópavogs í árslok 2013 var 206%. „Það er bara leiðinlegt að horfa upp á þetta,“ útskýrir Ármann, „á sama tíma og við höfum einmitt verið að sjá þessa tölu fara í hina áttina býsna hratt.“ „Nota hverja krónu tvisvar“ Miðað við fjárhagsáætlun Kópavogs á tíma- bilinu 2014-2017 var gert ráð fyrir því að skuld- ir sveitarfélagsins myndu lækka í 189% í lok þessa árs. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf skuldahlutfallið að vera komið niður í 150% sem hlutfall af tekjum eigi síðar en í ársbyrjun 2022. Að sögn Ármanns gerðu áætlanir Kópavogs ráð fyrir því að það tækist að ná skuldahlutfall- inu niður fyrir 150% vel fyrir þann tíma. „Það hefur verið yfirlýst stefna bæjarins að nota all- ar tekjur af lóðasölu til að greiða niður skuldir enda tókum við lán til að kaupa lóðir. En sam- kvæmt yfirlýsingum þeirra aðila sem sam- þykktu þessar framkvæmdir stendur til að nota hverja krónu tvisvar – bæði að greiða niður skuldir og kaupa húsnæði.“ Landsbankinn reyndist sá banki í alþjóðlegri könnun Reuters- fréttaveitunnar sem spáði réttast fyrir um geng- isþróun gjald- miðla í desember á nýliðnu ári. Á öllu árinu var bankinn í 17. sæti. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu á heimasíðu Landsbankans. Reuters gerir reglulega könnun á milli 50 til 60 banka um allan heim og spyr greinendur þeirra álits á þróun helstu myntpara í heimi. Á meðal banka sem taka þátt í könnun Reuters eru USB, Deutsche Bank, Royal Bank of Scotland og Barclays. Í tilkynningu Landsbankans er bent á að flestir greiningaraðilar á markaði telji að evran muni veikj- ast á þessu ári. Einn banki telur hins vegar að hún muni styrkjast gagnvart helstu myntum heims, ítalski bankinn UniCredit, en hann er sá sem státar af bestum árangri síðustu sex ár í könnun Reuters. Sannspár um gengi Landsbankinn Í 17. sæti af 60 bönkum  Spáði réttast um gjaldmiðlaþróun Kauphöll Íslands afgreiddi samtals 63 mál sem voru rannsökuð á ný- liðnu ári og þar af var 18 málum vísað til Fjármálaeftirlitsins (FME) til frekari skoðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu Kauphallarinn- ar. Af málunum 63 afgreiddi Kaup- höllin 42 mál vegna gruns um brot á reglum um upplýsingalöggjöf fé- laga á markaði en 21 mál sem laut að viðskiptum með verðbréf. Mál vegna gruns um brot á reglum um upplýsingagjöf félaga á markaði voru afgreidd með mis- munandi hætti; ellefu með athuga- semd og eitt með óopinberri áminn- ingu. Fimm málum var hins vegar vísað til FME til frekari skoðunar. Alls voru 25 mál felld niður. Af þeim málum sem Kauphöllin rannsakaði og lutu að viðskiptum með verðbréf voru þrjú afgreidd með athugasemd. Eitt mál var af- greitt með óopinberri áminningu. Þrettán málum var vísað til Fjár- málaeftirlitsins til frekari skoðunar. Fjögur mál voru felld niður. Morgunblaðið/Styrmir Kári Eftirlit Kauphöll Íslands rannsakaði 63 mál á liðnu ári. 18 mál til FME Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðastaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir. Hafðu samband og fáðu tilboð Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is Bílalakk Blöndum alla bílaliti og setjum á spreybrúsa Bjóðum uppá heildarlausnir í bílamálun frá DuPont og getum blandað liti fyrir allar gerðir farartækja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.