Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 4
Arnarstofninn 1870-2012 Fj öl di pa ra 120 100 80 60 40 20 0 18 80 19 00 19 20 19 40 19 60 19 80 20 00 Skipulegar ofsóknir seinni hluta 19. aldar Friðaður 1914 Refaeitrun bönnuð 1964 Gróft mat Talning Heimild: NÍ 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í framkvæmdum við byggingu nýrr- ar stöðvar Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins við Skarhólabraut í Mosfellsbraut er beðið með að reisa álmu fyrir sjúkrabíla. Samningar um sjúkraflutninga milli slökkviliðsins og ríkisins hafa verið lausir í meira en tvö ár og hefur lítið miðað í sam- komulagsátt. Hugsanlega gæti farið svo að nýir aðilar tækju við flutning- unum og því var mat stjórnenda slökkviliðsins að sjúkrabílaálman skyldi bíða meðan málið væri enn í lausu lofti. Starfsemi hefst eftir eitt ár Nýja slökkvistöðin er í núgildandi útgáfu um 1.700 fermetrar. Verða stæði fyrir tvo slökkvibíla og ýmsa aðra starfsemi. Aðstaðan fyrir sjúkraflutninga, fyrir fjóra bíla, verður 289 fermetrar. „Við erum komnir vel á veg og framkvæmdir ganga alveg eftir áætlun. Reyndar höfum við misst nokkra daga út vegna veðurs að undanförnu, en erum þó alveg á áætlun. Við höfum lokið uppsteypu kjallara og jarðhæðar og þá er bara önnur hæðin eftir,“ segir Heimir Bjarkason, verkefnastjóri hjá JÁ- verki. Fyrirtækið átti lægsta tilboð í framkvæmdirnar, rétt um hálfan milljarð króna og á þeim að ljúka seint á þessu ári. Starfsemi á stöð- inni hæfist svo eftir rétt ár, héðan í frá. Byggð á höfuðborgarsvæðinu hef- ur þanist út á undanförnum árum og því þarf slökkviliðið að bregðast við. Viðmiðunarreglan í starfi þess er að viðbragðstími sjúkraliðs sé sjö mín- útur en slökkviliðsmenn hafa þrem- ur mínútum lengri viðbragstíma. Vegna þessa var nauðsynlegt að byggja stöð í efri byggðum höf- uðborgarsvæðisins og það varð nið- urstaðan að byggja skyldi í Mosfells- bænum. Er mönnum á stöðinni þar ætlað að sinna til dæmis Kjalarnesi, Mosfellsbæ, Grafarholti og Graf- arvogi. Byggðir þessar eru í dag, að sögn Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra, á þjónustusvæði stöðvarinnar á Tunguhálsi í Reykja- vík. Í fyllingu tímans stendur til að starfsemin þar flytjist á stöð sem yrði reist til dæmis í Mjóddinni, sem er miðlægur punktur gagnvart t.d. Breiðholti og Kópavogi. Sé á einni hendi „Hvað sjúkraflutningana varðar hefur þetta mál verið í pattstöðu í langan tíma og lítið hefur gerst. Ég vona hins vegar að málið komist á einhverja hreyfingu fljótlega – sem er mikilvægt svo við getum gert áætlanir fram í tímann,“ segir Jón Viðar Matthíasson. Hann bætir og við að í stjórn slökkviliðsins, þar sem borgarstjóri og bæjarstjórar á öllu höfuðborgarsvæðinu sitja, séu menn þvert á flokka sammála um að sjúkraflutningar og slökkvilið séu á einni hendi með tilliti til öryggis íbúa. Sjúkrabílaálm- an var sett á ís  Steypa slökkvistöð í Mosfellsbæ  1.700 fermetra hús á 500 millj. kr.  Pattstaða í sjúkraflutningamálum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mosfellsbær Framkvæmdir við byggingu slökkvistöðvarinnar eru komnar vel á veg, en þarna á starfsemi að hefjast eftir um það bil ár héðan í frá. Nýja hafarnarfrímerkið er 3x4 sentimetrar að stærð. Fuglafrí- merki eru vinsæl hjá frímerkja- söfnurum, ekki síst ef þau sýna ránfugla. Vilhjálmur Sigurðs- son, forstöðumaður Frímerkja- sölunnar hjá Íslandspósti hf., sagði að viðbrögðin við útgáfu hafarnarfrímerkisins hefðu ver- ið mjög góð hér heima og ekki síður hjá erlendum frímerkja- söfnurum. Frímerkið er prentað á sjálf- límandi pappír og er upplagið 400.000 merki. Aftan á örk með tíu frímerkjum eru heilmiklar upp- lýsingar um haförn- inn. Verðgildi frí- merkisins miðast við B-póstsendingu allt að 50 grömm hér innanlands. Hörður Lárusson hannaði frímerkið og Gunnar Þór Hall- grímsson tók ljós- myndina sem prýðir frímerkið. Vinsælt hjá söfnurum NÝTT FRÍMERKI Í TILEFNI AF FRIÐUN HAFNARNARINS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Öld er liðin frá því að haförninn var alfriðaður hér á landi, fyrstur fugla. Ísland varð um leið fyrsta landið í heiminum sem friðaði þessa tegund sem kölluð hefur verið konungur ís- lenskra fugla. Af því tilefni var gefið út nýtt frímerki í gær. Haförninn er stærsti fugl landsins og um leið einn sjaldgæfasti reglulegi varpfugl ís- lensku fuglafánunnar. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýrafræði hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, hefur lengi rannsakað íslenska haferni. Hann skrifaði fróðlega grein í tilefni hundrað ára frá friðun hafarnarins og birtist hún í nýjasta ársriti Fugla- verndar sem heitir Fuglar. Þar kemur fram að það gekk ekki alveg þrautalaust að fá örninn frið- aðan þegar frumvarp þess efnis kom fram á Alþingi árið 1913. Þingið sam- þykkti lög sem kváðu m.a. á um frið- un arna í fimm ár og tóku þau gildi 1. janúar 1914. Tíu árum eftir að örninn var friðaður hér fóru önnur Evrópu- lönd að friða haferni. Þegar friðun arnarins rann hér út 1919 var hún framlengd um tíu ár. Örninn var svo friðaður ótímabundið með fuglafrið- unarlögunum 1954. Var í útrýmingarhættu Ernir voru útbreiddir varpfuglar hér fram á 19. öld og urpu í öllum landshlutum. Kristinn telur að áður en skipulegar ofsóknir gegn örnum og útburður á eitruðum hræjum fyr- ir refi hófust upp úr 1880 hafi orpið hér allt að 150 arnarpör. Þetta kem- ur fram í ritinu Haförninn, sem Fuglavernd gaf út í fyrra. Hafernir voru orðnir mjög sjald- gæfir hér í byrjun 20. aldar enda hafði verið hart sótt að þeim áratug- um saman. Menn voru jafnvel verð- launaðir fyrir arnadráp. Þegar örninn var friðaður árið 1914 er talið að verpandi arnarpör hafi verið um 40 talsins á öllu land- inu. Þrátt fyrir friðun arnanna hélt þeim áfram að fækka. Eitruð hræ eru talin hafa verið ein helsta ástæða þess. Um 1920 var stofninn einungis 20 pör og var svipaður næstu ára- tugi. Árið 1964, fyrir hálfri öld, var bannað að eitra fyrir refi. Upp úr því tók arnastofninn að rétta úr kútnum. Mestalla síðustu öld var örninn í út- rýmingarhættu. Hafernir verpa nú aðeins á vestanverðu landinu. Vorið 2013 urpu 70 pör. Innan við helmingi þeirra tekst að koma upp ungum árlega. Stofninn hefur vaxið hægt og örugg- lega í nokkra áratugi og er ekki lengur í bráðri hættu. Sums staðar eiga ernirnir þó enn undir högg að sækja vegna óvarlegr- ar umgengni. Morgunblaðið/Golli Öld er liðin frá frið- un hafarnastofnsins  Örninn var í útrýmingarhættu  Er nú úr bráðri hættu Miklar sveiflur einkenna stang- veiði á bleikju á síðustu tveimur áratugum. Á flestum landsvæðum hefur veiðin dregist saman, sam- kvæmt yfirliti sem Veiðimála- stofnun hefur tekið saman um stangveiði á bleikju og urriða í ám árin 1990-2012. Þar kemur fram að veiði á sjóbirtingi eða urriða hefur aukist á sumum svæðanna á þessu tímabili. Upp- lýsingar liggja ekki fyrir um veiðina á einstökum landsvæðum síðasta sumar. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær á bleikja undir högg að sækja hér á landi og virðist vera sama hvort rætt er um bleikju í sjó, ám eða stað- bundna bleikju í vötnum. Hækk- uðu hitastigi síðustu ár er eink- um kennt um þessa hnignun samfara öðrum breytingum á líf- ríkinu. Í Hvítá í Borgarfirði var dregið úr sókn í bleikju fyrir tveimur árum vegna þess hve stofninn þar var orðinn lítill. Haldi þróunin áfram gæti þurft að grípa til slíkra aðgerða á fleiri stöðum í náinni framtíð. aij@mbl.is Miklar sveiflur í bleikjuveiði Skráð stangveiði í ám, skipt eftir landshlutum Skráð stangveiði á bleikju (sjóbleikju) í ámmeð reglulegri veiðiskráningu á árunum 1990-2012 skipt eftir landshlutum. Bleikja (fjöldi veiddra) Vesturland Norðvesturland Norðausturland Austurland Suðurland 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 1990 2012 Urriði (sjóbirtingur) (fjöldi veiddra) 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 1990 2012 Skráð stangveiði á urriða (sjóbirtingi) í ámmeð reglulegri veiðiskráningu á árunum 1990-2012 skipt eftir landshlutum. Heimild: Veiðimálastofnun  Hækkaður hiti Hæstiréttur þyngdi í gær dóm vegna kyn- ferðisbrots úr 18 mánaða fangelsi í tveggja ára fangelsi. Hins vegar þótti rétt að fresta fulln- ustu 21 mánaðar af refsingunni skilorðsbundið vegna þess mikla dráttar sem varð á rannsókn málsins. Maðurinn sem sakfelldur var þarf einnig að greiða fórnarlambi sínu 800 þúsund krón- ur í miskabætur. Maðurinn sem var 19 ára þegar brotið var framið var sakfelldur fyrir að hafa á heimili sínu haft samræði við unga konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Brotið var framið í nóvember 2009 en konan lagði fyrst fram kæru 1 ári og tæplega 8 mán- uðum eftir að brotið var framið. Hæstiréttur þyngir kynferðisbrotadóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.