Morgunblaðið - 17.01.2014, Page 12

Morgunblaðið - 17.01.2014, Page 12
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Halldór Halldórsson ætlar Sjálf- stæðisflokknum stóra hluti í sveitar- stjórnarkosningunum í vor. Listi flokksins í borginni var sam- þykktur í gær, eins og rakið er á blaðsíðu 8 í Morgunblaðinu í dag, og er kosningabaráttan því að hefjast fyrir alvöru, tveimur mánuðum eftir prófkjör flokksins í nóvember. Halldór kveðst aðspurður vilja hafa flugvöll áfram í Vatnsmýri, ef betri staður á höfuðborgarsvæðinu finnst ekki. Reykjavík hafi enda skyldum að gegna sem höfuðborg. Halldór vann sigur í prófkjörinu sem aðkomumaður. En mun hann koma fram sem oddviti flokksins í kosningabaráttunni? „Já, ég er oddviti þessa framboðs- lista og borgarstjóraefni. Borgar- fulltrúarnir sinna sínum störfum fram á vorið. Í þeim hópi stýrir fyrsti maður á lista þeirri vinnu; Júl- íus Vífill Ingvarsson. Ég er auðvitað ekki á borgarstjórnarfundum en ég sit undirbúningsfundi með borgar- fulltrúum.“ Með ýmis járn í eldinum – Hvaða starfa hefurðu þangað til kosið verður 31. maí? „Ég er formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og svo hef ég unnið sérverkefni, bæði rekstrar- verkefni og verkefni í mannauðs- málum.“ – Hvað finnst þér um þá gagnrýni sem hefur komið fram á rýran hlut kvenna í efstu sætum listans? „Hún er skiljanleg. Ég lagði áherslu á það í prófkjörinu að mitt stuðningsfólk væri með sem jafn- asta kynjaskiptingu. Mér finnst það mjög mikilvægt. En það var ákveðið að fara í prófkjör með þeim reglum sem um prófkjör gilda. Það eru ekki kynjakvótar í prófkjörsreglum Sjálf- stæðisflokksins. Þannig að við vor- um meðvituð um að allt gæti gerst. Þegar 5.000 manns taka þátt í próf- kjöri er auðvitað erfitt að hræra í því eftir á. Við ættum þá frekar að taka umræðuna um það hvort okkur regl- ur og aðferðir séu fullnægjandi.“ – Á að breyta listanum? „Nei. Vegna þess að það var ákveðið að fara í prófkjör. Vegna þess að 5.000 manns völdu röðun á listann.“ Valkostirnir séu skýrir – Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 26,6% fylgi í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands gerði fyrir Morgunblaðið í nóvember. Það er langt undir því fylgi sem flokkurinn hafði um ára- tugi. Á tímabilinu 1930 til 1998 fékk flokkurinn ekki undir 45,2% í kosn- ingum í borginni. Flokkurinn fékk skell 2010, fékk aðeins 33,6% at- kvæða. Þú hefur rúmlega 130 daga til kosninga. Hvernig ætlarðu að ná fylgi flokksins upp á þeim tíma? „Listinn er að verða til. Stefnu- mótunarvinnan fer fram á næstunni. Ef allt gengur eftir þá mun ég boða stefnumótunarfund á laugardaginn. Það sem er auðvitað mikilvægast hjá okkur er að sýna fram á af hverju það skiptir máli fyrir borgarbúa að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.“ – Hvernig á að sýna fram á það? „Fyrst og fremst með því að sýna að við höfum fram að færa málefni sem skipta borgarbúa máli. Góð þjónusta og mikið aðhald. Stefna Sjálfstæðisflokkins er að nýta skatt- peninga sem best og að það sé ekk- ert náttúrulögmál að það sé enda- laust hægt að sækja meiri skatta. Frekar að leita allra leiða til hag- ræðingar. Ég vil að það sé markmið okkar með Sjálfstæðisflokkinn í meirihluta að lækka útsvarið.“ – Hvernig á að gera það? „Með því að hagræða meira í rekstri. Ákveðnir rekstrarþættir borgarinnar eru umfram lands- meðaltal. Veltufé frá rekstri er und- ir landsmeðaltali. Þannig að ég trúi því að langstærsta sveitarfélag Ís- lands hafi hagræðingarmöguleika.“ – Er yfirbyggingin orðin of mikil? „Að hluta til. Með því að hagræða þar skapast möguleikar á að lækka útsvarið. Þetta skiptir borgarbúa máli. Þetta getur snúist um hvort fólk í lægri launaþrepum kemst í sumarfrí eða ekki. Það munar um hverja krónu. Svo eru stórir mála- flokkar eins og skólamálin þar sem ég vil að við verðum með nýjar og róttækari hugmyndir en verið hafa. Að óttast ekki að nýta kosti einka- framtaksins. Að reyna að draga úr miðstýringaráráttunni. Ég tek fram að við eigum eftir að móta stefn- una.“ – Það hefur að margra mati ein- kennt framgöngu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins síðustu ár að þeir fylgi einskonar hlutleysisstefnu, séu hikandi við að taka afgerandi af- stöðu í málum. Kjósi fremur sam- stöðu en einarðan málflutning sem kann að mæta traustri mótspyrnu. Verður stefna Sjálfstæðisflokksins skýrari með þig sem oddvita? „Ég ætla að vona að okkur takist að gera valkostina skýrari fyrir borgarbúa. Ég vil þó segja borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins eigin- lega til afsökunar, að þau hafa verið að vinna í mjög sérstöku ástandi. Bæði ástandinu sem einkenndi allt eftir hrun og vilja til þess að vinna í einskonar þjóðstjórnarumhverfi. Svo hafa mál sem þau hafa sett fram og verið ósammála meirihlutanum um heldur ekki náð í gegn.“ Umræðunni drepið á dreif – Af hverju ekki? „Ég kann ekki einhlíta skýringu á því. Það er einhvern veginn þannig að ef borgarstjórnarflokkurinn set- ur fram gagnrýni hefur Jóni Gnarr borgarstjóra tekist það – hann er mikill snillingur – að drepa um- ræðunni á dreif. Fara að tala um eitthvað annað, kannski mannrétt- indi í Rússlandi. Það er að hluta til ástæða þess að okkar borgar- fulltrúar ná ekki með sín mál í gegn í umræðunni.“ – Telurðu að núverandi borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið of hikandi við að gagnrýna Jón Gnarr og framgöngu hans? „Ég held að þau hafi hreinlega ekki haft stöðu til þess. Þegar þau hafa reynt það hefur honum tekist að snúa því upp í það að það sé verið að beita hann einelti og ofbeldi.“ – Er það ekki ódýr afsökun? Þetta eru ekki byrjendur í stjórnmálum. „Nei, nei. En þetta hefur samt verið svolítið svona. Ég get þó alveg viðurkennt að stundum hefur mér fundist vanta upplýsingar um það hvað það væri sem minnihlutinn væri ósáttur við.“ – Þá eru það skipulagsmálin. Ýmsir telja að hafin sé róttæk stefnumörkun um þéttingu byggðar. Hver er þín skoðun á því? „Ég hef sagt að ég tel að það séu margir þættir í þessu aðalskipulagi sem séu ágætir. Enda á Sjálfstæðis- flokkurinn töluvert mikið í þessari vinnu. Ég er búinn að nefna flug- vallarmálið sem mér finnst ljóður á þessu aðalskipulagi. Það að gera ekki ráð fyrir flugvelli nema til árs- ins 2022. Ég vil breyta því. Varðandi þéttingarmálin er ég almennt mjög hlynntur þéttingu byggðar og tel að það sé hluti af því að búa í borg að gera ráð fyrir frekar þéttri byggð. Byggð í úthverfum er líka þétting.“ Rifti samkomulagi við ríkið – Reykjavík hefur fengið lítið fjár- magn til vegaframkvæmda og t.d. langt síðan síðast voru gerð mislæg gatnamót. Sú stefna var mótuð að setja frekar fé í strætisvagna. Hver er stefna þín í samgöngumálum? „Það þarf að taka upp þennan samning við ríkið og óska eftir endurröðun á þessu, að borgin sé búin að afsala sér öllum fram- kvæmdum ríkisins í vegamálum í tíu ár. Það eru mjög mikilvægar fram- kvæmdir og stórverkefni sem þarf að fara í eins og að setja Miklu- brautina í stokk. Á því svæði þar sem húsin standa hvað næst henni og þar sem umferðin er gríðarlega mikil.“ – Telurðu að samræðustjórnmál, þar sem ekkert eitt sjónarmið fær að vera ofan á, þvert á yfirlýst mark- mið, geti leitt til lægsta samnefnara, þannig að útkoman verði óæskileg? Liggur það í orðum þínum? „Það getur gerst.“ – Telurðu að það hafi gerst í Reykjavík á þessum áratug? „Að einhverju leyti hefur það gerst. Valkostirnir hafa ekki verið nógu skýrir í hugum borgarbúa.“ – Telurðu þá að sá tími samræðu- stjórnmála sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir innleiddi sé liðinn? „Ég náði reyndar aldrei þessum samræðustjórnmálum sem Ingi- björg Sólrún var að tala um. Stjórn- mál hafa alltaf verið samræðustjórn- mál. Meirihluti og minnihluti hafa alltaf þurft að takast á um hug- myndir. Það er heilbrigt. Ef sam- ræðustjórnmál þýða að það eigi að tóna svo mikið niður umræðuna að hún megi helst ekki heyrast þá er ég ekki samræðustjórnmálamaður.“ Tími skýrra valkosta runninn upp  Borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vill draga úr yfirbyggingu í stjórn borgarinnar  Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið halloka í umræðunni  Tími samræðustjórnmála liðinn í borginni Morgunblaðið/Kristinn Borgarstjóraefni Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, hyggst rífa upp fylgi flokksins. Lausn á bráðavanda » Halldór vill hraðvirkari lausnir í húsnæðismálum en nú eru á teikniborðinu. » Þar þurfi að leysa bráða- vanda á skemmri tíma en þremur til fimm árum. » Víða erlendis sé bráða- birgðahúsnæði, sumt í háum gæðaflokki, mjög litlar íbúðir, reist til að standa í sjö til tíu ár. Þá leið sé rétt að skoða hér. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is framúrskarandi ítölsk hönnun Vínupptakari 7.950,- Rifjárn 12.950,- Ávaxtakarfa 21.900,- Sítrónupressa 12.900,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.