Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Í Pisa-könnuninni kom fram að ís-lenski menntaturninn er skakk- ur. Öðru máli gegndi um hinn kín- verska. Á Pisa-kvarðanum trónir hann þráðbeinn á toppinum – að minnsta kosti í Sjanghæ. Þar reikna börn og lesa af meiri list en annars staðar á byggðu bóli og hefði mátt ætla af umræðunni að réttast væri að Ísland gengi í Kína – eða yrði hverfi í Sjanghæ þar sem mælingin fór víst fram.    Ekki eru þó allir jafn uppnumdiraf kínversku menntakerfi. Listamaðurinn Ai Weiwei, sem nýt- ur lítillar hylli kínverskra ráða- manna, gagnrýnir kínverskt mennta- kerfi í viðtali við Der Spiegel um helgina. Blaðamað- ur spyr hvað geti verið að kerfinu, nemendur í Sjanghæ séu þeir bestu í heimi í stærðfræði, nátt- úruvísindum og lesskilningi.    Ai svarar: „Ég held að kerfiðokkar sé holt og innantómt. Tökum mannúð, einstaklings- framtak og sköpunarkraft – á þess- um gildum byggir þjóðfélag. Hvaða uppeldi fáum við, hvaða drauma dreymir okkur? Daglega á ég sam- skipti við námsmenn, frá Kína, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Hong Kong og Taívan. Ég hef komist að því að kínverskir stúdentar hafa minnsta menntun í að átta sig á hvað er fallegt og rétt. Þeir kunna að vera færir og listnæmir, en þá skortir hæfileikann til að dæma sjálfir. Það er sorglegt að sjá full- orðið ungt fólk, 20 til 25 ára, sem aldrei hefur fengið kennslu í að taka eigin ákvarðanir. Sá sem get- ur það ekki finnur ekki heldur fyrir neinni ábyrgðartilfinningu. Og sá sem hefur enga ábyrgðartilfinn- ingu skellir skuldinni á kerfið.“    Kannski er ekki svo eftirsókn-arvert að sitja á skólabekk í Sjanghæ eftir allt saman. Ai Weiwei Menntaparadís? Staksteinar Veður víða um heim 16.1., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 4 alskýjað Nuuk -3 snjókoma Þórshöfn 6 skúrir Ósló -6 snjókoma Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -12 heiðskírt Lúxemborg 6 skúrir Brussel 7 léttskýjað Dublin 7 skúrir Glasgow 6 léttskýjað London 10 skúrir París 7 léttskýjað Amsterdam 7 skúrir Hamborg 3 þoka Berlín 2 skýjað Vín 5 skýjað Moskva -8 snjókoma Algarve 15 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 15 skýjað Róm 10 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -17 snjókoma Montreal -2 léttskýjað New York 3 alskýjað Chicago -1 alskýjað Orlando 10 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:50 16:27 ÍSAFJÖRÐUR 11:21 16:06 SIGLUFJÖRÐUR 11:04 15:48 DJÚPIVOGUR 10:26 15:50 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur einróma á fundi Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna síðdegis í gær. Tæplega 200 manns sóttu fundinn þótt hann færi fram á sama tíma og landsleikur Íslendinga og Spánverja í handbolta. Sjónvarpsskjár var í hliðarsal fyrir þá sem ekki vildu missa af handbolt- anum. Óttarr Örn Guðlaugsson, formað- ur Varðar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að eindrægni hefði ríkt á fundinum. Engin tillaga hefði komið fram um að breyta listanum eða gagnrýni á skipan hans. Framboðslistann skipa fimmtán karlar og fimmtán konur, þar af fimm karlar og fimm konur í tíu efstu sætunum. Þrír karlar skipa þrjú efstu sætin í samræmi við nið- urstöður prófkjörs flokksins í haust. Jórunn Frímannsdóttir Jensen, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, skipar heiðurs- sæti listans. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, er í efsta sætinu. Júlíus Vífill Ingv- arsson er í öðru sæti, Kjartan Magn- ússon þriðja, Áslaug María Friðriks- dóttir fjórða, Hildur Sverrisdóttir fimmta, Marta Guðjónsdóttir sjötta, Börkur Gunnarsson sjöunda, Björn Gíslason áttunda, Lára Óskarsdóttir níunda og Herdís Anna Þorvalds- dóttir í tíunda sæti. Framboðslistinn samþykktur  Eindrægni var á 200 manna fundi sjálfstæðismanna í Valhöll í gær um borg- arstjórnarlistann  Fimm karlar og fimm konur eru í tíu efstu sætunum Morgunblaðið/Ómar Framboð ákveðið Fremst t.v. situr Halldór Halldórsson, nýr oddviti D- listans, þá Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og Sólveig Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.