Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Til þess að efla útflutningsgreinar á Íslandi þarf að fjárfesta í þeim. En hér á landi eru gjaldeyr- ishöft, sem draga úr áhuga erlendra fjárfesta. „Þetta er vítahringur,“ sagði Karim Dahou, framkvæmdastjóri skrifstofu fjárfestinga og at- vinnulífs hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), á fundi Samtaka atvinnulífsins um beina erlenda fjárfestingu sem fram fór á Hótel Reykjavík Natura. Hann mælir með því að gjaldeyrishöftin verði afnumin eins fljótt og auð- ið er til að senda fjárfestum sterk skilaboðum. Dahou sagði tvennt einkenna lönd með mikla erlenda fjárfestingu: Fyrst ber að nefna hag- vöxt og því næst að hagkerfin séu stór. Í kjölfar- ið benti hann á að alla jafna séu lönd sem laði til sín erlenda fjárfestingu með opin hagkerfi. En á Ísland eru gjaldeyrishöft. Skortir skýra stefnu Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efna- hagssviðs Samtaka atvinnulífsins, dró saman í pallborðsumræðum hvernig landið liggur fyrir erlenda fjárfestingu. Fyrst benti hún á tvo þætti sem lítið er hægt að gera við og draga úr áhuga erlendra fjárfesta; smæð landsins og fjarlægð frá mörkuðum. Því næst lýsti hún yfir óánægju með að hér skorti skýra framtíðarsýn um er- lenda fjárfestingu. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Acta- vis á Íslandi, sagði að fyrir um tuttugu árum hefði Malta, sem er með 400 þúsund íbúa, sett sér skýra stefnu í þessum efnum og að það hefði gengið vel. Ef Actavis væri að ráðast í nýja fjár- festingu og ætti nú að velja á milli Íslands eða Möltu „er ég hrædd um að Malta yrði fyrir val- inu,“ sagði hún. En tiltók að Actavis á Íslandi væri ein mikilvægasta eining alþjóðlegu sam- stæðunnar að Bandaríkjunum undanskildum. Ásdís sagði að fleiri þættir hefðu áhrif á fjár- festa. Hún sagði að hér væru miklar sveiflur í verðbólgu og hagvexti, þá fæli íslenska krónan einnig frá fjárfesta sem og fjármagnshöftin – jafnvel þótt Seðlabanki Íslands veiti erlendri fjárfestingu undanþágur. Fjárfestar óttist að festast hér á landi með fjármuni. „Það er skilj- anlegt og endurspeglar mikilvægi þess að opna hagkerfið í náinni framtíð,“ sagði hún. Tólf mánaða friður Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, átti ekki sæti í pallborðinu en stóð upp og vakti athygli á því að undanþága Seðlabankans sem Ásdís vék að væri einungis til eins árs. „Erlendir fjárfestar sem hingað koma geta einungis verið í friði í tólf mánuði í einu. Það er ein stærsta fyr- irstaðan gegn erlendri fjárfestingu hér á landi. Það þarf að skapa umhverfið til langs tíma þar sem menn geta verið í friði með sína fjárfest- ingu,“ sagði hann. Ásdís benti líka á að regluverk hefði tekið breytingum sem ýti undir tortryggni fjárfesta. Þá þótti henni viðhorf stjórnvalda og almenn- ings til erlendra fjárfesta fjandsamlegt. Kostir þeirrar fjárfestingar séu að hún skilur eftir sig skatttekjur, fyrirtækin kaupi innlendar afurðir og skapi atvinnu. Tökum alla áhættuna Til þess að opna hagkerfið þurfi að tryggja æskilega fjármöngun bankanna og lét hún þess getið að það væri einmitt ígildi erlendrar fjár- festingar. Friðrik Már Baldursson, prófessor við hag- fræðideild HR, benti á að erlendir fjárfestar fái ekki að koma nálægt orkuframleiðslu hér á landi. „Við viljum endilega taka alla áhættuna af henni í stað sameiginlegra fjárfestinga í t.d. ál- verum og orkuverum. Það hefði augljósa kosti í för með sér. Fyrir okkur ætti ekki að skipta máli hvort útlendingar eiga í orkuveri eða við Íslend- ingar byggjum það til að selja orku til álvers í eigu útlendinga, á því er lítill munur. Þetta er einn stærsti þátturinn í því að við skorum hátt í hindrunum hjá OECD,“ sagði hann. Fjárfestingu þarf til að efla útflutningsgreinar landsins Morgunblaðið/Þórður Pallborð Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður hjá SA, tók þátt í umræðum.  Framkvæmdastjóri hjá OECD bendir á að gjaldeyrishöft draga á sama tíma úr áhuga erlendis 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Orka Styrkir fyrir fyrirtæki í orkuiðnaði. ● Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Startup Energy Reykjavik, nýja við- skiptasmiðju fyrir fyrirtæki í orkutengd- um iðnaði og þjónustu. Verkefnið gefur fyrirtækjum, einstaklingum og hópum einstakt tækifæri á að koma nýsköp- unarverkefnum á framfæri. Þeir sem standa á bakvið við- skiptasmiðjuna fjárfesta fyrir 5 milljónir í hverju verkefni, en sjö hugmyndir verða valdar í tíu vikna vinnu við að full- móta viðskiptahugmyndirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Sjö orkuverkefni fá 35 milljónir króna ● Hagnaður bandaríska fjárfestinga- bankans Goldman Sachs á fjórða árs- fjórðungi 2013 nam 2,33 milljörðum Bandaríkjadala. Afkoma bankans dróst saman um 19% frá sama tíma fyrir ári. Var samdráttur á öllum sviðum bank- ans nema á fjárfestingabankasviði. Tekjur Goldman Sachs námu 8,78 millj- örðum dala og minnkuðu um tæplega 5% á milli ára. Það er engu að síður nokkuð meira en spár greinenda gerðu ráð fyrir. Minni hagnaður Goldman ● Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) tók við um 550 fasteignum sem voru í eigu Dróma þegar samningar náðust á milli ESÍ, Dróma og Arion banka um yfirtöku ESÍ á ákveðnum eignum og skuldum Dróma og upp- gjöri á kröfu Arion banka á Dróma, segir Haukur C. Benediktsson, fram- kvæmdastjóri ESÍ, í samtali við mbl.is. Fyrstu tveir mánuðirnir verða not- aðir til að ná utan um allar þær eignir sem ESÍ fékk í sinn hlut. Stór hluti þeirra er nú til sölu og engin breyting verður gerð þar á, að sögn Hauks. Það sé ekki hlutverk ESÍ að halda ut- an um fasteignir til lengri tíma. ESÍ fékk 550 fasteignir STUTTAR FRÉTTIR                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +//-01 +2,-03 3+-204 +/-5,4 +5-/.1 +35-2/ +-+2+. +54-55 +,5-25 ++,-44 +//-1, +2,-5. 3+-+2/ +/-/++ +5-/1+ +35-00 +-+20, +55-. +,5-,+ 321-332, ++,-10 +/1-0+ +24-20 3+-+5 +/-/44 +5-10. +35-/ +-+255 +55-/. +,5-1, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Frank Barry, prófessor í alþjóðaviðskiptum við Tri- nity-háskólann í Dublin, sagði á fundi SA að Írland væri með óvenjumikla er- lenda fjárfestingu, eink- um í framleiðslu, og að útflutningur væri landinu afar mikilvægur. Írland fór illa í fjármálakrísunni árið 2008 og líkti hann landinu við skip; háar skuldir væru eins og akkeri sem væri niðri en útflutningsgreinarnar væru vélin sem drægi landið áfram. Hann benti á að alþjóðleg fyrirtæki komi ekki til landsins með það fyrir aug- um að þjónusta innanlandsmarkaðinn, enda sé hann lítill, heldur horfi þau til út- flutnings frá landinu. Það ævintýri hafi hafist fyrir sextíu árum. Áður hafi landið verið lokað en sú stefna hafi gengið sér til húðar, grípa þurfti til annarra meðala og landið var opnað. Hann telur að óvenjumikil erlend fjár- festing eigi rót sína að rekja til lágra fyr- irtækjaskatta, enska tungumálsins og að með inngöngu í Evrópusambandið árið 1973 hafi landið fengið aðgang að innri markaðnum. Nú geti t.d. spítalar í Frakk- landi, sem einnig tilheyrir ESB, ekki sagt við lyfjafyrirtæki, að þeir kaupi einungis af þeim lyf ef komið verið upp lyfjaverk- smiðju þar í landi. Hann segir að lítil hagkerfi hafi oft lága fyrirtækjaskatta, þau eigi erfiðara með að búa til stórfyrirtæki eðli málsins sam- kvæmt, og að stór hagkerfi eigi auðvelt með að draga til sín erlendar fjárfestingar frá fyrirtækjum sem vilja þjónusta þann markað. Mikill útflutningur VÉLIN SEM DREGUR ÍRLAND ÁFRAM Frank Barry Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út- hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is * Lyf og heilsa, Apótekarinn, sjálfstætt starfandi apótek og heilsuverslanir um allt land. Vilt þú létta á líkamanum eftir jólahátíðina? Weleda Birkisafinn hjálpar! 20% afsláttur í janúar*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.