Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 17. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Reynsluboltarnir kenna minnst
2. Fimm marka tap gegn …
3. „Næst verður svarað með kæru“
4. Kastaði syni sínum fram af …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í Listasafni Reykjavíkur er unnið að
uppsetningu viðamikils verks Katrínar
Sigurðardóttur, Foundation, sem sýnt
var á Feneyjatvíæringnum í fyrra. Sýn-
ingin verður opnuð eftir viku. Katrín
kemur víða við og opnar senn sýningar
í Boston og Lundúnum.
Setja upp stórt Fen-
eyjaverk Katrínar
Nemendur
óperudeildar
Söngskóla Sig-
urðar Demetz
flytja ásamt
hljómsveit óp-
eruna Orfeo eftir
Claudio Monte-
verdi í Iðnó á
föstudagskvöld
og laugardag. Óperan var samin árið
1607 og telst eitt fyrsta verk óperu-
sögunnar. Hér er sögusviðið hins veg-
ar fært nær áhorfendum í tíma.
Söngvarar flytja
Orfeo í nútímann
Djöfullinn í Gullna
hliðinu braut framtönn
L.A. frumsýnir Gullna hliðið í kvöld.
Hilmir Jensson fer með fimm hlutverk
í uppfærslunni en hið ógnvænlegasta
er Óvinarins sjálfs, eða djöfulsins.
Hilmir var svo óheppinn að brjóta
framtönn í gær þegar
hann beit í brauð-
sneið, og skartaði
hinu myndarlegasta
skarði, sem tann-
læknir ætlaði að
fylla fyrir
frumsýn-
ingu.
Á laugardag Austlæg eða breytileg átt, víða 5-10 m/s. Rigning
með köflum sunnan- og austanlands en úrkomulítið á Norður- og
Vesturlandi. Hiti víða 2 til 6 stig en vægt frost inn til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 5-13 m/s. Bætir í úrkomu suð-
austantil. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst, en vægt frost í innsveitum
fyrir norðan og hlýnar.
VEÐUR
Meiðslavandræði íslenska
landsliðsins í handknatt-
leik halda áfram að
aukast. Arnór Atlason gat
ekki spilað gegn Spánverj-
um í Álaborg í gær og
bæði Aron Pálmarsson og
Sverre Jakobsson urðu
fyrir meiðslum í leiknum.
„Við fórum laskaðir inn í
mótið og höldum áfram
að vinna úr stöðunni,“
segir Aron Kristjánsson
þjálfari. »1
Meiðslavandræð-
in halda áfram
Geir Sveinsson hefur verið ráðinn
þjálfari þýska handknattleiksliðsins
Magdeburg frá og með næsta keppn-
istímabili. Hann er því á leið aftur til
Þýskalands eftir 15 ára fjarveru en
þar lauk hann ferli sínum sem at-
vinnumaður hjá Wuppertal árið 1999.
Geir er þjálfari Bregenz í Austurríki
og stjórnar því liði út þetta keppn-
istímabil. »1
Geir á leið til Þýska-
lands á nýjan leik
Stjörnumenn komust yfir á síð-
ustu mínútunni og náðu að knýja
fram sigur á Þór frá Þorlákshöfn,
97:95, í æsispennandi leik í Dom-
inos-deild karla í körfubolta í gær-
kvöld. „Þetta er alls ekki góð upp-
skrift að sigri og engu liði á
heimavelli til eftirbreytni,“ skrifar
Kristinn Friðriksson í pistli sínum
um leikinn. »2-3
Engu liði á heimavelli
til eftirbreytni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is.
„Við getum spjallað saman á íslensku
um hina vitleysingana sem eru með
okkur í sýningunni. Það er góð til-
breyting,“ segir Fjölnir Ólafsson
glaðlega. Hann syngur í óperunni
Toscu eftir Puccini í óperuhúsinu í
Saarbrücken í Þýskalandi ásamt föð-
ur sínum, Ólafi Kjartani Sigurðarsyni
barítónsöngvara, og litlu systur sinni
Brynju sem syngur með barnakórn-
um.
Fjölskyldan er að vonum ánægð að
standa öll saman á sviði. Það hefur
vakið athygli þarlendra fjölmiðla.
Annað sinn á sviði með pabba
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem
Fjölnir stígur á svið með föður sínum.
Fyrir nokkrum árum lék hann draug
í Macbeth ásamt Ásgerði systur
sinni. Þá fór Ólafur með aðal-
hlutverkið. „Maður hefur alltaf verið
að sniglast í kringum þetta leikhúslíf
með pabba,“ segir Fjölnir og bætir
við að sér þyki einstaklega gaman að
fá tækifæri til að læra af föður sínum.
Fjölnir leggur stund á BA-nám í óp-
erusöng í Saarbrücken sem hann
klárar á þessu ári. Í tengslum við
námið hefur hann fengið ótal tæki-
færi til að taka þátt í hinum ýmsu
uppfærslum í óperuhúsinu þar sem
faðir hans er fastráðinn. Til að mynda
syngur hann í barnaóperu sem sett
verður á svið undir vorið.
Óperusöngurinn á vel við Fjölni og
honum líður vel á sviði. Hann segist
að öðru leyti vera opinn fyrir að skoða
jafnvel annað nám að þessu loknu.
„Ég er af þessari kynslóð þar sem við
viljum alltaf læra eitthvað nýtt. Það
er aldrei að vita nema ég rói á ný mið
eftir námið í óperusöngnum,“ segir
Fjölnir.
Hann er búsettur, ásamt eiginkonu
sinni og syni, í tuttugu mínútna akst-
ursfjarlægð frá foreldrum sínum í
Saarbrücken.
Spurður hvort það freisti litlu fjöl-
skyldunnar að flytja til Íslands segir
hann að það komi til greina en ekkert
sé ákveðið enn þá.
„Þetta er krydd í tilveruna og gerir
þetta ólíkt skemmtilegra að fá að
vera á sviði með börnum sínum,“ seg-
ir Ólafur. Hann segir hlutverkið í
Toscu vera eitt af draumahlutverkum
barítóna. „Dásamlegt að fá að leika
og túlka kúltíverað illmenni, auk þess
er tónlistin alveg óskaplega falleg.“
Ólafur segir viðeigandi að hafa
börnin sín með sér á sviði því síðast
þegar hann hafi sungið þessa rullu
hafi það verið á Íslandi.
Ólafur segir að þau muni líklega
ekki flytja heim í bráð, í það minnsta
ekki á meðan Þýskaland er enn gjöf-
ull markaður og mikil gróska í óp-
eruheiminum. „Þetta er erfiður
bransi sem krefst þess að búa í Mið-
Evrópu þar sem ekki eru næg verk-
efni á Íslandi,“ segir Ólafur en bætir
við að þó mögulega væri hægt að gera
út frá Íslandi þá myndi það varla
standa undir kostnaði.
Ólafur segist heppinn að hafa næga
vinnu en hann stígur iðulega á svið í
öðrum óperuhúsum, m.a. í Frakk-
landi. Hann er ánægður með staðinn
sem er miðsvæðis, stutt í allar áttir,
til Frakklands, Hollands og Belgíu.
Íslensk viðbót bættist við óperuhúsið
nýverið þegar Herdís Anna Jónas-
dóttir sópransöngkona var ráðin við
óperuhúsið. „Íslendingum við óper-
húsið fjölgaði um helming, það var
frábært.“
„Þetta er mjög gaman og skemmti-
legt,“ segir Brynja sem syngur með
barnakórnum. Hún verður fjórtán
ára á þessu ári og hún gæti vel hugs-
að sér að verða söngkona eða mynd-
listarkona. Spurð hvað henni þætti
skemmtilegast við sýninguna gat hún
ekki nefnt eitt tiltekið atriði og sagði
að sér þætti gaman að þessu öllu.
Stórfjölskyldan flutt út
Brynja hefur búið í Þýskalandi frá
átta ára aldri og líkar vel. Henni þyk-
ir skemmtilegt að búa við skóginn þar
sem iðulega er fullt af skógardýrum.
Fjölskyldan hefur búið í Þýska-
landi frá 2009. „Við enduðum öll á
sama blettinum og foreldrar mínir
fluttu til okkar á neðri hæðina,“ segir
Ólafur en faðir hans er Diddi fiðla og
móðir Ásgerður Ólafsdóttir sérkenn-
ari. Það væsir því ekki um stórfjöl-
skylduna í þýskum skógarjaðri.
Syngja öll saman á sviði
Ólafur Sigurðarson barítónsöngvari syngur í Toscu í Þýskalandi ásamt syni
sínum og dóttur Góð tilbreyting að tala saman á íslensku á æfingum
Ljósmynd/Iris Maurer
Söngvarar Fjölnir og Brynja Ólafsbörn og Ólafur Sigurðarson fyrir framan óperuhúsið í Saarbrücken.