Morgunblaðið - 17.01.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.01.2014, Qupperneq 20
FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Það er ekki eins og hér sé ekki rekið gott skólakerfi. Við gerum margt mjög vel. Til dæmis skiptir það verulegu máli að börnunum líði vel í skólanum og að einelti hafi minnkað, eins og rannsóknir sýna. Aftur á móti eigum við ekki að hugsa eins og það sé einhvers kon- ar val á milli þess að líða vel í skóla og að ná góðum tökum á námsefn- inu. Við hljótum að vilja bæði að börnunum okkar líði vel og að þeim gangi vel í náminu,“ segir Illugi Gunnarsson mennta- og menning- armálaráðherra. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð hvítbókar í ráðuneyt- inu þar sem m.a. er lögð áhersla á aðgerðir til að bæta árangur í lestri. Til stendur að kynna hvít- bókina síðar í þessum mánuði og Illugi segir að þar sé horft á skóla- kerfið í heild, en ekki einblínt á ein- stök skólastig. Slök lestrarkunnátta í lok grunnskóla sé t.d. einn hluti skýringar á því mikla brottfalli sem er úr framhaldsskólum hér á landi. „Aðgerðir til að efla læsi hafa mikið að segja um hvernig okkur tekst til í framhaldsskólunum. Við þurfum líka að auka sveigjanleika á öllum skólastigum og meira sam- starf á milli þeirra þannig að nem- endur sem eru félagslega og náms- lega tilbúnir til að fara á undan fái tækifæri til þess.“ Huga þarf að agamálum Grunnskólakennarar hafa vakið máls á því að verkefni grunnskól- anna séu orðin of mörg. Að sum þeirra hafi lítið með nám og kennslu að gera og vegna þeirra sé of lítið svigrúm til að sinna kennslu. Þarf að endurskoða starfssvið kennara? „Við þurfum m.a. að skoða hversu mörgum kennslu- stundum við verjum til að kenna grunnfærni í yngstu bekkjunum. En við megum ekki tala þannig um skólann að hann verði eingöngu einhvers konar færniskóli. Við get- um um leið ekki sætt okkur við að svo margir ljúki grunnskóla án grunnfærni eins og síðasta Pisa- rannsókn sýnir, það ætti að vera undantekning. Í þessu sambandi þurfum við að huga að þeim úrræð- um sem kennarar hafa varðandi agamál. Ég heyri hjá mörgum kennurum að þeim finnist þeir hafa fá úrræði til að taka á erfiðum mál- um.“ Stendur til að fjölga þessum úrræðum? „Við þurfum að skoða það, en það er ljóst að þau eru of takmörkuð í dag. Ég er þeirrar skoðunar að það sé algjörlega úti- lokað að ætlast til þess að skólinn ali upp börn eins og umræðan gefur stundum til kynna. Skólinn er kennslu- og menntastofnun og tek- ur ekki frá okkur foreldrunum það hlutverk að ala upp börnin. Ég hef áhyggjur af því að það sé verið að ætla skólanum of víðtækt hlutverk að þessu leyti.“ Kennarasambandið hefur bent á að skólarnir séu ekki samkeppn- ishæfir í launum. Eru laun kennara of lág? „Laun kennara þyrftu að vera hærri á öllum skólastigum. Það segir sig sjálft að það er nauð- synlegt til þess að skólarnir verði betur samkeppnishæfir varðandi fólk.“ Nú eru samningar Félags grunnskólakennara lausir og kjara- samningar framhaldsskólakennara renna út um næstu mánaðamót. Hyggstu beita þér fyrir því að kjör kennara verði leiðrétt í komandi kjarasamningum? „Ég er þeirrar skoðunar að átak þurfi til varðandi laun kennara. En að sjálfsögðu markast svigrúmið af því sem ger- ist á almenna markaðnum og af stöðu ríkissjóðs.“ Illugi er bjartsýnn á þróun grunnskólans og telur að víða séu sóknarfæri. „Vellíðan barna í skól- anum hefur aukist og dregið hefur úr einelti. Það er góður grundvöllur fyrir sókn í skólamálum. Unnið hef- ur verið markvisst að því að bæta þessa þætti með langtímahugsun að leiðarljósi og ég er sannfærður um að við getum gert það sama varð- andi læsi og annað nám. Við erum með tiltölulega sveigjanlegt skóla- kerfi og sú aukna áhersla sem hef- ur verið á skapandi greinar hefur verið af hinu góða. En það verður að fara saman við grundvallarfærni og getur ekki komið í staðinn fyrir hana. Sóknarfæri felst t.d. í því að ná góðu jafnvægi þarna á milli.“ Höfum gert margt rétt Að mati Illuga eru miklar breyt- ingar framundan í öllu skólastarfi, ekki síst vegna tækniþróunar. „Möguleikar varðandi kennslugögn og kennsluaðferðir eru allt aðrir en voru fyrir nokkrum árum. Þessar nýjungar eru auðvitað engin alls- herjarlausn, en eru til marks um þær breytingar sem hafa orðið. Skóli 20. aldarinnar undirbýr fólk ekki undir líf og störf á þeirri 21. og börn sem nú eru í grunnskóla munu lifa og starfa í samfélagi sem við höfum litla hugmynd um hvern- ig verður. Kennslan þarf að taka mið af þessu og við þurfum að tryggja grundvallarfærni eins og lestur þannig að fólk geti aflað sér þekkingar, unnið úr henni og skap- að nýja þekkingu. Þegar við horfum til baka undanfarna áratugi sjáum við að við höfum gert margt rétt í skólamálum. Ég er bjartsýnn á þró- un grunnskólans og ég held að hér séu allar aðstæður til þess að ís- lenskir skólar verði afburðaskólar.“ Morgunblaðið/Kristinn Bjartsýnn og sér víða sóknarfæri  Auka þarf sveigjanleika milli skólastiga og huga betur að agamálum  Hvítbók er væntanleg GRUNNSKÓLINN  Illugi er ekki alls ókunnugur grunnskólakennarastarfinu, en hann kenndi í eitt ár fyrir „all- mörgum árum“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Kenndi þá stærðfræði, náttúrufræði og sögu á unglingastigi, í 8., 9. og 10. bekk. „Foreldrar mínir voru bæði grunnskólakennarar og pabbi varð síðar skólastjóri þannig að ég ólst upp á kennaraheimili. Konan mín er kennari og syst- kini mín hafa líka kennt. Í minni fjölskyldu hefur alltaf verið rætt mikið um menntamál og kennslu.“ Illugi segir kennslureynsluna vera gott veganesti í ráðherra- starfinu. „Ég ætti að hafa að- eins meiri skilning á daglegum störfum kennara, þó ég þykist síður en svo vera einhver sér- fræðingur í þeim eftir þetta eina ár í kennslu. En þetta, að kenna unglingum, er eitt það al- skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni.“ Illugi var kennari í unglingadeild Menntamálaráð- herra Illugi Gunn- arsson segir að margt þurfi að endurskoða. Viðhorf samfélagsins til skólastarfs þyrftu að einkennast af meiri metn- aði gagnvart námi barna og grunn- skólanemendur þurfa að vera virkari þátttakendur í eigin námi. Margir möguleikar felast í íslenska grunn- skólakerfinu og smæð þess er kostur. Þetta segir Jenný Gunnbjörnsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar skólaþró- unar við Háskólann á Akureyri. „Svo margt í okkar menntakerfi er vel gert,“ segir Jenný. „Við erum með faglega menntastefnu, nýja aðal- námskrá og þar sem við erum svona lítil eining ættum við að eiga auðvelt með að bregðast við því sem miður hefur farið, eins og t.d. nýjustu Pisa- niðurstöður sýna. Við þurfum að rýna vel í niðurstöð- urnar, skoða það sem aflaga hefur farið, en jafnframt að draga fram það sem jákvætt er. En ég held að við þurfum að fara að átta okkur á því að við erum í þessu verkefni saman; skólinn og samfélagið allt.“ „Þið eigið að laga þetta“ Jenný segir umræðuna í samfélag- inu stundum neikvæða í garð grunn- skólanna og nefnir sem dæmi nýlega umræðu um læsi drengja í kjölfar nýjustu Pisa-könnunarinnar. „T.d. eru fjölmargir á því núna að strákar séu upp til hópa ólæsir. Hið rétta er að þeir, rétt eins og stúlkurnar, eru flestir ágætlega læsir, en þurfa engu að síður að bæta færnina. Það er ekki uppörvandi fyrir strákana okkar þegar stöðugt er hamrað á því að þeir séu ólæsir og það er ekki hægt að taka skólann einan og sér út úr þess- ari jöfnu sem þjóðfélagið er og segja: Þið eigið að laga þetta,“ segir Jenný. Hún segir mikinn mun á við- horfum margra foreldra til námsins annars vegar og hins vegar til íþrótta- og tómstundastarfs. „Það þekkist t.d. víða að krakkar fari á aukaíþróttaæfingar til að ná góðum árangri. Gæti verið að foreldrar verji almennt miklu meiri tíma í þágu tóm- stunda barnanna sinna en í námið þeirra?“ Að mati Jennýjar er það eitt af verkefnum grunnskólans að setja skýrari viðmið um árangur og gera grunnskólanemendur færari í að setja sér markmið. „Þeir eru ekki nógu miklir þátttakendur í að skipu- leggja eigið nám og því þarf að breyta. Krakkarnir þurfa að skilja hvers vegna þeir eru að læra hitt eða þetta. Þannig öðlast námið tilgang.“ Ekki hægt að taka skólann út úr jöfnunni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Smæðin er kostur Jenný starfar hjá Miðstöð skólaþróunar við HA.  Umræða um meint ólæsi er lítið uppörvandi fyrir strákana okkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.