Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014
✝ Kristinn Guð-jónsson fæddist
27. ágúst 1913 á
Austurgötu 17 í
Hafnarfirði. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 5. jan-
úar 2014.
Kristinn var son-
ur Ingibjargar
Magneu Snorra-
dóttur, f. 25.9.
1891, d. 13.4. 1986,
og Guðjóns Jónssonar trésmiðs
og verslunarmanns í Hafn-
arfirði, f. 25.10. 1884, d. 18.10.
1971. Systkini Kristins voru:
Valdimar Hreiðar Guðjónsson,
f. 12.5. 1916, d. 25.9. 1996, mál-
arameistari. Sveinn Guðjónsson,
f. 23.10. 1917, d. 15.11. 1918. El-
ín Guðjónsdóttir, f. 10.12. 1918,
d. 23.11. 2009, húsmóðir. Guð-
finnur Jón Guðjónsson, f. 7.6.
1921, d. 21.7. 1960, rafvirkja-
meistari.
Eiginkona Kristins var Tonny
Margrethe Muller, f. 19.7. 1916,
kvæntur Lilju Guðmundsdóttur,
börn þeirra eru Pétur Vignir, f.
1971, maki Anna Ragnheiður
Ingvarsdóttir, börn þeirra eru
Ingvar, Huginn, Lilja Hugrún
og Baldur Hrafn. Lísa Björk, f.
1975, maki Mads Buhl, börn
þeirra eru Reynir Christinan,
Jakob Morten og Eva Björk. Eva
Margrét, f. 1979, maki Simon
Wind, börn þeirra eru Aron og
Anton Guðmundur. Kristinn
Már, f. 1983, sambýliskona Kar-
itas Möller. Ingvi Guðjón, f.
15.10. 1950.
Kristinn ólst upp í Hafn-
arfirði, hann hóf 16 ára nám í
trésmíði í Dverg í Hafnarfirði
og starfaði þar sem lærlingur,
trésmiður og verkstjóri í sam-
tals 60 ár.
Kristinn var um tíma formað-
ur Skíða- og skautafélags Hafn-
arfjarðar, hann söng með Þröst-
um og var einn af stofnendum
eldri Þrasta, hann söng einnig
um tíma í kór Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði. Kristinn var kjör-
inn heiðursfélagi Iðn-
aðarmannafélagsins í Hafn-
arfirði 1978.
Útför Kristins fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
17. janúar 2014, og hefst athöfn-
in kl. 13.
d. 20.4. 2009, þau
giftust 2. ágúst
1941. Tonny var
dóttir Marie Mull-
ers og L.H. Mullers,
verslunarmanns í
Reykjavík.
Synir Kristins og
Tonnyar eru:
Tryggvi Anton, f.
30.1. 1942. Snorri
Lorentz, f. 29.11.
1945, kvæntur
Önnu Grétu Arngrímsdóttur,
börn hans eru Anna María, f.
1971, maki Elvar Örn Magn-
ússon, börn þeirra eru Alex-
andra, Rúna Maren og Snorri
Hrafn. Jón Trausti, f. 1972,
maki Anna Soffía Sigurð-
ardóttir, barn þeirra er Agnes
Eva, frá fyrri sambúð er Sindri
Snær. Örvar Þór, f. 1974. Ölnir
Ingi, f. 1978, maki Sandra Björk
Bergmann, börn þeirra Alex-
ander og Amelía Björk. Katla
Þöll, f. 1980, dóttir hennar er
Þórey Lilja. Reynir, f. 1.4. 1947,
Elskulegur tengdafaðir minn
Kristinn Guðjónsson lést sunnu-
daginn 5. janúar 100 ára gamall.
Ég kynntist Honum fyrir 47 árum
þegar Reynir sonur hans kynnti
mig fyrir foreldrum sínum. Þau
bjuggu á Tjarnarbraut 17, Hafn-
arfirði, þar sem Kristinn hafði
byggt fjölskyldunni hús og allt
innbú hafði hann smíðað sjálfur,
og getur maður sagt að alúð hafi
verið lögð í hvern hlut á heimilinu.
Tonny tengdamóðir mín var mikil
handverkskona og prýddu heim-
ilið mörg verk eftir hana. Þegar ég
kynntist þeim hafði Kristinn
byggt sumarbústað við Selvatn
sem þau nefndu Dalsel. Í Dalseli
undu þau sér mjög vel á sumrin
við að rækta garðinn sinn og höfðu
þau yndi af að taka þar á móti
gestum. Kristinn var mikill reglu-
maður og var sagt að hægt væri að
stilla klukkuna þegar hann gekk
frá vinnustað sínum, Dverg, í mat
og kaffi að heimili sínu við Tjarn-
arbraut. Alla tíð var Kristinn
heilsuhraustur og stundaði skíði á
árum áður og fór mikið í sund
meðan heilsan leyfði, síðasta árið
var hann bundinn við hjólastól og
hlýtur það að hafa verið erfitt fyrir
sterkan og hraustan mann að vera
háður öðrum en hann tók því af
æðruleysi. Kristinn var mikill tón-
listarunnandi og söng mörg ár í
Þröstum og einnig í kór Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði. Þegar Krist-
inn varð 100 ára var honum haldin
veisla að Hrafnistu og mættu ætt-
ingjar og vinir, Karlakórinn
Þrestir söng og margar fallegar
ræður fluttar, fyrir þennan dag
var hann mjög þakklátur. Krist-
inn var börnunum okkar hlýr og
góður afi og var sérstakt samband
milli hans og Kristins sonar okkar
og nafna hans. Var það mikils virði
fyrir Kristin yngri að vera við dán-
arbeð afa síns. Ég kveð tengda-
föður minn með söknuði og þakka
honum samfylgdina.
Lilja Guðmundsdóttir.
Kær frændi er genginn á vit
forfeðranna, frændi sem allt frá
fyrstu æskuminningu var hluti af
tilveru minni fram til hinstu
stundar hans. Hafnfirðingur var
hann í húð og hár, fæddur í Firð-
inum, skírður þar, skólagangan
þar, starfaði þar og bjó alla ævi,
lést þar.
Heimsóknir til Didda í Dverg í
æsku voru sem ævintýri. Fram-
andi, hávaðasamar vélar, spýtur
runnu grófar inn í hefla og komu
rennisléttar út úr þeim með til-
heyrandi hávaða og spónaflugi,
sagir skáru í lengdir, lyktin af
nýju timbri situr í æ síðan. Sem
verkstjóri í trésmiðju var hann
lykilmaður þegar spýtu vantaði
eða renna þurfti hjól undir leik-
fangabíl.
Eftir námslok í hópi fyrstu
nemenda Iðnskólans hélt Diddi til
viðbótarnáms í Danmörku en síð-
an átti hann alla starfsævina í tré-
smiðjunni Dverg í Hafnarfirði.
Hann var ímynd starfsstöðugleika
kynslóða, sem nú gerist æ sjald-
séðari. Eitt sinn í spjalli okkar
sagðist hann hafa unnið á sama
stað í 60 ár, nú ynnu menn á 60
stöðum á einu ári. Ljóslifandi
myndin af frænda ganga til og frá
vinnu á hverjum degi, einnig í há-
degismat, mun seint líða úr minni.
Sund stundaði hann reglulega,
gekk gjarnan í Sundhöllina þótt
hann ætti bíl, var reyndar fremur
umdeilanlegur bílstjóri.
Heimili þeirra systkinanna
Didda og Elínar móður minnar
voru bæði við Tjarnarbraut og
bauð nábýlið upp á meiri um-
gengni en annars hefði orðið.
Mjög kært var milli þeirra. Alltaf
var gaman að koma á hitt heimilið,
viss framandleiki ríkti enda eig-
inkonan ættuð frá Noregi, bæði
voru fyrir mér heimsborgarar,
höfðu bæði stundað nám erlendis,
framandi myndir á veggjum, ar-
inn í stofu, sennilega eina húsið við
götuna, en ekki var síðra að koma í
bílskúrinn sem var lítið trésmíða-
verkstæði. Naut ég aðstoðar
frænda við trésmíðar allt fram að
starfslokum hans. Heimsóknir í
sumarbústaðinn fallega við Sel-
vatn voru árvissar, þar ríkti
norskur andi, og þau hjónin undu
sér þar afar vel.
Við frændur áttum reglulega
fundi undanfarin mörg ár, hitt-
umst annan hvern sunnudags-
morgun, drógum okkur aðeins í
hlé til að geta spjallað og áttum
góðar stundir, a.m.k. ég. Gaman
var að spyrja hann um æskuna og
uppeldið, ættina, námið, starfið en
einnig um mannlífið, kjör fólks og
lífsskilyrði. Minnið var gott og
hugleiðingarnar margar. Þekking
hans var mikil, hann fylgdist
lengst af vel með þjóðfélagsmál-
um og lífsskoðanir hans voru vel
ígrundaðar og mannbætandi. Allt-
af spurði frændi um heilsu og hagi
fjölskyldu minnar, bað alltaf fyrir
kveðjur til þeirra, þau voru einnig
síðustu orð hans til mín í þessari
tilveru hans.
Frændi átti aldarafmæli síðla
sumars og tók vel þátt í þeim
tímamótum með veislu á Hrafn-
istu þar sem hann dvaldi ævi-
kvöldið sæll og þakklátur, bæði
fyrir mikla og góða umönnun
starfsfólks en einnig fyrir góða
ævi. Jákvæðni fylgdi honum allt
fram til hins hinsta.
Stundirnar með frænda voru
alltaf gefandi og verð ég honum
ævilangt þakklátur fyrir að hafa
fengið að njóta samskiptanna.
Votta ég og fjölskylda mín sonun-
um fjórum og öllu þeirra fólki inni-
lega samúð.
Sveinn.
Við fráfall vinar míns, söng-
bróður og sundfélaga rifjast upp
sú bernskuminning að sjá Kristin
ganga rösklega á skíðum suður
Austurgötu og kveikti það áhuga
minn á skíðaiðkun, sem lengi veitti
mér sannar gleðistundir.
Kristinn var meðal stofnenda
Skíða- og skautafélags Hafnar-
fjarðar árið 1935 og var þar for-
maður um árabil. Hann var ötull
talsmaður félagsins, sem meðal
annars útbjó skíðabrekku í Set-
bergslandi, kom upp aðstöðu á
Hörðuvöllum fyrir skautaæfingar
og reisti skíðaskála á Hellisheiði í
sjálfboðavinnu félaga Skíða- og
skautafélagsins og annarra holl-
vina félagsins.
Kristinn var söngelskur og
sungum við saman mörg ár í
Karlakórnum Þröstum. Í bók,
sem Þrestir gáfu út á 100 ára af-
mæli kórsins, lét Kristinn eftirfar-
andi orð falla um gildi söngsins:
„Söngurinn heillar og göfgar. Það
hefur verið sagt, að það syngi eng-
inn vondur maður. Það er mikið til
í því. Og þreyttur maður hefur
ekki lengi sungið, áður en öll
þreyta er gleymd og grafin“ eins
og Kristinn komst að orði. Það var
táknrænt, að síðustu tónleikar,
sem Kristinn naut á Hrafnistu 20.
desember sl., voru jólalög Karla-
kórs eldri Þrasta, en sonur Krist-
ins, Snorri, er í þeim kór.
Margar stundir áttum við
Kristinn saman í Sundhöll Hafn-
arfjarðar og sungu sundfélagar
gjarnan undir sturtunum, en kór-
inn hlaut nafnið Sturtukórinn. Til
gamans má geta þess að einn
sundfélaganna, Ólafur Pálsson,
samdi við eitt laganna texta, sem
tengdist starfsmönnum sundlaug-
arinnar.
Ég átti því láni að fagna, að
Kristinn og félagar hans í tré-
smiðjunni Dvergi önnuðust smíði
innréttinga í hús mitt. Verkið
unnu þeir af mikilli vandvirkni og
smekkvísi, en Kristinn starfaði í
Dvergi í 62 ár frá 1926. Eiga
margir Kristni að þakka áreiðan-
leika, reglufestu og lipurð í sam-
skiptum. Hann var dagfarsprúð-
ur, ljúfur í viðmóti og traustur
þegn síns bæjarfélags.
Kristinn hafði holla lífshætti og
kristilegar dyggðir í hávegum.
Hann var fyrsta barnið, sem skírt
var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fyrir rúmum 100 árum. Og þegar
fagnað var 100 ára afmæli Krist-
ins á sl. ári mun hann hafa verið
elstur þeirra núlifandi Hafnfirð-
inga sem alltaf hafa átt heima í
Hafnarfirði. Þau hjónin, Kristinn
og Tonny Möller, byggðu 1945 fal-
legt hús við Tjarnarbraut og
bjuggu þar til ársins 2004, en þá
fluttust þau á Hrafnistu í Hafn-
arfirði. Tonny, sem lést 2009, var
myndarleg húsmóðir og hafði tek-
ið kennarapróf í Gautaborg í vefn-
aði 1937 og rak í nokkur ár vef-
stofu í Reykjavík.
Kær vinur er kvaddur með
hjartans þökk fyrir lærdómsrík
samskipti og velvild í minn garð.
Megi bjartar minningar um Krist-
in lengi lifa og blessun Guðs fylgja
minningu hans.
Árni Gunnlaugsson.
Kristinn
Guðjónsson
✝ Hafsteinn Þor-steinsson fædd-
ist í Reykjavík
29.12. 1927. Hann
lést á Landspít-
alunum Hringbraut
5.1. 2014. Foreldrar
hans voru hjónin
Þorsteinn Jónsson
bátsmaður, f. 29.1.
1882, d. 5.9. 1958,
og Guðmundína
Margrét Sigurð-
ardóttir, f. 18.6. 1900, d. 17.7.
1963. Albræður hans eru Hörður,
f. 22.10. 1920, d. 26.5. 1977,
Haukur, f. 14.12. 1921, d. 11.9.
2007, Haraldur, f. 20.2. 1923, d.
3.7. 1990 og Hákon, f. 25.05.
1924, d. 26.3. 2009. Hálfsystkini
Hafsteins, sammæðra, eru
Hrafnhildur Stella, f. 17.7. 1931,
Hreinn, f. 7.10. 1932, d. 24.7.
2010, Hilmar, f. 3.1. 1934, Hjördís
Elsa, f. 12.2. 1935, Hreiðar, f. 9.3.
1936, d. 11.3. 1937, Hreiðar Eyj-
ólfur, f. 1.4. 1938, Hulda Sig-
urlaug, f. 8.10. 1940, og Hlöðver,
f. 31.1. 1942, d. 1942.
Eiginkona Hafsteins var Jó-
hanna Sigríður Björnsdóttir, frá
Grashóli á Sléttu, f. 6.5. 1931, d.
13.7. 1993. Börn þeirra eru: a.
Kristinssyni, f. 25.5. 1950. Börn
þeirra eru Helga Kristín, f. 19.12.
1981, og Jóhanna María, f. 12.3.
1987. Börn Elsu eru Jón Ómar, f.
5.7. 1973, og Svanfríður Ósk, f.
4.7. 1977. g) Ægir Hafsteinsson,
f. 10.4. 1954. Börn hans og Emil-
íu Fannbergsdóttur eru Jóhann
Bragi, f. 24.5. 1979, Elsa Marý, f.
2.9. 1990, og Freydís, f. 19.5.
1993. Barn Emelíu er Sylvía, f.
19.10. 1973. h) Hafsteinn, f. 15.8.
1962. Barnabarnabörnin eru orð-
in 31. Hafsteinn fór sem barn í
sveit að Tungu í Fljótshlíð hjá
Guðjóni Jónssyni og Ingileif
Teitsdóttur og ólst þar upp til
unglingsára. Þá fluttist hann í
foreldrahús í Reykjavík og vann
þar ýmsa verkamannavinnu þar
til hann réðst til Rafveitunnar,
þar sem hann m.a. starfaði sem
línumaður. Hann starfaði síðan
sem bifreiðarstjóri hjá Mjólk-
ursamsölunni í Reykjavík og
vann þar til enda síns starfsferils.
Eiginkona Hafsteins var Jóhanna
Sigríður Björnsdóttir og bjuggu
þau á ýmsum stöðum í Reykjavík
þar til þau lokst stofnuðu heimili
í gamla Bústaðahverfinu. Þar
bjuggu þau til ársins 1963 er þau
fluttu á Meistaravelli í Reykjavík.
Þar bjó hann til ársins 1993 er
hann flutti í Björtuhlíð í Mos-
fellsbæ.
Útför Hafsteins verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag, 17. jan-
úar 2014, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Björn, f. 7.5. 1948, d.
17.4. 1996, kvæntist
Sigrúnu Ósk-
arsdóttur, f. 21.9.
1944. Barn þeirra er
Óskar Páll, f. 6.12.
1971. Börn Björns
eru a) Þorgrímur, f.
14.9. 1966, Gerður, f.
2.5. 1968, Guð-
mundur, f. 2.7. 1969.
b) Hörður, f. 3.7.
1949. Börn hans og
Jónu Jónsdóttur eru Margrét, f.
6.8. 1970, Jóhann, f. 8.2. 1973,
Hafdís, f. 23.1. 1977 og Berglind,
f. 17.4. 1982. Núverandi maki
Harðar er Þórunn Erla Guð-
mundsdóttir. c) Þorsteinn, f. 6.8.
1950. Kvæntist Marsibil Bald-
ursdóttur, f. 31.8. 1952. Börn
þeirra eru Anna Birna, f. 16.7.
1972, Bryndís Huld, f. 4.8. 1974 og
Hafsteinn, f. 31.12. 1975. Barn
Þorsteins er Eva Dögg, f. 19.6.
1978. d) Sævar, f. 25.8. 1951. e)
Anna María, f. 12.9. 1952. Giftist
Einari Guðmundssyni, f. 7.4. 1945.
Börn þeirra eru Jódís Hanna, f.
16.4. 1972, d. 25.3. 2001, Ásta
Guðbjörg, f. 16.5. 1973, og Guð-
mundur, f. 5.10. 1978. f) Elsa, f.
10.4. 1954. Giftist Einari Axel
Mínar fyrstu minningar um
pabba eru þær að ég sit í fanginu á
honum og kveð: Nú ætla ég að
segja sögu þér. En pabbi var bú-
inn að kenna mér utan að ljóðið
En hvað það var skrítið. Og þetta
ljóð þuldi ég aftur og aftur með
blessaðan vísifingurinn á lofti, því
með þannig áherslu kenndi hann
mér þetta ljóð. Margar góðar
minningar koma í kjölfarið, m.a.
öll sumarfríin sem við fjölskyldan
fórum saman í á hverju ári þegar
ég var barn. Mætti alveg kalla
þau: Pabbi, mamma, börn og bíll,
því mörg vorum við systkinin sem
í bílnum sátum. Yfirleitt var ferð-
inni heitið til Raufarhafnar með
nokkrum tjaldstoppum á leiðinni.
Þegar til Raufarhafnar var komið
og móðuramma mín stóð í dyrun-
um til þess að taka á móti þessum
stóra hópi, söng pabbi oft byrj-
unina á laginu: Anna í Hlíð, því
Anna hét hún amma mín og átti
heima í Hlíð á Raufarhöfn.
Eftir að ég varð fullorðin og bú-
in að kynnast manninum mínum,
Einari Guðmundssyni, og flutt á
Veðramót í Skagafirði komu þau
pabbi og mamma oft í heimsókn til
okkar á sumrin, á húsbílnum sem
þau áttu þá og pabbi hafði gert
upp. Í fyrsta skiptið sem þau
komu til okkar hittu þau nágranna
okkar neðan við Veðramótsaf-
leggjarann og spurðu hann hvort
þau væru ekki örugglega á réttri
leið, þá svaraði hann: jú, en þið
finnið nú ekkert nema sjálfstæð-
isfólk á Veðramóti. Það þótti
pabba mínum nú ekki slæmt að
heyra. Góðar minningar eigum við
Einar af Þýskalandsferðunum
sem við fórum með pabba og
mömmu á árum áður og nú seinni
ár mörgum innanlandsrúntum og
utanlandsferðum með þeim feðg-
um (Loðmundarfjörður sérstak-
lega minnisstæður.) Þegar
mamma dó árið 1993, aðeins 63
ára gömul, var það öllum í fjöl-
skyldunni mjög erfitt og þá sér-
staklega pabba sem var að missa
lífsförunaut sinn. Eftir þennan
missi átti pabbi heimili með
Dadda bróður mínum sem var
honum einstaklega góður og um-
hyggjusamur alla tíð. Þeir feðgar
komu oft í heimsókn til okkar á
Veðramót, sem okkur þótti reglu-
lega vænt um, og vonum við að
þær heimsóknir haldi áfram. Þó
að pabbi verði ekki með í för verð-
ur hann það alltaf í góðum minn-
ingum.
Ég vil kveðja hann pabba minn
með þessu ljóði eftir Kristján Al-
bertsson:
Ég vil þig, pabbi, kveðja, þótt brostin sé
þín brá
og bleikt og fölt sé ennið, er kossi’ þrýsti
ég á.
Ég veit ógerla enn þá, hve mikið ég hef
misst,
en mér er ljóst, að fölt er ennið, sem ég
hefi kysst.
Þótt lát þitt góði faðir, nú leggist þungt á
mig
þá lengst af finn ég huggun við minn-
inguna’ um þig.
Hún stendur mér svo skýr, og hún er svo
helg og heit
og hreinni’ bæði og ástríkari’ en nokkur
maður veit.
Ég vil hér ekki ljóða neitt lof eða hól um
þig,
en lengst af þessi hugsun mun fróa og
gleðja mig.
Og lengi mun þín röddin lifa’ í minni sál
til leiðbeiningar för minni’ um
veraldarál.
Og tár af mínum hrjóta hvörmum
og heit þau falla niður kinn,
því vafinn dauðans er nú örmum
hann elsku – hjartans pabbi minn.
Hvíldu í friði, pabbi minn.
Þín dóttir,
Anna María.
Kæri tengdapabbi. Mig langar
að minnast þín og þakka með örfá-
um orðum. Sérstaklega vil ég
þakka þér allan þinn stuðning og
opna faðm þegar Bjössi minn féll
frá.
Þá misstum við bæði mikið.
Saman áttum við öll margar ljúfar
stundir og margs er að minnast.
Gott var að koma til ykkar Jó-
hönnu í kaffi á Meistaravellina og
þú misstir mikið þegar hún féll
frá, sem var ótímabært á þeim
tíma. Með ykkur áttum við Bjössi
dýrðardaga, bæði hér heima og
erlendis. Ferðalögin okkar saman
til Þýskalands verða aldrei full-
þökkuð.
Við fórum líka saman í ferðir
víða erlendis eftir að Jóhanna var
fallin frá. Þetta eru minningaperl-
ur sem gott er að ylja sér við nú á
kveðjustundu. Við tvö áttum það
sameiginlegt að elska Fljótshlíð-
ina og þangað sóttum við orku og
kraft. Þó að við höfum ekki verið í
daglegu sambandi undanfarið átt
þú alltaf stað í hjarta mínu. Ég
kveð að sinni og hjartans þökk
fyrir allt og allt.
Sigrún.
Í dag kveðjum við með söknuði
mág, svila og góðan vin, Hafstein
Þorsteinsson eða Steina eins og
hann var alltaf kallaður.
Við kynntumst Steina þegar
þau tóku saman, Jóhanna systir
mín og mágkona, þegar þau
bjuggu í Bústaðahverfinu. Alltaf
vorum við velkomin á heimili
þeirra þar og seinna á Meistara-
völlunum þrátt fyrir stóran barna-
hóp og lítið pláss. Stærsta plássið
var í hjörtum þeirra beggja. Jó-
hanna lést árið 1993 og þá var
stórt skarð höggvið í fjölskylduna.
Steini og Hanna eins og þau
voru alltaf kölluð eignuðust átta
börn. Björn, elsta barn þeirra lést
árið 1999 langt um aldur fram hin
öll eru hið mætasta fólk og tryggir
vinir okkar.
Eftirminnilegar ánægjustundir
áttum við með þeim hjónum í
sælureitnum þeirra í Eilífsdal í
Kjós. Eftir lát Hönnu bjó Steini
með yngsta syni sínum, Hafsteini,
á heimili þeirra í Björtuhlíð 5 í
Mosfellsbæ. Steini kom oft í heim-
sókn til okkar bæði til Akureyrar
og í sumarbústaðinn í Öxarfirði og
þá var kátt á hjalla. Síðast komu
þeir feðgar til okkar í september
þá var mikið spjallað um sumar-
húsið í Fljótshlíðinni sem var
Steina ofarlega í huga. Fyrir
þessa heimsókn erum við mjög
þakklát.
Innilegar samúðarkveðjur til
barna og fjölskyldna þeirra og
annarra aðstandenda.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Þorgrímur (Doddi)
og Hrafnhildur.
Hafsteinn
Þorsteinsson