Morgunblaðið - 17.01.2014, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.01.2014, Qupperneq 39
ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Sigurjón hóf blaðamennsku sem ritstjóri Ólsarans í Ólafsvík og var þá samtímis fréttaritari DV: „Ég ætlaði alltaf að verða góður sjómaður en villtist óvart yfir á fjölmiðla. Ég var eitthvað að þvælast upp í prent- smiðju fyrir vestan, þar sem Ólsarinn var prentaður. Þar réðu húsum eig- endur þess góða blaðs, og spurðu mig hvort ég vildi ekki bara hirða blaðið og sjá um útgáfu þess. Ég þakkaði pent fyrir og hef síðan verið á fjöl- miðlum.“ Sigurjón var blaðamaður á DV 1987-90, blaðamaður á Pressunni 1990-91, fréttamaður á RÚV 1991-92, blaðamaður á Pressunni 1992 og á DV 1992-94, ritstjóri Sjómannablaðs- ins Víkings 1994-97, fréttastjóri Al- þýðublaðsins síðustu ár þess, stund- aði síðan lausamennsku, var fréttastjóri og síðar fréttaritstjóri á nýstofnuðu Fréttablaðinu 2001-2006, ritstjóri Blaðsins 2006-2007, ritstjóri DV 2007, ritstjóri Mannlífs 2008 og hefur stjórnað útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni frá hausti 2008. Ritstjórn DV fékk verðlaun BÍ fyr- ir rannsóknarblaðamennsku í rit- stjóratíð Sigurjóns og hann var sjálf- ur valinn rannsóknarblaðamaður ársins af BÍ 2008. Hann var fyrsti út- varpsstjóri Útvarps KR 1999, var formaður keiludeildar KR um skeið og sat í samninganefnd BÍ. Sigurjón féll fyrir fjöllum 2006 og gekk þá á flest fjöll og tinda sem hann leit augum. Nú hefur hann dregið úr fjallaferðum en stundar golf af kappi með konu sinni. Fjölskylda Eiginkona Sigurjóns er Kristborg Hákonardóttir, f. 3.7. 1953, sjúkraliði. Hún er dóttir Hákonar Kristgeirs- sonar, bifvélavirkja og verkstæð- isformanns, og Helgu Lúthersdóttur húsfreyju. Dóttir Sigurjóns og Elínar Ágústs- dóttur er Hjördís Rut Sigurjóns- dóttir, f. 27.5. 1975, félagsfræðingur og fréttamaður á RÚV en maður hennar er Óskar Finnbjörnsson tölvufræðingur og eiga þau þrjú börn. Synir Sigurjóns og Maríu Frið- jónsdóttur eru Kristján, f. 14.12. 1976 viðskiptafræðingur en kona hans er Margrét Jensdóttir læknir og eiga þau tvö börn, og Janus, f. 12.7. 1980, framleiðslustjóri Viðskiptablaðsins en kona hans er Heiða Björg Pálma- dóttir lögfræðingur og eiga þau eina dóttur. Dætur Kristborgar eru Eva Björk Kristborgardóttir, f. 15.6. 1974, starfsmaður á Sólheimum, en maður hennar er Jósef H. Sigurðsson versl- unarmaður og eiga þau þrjá syni; Hildur Sif Kristborgardóttir, f. 5.10. 1978, framkvæmdastjóri en maður hennar er Eilífur Örn Þrastarson kvikmyndagerðarmaður og á hún einn son. Albræður Sigurjóns eru Hafsteinn Egilsson, f. 6.12. 1950, veitingamaður og framkvæmdastjóri Rauða ljóns- ins; Egill Egilsson, f. 18.8. 1956, fyrrv. skipstjóri; Gunnar Smári Eg- ilsson, f. 11.1. 1961, fjölmiðlamaður. Hálfbróðir Sigurjóns, sammæðra, er Kristján Rúnar Kristjánsson, f. 19.3. 1970, sjómaður hjá Eimskip. Foreldrar Sigurjóns: Egill H. Hansen, f. 1.11. 1929, d. 12.2. 2011, bifvélavirki í Hafnarfirði og í Reykja- vík, og Guðrún Rannveig Guðmunds- dóttir, f. 14.11. 1931, lengi matráðs- kona, búsett í Reykjavík. Úr frændgarði Sigurjóns M. Egilssonar Sigurjón M. Egilsson Ólafur Þorvarðarson ökum. í Rvík Guðrún Ólafsdóttir húsfr. í Rvík Karl Karlsson starfsm. við Reykjavíkurhöfn Guðrún Rannveig Guðmundsdóttir húsfr. í Hafnarfirði og í Rvík Karl Rudolphsen Fædder bryti Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og fyrrv. form. SÁÁ Jónína Gísladóttir húsfr. á Sjöundá Egill Árnason b. á Sjöundá á Rauðasandi Gíslína Egilsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Hinrik Hansen sjóm. í Hafnarfirði Egill Hansen bifvélavirki og húsvörður við Vogaskóla, í Hafnarfirði og í Rvík Þórunn Hallgrímsdóttir húsfr. á Brunnastöðum, sonardóttir Jóns Magnússonar víglsubiskups á Staðastað, bróður Skúla fógeta Andrés Hansen b. á Brunnastöðum Ólafía Egilsdóttir ljósmóðir á Hnjóti Egill Ólafsson safnvörður á Hnjóti Hallfríður Jónsdóttir húsfr. í Rvík, systurdóttir Þórhalls Halldórssonar, langafa Gríms, föður Ólafs Ragnars forseta Íslands Jón Jónsson b. á Akri í Njarðvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Keflavík Karólína Kristjánsdóttir verkak. í Keflavík Karl Steinar Guðnason fyrrv. forstj. Trygginga- stofnunar ríkisins Hafsteinn Egilsson KR-ingur og veitingamaður á Rauða ljóninu Heima er best sme og Garpur. Sveinn Víkingur Grímsson,sóknarprestur og rithöf-undur, fæddist í Garði í Kelduhverfi 17.1. 1896. Hann var sonur Gríms, bónda í Garði Þór- arinssonar, og Kristjönu Guðbjargar Kristjánsdóttur húsfreyju. Grímur var sonur Þórarins Grímssonar á Víkingavatnti en Kristjana Guðbjörg var systir Óla, föður Árna Óla, rithöfundar og rit- stjóra Lesbókar Morgunblaðsins. Hún var einnig systir Árna, afa Árna Kristjánssonar píanóleikara. Loks var hún systir Guðmundar, afa Árna Björnssonar tónskálds. Sveinn lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1917 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1922. Hann var sóknarprestur í Þórodds- staðaprestakalli 1924-26 og í Dvergasteinsprestakalli 1926-42 og sat þá á Dvergasteini 1926-38 og síð- an á Seyðisfirði. Hann var síðan biskupsritari og skrifstofustjóri biskupsskrifstofunnar í Reykjavík 1942-59 og skólastjóri Samvinnu- skólans á Bifröst 1959-60. Eftir það sinnti hann eingöngu ritstörfum. Sveinn sendi frá sér skemmtilegar Vísnagátur 1-3 og ritið Leikir og létt gaman. Hann skrifaði æviminningar Láru miðils, æviþætti í ritið Íslensk- ar ljósmæður og var afkastamikill þýðandi. Sveinn var sannfærður spíritisti eins og fleiri guðfræðingar á þeim tíma, var varaformaður Sálarrann- sóknarfélags Íslands um árabil og forseti þess 1960-63. Rit hans, Efnið og andinn, sem út kom 1957, var töluvert lesið og rökrætt á sínum tíma. Þar leitast höfundurinn við að færa upplýst rök fyrir guðstrú og spíritisma í anda efnishyggju um trú og raunvísindi. Slík viðhorf eru lík- lega í andstöðu við þekkingarfræði Kants og hefðbundin viðhorf í guð- fræði. En þau minna á þá athygl- isverðu staðreynd að spíritisminn, eins og hann var boðaður hér á landi á síðustu öld, á fremur rætur að rekja til efnishyggju eins og hún var skilin og skilgreind undir lok 19. ald- ar, heldur en til guðfræði og al- mennrar guðstrúar. Sveinn lést 5.6. 1971. Merkir Íslendingar Sveinn Víkingur 95 ára Anna Bergsveinsdóttir 85 ára Sigurður Haraldsson 80 ára Björgvin Salómonsson Brynjólfur Sveinbergsson Höskuldur Jónsson Jóhanna Þorbjarnardóttir Sigurður Þ. Guðmundsson Sigurjón Þorbergsson 75 ára Aðalbjörg Árnadóttir Guðmundur Ólafsson Hersilía Þórðardóttir María Ólafsdóttir Signý Gunnarsdóttir Sjöfn Halldórsdóttir 70 ára Arnþrúður Sæmundsdóttir Ásgeir Pétur Ásgeirsson Ella Dóra Ólafsdóttir Fanney M. Karlsdóttir Þórður Tyrfingsson 60 ára Anna Józefa Bylica Jón Guðmundsson Sigurður Vigfússon Sigþóra Björgvinsdóttir Sólveig Björk Jónsdóttir Svanhildur K. Kristjánsdóttir 50 ára Barbara Poplawska Barði Önundarson Bergvin Haraldsson Dagbjartur Þórðarson Eggert Arnar Kaaber Eyjólfur Kristján Eyjólfsson Finnur Víðir Gunnarsson Hafþór V. Aðalsteinsson Inga Vildís Bjarnadóttir Janusz Cichosz Jón Guðmundsson Lisa McMaster Margrét G. Þórhallsdóttir Piotr Krzysztof Gonera Sigríður Kristín Þórisdóttir Sigurður Einarsson Sigurður Jónsson Svava Bjarnadóttir 40 ára Anna Lilja Sigfúsdóttir Björn Guðbrandsson Elías Egill Elíasson Erna Magnúsdóttir Eva Lind Björnsdóttir Eygló Björg Jóhannsdóttir Gísli Valgeir Gonzales Guðrún Rut Sigmarsdóttir Jóhann G. Ólafsson Jóhann Pálmason Kristjana Sigurðardóttir Malgorzata Anna Francis Margrét Berta Valsdóttir María Hlín Steingrímsdóttir Ólafur Andri Briem Patience Adjahoe Karlsson Þórarinn Einar Engilbertsson 30 ára Anna Fríða Jónsdóttir Árni Steinar Stefánsson Daggrós Stefánsdóttir Egill Ólafur Thorarensen Elín Þórhallsdóttir Guðmundur Helgi Helgason Helga María Hafþórsdóttir Hörður Reynir Þórðarson Sigurjón Geirsson Arnarson Victor Carazo Robles Til hamingju með daginn 30 ára Sigga ólst upp á Selfossi, lauk kenn- araprófi frá HÍ og einka- þjálfaraprófi frá Keili og kennari og heilsuráðgjafi. Maki: Ívar Rafn Jónsson, f. 1974, framhaldsskóla- kennari. Dóttir: Sif, f. 2011. Foreldrar: Guðbjörg Ingi- mundardóttir, f. 1963, leikskólakennari, og Karl Óskar Svendsen, f. 1962, múrari og sundlaug- arvörður. Sigríður Stein- unn Karlsdóttir 30 ára Einar ólst upp í Reykjavík, lauk sveins- prófi í matreiðslu frá MK árið 2011 og hefur starfað í Perlunni. Systkini: Ómar Þór Óm- arsson, f. 1987; Elín Sig- ríður Ómarsdóttir, f. 1999, og Kristín Helga Ómars- dóttir, f. 2001. Foreldrar: Ómar Þorleifs- son, f. 1962, kerfisfræð- ingur, og Dagbjört Ein- arsdóttir, f. 1964, leikskólakennari. Einar Pálmi Ómarsson 30 ára Ingibjörg ólst upp á Akranesi og er nú bú- sett á Hrafnabjörgum í Hvalfirði. Maki: Arnfinnur Matt- híasson, f. 1974, starfs- maður í Norðuráli. Börn: Guðmundur Eyþór, f. 2007; Margrét Lára, f. 2010, og Þóra Kristín, f. 2012. Foreldrar: Þóra Gunn- arsdóttir, f. 1960, og Er- lingur Smári Rafnsson, f. 1964. Ingibjörg Eyja Erlingsdóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Hvern ætlar þú að gleðja í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.