Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon guðmundur@mbl.is Í dag er Eimskipafélag Íslands 100 ára. Er það með elstu starfandi fyr- irtækjum hér á landi. Það hefur að auki mikla sérstöðu meðal atvinnu- fyrirtækja vegna þess hve saga þess hefur verið samofin þjóðarsögunni. Stofnun Eimskipafélagsins var þáttur í sjálfstæðisbaráttunni í upp- hafi síðustu aldar. Með félaginu tóku Íslendingar samgöngur og flutninga til og frá landinu í eigin hendur. Þeir voru ekki lengur upp á aðrar þjóðir komnir eins og verið hafði um aldir. Hin gífurlega þátttaka almennings í hlutafjárútboði félagsins á árunum 1914 til 1917 er þáttur í þeirri þjóð- legu vakningu sem leiddi til fullveld- isins 1918 og stofnunar lýðveldis 1944. Heitið sem almenningur gaf því í upphafi, „Óskabarn þjóð- arinnar“, var einlægt og sýnir vel hrifningu og stolt landsmanna. Bjargvættur á tímum styrjalda Þýðing Eimskipafélagsins fyrir Íslendinga sannaðist ekki síst í heimsstyrjöldunum á öldinni sem leið þegar erlend skipafélög hættu siglingum hingað. Eimskip hóf að sigla til Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni og þær siglingar komu í veg fyrir alvarlegan skort á ýmsum nauðsynjavörum í landinu. Í upphafi síðari heimsstyrjaldar, vet- urinn 1939 til 1940, sannaðist enn þýðing félagsins fyrir aðdrátt nauð- synja til landsins. Erlendu skipa- félögin drógu sig í hlé en Am- eríkusiglingar Eimskipafélagsins komu í veg fyrir að hér skapaðist vandræðaástand. Eimskipafélagið var stofnað sem hlutafélag. Í raun var félagið það sem kallað er þjóðþrifafyrirtæki. Það var stofnað til að gera gagn en ekki til að skapa eigendum sínum, hluthöfunum, sérstakan fjárhags- legan ágóða. Fyrstu áratugina sem félagið starfaði var þetta í senn styrkleiki og veikleiki Eimskipa- félagsins. Styrkurinn fólst í hinni breiðu samstöðu almennings um að leggja fé í fyrirtækið, skipta við það og styðja með margvíslegum hætti á erfiðleikatímum. Annmarkinn var aftur á móti að til félagsins voru snemma gerðar margvíslegar kröf- ur um þjónustu sem erfitt var að uppfylla og voru á stundum ósam- rýmanlegar eðlilegum rekstri þess. Ekki mátti hafa hagkvæmni og arð- semi að leiðarljósi. Ný flutningastefna Þetta breyttist þegar fram liðu stundir og Eimskipafélagið lagaði sig að nútímakröfum til fyrirtækja. Tækniþróunin hafði líka mikil áhrif. Gámar og tölvur byltu flutninga- starfseminni. Í byrjun níunda áratugarins mörkuðu stjórnendur Eimskipa- félagsins nýja flutningastefnu, þar sem lögð var áhersla á að félagið annaðist alhliða vöruflutninga, ekki aðeins með skipum frá einni höfn til annarrar, heldur einnig landleiðis og loftleiðis. Þetta tengdist þeim um- skiptum sem urðu með gámunum, hinum stöðluðu einingaflutningum. Litið var á skipin sem einn hlekk af mörgum í flutningakeðju. Á tíunda áratugnum hóf félagið markvissa þátttöku á innlendum hlutabréfamarkaði. Leiðarljósið var að hafa ekki öll eggin í sömu körfu, dreifa áhættunni af flutninga- starfseminni. Þessi fjárfesting- arstarfsemi varð árangursrík en jafnframt mjög umdeild. Ýmsum þótti félagið orðið of fyrirferð- armikið í íslensku þjóðfélagi. Þær deilur mögnuðust þegar félagið var í byrjun þessarar aldar orðið eigandi að nokkrum stærstu útgerðarfyr- irtækjum landsins. Eigendaskipti Deilurnar um stöðu og stefnu Eimskipafélagsins voru rótin að eig- endaskiptum á félaginu haustið 2003. Björgólfsfeðgar, Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson, sem þá höfðu nýlega eignast Landsbankann, náðu yf- irráðum yfir Eimskipafélaginu, brutu starfsemi þess upp og seldu einstakar einingar rekstrarins. Yf- irlýst markmið var að Eimskipa- félagið einbeitti sér framvegis að flutningastarfsemi. Árið 2005 seldu þeir viðskiptafélaga sínum, Magnúsi Þorsteinssyni, Eimskipafélagið og innlimaði hann það í eignarhalds- félag sitt Avion Group sem sinnti bæði flugrekstri og skiparekstri. Flutningastarfsemin reyndist Magnúsi og þeim sem í framhaldinu keyptu hluti í félaginu ekki nægt verkefni. Félagið hóf að fjárfesta í rekstri kæli- og flutningageymslna víða um heim, óháð aðalmörkuðum félagsins og siglingaleiðum. Var svo komið eftir tugmilljarða fjárfest- ingar árið 2007 að Eimskipafélagið var orðið stærsta frystigeymslufyr- irtæki í heimi. En þessar stórtæku fjárfestingar reyndust flestar afar misráðnar, byggðust ekki á nægri þekkingu og yfirsýn, og svo var komið árið 2008, þegar kreppa skall á í fjármálaheiminum, að félagið rið- aði á barmi gjaldþrots. Viðreisn félagsins Umskipti urðu haustið 2009 þegar lánardrottnar Eimskipafélagsins samþykktu að félagið fengi að leita nauðasamninga við skuldunauta sína. Þar með sköpuðust forsendur fyrir endurreisn félagsins og áfram- haldandi starfsemi. En ekki var þetta sársaukalaust því fyrri hlut- hafar töpuðu öllu sínu og ótryggðir kröfuhafar urðu að gefa skuldir eft- ir. Stærstu kröfuhafarnir og banda- ríski fjárfestingasjóðurinn Yucaipa eignuðust þá Eimskipafélagið og skráðu það af markaði. Viðreisn Eimskipafélagsins und- anfarin ár hefur gengið vonum framar. Fjárhagsstaða þess er traust og það hefur á ný verið skráð í kauphöllina. Nýir eigendur hafa bæst í hluthafahópinn, svo sem líf- eyrissjóðir. Leggja stjórnendur Eimskipafélagsins nú mikla áherslu á að hefja til vegs gömul gildi þess og að byggja á upprunalegu meg- inhlutverki sem það var stofnað til að sinna 1914, flutningastarfsem- inni. Er ekki annað að sjá en að framtíð félagsins sé björt þegar ald- arafmælisins er minnst. Guðmundur Magnússon er höf- undur bókarinnar Eimskipafélag Ís- lands í 100 ár. Saga félagsins sem kom út í dag. Morgunblaðið/Ómar Sagan samofin þjóðarsögunni 100 ár liðin frá stofnun Eimskipa- félags Íslands Félagið kallað „Óskabarn þjóð- arinnar“ Myndina tók Magnús Ólafsson á fjórða áratugnum. Eimskipafélag Íslands 100 ára Höfuðstöðvar Gamla Eimskipafélagshúsið við Pósthússtræti og Steinbryggjan. Í húsinu er nú hótel og höfuðstöðvar félagsins eru í Sundahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.