Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 ✝ Þorgerður Er-lendsdóttir héraðsdómari fæddist í Reykja- vík 16. nóvember 1954. Hún lést á heimili sínu föstu- daginn 10. janúar 2014. Hún var dóttir hjónanna Erlendar Sveinssonar, síðast yfirþingvarðar Al- þingis, og Guðfríðar Stef- ánsdóttur, sem nú er látin. Systkini Þorgerðar eru Júlíana Brynja, f. 1956, kennari, gift Guðbirni Björnssyni lækni. Dætur þeirra eru Þórunn, f. 1988 og Júlía, f. 1992; Sveinn, f. 1960, lögregluvarðstjóri, kvæntur Soffíu Sæmundsdóttur myndlistarkonu. Sonur þeirra er Erlendur, f. 1988; Hugborg Pálmína, f. 1968, leikskólasér- kennari. Dætur hennar eru reglustjóranum í Reykjavík og frá 1. september sama ár til 30. júní 1992 hjá Bæjarfógetanum í Kópavogi. Þorgerður var sett héraðsdómari hjá Bæjarfóg- etanum í Kópavogi frá 1. maí til 31. desember 1987, frá 1. apríl til 15. október 1989 og frá 1. október 1990 til 30. júní 1992. Hún var fulltrúi í Héraðs- dómi Reykjaness frá 1. júlí 1992 til þess tíma er hún hélt út í framhaldsnám til Svíþjóðar haustið 1999. Hún var skipuð héraðsdómari frá og með 1. september 2002 eftir að hafa verið settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness, Suður- lands, Vesturlands og Reykja- víkur. Hún var dómstjóri við Héraðsdóm Austurlands frá 1. janúar 2003 og dómari við Hér- aðsdóm Reykjavíkur frá 1. september 2005 til dauðadags. Hún átti sæti í fjölmiðlanefnd og prófnefnd um réttindi til að verða héraðsdómslögmaður. Hún sat í dómstólaráði og var varaformaður Dómarafélags Ís- lands frá 2009-2011. Útför Þorgerðar fer fram frá Neskirkju í dag, 17. janúar 2014, kl. 13.00. Agnes Fríða, f. 1986, Ásthildur, f. 1993, og Guðfríður Selma, f. 2000. Eftirlifandi mað- ur Þorgerðar er Kristján S. Sig- urgeirsson lög- fræðingur og eign- uðust þau tvo syni, Erlend Kára, f. 1982, og Friðrik Gunnar, f. 1989. Dóttir Kristjáns er Elín Ída, f. 1976. Dætur hennar eru Krist- ín María, f. 1998, og Bryndís Marta, f. 2003. Þorgerður lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð vorið 1974 og emb- ættisprófi í lögfræði frá Há- skóla Íslands 30. júní 1979. Vorið 2000 lauk hún meist- aranámi í Evrópurétti frá Há- skólanum í Lundi. Sumarið 1979 var hún fulltrúi hjá lög- Elsku mamma mín. Orð fá því ekki lýst hvað ég sakna þín mikið. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Takk fyrir allt. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þinn sonur, Friðrik. Ég sakna þín svo mikið elsku mamma. Þú fórst allt of fljótt. Ég er óendanlega þakklátur fyr- ir allt sem við áttum saman. Þú minntir mig reglulega á hversu mikilvægt það er að nýta tímann vel. Ég mun ávallt hafa það hug- fast. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Þinn sonur, Erlendur. Í dag kveð ég elsku Gerðu systur mína. Hún hélt mér undir skírn þegar hún fermdist. Gerða var ekki bara systir mín, heldur var hún mín besta vinkona og fyrirmynd. Móðir okkar veiktist alvarlega skömmu áður en ég fermdist og það má segja að Gerða hafi gengið mér í móð- urstað. Það var alltaf gott að leita til hennar og fá álit hennar á öllum málum. Ég treysti henni fullkomlega og bar mikla virð- ingu fyrir henni. Gerða var ná- kvæm, vandvirk og mikill fag- urkeri. Hún var kærleiksrík og það var alltaf gott að vera ná- lægt henni og við vorum í dag- legu sambandi. Hún var alltaf til staðar fyrir mig og börnin mín. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona dásamlega systur. Elsku Gerða mín, algóður Guð umvefji þig og geymi þar til við hittumst á ný – Minning þín lifir. Hugborg. Ó, undur lífs, er á um skeið að auðnast þeim, sem dauðans beið – að finna gróa gras við il og gleði í hjarta að vera til. Hve björt og óvænt skuggaskil. Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst hve lífsins gjöf er dýr – að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morgunhlíð og tíbrá ljóss um loftin víð. (Þorsteinn Valdimarsson) Þessi erindi koma í hugann þegar kær mágkona mín er í dag kvödd eftir erfið veikindi und- anfarin ár þar sem skiptust á skin og skúrir uns stundin var komin. Einmitt hún var svo meðvituð um gjöf lífsins, fagnaði hverjum degi eins og hún fagn- aði okkur sem komum til hennar og vorum hluti af lífi hennar. Ekkert fjær henni en að hugsa um dauðann. Hún hafði svo margt að hugsa um og lifa fyrir og hugsaði alltaf fyrst um aðra og svo um sig. Hún horfði alltaf á stóru myndina í samhengi hlutanna og sem okkar helsti stuðningsmaður hvatti hún okk- ur á lífsins göngu og var alltaf reiðubúin að leysa það sem upp kom og leggja mikið á sig í okk- ar þágu. Samferð okkar er sam- ofin ótal fjölskyldufundum þar sem setið var sólarmegin í til- verunni. Gerða hafði líka lag á því að láta sólina skína á sig og í kringum sig. Að sumri til í blómahafi í Hvassaleitinu sem minnti á evrópskan aldingarð vil ég minnast hennar, með kaffi í bolla og smart sólgleraugu, sól- brún í flottum sandölum. Systur hennar og systrabörn hafa litið inn og strákarnir hennar eru eitthvað að stússa. Hún er ánægð með bróður sinn, sem henni finnst líta vel út og vera frísklegur í flottri skyrtu sem hún hefur auðvitað gefið honum. Gott ef pabbi hennar hefur ekki komið við líka í mýflugumynd og einhver hundanna, líklega Heim- ir, sleikir sólina eða sækir heft- arann við mikinn hlátur við- staddra. Ég sakna nærveru hennar og velvildar, sakna fallegrar nálg- unar hennar á því smáa sem skiptir svo miklu máli. Fagur- kerinn og eðalskvísan með ótrú- legt náttúrulæsi svo allt blómg- aðist og dafnaði hjá henni. Gjafmild með göfugt hjarta. Gerða elskaði Álftanesið, fannst það fegursti staður á jarðríki og gat dvalið langdvöl- um við sjóinn eða í fjörunni þar sem víðsýni er til allra átta. Þar vil ég hugsa til hennar. Ég þakka henni samfylgdina og þakka fyrir bróður hennar sem henni var afar annt um og að hafa hugsað svona vel um Er- lend son okkar alltaf. Fjölskyld- an öll hefur misst mikið en megi minningarnar styrkja og hugga. Elsku Kristján, Erlendur Kári og Friðrik. Guð styrki ykk- ur og blessi minningu Þorgerðar Erlendsdóttur. Soffía Sæmundsdóttir. Elsku Gerða mín. Ég á svo erfitt með að trúa því að ég sé að skrifa minningargrein um þig, þetta er svo ósanngjarnt, þetta er svo sárt. Lífið verður aldrei það sama án þín. Mikið ofboðslega hef ég verið heppin að eiga þig að elsku Gerða frænka, betri og fallegri frænku er ekki hægt að hugsa sér. Ég gat leitað til þín hvenær sem var og alltaf varstu með ráð við öllu. Þú varst og munt alltaf vera fyrirmynd mín. Við höfum átt margar ógleymanlegar stundir saman sem eru mér svo kærar. Efst í minningunni er þegar við sátum saman úti í sumar með Töru, Kötlu og andarunganum sem var að synda í balanum og við hlógum að þessum dýragarði þínum. Við töluðum um lífið og tilveruna, þetta var svo góður og fallegur dagur. Ég er þakklát fyrir að öll fjöl- skyldan hittist heima hjá þér núna á aðfangadagskvöld eins og venjan er. Líka að hafa verið með þér á gamlárskvöld. Þetta eru stundir sem ég mun varð- veita að eilífu. Ég er líka svo þakklát fyrir að hafa fengið að eyða 21 ári með þér. Ég elskaði að vera hjá þér og í kringum þig, þú hafðir svo góða nærveru, enda kíktum við mamma til þín nánast daglega. Ég vildi að ég hefði sýnt þér enn betur hvað mér þótti óendanlega vænt um þig og ég vildi óska þess að við hefðum fengið miklu fleiri ár með þér. Ég kom oft með blóm til þín og ég vona að þú hafir áttað þig á því að þetta var mín leið til að segja takk fyrir að vera til og vera alltaf til staðar fyrir mig. Ég mun halda áfram að koma með blóm handa þér elsku Gerða. Þú varst svo mikil hetja. Það getur enginn sagt að þú hafir tapað baráttunni, því að hver dagur sem þú varst hér með okkur var sigur. Þú elskaðir líf- ið, þú elskaðir að lifa og hver dagur var vel nýttur hjá þér. Ég hlakka svo til að hitta þig aftur elsku Gerða og vera með þér í eilífðinni en ég veit að þú ert í góðum höndum hjá ömmu Fríðu sem hefur tekið svo vel á móti þér. Þangað til við sjáumst aftur lofa ég að njóta lífsins eins og þú ætlast til að við gerum öll og knúsa þá sem ég elska enn fastar. Ég mun halda áfram að gera þig stolta af mér og þegar ég set á mig naglalakk eða bleik- an varalit mun ég alltaf hugsa til þín Gerða mín. Þú varst alltaf með þessa hluti á hreinu, alltaf svo glæsileg. Við munum hugsa vel um strákana þína, Ella og Frikka, sem þú elskaðir út af líf- inu, Kristján og yngri systkini þín sem þér þótti svo vænt um og elsku afa sem missti barnið sitt. Guð er heppinn að hafa fengið svona fallegan engil til sín. Miss- irinn er mikill en við erum svo heppin að eiga svona góðan verndarengil sem passar upp á okkur og heldur áfram að leið- beina okkur í gegnum lífið. Ég veit þú munt hjálpa okkur í gegnum þessa miklu sorg sem virðist óyfirstíganleg. Minningin um þig mun lifa um ókomna tíð. Ég elska þig, elsku besta Gerða frænka, takk fyrir allt. Guð geymi þig. Júlía Guðbjörnsdóttir. Elsku fallega frænkan mín er farin frá okkur og eftir sitjum við með hjartað fullt af söknuði. Elsku yndislega Gerða mín, mik- ið er erfitt að skilja þetta. Glæsi- legri konu en þig var erfitt að finna, þú mættir alltaf á svæðið með fallega brosið þitt og hlý- lega nærveru og lýstir allt upp. Það lék aldrei vafi á að þú værir mætt og þig mátti aldrei vanta. Þú varst svo stórkostleg kona. Svo kærleiksrík, ábyrgðarfull, traust, hæfileikarík, fyndin, vit- ur og hjálpsöm. Þú varst uppá- hald allra og allir gátu leitað til þín og treyst á þig. Við áttum mörg samtöl sem voru bara milli okkar og það var alltaf svo gott að tala við þig. Ef ég var í vafa þurfti ég alltaf að fá ráð eða álit hjá Gerðu frænku. Hvort sem það var varðandi það að fá mér hund eða hvort ég hefði átt að taka nýju kápuna í annarri stærð þá var það þitt álit sem ég þurfti að heyra og vó þyngst. Ég treysti þér alltaf fullkomlega. Þú varst óspör á að hrósa okkur frænkum þínum og sagðir okkur oft hvað við værum flott- ar, glæsilegar, frábærar og ekki nóg með það að manni liði vel að fá svona hrós frá manneskju sem maður leit svona mikið upp til heldur trúði maður því að maður gæti allt, því orðin þín komu frá hjartanu og það var greinilegt að þú meintir hvert orð. Þú varst svo stolt af okkur öllum og sérstaklega af strákun- um þínum, Ella Kára og Frikka, sem voru stolt þitt og yndi. Ég sakna þín svo sárt elsku Gerða, þú varst svo sterkur per- sónuleiki og það leituðu alltaf allir til þín. Það er svo einstakt að finna fyrir svona mikilli um- hyggju og ást eins og þú sveip- aðir allt og alla í kringum þig. Það varð alltaf allt einhvern veg- inn betra nálægt þér og það voru forréttindi að fá að þekkja þig. Ég átta mig ekki enn á þessu öllu saman og finn svo sterkt í hjartanu löngun til að rúlla við hjá þér, þiggja kaffi- bolla og ræða um það sem mér liggur á hjarta. Eða bara spjalla smá, bara sjá þig og vera nálægt þér. Þú veist að við fjölskyldan stöndum saman og styðjum hvort annað og við verðum alltaf til staðar fyrir strákana þína, sem þú elskaðir svo mikið. Minning þín mun lifa að eilífu og ljós þitt skína skærar en nokkru sinni fyrr þaðan sem þú fylgist með okkur og gætir okk- ar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem frænku og ég mun geyma allar fallegu stundirnar sem við áttum saman í hjarta mér. Þín er sárt saknað, elsku Gerða mín, það er enginn eins og þú. Við munum passa hvert upp á annað eins og þú hefðir viljað og ylja okkur við góðar minningar um fallega og sterka konu sem við vorum svo heppin að eiga að og fá að njóta. Það er fallegur engill sem vakir yfir okkur og fylgist brosandi með okkur. Þú ert mín fyrirmynd og ég mun alltaf muna þig. Elsku Kristján, Erlendur og Friðrik, hugur minn er hjá ykkur. Hvíldu í friði fallega frænka mín. Þín Þórunn (Tóta frænka). Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Takk elsku Gerða okkar fyrir að hafa alltaf verið svo dásam- lega góð og indæl, takk fyrir öll góðu ráðin og stuðninginn í gegnum tíðina, takk fyrir öll fal- legu orðin og hlýjuna. Minning þín lifir elsku fallega og ynd- islega frænka okkar. Agnes Fríða, Ásthildur og Guðfríður Selma Ég frétti fyrst af Þorgerði svilkonu minni fyrir ríflega tutt- ugu árum eftir að hafa setið úti í fjölskylduvolvónum við Háaleit- isbrautina að bíða eftir Friðriki. Ég sá tvo skugga birtast inn á milli jólaljósanna í einum glugg- anum og nefndi þetta við hann þegar hann kom. Í ljós kom að hann hafði verið í fjölskylduboði hjá bróður sínum og Þorgerði. Við Friðrik bjuggum lengi í Finnlandi og eignuðumst þar frumburðinn okkar. Ég kom með hana sex vikna gamla til Ís- lands veturinn 1990 og þá vorum við Þorgerður báðar með eyrna- veik börn. Þorgerður búin að eignast sitt annað barn, ég mamma í fyrsta sinn. Hún vissi nákvæmlega hvernig ætti að bera sig að, hvert ætti að fara til að fá læknishjálp og við fórum saman til barnalæknis á Íslandi, hún með Friðrik Gunnar og ég með Aldísi Evu. Það var gott að fá þennan stuðning. Við Þorgerður náðum vel saman í ýmsum stundum um- deildum málum. Við vorum til dæmis sammála um brjóstagjöf og þýðingu hennar. Að brjósta- gjöf skipti máli, hún byggði upp sambandið milli móður og barns og það væri í fínu lagi að hafa barn á brjósti eins lengi og mann langaði til. Ein minningin er þegar við sitjum hvor í sínum stólnum undir stiganum í Háa- leitinu og gáfum brjóst milli þess sem við skiptum á bleium og spjölluðum saman. Stjórnmál og þjóðmál af ýmsu tagi hafði Þorgerður gaman af að ræða þegar við hittumst og hún hikaði ekki við að hafa sjálf- stæðar skoðanir á þeim málum frekar en öðrum. Fyrir mér var hún skoðanasterk og sjálfstæð kona. Hún var sannur höfðingi, leit á sig sem höfuð sinnar fjöl- skyldu, þótti vænt um hana og sagði mér stundum af því hversu náin hún væri systkinum sínum og fjölskyldum þeirra. Þorgerð- ur hafði þann ómetanlega kost að horfast í augu við hlutina og segja þá hreint út. Þar að auki var hún snilldarkokkur og dug- leg að henda upp veislum með litlum sem engum fyrirvara. Ég er þakklát fyrir góða stund með Þorgerði í haust þar sem við sátum tvær saman og töluðum um það sem var á döf- inni í lífi okkar. Hún um sjúk- dóminn en líka og ekki síður persónuleg mál af ýmsum toga. Ég um það sem lá á hjá mér. Þetta voru samræður á djúpið þar sem við gáfum báðar af okk- ur. Sómakona er fallin frá. Ég votta föður Þorgerðar, Kristjáni, Erlendi Kára, Friðriki Gunnari, Elínu Idu, barnabörnum og að- standendum hennar öllum mína dýpstu samúð. Guðrún Helga Sigurðardóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Í huga mínum á ég bara fal- legar og góðar minningar um ljúfa vinkonu, sem ég kveð núna með söknuði. Kristjáni, Erlendi, Friðriki og fjölskyldu Þorgerðar sendi ég mína innilegustu samúðar- kveðju. Hafdís Odda. Við upphaf náms í lagadeild HÍ haustið 1974 kynntist ég ungri konu sem mér líkaði strax vel við. Við Gerða snerum bök- um saman um vorið á lesstof- unni í Lögbergi og glímdum við almennu lögfræðina, helsta ógn- valdinn í upphafi laganámsins. Við urðum fljótt góðar vinkonur. Gerða reyndist mjög heilsteypt, vel gefin og úrræðagóð. Hún dreif mig með sér til London haustið 1975 í vikuferð, og var móðir hennar með okkur. Gerða var fararstjórinn og heimsmann- eskjan og ég naut góðs af. Vinátta sem myndast á skóla- árum er oft þannig að ekki breytir öllu hve oft maður hitt- ist. Mér leið alltaf eins í návist Gerðu þegar við hittumst. Liði einhver tími milli samfunda var samt eins og ekkert hefði breyst. Við þurftum aldrei að vera með látalæti, töluðum op- inskátt um allt milli himins og jarðar, fjölskyldur okkar og áhugamál. Mér er minnisstæð ferð sem við fórum saman með fjölskyld- um okkar vestur í Ármúla við Ísafjarðardjúp, og heimsóttum skólabróður okkar Rúnar Mo- gensen. Áttum þar ógleyman- lega og sólríka daga í fallegu umhverfi. Það er dapurlegt að hugsa til þess að nú skuli fallin frá bæði þessi skólasystkini mín og vinir úr lagadeildinni, langt fyrir aldur fram. Gerða glímdi við mjög erfið veikindi síðustu árin, veikindi sem voru henni óvægin. Fyrir rúmu ári fékk hún þó ný lyf, sem gerðu henni kleift að snúa aftur til vinnu. Þegar við vorum að ræða það man ég hún sagði við mig að hún hefði fengið „gefins“ aukatíma. Þá sagði hún á þann létta hátt sem var henni svo eðl- islægur að ef það væri ekki „vanabindandi“ myndi hún fá sér kampavínsglas á hverjum morgni til að halda upp á það. Ég minnist þakklátum huga fjöl- margra góðra samverustunda og tryggrar vináttu sem aldrei bar skugga á. Eftir sitja eiginmaður hennar, Kristján Skúli, og synir þeirra tveir, systkini hennar og aldraður faðir sem öll sakna sárt þeirrar miklu fjölskyldumann- eskju sem Gerða var. Við hjónin vottum þeim innilega samúð okkar. Megi Guð styðja þá og styrkja í sorginni og blessa minningu hinnar góðu og dug- miklu konu Þorgerðar Erlends- dóttur. Guðrún Helga Brynleifsdóttir. Tvær stelpur klöngrast áfram í djúpum snjó á köldum jan- úardegi. Það brakar í fönninni. Þær eru klæddar í þungar, dragsíðar fullorðinskápur. Leið- in í Akrakot, sem stendur við fjörukambinn á Álftanesinu, er löng og ógreiðfær. Þar býr Þor- gerður ásamt foreldrum og systkinum. Gangan út á Álftanes varð í huga okkar táknrænt upphaf samfylgdar sem stóð í rúm 46 ár. Þorgerður er góður ferða- félagi. Hún er eins og persóna úr Íslendingasögunum með mik- ið, ljóst hár. Augun blá og stór, varirnar þykkar, ungt andlitið stórskorið, svipsterk, sviphrein. Fríða, móðir hennar, sagði þá að stórgerðar konur yrðu glæsi- legri með aldrinum. Álftanesið er heimurinn hennar. Hún hefur unnið öll hefðbundin sveitastörf með afa sínum, bóndanum á Grund; tekið á móti lömbunum, gefið hænunum, þekkir fuglalíf- ið, kann að smíða og járnabinda. Á sumrin vaknar hún við sól- Þorgerður Erlendsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.