Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014
Skútuvogur - Grafarholt - Hafnarfjörður - Akureyri - Egilsstaðir
Vestmannaeyjar - Akranes - Ísafjörður - Selfoss - Reykjanesbær
ÚTSALA
& LAGERHREINSUN
Mikið úrval
20-50%
afsláttur
TÚLÍPANAR
10 STK
1.499 kr
LAGER
HREINSUN
ÚRVAL AF VÖLDUM
GJAFAVÖRUM
ALLT Á AÐ
SELJAST
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Æ
var vísindamaður
varð til fyrir sex
árum í útvarps-
þættinum Leyni-
félaginu á Rás
eitt. Í framhaldi af því fór snjóboltinn
af stað og í fjögur ár var ég reglu-
legur gestur í Stundinni okkar,“ segir
Ævar Þór Benediktsson sem leikur
hinn vinsæla vísindamann, nafna
sinn, sem mörg íslensk börn kannast
við úr Stundinni okkar. Sum þekkja
hann líka úr Glósubók Ævars vísinda-
manns, sem var metsölubók um jólin
2011. Nú hafa verið teknir upp átta
sjálfstæðir sjónvarpsþættir um kapp-
ann og fara þeir í sýningar á RÚV í
febrúar. „Þetta er afar þakklátt sjón-
varpsefni, ég finn það á krökkum sem
ég hitti og þekkja mig sem vísinda-
manninn. Og ekki síður fæ ég góð við-
brögð frá ánægðum foreldrum.“
Áferðin var ógeðsleg
Ævar gerir ýmislegt skrautlegt í
þáttunum, m.a. klifrar hann upp Perl-
una með ryksugum. „Það er eitt af
því fáránlegasta sem ég hef gert í líf-
inu. Ég er lofthræddur og var því
frekar stressaður daginn áður. Þetta
var mun erfiðara en ég hélt og ég var
ónýtur í höndunum í nokkra daga á
eftir. En þetta var rosalega gaman.“ Í
þáttunum er lögð áhersla á að kveikja
áhuga á vísindum og þá þarf stundum
að gera eitthvað krassandi. „Eggert
Gunnarsson er fósturfaðir Ævars vís-
indamanns, en hann leikstýrir og
pródúserar þættina og er alltaf til í að
gera eitthvað skemmtilegt. Við fórum
til dæmis ásamt Sprengjugengi Há-
skóla Íslands til Patreksfjarðar og
bræddum bíl í samstarfi við slökkvi-
liðið þar. Við bjuggum líka til 700 lítra
slímblöndu úr vatni og kartöflumjöli
sem vísindamaðurinn sökkti sér í. Þá
sprengdum við líka hluta af Bolta-
landi IKEA í loft upp með fljótandi
köfnunarefni og fengum sérlegt leyfi
hjá Matvælastofnun til að gæða okk-
ur á flugnalirfum hjá Matís, en þær
verða hugsanlega daglegt fæði hjá
mannkyninu eftir nokkra áratugi því
þær eru gríðarlega próteinríkar. Þær
voru frystar í tvær vikur og mat-
reiddar fyrir okkur með hvítlauk og
chilipipar. Að finna áferð þeirra í
munninum var frekar ógeðslegt. Ég
held ég geri þetta ekki aftur.“
Fylgdi blóðinu eftir
Ævar segir að við fæðumst öll
forvitin og sem betur fer eldist það
seint af okkur. „Það eru vísindi alls
staðar, hvort sem það er í setninga-
fræði, bílaviðgerðum eða brauð-
Í öllum krökkum
býr vísindamaður
Ævar vísindamaður segir að við fæðumst öll forvitin og sem betur fer eldist það
seint af okkur. Hann segir að alls staðar séu vísindi, hvort sem það er í setn-
ingafræði, bílaviðgerðum eða brauðbakstri. Ævar fer af stað með sjónvarpsþætti
nú í febrúar þar sem vísindamaðurinn gerir ýmsar tilraunir, bræðir bíl, borðar
lirfur og sprengir upp Boltaland í IKEA.
Slímbað Ævar í slímbaði, gerðu úr vatni, matarlit og kartöflumjöli.
Gettu betur lið MH heldur úti áhuga-
verður matargagnrýnisbloggi undir
nafninu Éttu betur, á fésbókinni. Þar
segir að Éttu betur sé skapað til að
fræða almenning um matsölustaði og
gildi þeirra.
Félagarnir í Gettu betur liðinu, þeir
Leifur Geir Stefánsson, Þórgnýr E.J.
Albertsson og Kristinn Már Bjarna-
son fara á staði og gefa síðan heild-
areinkunn sem er reiknuð út frá
verði, magni, andrúmslofti, þjónustu
og bragði. Skalinn nær frá 1-5. Hæst
hefur skorað staður á Súðavík,
Amma Habbý, fékk 4 af 5. Þórgnýr
segir um staðinn: Að fara í heims-
reisu alla leiðina til Súðavíkur fyrir
hamborgara hljómar kannski ekki
eins og það sé þess virði og voru
margir efins þegar þeir heyrðu hug-
myndina. Við létum það þó ekki á
okkur fá og slógum til. Það var með
betri ákvörðunum lífs míns.
Vefsíðan www.facebook.com/ettubetur
Morgunblaðið/Golli
Bestu borgararnir Þeir fást á Súðavík hjá Ömmu Habbý samkvæmt Éttu betur.
Éttu betur – matargagnrýni
Kvikmyndagerðarmennirnir Peeter
Vihma og Artur Talvik bjóða gestum á
ókeypis sýningu á heimildarmynd
sinni Occupy your wall, í Bíó Paradís
klukkan 18 í dag.
Í myndinni er fjallað um hvort til
séu aðrar lausnir en fulltrúalýðræðið,
sem höfundar segja óskilvirkt. Í
myndinni er leitað eftir svörum hjá
þremur ólíkum hópum aðgerðarsinna
sem beita sér fyrir afar ólíkum mál-
efnum í Eistlandi. Pallborðsumræður
verða eftir sýninguna með leikstjór-
anum Peeter Vihma, Birgittu Jóns-
dóttur og hópi eistneskra aðgerða-
sinna frá Citylab. Allir eru velkomnir.
Endilega …
… sjáið Occupy
your Wall
Sýning Ókeypis er inn á myndina.
Á hverju ári í rúm fimmtíu ár hefur
Lionsklúbburinn Njörður haldið svo-
kallað Herrakvöld þar sem fjár-
munum er safnað til að styrkja gott
málefni.
Einn af föstu liðunum á Herra-
kvöldinu er listaverkauppboð sem að
sögn aðstandanda er alltaf mjög vin-
sælt.
Herrakvöldið fer fram í Súlnasal
Hótel Sögu í kvöld og verður Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson sér-
legur heiðursgestur. Ræðumaður
kvöldsins verður Sindri Sigur-
geirsson, formaður Bændasamtak-
anna, og skemmtiatriðin í höndum
Ara Eldjárn og Fjallabræðra. Veislu-
stjórn verður í höndum þeirra félaga
Ara Edwald og Helga Jóhannessonar.
Markmiðið þetta árið er að safna fjár-
munum fyrir nýjum endurhæfingar-
tækjum fyrir Grensásdeild Landspít-
alans.
Myndir af þeim listaverkum, sem
verða boðin upp, matseðil kvöldsins
og ýmislegt fleira um Herrakvöldið
má sjá inni á heimasíðu Njarðar,
www.njordur.is.
Listaverkauppboð á Herrakvöldi Njarðar
Fastur liður síðan 1961
Uppboð Listaverk eftir fjölda listamanna verða boðin upp. Má þar nefna verk
eftir Sigurð Örlygsson, Tolla, Sossu, Húbert Nóa og Soffíu Sæmundsdóttur.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.