Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Ævintýraheimur Logagyllt skýin á himni fyrir ofan Reykjavíkurflugvöll voru ævintýraleg á að líta í ljósaskiptunum. Engu er líkara en flaggið og lendingarljósið myndi kirkju í fjarlægð. Ómar Ragnarsson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heggur enn í sama knérunn. Á sama hátt og fólki var hótað með atvinnuleysi, háum vöxtum og al- mennri vesöld ef það játaðist ekki evrunni er fólki nú hótað með stríði öfgahópa játist það ekki undir banda- ríki Evrópu. Enginn þarf lengur að efast um markmið ESB, þegar varaforseti fram- kvæmdastjórnar ESB, Viviane Reding, lýsir því yfir að „byggð verði upp bandaríki Evrópu með framkvæmdastjórnina sem rík- isstjórn – Evrópuþingið og öld- ungadeild með fulltrúum aðild- arríkjanna“. Þessi afstaða, sem nú er sett fram á svo skýran hátt, hefur þegar sundrað Evrópu í tvær fylkingar: eina stórrík- issinnaða fylkingu og aðra, sem aðhyllist og virðir sjálfsákvörð- unarrétt þjóða. Evran hefur skipt Evrópu upp í fátæk suðurríki og efnameiri norðurríki og bakbundið hendur ríkja eins og Grikklands, Portúgals, Spánar, Ítalíu og Ír- lands. Atvinnuleysisher ESB nálgast 27 miljónir og fer vaxandi með hverju ári. Eurostat lagar atvinnuleys- istölur og básúnar sem stórkostlegan ár- angur í stöðugu at- vinnuleysi sambands- ins upp á 12,1%. Atvinnuleysi Grikkja og Spánverja er um 27%. Talað er um heila glataða kynslóð landanna með 60% ungmenna án atvinnu. Hversu mikið at- vinnuleysið er eða eymdin stór veit trú- lega enginn. Einungis þeir sem þurfa að betla brauð til að geta séð morgundaginn vita hvað þetta þýðir. Sífellt fleiri raddir og há- værari eru um að ef ekki verði hætt við stórríkisstefnuna muni uppþot og óeirðir flæða yfir meg- inlandið eins og arabíska vorið. Kjör tekjulágra eru allt að fimm sinnum betri í Norður-Evrópu en í suðurríkjunum og gjáin stækkar stöðugt. Auknar kröfur um að jafna muninn vilja Þjóðverjar ekki hlusta á. Samt gera þeir kröfur á hendur skuldugum evruríkjum að skera niður þjónustu við almenn- ing, hækka skatta og núna síðast að gangast undir að missa fjár- ræði, þar sem þingin fá fjárlög þjóða sinna send til sín í pósti frá Brussel. Evran hefur beðið skip- brot. Hún er ekki lengur einn sameiginlegur gjaldmiðill heldur a.m.k. tveir. Ein evra fyrir þá efnameiri og önnur fyrir þá fá- tæku. Búið er að breyta jað- arríkjum Evrópu í gettó þar sem hið nýja herrafólk meginlandsins getur keypt hvað sem er á bruna- útsölum. Aukin afskipti almenn- ings af stjórnmálum eru því ekki einungis jákvæð heldur beinlínis lífsnauðsynleg forsenda fyrir end- urheimt valdsins úr höndum bú- rókratanna í Brussel. Kosningarnar í maí til Evrópu- þingsins geta því orðið sögulegar ef almenningur kemur á kjörstað í stað þess að verma sófann. Fram- kvæmdastjórn ESB óttast ekkert meira en að almenningur vakni til vitundar og krefjist lýðræðisskip- anar mála, sem gæti kollsteypt áformunum um alríki Evrópu. Ráðamenn ESB hafa myndað hræðslubandalag og hóta íbúum aðildaríkjanna, að öfgaöfl til hægri og vinstri kveiki nýja styrjöld, ef almenningur flykkist ekki á kjör- stað og kjósi bandaríki Evrópu. José Manual Barroso sagði í ræðu við innsetningu ESB- formennsku Grikkja, að „Engin önnur stjórnmálahönnun (en ESB innskot GS) hefur fram til þessa fundist sem skipuleggur lífið bet- ur og minnkar illmennskuna í heiminum.“ Framkvæmdastjórinn fer hér vísvitandi með ósannindi, því ekki stöðvaði ESB morðin í Srebrenica 1995. NATO-ríkin, Bandaríkin og Bretland neyddust til að grípa inn í atburðarásina og binda enda á það hræðilega stríð, sem hrjáði fornu Júgóslavíu eftir dauða Títos. ESB gat ekki minnk- að illmennskuna og hefði því verið treyst til þess, þá gengu stríðs- glæpamenn á borð við Radovan Karadzic, Ratko Mladic og Slo- bodan Milosevic enn lausir og Srebenica hefði bara verið fyrsta stoppistöðin í útbreiðslu átakanna til annarra landa. Leiðtoga ESB skortir lýðræð- islegt umboð fyrir vegferð sinni að bandaríkjum Evrópu. Að draga alla, sem vilja ræða aðra valkosti en bandaríki Evrópu í dilk með nýnasistum og öðrum öfgahópum, er tilraun til að kæfa lýðræðislega umræðu. Slíkur hræðsluáróður er líklegur til að kynda undir þeim ólýðræðislegu öflum, sem kviknað hafa og nær- ast í kjölfar fjármálakrísunnar. Lýðræðisöfl í Bretlandi telja ástandið svo alvarlegt að um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokks- ins krefjast nú lagasetningar til að stöðva ESB-lög og verja þjóð- arhagsmuni Breta. Óvíst er hvort Evrópusambandið lifir af í núver- andi mynd fram að þjóð- aratkvæðagreiðslu Breta um breytta skilmála ESB árið 2017. ESB gæti allt eins liðast sundur og Þýskaland ásamt 10-15 fylgi- hnöttum verði hið nýja súperríki Evrópu. Þjóðverjar eru búnir að endurheimta fyrri styrk og eng- inn gerir neitt í dag án vitundar þeirra. Engin trygging er fyrir því að sagan muni ekki endurtaka sig með nýju stórveldi, sem telur eðlilegt fyrir íbúa sína að krefjast olnbogarýmis á kostnað annarra. Það glittir óþyrmilega í vofu das Herrenvolks. Þar sem enginn veit hvers slags Evrópusamband verður út- koman úr öllu þróunarferlinu gæti virk aðildarumsókn dregið þjóðina inn í lokaátök hinnar óskrifuðu sögu. Framtíð Íslands er því best borgið óháð aðild- arskilmálum ESB. Ég fagna þeirri umræðu er Alþingi mun innleiða um þróun Evrópusam- bandsins með skýrslu um málið og hvet alla til að skoða og ræða málin í fullri hreinskilni. Eftir Gústaf Adolf Skúlason »Engin trygging er fyrir því að sagan muni ekki endurtaka sig með nýju stórveldi sem krefst olnbogarýmis á kostnað annarra. Gústaf Adolf Skúlasson Höfundur er fv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu. Endurkoma herrafólksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.