Morgunblaðið - 17.01.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 17.01.2014, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Smáauglýsingar Hljóðfæri Þjóðlagagítarpakki: kr. 23.900. Gítar, poki, ól, auka- strengir, stilliflauta og kennslu- forrit. Gítarinn ehf., Stórhöfða 27, s. 552 2125. www.gitarinn.is, gitarinn@gitarinn.is Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald                                                 ! " "#$ %  ! &$"'"(## ) ***+  + Ýmislegt Útsala Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. Bílar VILTU SELJA BÍLINN Í DAG? Sendu okkur upplýsingar í gegnum seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð! Traustur bíll til sölu Til sölu Kia Rio, árg. 2006. Verð kr. 860 þús. Bíllinn er í góðu lagi. Beinsk. Bensín. Ekinn 85 þús. Uppl. í s. 843 5307. Engin skipti. Bílaþjónusta Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555-1947 | Gsm 894-0217 Aukablað um viðskipti fylgir Morgunblaðinu   FIMMTUDAGUR 3 0. ÁGÚST 2012 VIÐSKIPTABLA Ð Ingibjörg Þorvalds- dóttir er fjarska glöð á bak við búðarborðið Aftur búin að kaupa Oasis 8 Liv hjá Nova segir an n- að umhverfi mæta konum nú en fyrir 20 árum Er vel tekið á móti konum? 9Perunni skipt út í Evr- ópu fyrir sparperu nú um mán- aðamótin. Glóðarperunni verður útrýmt 4 Fyrir réttri viku birt ist hér í Viðskiptabla ði Morgunblaðsins myn d sem sýndi indversk a bankastarfsmenn í t veggja daga allsherj ar- verkfalli. Í texta með myndinni kom fram að indverskir bankastar fsmenn væru ein mil ljón talsins. Þeir voru að mótmæla fyrirhugað ri hagræðingu í indver ska bankakerfinu, ve gna ótta um atvinnumiss i. Þegar til þess er liti ð að Indverjar eru um 1,2 milljarðar talsins er ein milljón bankasta rfs- manna ekki svo há ta la, því það jafngildir því að tólf starfsmenn þ jónusti hverja milljón viðskiptavina. Starfsmenn fjármá lafyrirtækja hér á lan di eru eitthvað innan v ið fjögur þúsund tals ins og Íslendingar eru 3 20 þúsund og gæti þ ví látið nærri að hver ís lenskur bankastarfs - maður þjónustaði ve l innan við 100 ein- staklinga. Þessi samanburður kom upp í hugann vi ð lestur á stóráhugave rðu viðtali við Frosta Sigurjónsson, viðski pta- og rekstrarhag- fræðing, sem birtist í miðopnu Viðskipta - blaðs Morgunblaðsin s í dag, þar sem Fros ti segir m.a. að líklega þurfi að fækka bank a- starfsmönnum hér u m helming. Skoðun Stærð íslenska bankakerfisins Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Mætti minnka bankakerfið um helming? Hörður Ægisson hordur@mbl.is Breytilegir vexti r á verðtryggðum sjóðsfélagalánum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríki sins (LSR) hafa í marga mánuði ve rið umtalsvert hærri en þau vax takjör sem sjóðs- félögum voru kyn nt sem viðmið við ákvörðun á lá ntöku hjá sjóðn- um. Þetta segir Már W olfgang Mixa, fjármálafræ ðingur og kenn- ari við Háskólann í Reykjavík, en í pistli á vef Morgu nblaðsins í gær bendir hann á að LSR fylgi ekki lengur þeim viðm iðum, sem áður komu fram á vefs íðu sjóðsins, að breytilegir vextir yrðu endurskoð- aðir á þriggja má naða fresti með hliðsjón af ávöxtu narkröfu íbúða- bréfa. Í samtali við Mor gunblaðið segist Már telja a ð það sé „for- sendubrestur“ að sjóðurinn hafi einhliða breytt þe im viðmiðum hvernig breytileg ir vextir séu ákvarðaðir. „Mið að við forsendur sem LSR veitti v arðandi slík lán,“ bendir Már á, „er verið að rukka vaxtakostnað sem má áætla að sé í kringum 0,85 pró sentur umfram upphaflegar fors endur,“ og vísar þá til þess að með alvextir íbúða- bréfa í dag eru rí flega 2%. LSR lækkaði síðast br eytilega vexti sjóðsins úr 3,9% 3,6% hinn 1. aprí l síðastliðinn. Hindrar ekki vaxt alækkun Haukur Hafstein sson, fram- kvæmdastjóri LS R, segir í samtali við Morgunblaðið ekki hægt að tala um forsendu brest í þessu samhengi. „Brey tilegir vextir eru háðir ákvörðun s tjórnar eins og kemur skýrt fram í skilmálum skuldabréfanna. Við ákvörðun sína tekur stjórn mið af markaðs- aðstæðum hverju sinni. Þær geta breyst og eins þa u viðmið sem litið er til,“ segir Hau kur. Hann bætir því við að enn í da g sé ávöxt- unarkrafan á íbú ðabréfamarkaði einn af þeim þátt um sem horft er til, en auk þess sé litið til þeirra vaxtakjara sem a ðrir aðilar á markaði – banka r, Íbúðalánasjóð- ur og lífeyrissjóð ir – bjóði upp á. Már segir hins ve gar að svo virðist sem að sú 3,5% raunávöxt- unarkrafa, sem lí feyrissjóðunum er gert að standa undir, sé þess valdandi að sjóðir nir eru ekki reiðubúnir að læk ka vexti á lánum sjóðsfélaga í sam ræmi við lægri ávöxtunarkröfu á íbúðabréfa- markaði. Haukur hafnar því að þetta sé ein skýri ng á því að vext- irnir séu ekki læk kaðir. „Við höf- um til að mynda v erið að kaupa skuldabréf með r íkisábyrgð með lægri ávöxtunark röfu. Þetta er því alls ekki hindrun fyrir því að við getum lækkað ve xtina frekar.“ Það vekur þó ath ygli að breytilegir vextir á lánum hjá Líf- eyrissjóði verslun armanna (LIVE), sem stóð u í 3,13% í þess- um mánuði, fylgj a þróun ávöxt- unarkröfu á mark aði og eru ávallt 0,75 prósentum h ærri en með- alávöxtun í flokki íbúðabréfa til 30 ára. Miklir hagsm unir eru í því húfi fyrir einstak ling eftir því hvort hann er me ð lán á breyti- legum vöxtum hj á LSR eða LIVE . „Samkvæmt laus legri áætlun,“ segir Már, „þá ha fa vextir á lánum LIVE verið að m eðaltali um 0,6 prósentum lægri síðustu sex mán- uði borið saman v ið vexti á lánum hjá LSR.“ Sjóðsf élagi LIVE, með 20 milljóna króna lán, greiðir því í dag 120 þúsund k rónum minna í vaxtakostnað á á rsgrundvelli held - ur en sjóðsfélagi LSR með sam- bærilegt lán. Sakar LSR um va xtaokur  Segir LSR hafa breytt vaxtaviðmiðum einhli ða  Breytilegir vextir æ ttu að vera mun lægri sé tekið mið af ávöxtunarkröfu íbú ðabréfa  Framkvæmda stjóri LSR hafnar því a ð um forsendubrest s é að ræða                                  !"#$ % & '      ()  * !"&!$     * !$ + %   ,  &-/ %0 *                            OYSTER PERPE TUAL GMT-MAS TER II     Göngum hreint til verks! Íslandsbanki | Kirk jusandi | 155 Reykj avík | Sími 440 49 00 | vib@vib.is | w ww.vib.is VÍB er eignastýringa rþjónusta Íslandsba nka Eignastýring fyrir all a Í Eignasöfnum Ísland ssjóða er áhættu dre ift á milli eignaflokka og hafa sérfræðingar VÍB frum kvæði að breytingum á eignasöfnunum þeg ar aðstæður breytast. Einföld og g óð leið til uppbyggin gar á reglubundnum sparnaði. Í boði eru tvær leiðir: Eignasafn og Eignasaf n – Ríki og sjóðir Þú færð nánari upplý singar á www.vib.is e ða hjá ráðgjöfum VÍB í síma 440 4900 Elskuleg vinkona er látin, Inga Mari- anne, eiginkona Ólafs Ólafssonar, fv. landlæknis, bekkjarbróður og vin- ar. Hún var fædd í Mariefred, litlum bæ skammt frá Stokkhólmi, lærði til hjúkrunarfræðings í Eskilstuna og var nemi á farsótt- adeild sjúkrahússins þar sumarið 1958 þegar Ólafur hóf þar störf. Þetta sumar geisaði lömunarvei- kifaraldur í borginni, margir sjúk- lingar lömuðust og náðu sér aldrei en aðrir létust. Þau Inga og Ólafur kynntust á sjúkrahúsinu þegar hún bauðst til að aðstoða hann við ákveðið verk. Það varð þeim báð- um örlagaríkt, því að eftir þann dag hafa leiðir þeirra ekki skilið. Þau giftust 8. febrúar 1960. Á árunum eftir að Ólafur lauk sérfræðinámi sínu í Eskilstuna, Stokkhólmi og Lundúnum vann hann stutt tímabil á Landspítalan- um. En haustið 1967 flutti fjöl- skyldan loks alkomin heim þegar Ólafur tók við starfi forstöðu- manns nýstofnaðrar rannsóknar- stöðvar Hjartaverndar, en 1972 var hann skipaður landlæknir sem hann gegndi til 1998 er hann varð sjötugur. Enginn skyldi halda að Inga hafi átt frí meðan Ólafur var að störfum því að hún lauk námi fljót- lega og vann síðan sem hjúkrunar- fræðingur. Þau eignuðust fimm börn á árunum 1960 til 1969, tvær stúlkur og þrjá drengi. Þau hafa alla tíð verið mjög nánir vinir og félagar og haft gaman af að ræða sameiginleg málefni, s.s. barna- uppeldi og mál sem snertu starfs- svið þeirra. Eftir að Ólafur varð landlæknir bættust á hann æ fleiri verkefni, s.s. þátttaka í norrænu og alþjóðlegu samstarfi sem kall- aði á fundarhöld erlendis. Og hve- nær sem Ólafur þurfti að bregða sér af bæ í embættiserindum hófst undirbúningur ferðarinnar alltaf á því, – meðan börnin voru ung, – að útvega barnfóstru, því Ólafur gat ekki hugsað sér að leggjast í ferðalag án konu sinnar. Inga fór því með manni sínum á fundi Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) í Genf, fundi Evr- ópudeildar stofnunarinnar í Kaupmannahöfn, fundi með nor- rænu landlæknunum o.fl. Heima á Íslandi hljóp hann í skarðið fyrir lækna á landsbyggðinni til að þeir kæmust í sumarleyfi eða náms- dvöl erlendis og fór oftsinnis í heimsóknir til sjúkrahúsa og læknastöðva í öllum landshlutum. Inga kynntist landinu vel í þeim ferðum og hafði mikla unun af. Inga-Lill Marianne Ólafsson ✝ Inga-Lill Mari-anne Ólafsson fæddist 20. desem- ber. Hún lést 28. desember 2013. Út- för Ingu-Lill fór fram 10. janúar 2014. Ólafur hefur sagt að sumar ferðirnar til útlanda hafi verið bæði langar og strangar, en nær- vera Ingu hafi verið sá klettur sem hann gat ævinlega treyst á. Aðstoð hennar og styrkur hafi verið ómetanleg og því hefðu þau alltaf komið heil heim að lokinni ferð. Inga var heilsteypt kona og móðir með heilbrigðan metnað fyrir fjölskyldu sína og starf sem hjúkrunarfræðingur. Hún vildi því ekki láta sitt eftir liggja en sótti fljótlega um starf eftir að fjöl- skyldan flutti heim 1967. Hún vann á barnadeild Landakots í átta ár en þegar deildin var flutt annað fékk hún starf sem skóla- hjúkrunarfræðingur við Haga- skólann í Reykjavík þar sem hún vann í 20 ár. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt einlæga vináttu Ingu í öll þessi ár. Ólafi og börnunum og fjöl- skyldum þeirra sendum við Ragn- hildur innilegar samúðarkveðjur. Valgarð Runólfsson og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Vorið 1971 flutti sá sem þetta ritar í hús við Grenimel, þá fimm ára gamall. Eins og alltaf fylgja blendnar tilfinningar flutningum, ekki síst þegar hugurinn er ungur og það sem síðar verður straumur hversdagslegra viðburða eru ennþá kaflar í spennandi ævintýri. Drengurinn hafði áhyggjur af leikfélagaskorti og þá benti faðir hans út um eldhúsgluggann og sagði að í húsinu á móti byggi sér- stakt sómafólk og þar væru fleiri góð og skemmileg börn en hann gæti talið. Það var hús Ingu og Ólafs og þar var engu orði ofaukið. Heimili Ingu og fjölskyldu hennar var einstakt. Húsið var risastórt með ótal rýmum og þar voru önnur börn hjartanlega vel- komin eins og þau væru hennar eigin. Heimilisbragurinn var ann- ar en tíðkaðist, allt var frjálslegra og líka jákvæðara en mörg börn áttu að venjast. Uppruni Ingu olli því að við héldum að hér væri sænskur siður, en auðvitað var bragurinn, viðhorfin og góðsemin fyrst og fremst eiginleikar Ingu og Ólafs og barnanna þeirra sem alltaf virtust vera góðir vinir hvert annars og urðu öll góðir félagar og vinir undirritaðs. Á mörgum heimilum var reglum fylgt af ótta við refsingu húsráðanda, en hjá Ingu voru hlutir gerðir til að mamma yrði ekki leið, ekki af því hún yrði reið. Inga vildi heldur ekki að aðrir væru leiðir. Þegar rafmagn fór af hluta hverfisins á aðfangadag og horfur voru á jól- um með súrmjólk og brauði við kertaljós taldi hún ekki eftir sér að bjóða einni fjölskyldu til viðbótar við sína eigin í jólamat. Henni fannst heldur ekki tiltökumál að taka aukabarn með í ferðalag á nýjársnótt svo barnið fengi að sjá flugeldana yfir Reykjavík ofan af Kjalarnesi og taka þátt í skemmti- legri veislu. Besta merkið um gæsku Ingu má þó ef til vill sjá í börnunum sem öll eru nú vænt fólk og henni til mikils sóma, hvert með sínum hætti. Inga var sérstaklega elskuleg kona, það þekkja þeir sem hún hjúkraði og líka undirritaður sem hún sýndi mikla ástúð sem aldrei gleymist. Haraldur Ólafsson. Við Ólafur Ólafsson, fyrrver- andi landlæknir, vorum bekkjar- bræður allt frá setu okkar í 1. bekk Gagnfræðaskóla Reykvík- inga við Tjörnina í Reykjavík þar til við stúdentspróf 1948 og fór síð- an hvor sína leið í Háskóla Ís- lands. Djúp og traust vinátta okk- ar hefur staðist allar tímabundnar fjarlægðir. Að loknu námi í lækna- deild háskólans fór Ólafur í fram- haldsnám til Danmerkur og síðar Svíþjóðar. Að því loknu starfaði hann sem læknir í Svíþjóð. Árið 1958 geisaði slæm lömunarveiki á Norðurlöndum. Starfaði Ólafur þá í Eskilstuna. Kynntist hann þar í starfi við erfiðar aðstæður í löm- unarveikinni ungum hjúkrunar- nema, Ingu Marianne. Hafa leiðir þeirra ekki skilið síðan þar til Inga lést á bráðadeild Landspítalans 28. desember sl. Ólafur og Inga gengu í hjónaband í febrúar 1960 og komu til Íslands í lok þess árs. Vakti sænska hjúkrunarkonan eðlilega nokkra forvitni hjá okkur vinum Ólafs, og leiddi Ólafur hana fljótt í vinahópinn. Við hjónin bjuggum þá í hinu horfna Skugga- hverfi; í timburhúsi sem hafði nafn (Bakkabúð), sögu og hljóma. Í Skuggahverfinu voru mörg gömul hús og andrúmsloftið þar sem í litlu þorpi, en nú er það aðeins saga. Við buðum gömlum vinum okkar Ólafs heim til okkar með þeim hjónum nýkomnum frá Sví- þjóð. Inga Marianne, glæsileg og greind kona, féll þegar vel inn í hópinn. Ingu og eiginkonu minni, Guðbjörgu, varð þegar vel til vina og var mikill samgangur milli okk- ar hjónanna. Ólafur starfaði hér sem læknir og þótti úrræðagóður og einkar traustur. Þau hjónin voru mjög samrýnd og tók Inga mikinn þátt í starfi Ólafs enda sviðið þeirra beggja. Niðurstöður í erfiðum læknisfræðilegum málum voru tíðum sameiginlegar. Árið 1964 fóru þau enn til Svíþjóðar og voru þar til ársins 1967. Við hjónin dvöldumst hjá þeim um skeið í Stokkhólmi við frábæra gestrisni og umhyggju. Ólafur var árið 1974 ráðinn til að stýra nýstofnaðri Hjartavernd, en hann hafði staðið að undirbúningi þeirrar stofnun- ar. Inga starfaði lengi hérlendis sem hjúkrunarfræðingur. Hún hafði mikinn áhuga á þessu nýja landi sínu sem og bókmenntum þess og menningu. Ferðaðist hún með manni sínum er hann gegndi læknisstörfum á landsbyggðinni, og var honum mikil stoð. Svo var og er hann tók við starfi landlækn- is. Við kveðjum nú þessa góðu konu, Ingu Marianne, og sendum Ólafi og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur okkar. Guðbjörg og Guðmundur W. Vilhjálmsson. Látin er Inga Ólafsson, hjúkr- unarfræðingur, 77 ára að aldri. Hún gerðist skólahjúkrunar- fræðingur við Hagaskóla haustið 1983 og gegndi því starfi til vors 2000. Það reyndist skólanum í alla staði happadrjúgt að fá hana til starfa. Hún var fagleg, glögg, úr- ræðagóð, hafði góða nærveru, var hlýleg og lét sér annt um skjól- stæðinga sína. Þegar Inga hóf störf við Hagaskóla var fremur fátt um úrræði fyrir unglinga í vanda. Hún plástraði því ekki nemendur aðeins í eiginlegri merkingu heldur plástraði hún líka sálina. Störf hennar einkenndust af hugprýði, festu, velvilja, góð- mennsku og virðingu fyrir þeim mörgu unglingum sem leituðu til hennar. Samstarf okkar var náið og bar hvergi skugga á. Við héldum tengslum eftir að hún hvarf úr starfi og vorum trúnaðarvinir. Ég þakka henni óeigingjörn störf og yndisleg kynni um leið og ég votta Ólafi og börnum þeirra innilega samúð mína. Einar Magnússon, fyrrver- andi skólastjóri Hagaskóla. Að baki góðum manni býr gæfurík kona. Að baki stórbrotn- um manni býr göfuglynd kona. Kona sem verður ekki léttilega borin saman við þá sem verða á vegi manns í hversdegi lífsins. Inga var göfuglynd kona. Hún bjó eiginmanni sínum, vini mínum Ólafi Ólafssyni, fagran grunn, fal- legt heimili, gaf honum glæst börn og gifturík ár. Þannig kynntist ég Ingu eftir því sem vinátta okkar Ólafs óx á liðnum tveimur áratugum. Ólafur kom mér til ómetanlegrar hjálpar í starfi mínu. Inga stóð þar sterk- lega að baki okkur Ólafi. Var oft sú sem varð fyrir svörum þegar ég leitaði til Ólafs um að annast sjúk- linga mína. Hlýjan sem ég mætti hjá Ingu var einlæg og sönn og hún ætíð hjálpleg og velviljuð. Ég kynntist fallegu heimili Ingu og Ólafs, enn fremur sam- lyndi þeirra og umhyggju sem þau báru svo ríkulega hvort fyrir öðru. Ingu verður víða saknað. Hún skilur eftir hjá okkur tíguleik. Börn sem bera áfram þær dyggðir sem Inga var hlaðin. Þegar mikill missir verður, sorg heggur djúp spor, er hugur minn hjá þeim sem dýpstu sorgina bera. Ég votta Ólafi og fjölskyldunni mína einlægustu samúð á þessari sorgarstund. Minningin um Ingu verður bjarmi sem lýsir á vegi framtíð- arinnar. Jón Gunnar Hannesson. Elsku besta amma okkar. Við systurnar eigum ennþá virkilega erfitt með að trúa því og með- taka það að þú sért farin frá okk- ur. Þrátt fyrir að gera okkur grein fyrir veikindum þínum og vita í hvað stefndi biðum við allt- af eftir kraftaverki og að þú myndir ná heilsu á ný. Það var Guðríður Jónsdóttir ✝ Guðríður Jóns-dóttir fæddist 4. maí 1931 í Hnef- ilsdal. Hún lést á Landspítalanum 28. desember 2013. Útför Guðríðar fór fram frá Ás- kirkju í Reykjavík 6. janúar 2014. erfitt fyrir Kristínu að keyra með pabba upp á Landspítala hinn 28. desember sl. og vita að nú væri komið að kveðjustund. Ef við hugsum til baka erum við svo þakklátar fyrir að hafa kynnst þér og átt gott samband við þig, enda voru barnabörnin þín þér hugleikin og ætíð í forgangi. Þú varst svo góð, dugleg, vinnusöm og ósérhlífin. Hugsaðir svo vel um allt og alla og settir alla aðra í forgang á undan þér. Það kom vel í ljós þegar þú hugsaðir svo vel um afa í hans veikindum og lagðir kapp á að hafa hann heima hjá þér í Snæfelli sem lengst þrátt fyrir að vera sjálf orðin veikari en þú vildir vera láta. Elsku amma, við eigum svo margar yndislegar minningar frá Vopnafirði og erum þakklát- ar fyrir þær. Þú kenndir okkur svo margt, sem við munum nýta okkur í framtíðinni. Húsið þitt var alltaf hreint og fínt, þú áttir alltaf nýbakaða súkkulaðiköku uppi á frystikistunni inni í búri og ísskápurinn alltaf fullur af mat og góðgæti. Alltaf varstu boðin og búin að spila, spjalla eða leyfa okkur að fylgjast með þér baka eða prjóna. Við geym- um fallegu peysurnar og vett- linga sem þú prjónaðir handa okkur og kjólana sem þú saum- aðir á okkur þegar við vorum litlar. Fallegri vinnu er vart hægt að finna. Það var yndislegt að vera hjá þér og fylgjast með þér rækta fallega garðinn ykkar afa. Við fengum okkur oft göngutúr upp í hlíðina. Við munum ennþá hvar staðurinn var með góðu jarðar- berjunum. Nýuppteknar kart- öflur og ferskar radísur voru oft á boðstólum hjá ykkur. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og kennt okkur. Við erum heppnar að hafa fengið þann tíma með þér sem við feng- um. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Við elskum þig og munum aldrei gleyma þér, elsku amma. Kristín Jónsdóttir og Guðríður Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.