Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 ✝ Marta Þórð-ardóttir fædd- ist 15. nóvember 1948 í Fagra- hvammi í Garði. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. jan- úar 2014. Foreldrar henn- ar voru Þórður Sigursteinn Jörg- ensson, f. 1. sept- ember 1909, d. 17. febrúar 1984, og Sveinbjörg Rannveig Sveinbjörnsdóttir, f. 13. nóv- ember 1915, d. 30. ágúst 1990. Systkini Mörtu eru: Halldór Sveinbjörn, f. 17. september 1941, d. 1. júlí 2007. Ólafur Ei- ríkur, f. 4. apríl 1943. Anna, f. 1. apríl 1946. Jórunn Jóhanna, f. 16. ágúst 1947. Ingibjörg Þorgerður, f. 25. júlí 1951. Hafliði, f. 9. mars 1954. Birna, f. 11. apríl 1956. Marta átti fósturbróður, Magnús Gíslason, f. 5. ágúst 1932, d. 6. júní 2013. Marta giftist 25. desember apríl 1983. Hennar maki er Högni Róbert Þórðarson, f. 28. apríl 1976. Synir þeirra eru Sölvi Hrafn Halldór, f. 2. júlí 2010, og Kristján Flóki, f. 3. október 2013. Fyrir á Högni eina dóttur, Hafrúnu Júlíu, f. 6. júlí 2003. Marta gekk í Barnaskóla Gerðahrepps og kláraði síðan gagnfræðapróf frá gagnfræða- skóla í Reykjavík árið 1965. Sama ár bauðst Mörtu sum- arstarf á Akureyri á hótel Varðborg við framreiðslustörf, sem hún þáði. Það sumar kynntist hún Kristjáni og flutti hún alfarið til Akureyrar þá um haustið. Þá hóf hún störf í fjölskyldufyrirtæki tengdafor- eldra sinna, Amaro, þar sem hún starfaði allt fram til 1997 þegar hún stofnaði verslunina Valrós 3. mars það ár. Sam- hliða rekstrinum á Valrós starfaði hún í heildverslun Am- aro sem er í eigu þeirra hjóna. Marta var virk í félagsstarfi og var ein af stofnendum J.C. Súlna á Akureyri. Síðar varð hún félagi í Oddfellowstúkunni Auði og starfaði þar til dauða- dags. Útför Mörtu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 17. jan- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 10.30. 1966 Kristjáni Við- ari Skarphéð- inssyni, f. 21. júní 1946. Foreldrar hans voru Skarp- héðinn Ásgeirsson, f. 3. mars 1907, d. 22. september 1988, og Laufey Valrós Tryggva- dóttir, f. 5. apríl 1911, d. 28. desem- ber 1997. Dætur Mörtu og Kristjáns eru: 1) Jó- hanna, f. 28. júní 1966. Dætur hennar og Magnúsar Kristjáns- sonar eru Marta Gréta, f. 3. september 1997, og Kristjana Marín, f. 18. mars 2003. 2) Þórdís Björg, f. 12. janúar 1972. Hennar maki er Gunnar Sv. Friðriksson, f. 8. janúar 1969. Dóttir Þórdísar og Arnar Úlfars Úlfarssonar er Hrafn- hildur, f. 24. febrúar 1998. Dóttir Þórdísar og Gunnars er Berglind, f. 14. júlí 2005. Fyrir á Gunnar tvær dætur, Helenu, f. 23. júní 1995, og Agnesi, f. 24. júlí 1997. 3) Kristín, f. 29. Elsku mamma. Okkur þykir svo skrítið að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að sjá þig aftur nema á myndum og ekki geta talað við þig heldur bara til þín. Þeim mun dýrmætari eru allar þær minningar sem við eig- um um þig og allar samveru- stundirnar sem við áttum. Við erum svo stoltar af þér og þeim eiginleikum sem þú varst gædd, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, sýndir okkur og því sem við tókum okkur fyrir hendur áhuga, fylgdir okkur eftir í einu og öllu, varst alltaf glaðlynd, svo hjartahlý og ljúf. Þú varst svo falleg að innan sem að utan, enda góð fyrirmynd fyrir okkur, börnin okkar og alla þá sem voru í kringum þig. Í veikindum þínum sýndir þú mikið æðruleysi og jákvæðni og tókst á við allt sem að höndum bar í takt við það. Það gaf okkur styrk til að njóta og gleðjast saman og nýttum við hvert tæki- færi til þess. Samanber jólahlað- borðið og laufabrauðsgerðina í nóvember sl. þar sem fjölskyld- an átti dásamlega helgi saman. Ekki má gleyma rúsínuköku- bakstrinum en það voru jólasmá- kökurnar þínar. Einnig er okkur ofarlega í huga fæðing Kristjáns Flóka þegar þið Þórdís hlupuð inn þremur rembingum fyrir fæðingu hans og sáuð hann koma í heiminn, það er okkur dýrmætt að hafa upplifað þessa stund með þér. Við gætum enda- laust haldið áfram að minnast þín og samverustunda með þér en látum hér staðar numið. Elsku mamma okkar, hafðu þökk fyrir allt og allt. Minning þín mun lifa. Þínar dætur, Þórdís og Kristín. Þú varst eins og sólin sem súnkaði í hafið og bauð góða nótt. Táraperlur fylla augu mín þegar ég hugsa til þín og rifja upp hvað þú varst mér góð, allt- af. Mér er það bæði ljúft og skylt að senda frá mér þakklæti til þín, kæra systir. Þótt það hafi ekki verið nema átta ár á milli okkar vorum við lítið saman heima í foreldrahúsum. Þú varst farin til Reykjavíkur í gaggó þegar ég var bara sex ára og þaðan ferð þú til Akureyrar í sumarvinnu en komst ekki til baka. Það var óskaplega langt til þín þegar ég var lítil en það styttist um tíma þegar ég var í vist á Húsavík, þá ellefu og tólf ára. Alltaf var það mér í hag að koma til þín, ég man þegar þú fórst með mig í Gefjun og Iðunni til að kaupa nýja skó og efni í buxur sem Jórunn systir okkar átti svo að sauma, þá var hún að læra í Parísartískunni. Ég trúði því varla þegar ég rifjaði það upp fyrir sjálfri mér, þegar þú hringdir í mig um sumar og sagðir mér að nú skyldi ég safna peningum og fara með frænku Kidda út til Exeter í skóla. Marta, þú varst ekki nema 28 ára, áttir tvær dætur og þú varst að bjóða mér pössun í hálft ár dag og nótt fyrir drenginn minn. Tveggja ára barn þarf manninn með sér. Þvílík fórnfýsi, en auð- vitað átti Kiddi heilmikið í þessu. Annað rifjast upp fyrir mér sem sýnir hvað góð og umhyggjusöm þú varst. Eftir eina orlofshúsa- ferðina til Akureyrar hringi ég og læt vita að ferðin heim hafi gengið vel en sennilega hafi bux- ur af Tóta lent í ruslatunnunni því þær voru óhreinar og komn- ar í poka. Fáum dögum síðar kemur pakki frá þér með nýjum buxum á barnið. Þetta hélt áfram því þetta sama barn varð stúdent núna 21. desember síð- astliðinn. Þrátt fyrir að þrekið væri búið og þú orðin mjög veik kom samt gjöf. Það var ekki til- viljun að síðasta símtalið okkar var einmitt svona. Takk fyrir sendinguna, Marta mín. Nú veit ég það að gæfan er ekki alltaf á sínum stað. Þín systir, Birna. Fljótt skipast veður í lofti. Fregn um alvarleg veikindi Mörtu systur minnar í apríl síð- astliðnum kom eins og reiðars- lag. Marta sem hafði alltaf verið svo hraust og lifað heilbrigðu lífi. Hvernig gat þetta verið? En þetta var veruleikinn og í veikindunum kom styrkur henn- ar og hugrekki vel í ljós. Í marga mánuði háði hún harða baráttu við illvígan sjúkdóm og alltaf var hún æðrulaus, bjartsýn og bar- áttuviljinn ótrúlegur. Um og eft- ir áramót þraut kraftur og elskuleg systir mín kvaddi 8. janúar, umvafin ástvinum sínum sem voru hennar stoð og stytta í veikindunum. Á erfiðum stundum leitar hugurinn til liðinna samveru- stunda. Marta var fædd í Garðinum og átti þar góð æskuár með for- eldrum og systkinum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera ekki bara systir hennar heldur einnig góð vinkona. Leiðir okkar beggja lágu norður í land er við vorum ungar að árum. Leið Mörtu til Akureyrar en mín til Húsavíkur. Þar kynntist hún Kidda sínum og stofnuðu þau heimili og þar fæddust dæturnar þrjár. Margar yndislegar samveru- stundir áttum við systur ásamt fjölskyldum okkar fyrir norðan. Þau hjá okkur eða við hjá þeim, meðal annars í „summanum“ þeirra, í ferðum erlendis og fleira slíkt. Alltaf voru börnin með í ferð. Þegar ég og fjöl- skylda fluttum suður varð engin breyting á. Núna er ég minnist liðinna stunda er eins og Marta hafi alltaf átt heima á Akureyri – svo samofin var hún bænum sínum. Í hartnær fjörutíu og átta ár stóð hún vaktina í miðbæ Ak- ureyrar. Fyrst á Hótel Varð- borg, síðan hjá fjölskyldufyrir- tækinu Amaró sem tengdaforeldrar hennar stofnuðu og ráku og síðustu árin í eigin verslun, Valrós sem hún rak með miklum glæsibrag. Marta var mjög náin fjöl- skyldu sinni sem var henni allt. Hún var mikil vinkona dætra sinna og barnabarna. Það var unun að vera með henni á meðal síns fólks, en þar naut hún sín best. Elsku Marta mín: hafðu þökk fyrir allt og allt. Og margar hendur munu nú þér réttar og margir vinir fagna eflaust þér. En framvegis þú ferð um brautir sléttar jafn sælar og þú bjóst öðrum hér. (Guðmundur H., Brekkuvöllum.) Elsku Kiddi, Jóhanna, Þórdís Björg, Kristín og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur. Anna og fjölskylda. Það er svo margs að minnast við fráfall minnar kæru systur. Við eygðum von um að hún næði bata þessi lífsglaða, kraftmikla kona sem hún var. En svona er lífið, manneskjan áætlar en guð ákveður. Margra skemmtilegra stunda er að minnast frá æskuheimili okkar, margt um manninn enda stór barnahópur, mikið um að vera bæði í leik og starfi. Þegar Marta var stelpa dó hún ekki ráðalaus, vantaði hjól, eldri bræður áttu hjól með pípu, hún æfði sig á því þar til hún gat hjólað með annan fótinn undir pípunni og það tókst. Eins var þegar hún fór að skauta, bara til alltof stórir skautar, þá var ráð að fara í fleiri ullarsokka þar til þeir pössuðu. Á unglingsárum sínum stundaði Marta nám í Gagnfræðaskóla verknáms í Reykjavík og dvaldi þá hjá Guð- mundi frænda. Að námi loknu, þá sextán ára, lá leiðin til Ak- ureyrar að vinna á hóteli. Á Ak- ureyri kynntist hún Kidda og hófu þau búskap stuttu seinna. Síðan fæddust þeim þrjár dætur sem mamman hlúði að og var stolt af, þær urðu hennar bestu vinkonur. Þegar Marta veiktist stóðu þær við hlið pabba síns og hlúðu að móður sinni. Ferðirnar norður til Mörtu voru ógleymanlegar. Fyrstu árin fóru allir í bíltúr (lautarferð) til að skoða svæðin í kring, seinni árin var okkur boðið upp í sum- arbústaðinn sem þau hjónin byggðu og ræktuðu landið í kringum, sannkallaður sælureit- ur. Marta átti fallegt heimili sem stóð öllum opið, því gestrisni, ljúfmennska, hjálpsemi og gjaf- mildi fylgdi henni alla tíð. Þegar börnin mín tvö fóru norður til náms kom hún færandi hendi með eldhúsáhöld til að fylla í skápana og þegar ég gerðist nýrnagjafi valdi hún mig sem styrkþega hjá verslun sinni Val- rós það árið, svona var hún, gladdi alla sem hún hafði tök á. Nú ert þú kvödd með klökkva og sorg í huga því kemur dauðinn stundum svona fljótt því svarar aðeins almættið sem ræður í örmum hans þú hvílist sætt og rótt. Svo gengur þú um gullnar fagrar strendur í geislum sólar – þar er eilíft vor þar vaxa blóm frá bænum þinna vina en blærinn hvíslar yfir gengin spor. (G.G.) Megi ljós friðar og kærleika lýsa henni á drottins braut. Hvíl í friði, þín systir. Jórunn. Elsku Marta mín. Það er ólýs- anlega sárt að kveðja þig og sjá á eftir þér yfir í nýja heima. Mér þótt svo vænt um þig og þótti alltaf jafnnotalegt að sjá hversu umhugað þér var um fjölskyldu þína og að okkur öllum gengi vel og liði vel. Þegar ég lít til baka hrannast upp minningar um þig í faðmi fjölskyldunnar í summanum þar sem við áttum svo óteljandi margar ljúfar og skemmtilegar stundir. Í summanum leið þér alltaf vel, umvafin þeim sem þér þótti vænst um. Þar gerðum við okkur alltaf glaðan dag, fórum í leiki, grilluðum og höfðum það notalegt. Eftir að þú veiktist þurftir þú oft að koma til Reykjavíkur og dvelja þar í lengri eða skemmri tíma. Það var okkur Þórdísi og stelpunum ómetanlegt að geta verið þér innan handar þann tíma og eigum við yndislegar minningar um þig þessa síðustu mánuði svo ég tali nú ekki um ferðina sem við fórum í haust suður með sjó með viðkomu í Herdísarvík. Það var nú bara þannig að þér þótti alltaf gaman að rúntinum. Ég þakka þér fyrir það, elsku Marta mín, að gera okkur kleift að eyða síðustu jólum hjá ykkur Kidda á Akureyri. Sá tími sem við áttum öll saman á heimili ykkar er okkur mjög dýrmætur. Söknuður fjölskyldunnar er mikill, en allar þær góðu minn- ingar sem við eigum um þig munu vonandi létta okkur þyngstu sporin. Megi góður Guð styrkja okk- ur öll á þessum erfiðu tímum. Í sameiningu munum við komast í gegnum þessa miklu sorg. Gunnar Sv. Friðriksson. Elsku besta amma mín. Ég vildi að þú værir ekki dáin af því mér þótti svo gaman að koma til þín til Akureyrar og vera hjá ykkur afa í summanum og fara í leiki með ykkur og grilla og gera svo margt skemmtilegt. Mér fannst líka svo gaman þegar þú komst til okkar í heimsókn, af því að þá fékk ég að sofa hjá þér í aukaherberginu okkar. Ég ætla að biðja Guð og engl- ana að passa þig mjög vel. Þín Berglind. Elsku besta amma mín. Þú ert yndislegasta amma sem hægt er að hugsa sér. Ég er svo glöð að eiga þig að. Ég er líka svo glöð að hafa átt allar þessa ómetanlegu stundir með þér. Til dæmis þegar ég var svo oft að koma norður til ykkar afa, koma með þér í búðina og sauma með þér. Síðasta sumar var líka ynd- islegt. Það var svo notalegt að hafa þig svona oft hjá okkur. Ég mun aldrei gleyma þeim stund- um. Elskaði líka að heyra sög- urnar af því þegar þú varst lítil og þegar þið afi kynntust. Það var svo gaman hjá okkur. Þótt þú sért farin héðan veit ég að þú verður alltaf hjá okkur. Hjálpar mér að ná markmiðum mínum í bæði dansi, námi og í lífinu. Þú ert og hefur alltaf ver- ið ein af mínum fyrirmyndum. Alltaf svo brosmild og góð við alla en samt ákveðin. Þannig ætla ég að vera, eins og ég var búin að segja þér. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og ég veit að þú elskar mig líka. Ég hlakka til að hitta þig aftur amma mín. Ert best- ust. Hrafnhildur. Mig langar að minnast Mörtu Þórðardóttur, góðrar vinkonu minnar. Kynni okkar hófust haustið 1965 er við unnum sam- an í versluninni Amaró. Ég hafði unnið í tæpt ár þegar hún hóf störf og var ég beðin um að að- stoða hana við að komast inn í starfið. Ég var svolítið stressuð en það hvarf um leið og hún mætti með sitt fallega bros og okkur samdi strax vel. Marta var fyrst af okkur til að byrja í sambúð en hún flutti úr Garðinum til Akureyrar til að búa með Kidda sínum. Fljótlega var stofnaður saumaklúbbur þar sem við nokkrar vinkonur hitt- umst reglulega. Það var lítið saumað en þeim mun meira tal- að. Þetta voru góðar stundir, ekki síst eftir að líða tók á árin. Fyrstu árin var talað um stráka, svo börnin og síðar um barna- börnin. Minnisstæðar eru marg- ar samverustundir með mökum okkar, svo sem grillveislur í heimahúsum og sumarbústöðum. Seinna urðum við Marta tvær eftir á Akureyri og urðu okkar klúbbar þannig að ég fór og hitti hana inni í Valrós og við fengum okkur kaffisopa og spjölluðum. Haustið 2000 til 2003 vann ég í búðinni hennar og þar áttum við góðar stundir saman. Marta gat verið ákveðin en það var stutt í glettnina og ég held að stundum hafi okkur fundist við vera bara eins og árið ’65 og höguðum okkur eftir því, með flissi og gríni. Oft þurfti lítið til, t.d. bara að við rákumst saman á litla lagernum okkar í búðinni í jólaösinni. En nú er Marta farin og ég fer ekki oftar í Valrós til að spjalla yfir kaffisopa. Ég þakka minni elskulegu vinkonu fyrir samfylgdina öll árin og öll henn- ar elskulegheit. Elsku Kiddi, Jóhanna, Þórdís, Kristín, barnabörn og tengda- synir, við Einar og dætur okkar sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minning góðrar vinkonu lifir. Margrét Sigurðardóttir (Maddý.) Ég gleymi því aldrei þegar ég var nýflutt til Akureyrar og kom fyrst heim með Kristínu. Marta heilsaði mér svo innilega og faðmaði mig lengi, eftir það fannst mér alltaf eins og Stekkjargerðið væri mitt annað heimili. Það var sama hvað við Kristín vorum að brasa: baka, halda tískusýningu, æfa fyrir ka- rókí, æfa fyrir freestyle eða þol- fimikeppni, taka módelmyndir af okkur, gista saman, búa til út- varpsþátt eða einn af þúsund hlutum sem okkur datt í hug þá sýndi Marta okkur endalausa at- hygli og hrósaði okkur alltaf í hástert. Marta var ótrúleg kona, þessi jákvæðni og þetta umburðar- lyndi sem einkenndi hana skín í gegnum afkomendur hennar. Ég er henni mjög þakklát fyrir það því að ég veit að það hjálpar öll- um í gegnum sorgina. Þín verður sárt saknað, elsku Marta mín. Martha Hermannsdóttir. Marta Þórðardóttir ✝ Okkar kæra frænka og vinur, BJÖRNEY JÓNA BJÖRNSDÓTTIR hjúkrunarkona, Hlíf II, Ísafirði, lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar föstudaginn 3. janúar. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 18. janúar kl. 14.00. Jónína S. Lárusdóttir, Gísli H. Sigurðsson, Birna Lárusdóttir, Valur Hugason, Oddný F. Lárusdóttir, Finnbjörn Þ. Kristjánsson, Steinunn Sölvadóttir, Stefán K. Símonarson. ✝ Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og ömmu, ERNU GUÐBJARGAR INGÓLFSDÓTTUR, Knarrarstíg 1, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar I á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki fyrir góða hjúkrun og umönnun. Guðmundur Helgason og fjölskylda. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, EINAR HELGASON, Grenimel 19, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hulda Marinósdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.