Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Uppþemba, bjúgur eða flensa? Fæst í Lyfju, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni), Fjarðarkaupum, ýmsum apótekum og sérverslunum. Er á Facebook www.annarosa.is Tinktúran Fjallagrös og fíflarót þykir hreinsandi fyrir meltinguna og mjög góð gegn uppþembu, vindverkjum og ristilkrampa. Ég er 64 ára og ákvað að prófa tinktúruna Fjallagrös og fíflarót frá Önnu Rósu. Nú er ég búinn með þrjár flöskur og finn að virknin er mjög góð. Ég finn mikinn mun á maganum og hef líka miklu meiri orku en áður. Ég mæli hiklaust með þessari tinktúru því hún virkar mjög vel! – Guðjón Einarsson Ég er asma- og ofnæmissjúklingur og viðkvæm fyrir kvefi, háls- bólgu, eyrnabólgum og ennis- og kinnholusýkingum. Mér finnst tinktúran Sólhattur og hvönn svín- virka fyrir mig og það skemmir ekki hversu einfalt er að nota hana. – Inga Harðardóttir Ég er 47 ára og hef verið með gigtarverki og stirðleika í liðum, stundum það mikið að ég á erfitt með að klæða mig í sokka á morgnana. Ég er að bíða eftir tíma hjá gigtarlækni en í millitíðinni ákvað ég að prófa Fíflablöð og birki. Nú er ég búin með tvær flöskur og finn mikinn mun á mér og það er mikill léttir að vera ekki stirð og kvalin. Tinktúran hefur líka haft vatnslosandi áhrif sem dregur úr liðverkjum. Ég mun halda áfram að taka þessa tinktúru því ég hef fulla trú á henni og því sem kemur úr náttúrunni. – Hrönn Traustadóttir Tinktúran Fíflablöð og birki þykir draga úr bjúg og liðverkjum vegna mikillar vökvasöfnunar. 20% afsláttur 17.-31. janúar Tinktúran Sólhattur og hvönn er talin styrkja ónæmiskerfið. Hún hefur m.a. reynst afar vel gegn kvefi, hálsbólgu, flensu, hósta og ennis- og kinnholusýkingum ásamt því að örva blóðflæði. Hjördís Ýr John- son gefur kost á sér í 4. sæti í próf- kjöri sjálfstæðis- manna í Kópavogi 8. febrúar nk. Hjördís er kynn- ingarstjóri Árvak- urs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og hefur starfað sem þjálfari hjá Dale Carnegie á Íslandi frá árinu 2006. Hún er með BA-gráðu í fjöl- miðlun og sjónvarpsþáttagerð frá Emerson College í Boston og hefur stundað meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Ís- lands. Hjördís Ýr er í sambúð með Árna Friðleifssyni, varðstjóra hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, og saman eiga þau fimm börn á aldr- inum 11-17 ára. Framboð í 4. sæti Pétur Gautur myndlistarmaður gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins fyrir bæjar- stjórnarkosning- arnar í Hafnar- firði. Pétur Gautur nam listasögu við Háskóla Íslands og lærði málaralist í Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn. Hann er kvæntur Berglindi Guðmundsdóttur land- lagsarkitekt og eiga þrjú börn. Þau hafa búið í Hafnarfirði sl. níu ár. Stefnumál Péturs Gauts eru fjöl- mörg. „Eflum menningu og listir í bænum og gerum lífið svo miklu skemmtilegra,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá Pétri Gaut. Sækist eftir 4. sæti Andri Steinn Hilmarsson gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi. Andri Steinn fæddist árið 1993 og er á fyrsta ári í fjármálaverk- fræði við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur gegnt margvíslegum félagsstörfum í gegnum tíðina. Sat m.a. í stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema árin 2011-13 og þar af í eitt ár sem formaður. Nú er hann formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Meðal fjölmargra stefnumála Andra Steins er að byggja stúd- entagarða í Kópavogi enda sé bær- inn ekki valkostur fyrir háskóla- nema bæjarins í dag. Framboð í 4.-5. sæti Eva Magnúsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Mosfellsbæ 8. febrúar næstkom- andi. Eva er for- maður fræðslu- nefndar Mosfellsbæjar og hefur setið í nefndinni undanfarin fimm ár. Hún er jafnframt varabæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Eva er forstöðumaður hjá Mílu ehf. þar sem hún hefur starfað og setið í framkvæmdastjórn sl. sjö ár. Áður gegndi hún stöðu forstöðu- manns almannatengsla Símans og var upplýsingafulltrúi fyrirtæk- isins. Eva er gift Finni Sigurðssyni og eiga þau tvær dætur, 16 og 19 ára. Framboð í 4. sæti Andri Karl andri@mbl.is Aðalmeðferð í máli Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæsta- réttardómara, gegn Þorvaldi Gylfa- syni, hagfræðiprófessor, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorg- un. Málið var höfðað vegna skrifa Þorvaldar um orðróm þess efnis að Jón Steinar hefði lagt drög að kæru til Hæstaréttar sem síðar hefði verið notuð sem átylla til að ógilda stjórn- lagaþingskosningarnar. Reimar Snæfells Pétursson, lög- maður Jóns Steinars, sagði Þorvald hafa með ummælunum staðið fyrir ósmekklegri aðför gegn persónu Jóns Steinars. Með þeim væri hann að segja Jón Steinar ærulausan og að honum væri trúandi til alls. „Dómari sem yrði vís að þessu hefði brotið gegn 130. grein almennra hegningar- laga og þannig gerst sekur um rang- læti við úrlausn máls eða meðferð þess og sú hegðun sætir fangelsi allt að sex árum. Auk þess þarf ekki að fjölyrða um almennt hæfi slíks dóm- ara til að gegna embætti. Því er um mjög alvarlega aðdróttun að ræða.“ Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmað- ur Þorvaldar, sagði tilgang greinar- innar ekki hafa verið að móðga per- sónu Jóns Steinars. Hún hafði þann tilgang að vekja lesendur til umhugs- unar um dvínandi traust á dómstól- um, um þá ákvörðun að ógilda stjórn- lagaþingskosninguna og um skipan hæstaréttardómara. Þá benti hún á að dagblaðið DV hefði í svonefndu Sandkorni greint frá umræddum orð- rómi. „Á nú að fara að banna það að endurtaka það sem birst hefur í fjöl- miðlum og hefur ekki verið mótmælt. […] Þetta er ekki spurning um að dreifa ærumeiðingum heldur endur- taka það sem kemur fram í fjölmiðl- um. […] Ef það væri komið í veg fyrir slíka tjáningu er komið í veg fyrir að almenningur geti tjáð skoðanir sínar á fréttum sem birtast í fjölmiðlum.“ Eftir ræður lögmanna var málið dómtekið og verður dómur kveðinn upp á næstu vikum. Ósmekkleg aðför eða endursögn í góðri trú  Aðalmeðferð í máli fyrrverandi dómara gegn prófessor Morgunblaðið/Golli Deila Dómstóla er að kveða upp úr um hvort ummæli í grein Þorvaldar Gylfasonar (t.h.) um Jón Steinar Gunnlaugsson verða dæmd dauð og ómerk. Krefst millljóna í bætur » Greinin sem ber heitið From Collapse to Constitution: The Case of Iceland var í ritröð há- skólans í München í Þýskalandi og birt í mars 2012. » Jón Steinar fer fram á að um- mæli í henni verði dæmd dauð og ómerk, Þorvaldi verði gerð refsing og hann dæmdur til að greiða sér 2,5 milljónir króna. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.