Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 STOFNAÐ1987 M ál ve rk : Ú lf ar Ö rn einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a Sími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Gullna hliðið er séríslensk allegoría um fyrirgefninguna. Kjarninn í verkinu snýr að því hvort kerlingin geti fundið hjá sér þann kraft að fyr- irgefa hið ófyr- irgefanlega,“ seg- ir Egill Heiðar Anton Pálsson sem leikstýrir Gullna hliðinu eftir Davíð Stef- ánsson sem Leik- félag Akureyrar frumsýnir í kvöld kl. 20, en sýn- ingin er hátíð- arsýning félags- ins á 40 ára atvinnuafmæli þess. Egill Ingibergsson hannar leik- mynd og lýsingu og Helga Mjöll Oddsdóttir hannar búninga. Um tónlistarflutning sér hljómsveitin Eva sem skipuð er Sigríði Eiri Zop- honíasardóttur og Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur. Með hlutverk kerl- ingarinnar fer María Pálsdóttir, en aðrir leikarar eru Aðalbjörg Árna- dóttir, Hannes Óli Ágústsson og Hilmir Jensson auk þess sem fjórtán nemendur úr Leiklistarskóla Leik- félags Akureyrar taka þátt í sýning- unni. Yfirnáttúrulegt ferðalag Leikritið byggði Davíð á þjóðsög- unni Sálin hans Jóns míns, sem birt- ist fyrst á prenti árið 1864, en Gullna hliðið var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó á jólum 1941. Í verkinu segir af kerlingu sem fer í heilmikið ferðalag að gullna hliðinu með sál bónda síns í skjóðu í því skyni að tryggja honum eilífa himna- ríkisvist. Aðspurður segist Egill Heiðar hafa heillast af Gullna hliðinu strax á unga aldri þegar hann sá sjónvarps- upptöku af verkinu með Jón Sig- urbjörnsson í hlutverki Jóns bónda. „Jón er náttúrlega gjörsamlega ómögulegur maður, enda alkóhól- íseraður hórlífsseggur. Kerlingin hans, sem er bullandi meðvirk, legg- ur allt á sig og fórnar í raun eigin himnaríkisvist þegar hún brýtur all- ar reglur jafnt himnaríkis sem og helvítis í því skyni að koma manni sínum til himna,“ segir Egill Heiðar og tekur fram að í verkinu birtist leiftrandi húmor gagnvart Íslend- ingnum og eðli hans. „Í mínum huga er Gullna hliðið ís- lenskur Guðdómlegur gleðileikur,“ segir Egill Heiðar og vísar þar til lykilverks Dante. „Enda fer kerl- ingin í yfirnáttúrulegt ferðalag og hittir yfirnáttúrulegar persónur, sem eru samt svo mannlegar í breyskleika sínum. Ég hef lengi ver- ið heillaður af þessu andlega æv- intýri og því hvernig hægt er að segja svona mikið um uppgjör tveggja manneskja við fortíð sína og sjálfar sig á jafn ævintýralegum nót- um,“ segir Egill Heiðar og tekur fram að af prólógus Davíðs að Gullna hliðinu megi ljóst vera að skáldið ætli sér í verkinu að skoða ís- lenskt samfélag. „Þetta samfélag sem bundið er í heljarklóm kirkj- unnar og fullt af hjátrú og þar sem landsmenn eru alveg búnir á því sök- um frosthörku og eldgosa, en ekki síður vegna kúgunar yfirvaldsins á eigin þegnum, sem síðan finnur sér leið niður allan þjóðfélagsstigann. Davíð fer alla leið langt aftur í torfbæinn til þess að skilja hvaða torfbæ við erum með í hjörtunum í dag.“ Spurður hvort honum hafi fundist vandasamt að nálgast æv- intýraheim verksins svarar Egill Heiðar því neitandi. „Þjóðsögur og ævintýri eru búin til úr ákveðnum veruleika til að útskýra annan veru- leika. Þannig spunnust sögur af álf- um sem stálu mannfólki í þoku af því að menn voru hræddir um að tapast í þoku. Stundum þurfum við sögur sem eru stærri en hið jarðbundna, til þess einmitt að útskýra hið jarð- bundna. Ævintýrin búa yfir þeim frábæra eiginleika að með fjarlægð sinni komast þau nær okkur. Æv- intýrin eru flóttaleiðin að sannleik- anum um okkur sjálf,“ segir Egill Heiðar og bendir á að ævintýri geti útskýrt fyrir okkur samtímann og lifi af dægurþrasið. Kennslan er ósíngjörn Að lokinni frumsýningu liggur leið Egils Heiðars til Berlínar, en sl. sumar var hann ráðinn prófessor í leiktúlkun við Ernst-Busch- leiklistarskólann þar í borg. „Frá námslokum hef ég verið að kenna bæði leikstjórum og leikurum með- fram leikstjórnarverkefnum,“ segir Egill Heiðar, en hann lauk fram- haldsnámi í leikstjórn við Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn 2002, útskrifaðist frá Leiklistarskóla Ís- lands árið 1999 og hefur sviðsett á þriðja tug leiksýninga jafnt hér- og erlendis. „Ég hef alltaf kennt og það er ótrúlega mikilvægur hluti af mínu lífi sem listamaður. Kennslan er ós- íngjörn og þess vegna holl, meðan leikhúsið er algjör andstæða við það. Leikhúsið er ekkert annað en augnablikið, skólarnir eru fram- tíðin,“ segir Egill Heiðar, sem auk þess að kenna við Ernst-Busch- leiklistarskólann, hefur gegnt stöðu prófessors við Konunglega leiklist- arskólann í Kaupmannahöfn og ver- ið fagstjóri leiktúlkunar við leiklist- ardeild Listaháskóla Íslands. Nemendur eru rándýr Spurður hvort hann sjái mikinn mun á nemendum milli landa sem og leikhússenunni svarar Egill Heiðar því neitandi. „Nemendur eru sérstök dýrategund, svakalegt rándýr. Þess vegna er svo spennandi að vera í kringum þau. Nemendur eru alls staðar eins. Mér finnst hins vegar áberandi hvað er mikil þensla í leik- listinni, þ.e. þensla í formi og inni- haldi. Það er spennandi að sjá hvernig unga fólkið hugsar, dreymir og framkvæmir, því það virðist allt vera hægt. Þegar maður er kominn til Berlínar er maður kominn í hjarta evrópsks leikhúss, en hjartað slær engu minna hérna norður á Íslandi og heldur ekki í hinni flötu Dan- mörku. Leiklistin blómstrar í svo miklu litrófi, allt frá geggjuðum upp- setningum á stórum söngleikjum til hinnar agnarsmæstu sögu með pabba sínum að dansa. Munurinn í öllu þessi litrófi hefur ekkert með nemendur að gera, heldur menningu sérhvers lands. Það er ólík stemning á hverjum stað og það er sálin hans Jóns míns, sem gegnir öðrum nöfn- um í Danmörku og Þýskalandi.“ „Ævintýrin eru flóttaleiðin“  Leikfélag Akureyrar fagnar 40 ára atvinnuafmæli með frumsýningu á Gullna hliðinu í kvöld kl. 20  Leikstjórinn segir að í verkinu birtist leiftrandi húmor gagnvart Íslendingnum og eðli hans Ljósmynd/Auðunn Níelsson Ævintýraheimur Hannes Óli Ágústsson, María Pálsdóttir, Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Hilmar Jensson í hlut- verkum sínum í sýningunni Gullna hliðinu sem frumsýnd verður hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld. Egill Heiðar Anton Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.