Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 21
Aukið frelsi grunnskóla
er lykillinn að framförum
„Erfiðleikarnir í skólakerfinu eru
vissulega margir, en það er margt
gott að gerast,“ segir Margrét Pála
Ólafsdóttir, fræðslustjóri og stofn-
andi Hjallastefnunnar. „Mesta sókn-
arfærið í grunnskólakerfinu á Íslandi
í dag er að stórauka frelsi skólanna,
hvort sem er sjálfstætt starfandi
skóla eða opinberra. Hverjum skóla
verði frjálst að setja sína eigin stefnu
og það er grundvallaratriði að kenn-
arasamningarnir verði opnaðir þann-
ig að það verði ekki mínútutalning
sem stjórnar kennslunni.“
Margrét Pála segir að mikilvægt
sé að mennta- og menningar-
málaráðuneytið veiti skólum meira
frelsi við að ákvarða hversu mikill
tími fari í kennslu hverrar náms-
greinar. „Á meðan skólarnir eru
njörvaðir niður í gamalt 40 mínútna
kennslustunda fyrirkomulag þar
sem menntamálaráðuneytið ákveður
hvað á að kenna mikið af hverju, þá
skapast aldrei það frelsi að skólarnir
geti gert sitt besta.“
Að mati Margrétar Pálu er of mik-
il áhersla lögð á vægi einstakra
námsgreina á kostnað þverfaglegrar
vinnu. „Það er löngu tímabært að við
förum að hugsa öðruvísi, að við lítum
á námið sem heild en ekki hólfað nið-
ur. Að þjálfa börn í sveigjanlegum
vinnubrögðum, samvinnu, hjálpsemi
og náungakærleika.“
Margrét Pála segir það allt of oft
gleymast að börnin sem sitji á skóla-
bekk í dag verði á vinnumarkaði í
framtíðinni. „Ég ætla að fullyrða að
65% af þeim starfsheitum sem þau
munu bera eru ekki einu sinni til í
dag. Fyrir hvað erum við að þjálfa
þau? Hvert það skólakerfi sem bygg-
ir á þekkingu dagsins í dag, eða því
sem verra er – á þekkingu gærdags-
ins eins og við gerum – mun aldrei
skila þeim árangri sem við viljum.
Við erum hlekkjuð við gamlar for-
sendur, gamalt kerfi.“
Frumkvöðlahugsun og sköpun
Eitt af því sem Margrét Pála
myndi vilja sjá meira gert af í ís-
lenskum grunnskólum er þjálfun í
frumkvöðlahugsun og skapandi
verkum. „Að börnin skapi sjálf það
sem þau fást við í stað þess að taka
endalaust við lausnum. Að hvetja þau
til að fara út fyrir rammann.“
Heldurðu að það sé grundvöllur
fyrir þessum breytingum í þjóðfélag-
inu og hjá yfirvöldum menntamála?
„Biðlistarnir í skólana okkar [Hjalla-
stefnuskólana] sýna að það er grund-
völlur meðal foreldra. Það er líka
gríðarlegur vilji hjá grasrótinni, hjá
kennurum sjálfum, að breyta núver-
andi kerfi.“
Ef grunnskólarnir hefðu þetta
aukna frelsi, myndi það ekki leiða til
þess að börn fengju mismunandi og
jafnvel misgóða menntun eftir skól-
um? „Vandi íslenska skólakerfisins
hefur í gegnum tíðina verið eins-
leitni, við viljum hafa skólana eins og
trúum því að þannig tryggjum við
jafnrétti. En í mörgum tilvikum þýð-
ir það að þeir eru jafnlélegir. Hvað
heldur fólk að myndi gerast ef það
stæði ekki í bók að það ætti að kenna
íslensku í tiltekinn tímafjölda á viku?
Að engin íslenska yrði kennd? Ef
skólarnir fengju frelsi til að ákveða
þetta sjálfir, myndum við fyrst sjá
eitthvað nýtt og kröftugt gerast. Ef
kennarar, skólastjórnendur, börn og
foreldrar fengju tækifæri til að
byggja upp sitt skólasamfélag á sinn
hátt og tökunum væri sleppt á öllum
þessum stóru þáttum sem við látum
stjórna skólastarfinu, myndu stór-
kostlegir hlutir gerast. Ég held að
börn yrðu enn betur læs, enn betur
undirbúin í stærðfræði en þau eru
nú. Ég vona bara að ráðamenn þori
að stíga þetta skref.“
Morgunblaðið/Ómar
Skólakerfið Margrét Pála Ólafsdóttir segir grunnskólana, eins og þeir eru í dag, byggja á gömlum forsendum.
Segir helsta vanda íslenska skólakerfisins vera einsleitni
Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og
skóla, sem eru landssamtök foreldra, segir að aukin þátttaka
foreldra í grunnskólastarfi og aukið samstarf heimila og
skóla styrki skólastarfið og að það þyrfti að vera meira um
það en nú er. „Við myndum vilja sjá öflugra foreldrastarf í
skólum landsins. Vissulega hefur það eflst mikið síðustu ár-
in, en þetta gerist hægt,“ segir Hrefna.
Samkvæmt grunnskólalögum bera foreldrar ábyrgð á upp-
eldi barna sinna og að þau innritist í skóla þegar þau komast
á skólaskyldualdur og sæki skóla. Þeir eiga að gæta hags-
muna barna sinna og stuðla að því að þau stundi nám sitt.
Foreldrar skulu hafa samráð við skólann um skólagöngu
barna sinna, fylgjast með og styðja við skólagöngu þeirra og námsframvindu og
stuðla að því að börnin mæti úthvíld í skólann og fylgi skólareglum.
Í aðalnámskrá segir að menntun og velferð nemenda sé sameiginlegt verkefni
heimila og skóla og samstarfið þurfi að byggjast á gagnkvæmri virðingu, trausti
og upplýsingamiðlun beggja aðila, sameiginlegum ákvörðunum og samábyrgð.
Það má ekki njörva þetta niður
Þyrfti að skilgreina hlutverk foreldra nánar í aðalnámskrá og grunn-
skólalögum en nú er gert?
„Það hefur verið skerpt á hlutverki foreldra í nýju aðalnámskránni og grunn-
skólalögum og þar er vel skýrt hvert hlutverk foreldra er. En það virðast ekki allir
foreldrar vel upplýstir um það,“ segir Hrefna. „Fólk spáir oft lítið í þessi mál fyrr
en eitthvað kemur upp á. Hver og einn skóli gæti vel upplýst foreldra sinna nem-
enda um hvert hlutverk þeirra er gagnvart skólanum. En það má ekki njörva
þetta niður, það er ekki hægt að hafa lagabókstafinn of ítarlegan.“
Morgunblaðið/Golli
Aukin þátttaka foreldra myndi
styrkja skólastarfið
Hrefna
Sigurjónsdóttir
Oft snýst umræða um íslenska grunnskóla um
það semmiður fer, en síður um það sem vel
er gert. Þar mætti skólasamfélagið – kennarar, nemendur og foreldrar – vera ötulla við að beina sjónum að því sem fram
fer innan veggja skólanna. Viðmælendur Morgunblaðsins koma úr ýmsum áttum en eru sammála um að sóknarfærin
liggi víða, m.a. í margbreytileika nemendahópsins og smæð samfélagsins. Efla mætti þátttöku foreldra í skólastarfi og þá
hefur það sjónarmið komið fram að til þess að ná betri árangri í skólastarfi þyrfti að afmarka starfssvið kennara betur.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
„Neikvæð umræða um grunnskólakerfið, eins og heyrð-
ist t.d. víða í samfélaginu bæði í ræðu og riti í kjölfar
niðurstaðna síðustu PISA-könnunar, veikir skólastarfið,“
segir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Mennta-
vísindasvið HÍ.
„Þetta finnst mér hryggilegt. Það sem börn heyra um
skólann smitar út frá sér, þau taka upp viðhorf frá full-
orðna fólkinu. Það, að hamra stöðugt á því hvað íslenska
skólakerfið er veikt, sem það er ekki, hefur skaðvænleg
áhrif á ýmsan hátt. Þetta gleymist svo oft í upphróp-
unum og yfirlýsingum. Viðhorf barna til náms skiptir svo
miklu máli, við verðum að gæta að því hvernig við tjáum
okkur um skólann og þá sem þar starfa,“ segir Ingvar.
Ingvar
Sigurðsson
Neikvæð umræða skemmir
„Tækifærin hjá okkur liggja víða. Til
dæmis í því hvað við erum með öflugt
samstarf á milli heimilis og skóla, í
fjölbreyttum náms- og kennsluhátt-
um og í verkgreinum,“ segir Hanna
Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri í
Háaleitisskóla í Reykjavík. „Við erum
með svo margt sem aðrar þjóðir hafa
ekki og við eigum að halda áfram að
þróa okkar sérstöðu. Við eigum að
vinna með styrkleikana.“
Að mati Hönnu þyrfti skólafólk að
vera ötulla við að kynna það marg-
þætta starf sem á sér stað innan
veggja skólanna. „Það er tímabært að
samfélagið komist að sátt um hvernig
ákjósanlegt væri að haga starfi
grunnskólans. Við getum unnið miklu
betur með almenningsálitið. Ábyrgð-
in er okkar, við þurfum að kynna
starfið innan skólanna miklu betur og
segja frá því sem við erum að gera.
Margir halda að skólarnir séu gam-
aldags og að þar hafi lítið breyst, en
það er ekki rétt. Fjölbreytnin í skóla-
starfinu er með ólíkindum, það eru
allir skólar að gera eitthvað spenn-
andi.“
Styrkleikar, ekki vandamál
Hanna segir að það sem oft sé tínt
til sem vandamál séu í raun helstu
styrkleikar íslenska skólakerfisins.
„Við eigum að nýta okkur þessa fjöl-
menningu sem við búum við. Við eig-
um að læra hvert af öðru. Skóli án að-
greiningar er ekki bara skólastefna,
heldur mannréttindi. Það eru tæki-
færi í þessari stefnu og við eigum að
efla þau. Við þurfum líka að skerpa á
sérstöðu skólanna, þannig að for-
eldrar viti að hverju þeir ganga þegar
þeir sækja um skóla fyrir barnið sitt.
Nemendur öðlast líka tiltekið öryggi
þegar þeir vita hver sérstaða skólans
þeirra er.“
Ein af niðurstöðum síðustu Pisa-
könnunar var að jákvæðni íslenskra
grunnskólanemenda hefur aukist frá
fyrri könnunum. Hanna segir mark-
visst hafa verið unnið með líðan barna
undanfarin ár, frá hruni, og það hafi
skilað sér. „Það er auðveldara að
vinna með börnum sem líður vel og við
getum verið stolt af þessari nið-
urstöðu.“
Hanna segir það stundum gleymast
í þessari umræðu að grunnskólinn sé
ekki einangrað fyrirbæri, heldur hluti
af samfélaginu og af stærra mennta-
kerfi.
Okkur eru allir vegir færir
„Kennsla í lestri byrjar í raun við
máltöku og við verðum að leggja meiri
áherslu á það skólastig sem leikskól-
inn er. Við þurfum að efla starfið þar,
t.d. er mjög lágt hlutfall starfsfólksins
með menntun. Gæti það verið hluti af
því að námsárangri barna hefur hrak-
að? Að grunnurinn sé ekki nægilega
sterkur? Þetta þurfum við allt að
skoða. Því þó að grunnskólinn sé
lengsta skólastigið, þá býr lengi að
fyrstu gerð. Það má heldur ekki
gleymast í þessari umræðu að börn
eru meira heima hjá sér en í skól-
unum. Skilningur á orðum og máli
lærist ekki bara í skólanum í nokkra
klukkutíma á dag heldur líka heima.“
Hanna segir tækifærin vera víða.
„Við erum að byggja hérna upp frá-
bært skólastarf. Þegar við fáum
niðurstöður á borð við Pisa, þá eigum
við að líta á það sem tækifæri að fá
aðeins spark í rassinn. Ef börnin eru
ánægð og glöð, þá eru okkur allir veg-
ir færir.“
Tímabært að ná sátt um grunnskólann
Morgunblaðið/Ómar
Tækifærin liggja víða Hanna Guð-
björg Birgisdóttir, skólastjóri Háa-
leitisskóla, segir að verið sé að
byggja upp frábært skólastarf.
Skólafólk þyrfti að vera ötulla við að kynna skólastarfið Fjölmenningin býður upp á tækifæri