Morgunblaðið - 17.01.2014, Síða 29

Morgunblaðið - 17.01.2014, Síða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Hraðsveitakeppni hjá Oddfellow Spilaárið hjá Oddfellow hófst á hraðsveitakeppni. Glæsileg þátttaka, 12 sveitir mættu til leiks og var dregið í sveitir og þeim gefin nöfn. Spilarar Þrumunnar komu sterkir til leiks, rétt eins og þruma úr heið- skíru loft. Spilaðar voru 5 umferðir. Sveit Þrumunnar var skipuð Sig- urbirni Samúelssyni, Helga Sam- úelssyni, Sigurði Sigurðssyni og Ei- ríki Sigurðssyni. Þingliðið sem skipað var Brynjari Níelssyni, Guðmundi Ágústssyni, Höskuldi Jónssyni og Elíasi Einarssyni sótti að Þrumunni í lokin en náði ekki kjöri. Spilastjóri var Sigurpáll Ingibergsson. Þruman 521 Þingliðið 478 Sigtryggur vann 472 Kylfingarnir 462 Álftnesingar 455 SS Sveitin 445 Næst verður haldið áfram með Oddfellow-skálina og þann 3. febrúar verður fjórða umferð spiluð. Risaskor hjá BR Kristján og Snorri eru með forystu í aðaltvímenningi Bridsfélags Reykjavíkur eftir risaskor kvöldsins 67,1%. Snorri Karlsson – Kristján Blöndal 742 Oddur Hjaltason – Hrólfur Hjaltason 708 Haukur Ingason – Helgi Sigurðsson 698 Næst verður eins kvölds tvímenn- ingur sem haldinn verður á Hótel Natura (gamla Hótel Loftleiðir) þar sem bridshátíð verður haldin. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Það er öruggt að núverandi stjórnvöld hafa engan áhuga á því að þjóðin fái að kjósa um nýja stjórn- arskrá fyrir sveit- arstjórnarkosning- arnar í vor eins og ætlunin var að gert yrði af síðustu rík- isstjórn. Núverandi ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Fram- sóknar hefur engan áhuga á að efla lýðræði í landinu eins og sýndi sig ljóslega í þeirri heiftarlegu and- stöðu við tillögur að nýrri stjórn- arskrá sem Samfylkingin og Vinstri grænir lögðu fram. Í þeim drögum að nýrri stjórn- arskrá var meðal annars ákvæði um persónukjör í öllum þjóðarkosn- ingum, sem ég tel eitthvert mik- ilvægasta atriðið í þeim. Í núver- andi stjórnarskrá eru engin bein ákvæði um sveitarstjórnarkosn- ingar. Það eina sem þar stendur er í 78. gr. en þar segir: Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Og í lögum um sveitarstjórnarkosningar segir: Í VI kafla 32. gr. skal í auglýs- ingu bókstaf framboðslista og nöfn frambjóðenda á hverjum lista í réttri röð. Þar segir ekkert um hverskonar röð, stafrófsröð, aldursröð eða hlut- kestaröð. Í IX kafla. 58. gr. segir í annarri málsgrein: Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röð- inni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv. Í X kafla 86. gr. segir þar sem seðlar eru merktir: Nöfnum fram- bjóðanda á listanum er nú raðað þannig að sá frambjóðandi, sem hefur fengið flest atkvæði í 1. sæti, samkvæmt 2. málsgr. hlýtur það sæti. Sá frambjóðandi að þessum slepptum, sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. og 2. sæti, samanlagt hlýtur annað sæti o.s.frv. uns raðað hefur verið í sæti svo mörg- um frambjóðendum listans að ljóst sé hverjir hafa hlotið kosningu sem að- almenn og eru þá hinir varamenn, Það er augljóst sam- kvæmt þessu, sem tek- ið er orðrétt upp úr lögum um sveit- arstjórnarkosningar, að það er eng- in hindrun á að hefja persónu- bundnar kosningar til sveitarstjórna. Persónukjör af framboðslistum til sveitar- og fylkisstjórna á Norð- urlöndum hafa verið algeng um nokkurn tíma og því skyldi ekki vera hægt að taka það upp hér, þar sem í reynd ekkert bannar það? Ég hef rætt þetta nokkuð við stjórnmálafræðing og lögfræðing og báðir sögðu þeir að það væri ekkert í lögum sem bannaði persónukjör í sveitarstjórnarkosningum. Ef nokkur sannur vilji hefur ver- ið fyrir því, hjá þeim pólitísku flokkum, sem vildu koma á per- sónukjöri (Samfylkingunni og Vinstri grænum) þá ber þeim skylda til þess að óska eftir því við kjósendur sína að þeir raði nöfnum listans eftir sínum vilja. Þetta væri hægt að gera með auglýsingu um leið og listinn er lagður fram og það staðfest með undirskrift allra fram- jóðenda og meðmælenda listans. Ef þetta yrði gert og tækist núna, þá gæti það orðið fyrsti vísir þess að auka persónukjör til fleiri opinberra starfa. Hafa menn gert sér grein fyrir því hversu fáir aðilar ráða því í raun hverjir komast í sveitarstjórnir? Það eru oft örfáir aðilar úr innsta hring flokksins sem ráða því hverjir eru í efstu sætum listanna. Tökum dæmi: Flokkur með tæp- lega 300 meðlimi kýs úr átta manna framboði menn innan flokksins, þrjár manneskjur í þrjú efstu sæt- in, þátttaka flokksmeðlima var rúm 70%, þ.e. um 200 manns. Flokk- urinn fékk um 2000 atkvæði þannig að 10% kjósenda flokksins réðu hverjir fóru í sveitarstjórnina. Samkvæmt framansögðu er það mín skoðun að það sé fullkomlega leyfilegt að leggja fram lista, þar sem kjósendur geta tölusett nöfn á þeim lista sem hann kýs og raðað þannig nöfnum eftir sínum geð- þótta. Um persónukjör til Alþingis sam- kvæmt núverandi stjórnarskrá gegnir allt öðru máli, þar eru skýr ákvæði um kosningar, sem gefa enga möguleika til persónukjörs af listum að svo komnu máli. Sveitarstjórnarkosningar eiga að vera persónubundnar, því verk- efnum sveitarstjórna er mjög þröngur stakkur skorinn innan lög- gjafar Alþingis, tekjustofnar, reglu- gerðir, skipulagsmál og fleira, eru að mestu ákvarðaðar innan löggjaf- ans. Yfir 90% af verkum sveit- arstjórnar er að útdeila þeim fjár- munum sem þær fá til samfélags- legra verkefna í sveitarfélaginu innan ramma löggjafans og kemur lítið sem ekkert flokkspólitík við. Persónukjör í kosningum finnst mér vera eitt allra veigamesta ákvæðið fyrir framvindu aukins lýð- ræðis í landinu. Og að lokum þetta: 1. Það er aukning á lýðræði til fólksins í landinu að persónukjör verði tekið upp í kosningum 2. Það heggur að því flokksræði, sem margir telja að sé ástæða minnkandi áhuga fólks á afskiptum af pólitík. 3. Og ég veit að hvert það fram- boð sem þetta gerir verður sig- urvegari í komandi kosningum. Sveitarstjórnar- kosningarnar í vor Eftir Hafstein Sigurbjörnsson » Í núverandi stjórn- arskrá eru engin bein ákvæði um sveit- arstjórnarkosningar Hafsteinn Sigurbjörnsson Höfundur er eldri borgari. VINNINGASKRÁ 38. útdráttur 16. janúar 2014 285 9900 18762 29941 42337 54962 65068 73245 735 9915 18932 30109 43027 55210 65306 73471 882 10182 19341 30791 43943 55512 65699 73816 1242 10242 19494 31942 44196 56150 66013 74376 1357 10442 19723 32457 44589 56160 66681 74497 1562 10443 19796 32867 44965 56162 66695 74558 1844 10638 19833 32977 45127 56709 66929 74583 2547 11041 20740 33250 45177 57031 67286 74624 3256 11422 21245 33370 45709 57061 67615 75388 3329 11522 22120 33709 45980 57253 67808 75620 3533 13094 22640 34598 45994 58447 67905 75840 3565 13432 22817 34857 46025 59222 68244 75847 4287 13565 22906 34972 46035 59247 68484 76091 4352 13729 22927 35173 46268 59252 68788 76263 4387 14160 22984 35715 46442 59413 69591 76673 4404 14597 23470 36177 46818 59546 69698 76702 4495 15163 23824 36414 47123 59709 70088 77694 4663 15491 23872 37356 47305 59863 70527 78162 4761 15579 24130 37516 47774 60199 70622 78373 4947 15683 25223 37529 48054 60448 70680 78445 5306 15731 25549 37729 48881 61009 70819 78698 5523 15814 25666 37786 50269 61082 70897 78761 5532 15899 25747 38000 50685 61908 71424 79009 5693 16096 25804 38273 50724 62040 71566 79134 5718 16252 25872 38350 51408 62121 71649 79221 6333 16957 25877 38464 51686 62824 71923 79230 6505 17138 26545 38591 52097 63446 71946 7254 17904 27348 39336 52274 63722 72238 8591 18091 27396 39378 52567 63971 72395 8970 18095 28311 39412 52929 64055 72636 9561 18375 28564 39544 54168 64255 73105 9686 18702 29024 40923 54457 64271 73186 1733 9034 24359 39888 46464 58407 68299 75962 2341 9322 24459 40102 47687 59752 68689 76224 2653 9490 28715 40201 47910 60414 69473 76452 2887 11711 29146 41381 48246 62318 70941 76461 3297 12307 31559 42471 48987 63330 71008 76467 3453 17212 31979 43081 49664 63841 71281 76628 3637 19799 31997 43414 51181 63870 71675 77477 4774 19945 32029 43644 55333 64121 73101 78987 5470 20541 34705 44917 55676 65620 73705 79445 5596 21337 35090 45309 56423 66270 73914 5982 21637 35952 45580 56998 66567 74191 6380 22823 36395 45932 57206 67847 74689 8697 22854 38979 46422 57644 67898 74887 Næstu útdrættir fara fram 23. & 30. janúar 2014 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 36176 40134 46811 49929 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 75 12807 36331 48533 55155 62576 5538 27802 38485 49611 56597 75205 11497 30516 41710 51875 56871 76046 11653 36227 42305 55000 59157 78244 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 0 1 2 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.