Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 Mercedes Benz E200 Árgerð 2007 Ekinn 69.000 Sjálfskiptur Ný vetrardekk Fallegur bíll Verð: 3.650.000,- Upplýsingar í síma 698 9898 til sölu Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Myndlistarmanninum Ragnari Kjartanssyni var í gær úthlutað Íslensku bjartsýnisverðlaununum sem áður voru kennd við Danann Peter Bröste. Í tilkynningu segir m.a. að verk Kjartans séu oftar en ekki upplífgandi og veki gleði með áhorfand- anum. Frú Vigdís Finnbogadóttir var formaður dómnefndar. Það var gleði ríkjandi hjá Ragnari, Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan, og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. vidar@mbl.is Ragnar fékk Íslensku bjartsýnisverðlaunin Morgunblaðið/Golli Verk myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar sögð vekja gleði Guðmundur Magnússon Anna Lilja Þórisdóttir Ekki hefur verið haft samband við Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, og hann beðinn að víkja sem formaður framkvæmdaráðs bæjarfélagsins. Þetta kom fram í samtali sem Morg- unblaðið átti við Gunnar í gærkvöldi, en hann er nú staddur í Noregi, þar sem hann hefur verið við verkfræði- störf að undanförnu. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við mbl.is að framsóknarmenn, sem eru í meirihlutasamstarfi við sjálf- stæðismenn, krefðust þess að Gunn- ar viki úr formennsku framkvæmda- ráðs vegna stuðnings við tillögu minnihlutans í bæjarstjórn um fjölg- un félagslegra leiguíbúða í bænum. Fram kom að hann krefðist þess einnig að annar bæjarfulltrúi sjálf- stæðismanna, Aðalsteinn Jónsson, segði af sér sem formaður leikskóla- nefndar. Aðalsteinn sat hjá við af- greiðslu húsnæðistillögunnar. Ræddu væntingar Á fundi sem Ómar átti með Ár- manni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra í gær gerði hann grein fyrir þeim væntingum sem framsóknarmenn hafa til áframhaldandi meirihluta- samstarfs flokkanna tveggja. Í sam- tali við mbl.is sagðist Ómar hafa sett fram ákveðnar óskir og bæjarstjóri hefði komið með tillögur á móti og óskað eftir tækifæri til að ræða við sitt fólk. Ómar vildi ekki greina frá því á þessu stigi í hverju óskir fram- sóknarmanna fælust. Þegar Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri var spurður um þetta í gærkvöldi svaraði hann: „Ég læt Framsókn um að útskýra sínar væntingar.“ Hann kvaðst ekki eiga von á öðru en að samstarf flokk- anna í bæjarstjórn héldi áfram. Gunnar I. Birgisson segir að deilu- málið um félagslegu íbúðirnar snúist um „okkar minnstu bræður og syst- ur“ eins og hann orðar það. Ósammála um kostnaðinn Gunnar segir að tillagan sem bæjarstjórn samþykkti kosti ríflega tvo milljarða króna á þremur árum. Þeir sem segi að ekki séu til fjár- munir til framkvæmdanna horfi fram hjá því að í fjárhagsáætlun bæj- arins sé ekki gert ráð fyrir neinum tekjum af lóðasölu eða sölu bygging- arréttar í bænum. Það sem sé í píp- unum núna í bænum bendi hins veg- ar til allt að tveggja milljarða króna tekna bæjarins á þessu sviði árlega sem nægi til að kosta framkvæmd- irnar umdeildu. Gunnar dregur í efa að fyrirtækið Reitun sem í gær lækk- aði lánshæfismat Kópavogsbæjar geri sér grein fyrir þessu. Ármann Kr. Ólafsson er ekki sam- mála því að framkvæmdirnar muni kosta tvo milljarða. Hann telur þrjá milljarða nær lagi. „Forsendurnar að baki 3 milljörð- unum eru þessar, ef keyptar verða, eins og lagt var til, 40 félagslegar íbúðir og þar til viðbótar byggð tvö fjölbýlishús: Algeng stærð á fjöl- býlishúsi í byggingu í Kópavogi og á skipulagi (meðaltalsútreikningur á skipulögðum fjölbýlishúsalóðum) er 30 íbúða hús. Samtals eru þetta því 100 íbúðir. Sérstök áhersla var lögð á það í umræðunni að þetta ættu ekki einungis að vera litlar íbúðir og því ætti verð á íbúð að vera varlega áætl- að 30 milljónir króna. Samanlagt eru þetta því a.m.k. þrír milljarðar króna,“ sagði hann í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Framsókn kynnti „ákveðnar óskir“  „Læt Framsókn um að útskýra sínar væntingar,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs  Gunnar I. Birgisson kveðst ekki hafa verið beðinn að víkja úr trúnaðarstörfum í bæjarstjórn Ármann Kr. Ólafsson Gunnar I. Birgisson Slökkvilið höf- uðborgarsvæð- isins var tvívegis kallað út í gær- kvöldi. Fyrst vegna elds sem kom upp í íbúð í Tunguseli í Breiðholti. Allar stöðvar sendu bíla á vettvang en betur fór en á horfðist og fljótlega gekk að slökkva eldinn. Þá var slökkviliðið kallað að fjölbýlishúsi við Vatnsstíg vegna vatnsleka. Að sögn varð- stjóra SHS lak töluvert magn af vatni í að minnsta kosti tveimur íbúðum. Talið er að kalt vatn hafi lekið um gólf. Eldur í íbúð í Breið- holti og vatnsleki við Vatnsstíg Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnot- endum að útlit sé fyrir orkuskerð- ingu frá miðjum febrúar til aprílloka vegna lélegs vatnsbúskapar. Orku- sala muni á tímabilinu dragast sam- an um 2% eða sem nemur 260 GWst frá febrúar fram í miðjan apríl. Það hafi þær afleiðingar að fyrirtækið verði af um 700 milljónum króna. Ef fram fer sem horfir mun Alcoa Fjarðaál verða af 2 milljörðum kr. vegna framleiðslutaps. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að verri horfur í vatnsbúskap megi rekja til úrkomuleysis og kulda á hálendinu síðastliðið vor og sumar. Þá hafi veturinn einnig verið þurr og fyrir vikið er miðlunarforði fyrirtæk- isins það sem af er vetri minni en venja er á þessum árstíma. Þó er tekið fram að ekki þurfi að blota nema í nokkra daga svo ástandið batni. Alcoa Fjarðaál sendi í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kem- ur að ákveðið hafi verið að slökkva á 10 prósentum af þeim 336 kerum sem fyrirtækið starfrækir til að mæta orkuskerðingunni. Alcoa Fjarðaál áætlar að alls muni fram- leiðslutap fyrirtækisins nema tæp- um 9 þúsund tonnum á tímabilinu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins nemur tekjuskerðingin vegna þessa um 2 milljörðum kr. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, telur að fyrirtækið muni ekki verða fyrir teljandi skerðingu þar sem fyrirtækið kaupi einungis um þriðjung orku til starfseminnar af Landsvirkjun. „Þetta kemur ekki til með að hafa veruleg áhrif,“ segir Ragnar. Milljarða króna tekjutap  Útilt fyrir að orkusala Landsvirkjunar dragist saman  Alcoa Fjarðaál sér fram á 9 þúsund tonna framleiðslutap Morgunblaðið/Árni Sæberg Álver Skert raforka hefur áhrif á rekstur álveranna í landinu. Myndir og fyrirliggjandi upplýs- ingar benda til þess að einn minnsti og nafntogaðasti jökull landsins, Ok, sé að hverfa. Þetta segir Oddur Sigurðsson jöklafræðingur í sam- tali við Morgunblaðið, sem birt er aftar í blaðinu. Oddur segir Ok ekki uppfylla lengur þau viðmið að hægt sé að nefna það jökul. Árið 1890 var Ok 16 ferkílómetr- ar að flatarmáli, en hefur minnkað jafnt og þétt síðan. Var jökullinn aðeins orðinn 0,7 ferkílómetrar sumarið 2012. »15 Einn minnsti jökull landsins að hverfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.