Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Page 18
Þ að er hverju orði sannara að munkarnir sem byggðu klaustrin í Me- teora réðust ekki á garð- inn þar sem hann var lægstur. Bein þýðing gríska heitisins Meteora er „í miðju himinhvolfs- ins“ (e. middle of the sky) og á sú samlíking svo sannarlega við um staðsetningu híbýlanna sem um ræðir hér, klaustrin í klett- unum. Klettadrangarnir sem bera þau rísa eins og turnar út úr lands- lagi Þessalíu-sléttunnar, ríflega 300 km norðvestur af Aþenu. Ár- lega sækir fjöldi ferðamanna, jafnt grískir sem víðar að komn- ir, þessar lendur heim enda afar tilkomumiklar. Sökum sérstöðu sinnar komust klaustrin á heimsminjaskrá UNESCO, enda þykja þau ein- stök, byggð á slóðum sem taldar eru hafa mótast fyrir milljónum ára. Eru oddhvassir klettadrang- arnir taldir gamall hluti hafs- botns, sem færðist til við jarð- skorpuhreyfingar og tók að þorna og mótast af veðri og vindum. Byggð frá 11. öld Heimildir eru um byggð í klett- unum allt frá 11. öld. Áttu þar einkum í hlut einsetumenn sem virðast hafa fundið þar sinn frið. Þegar vígamenn Tyrkjaveldis fóru að fara um Grikkland með óöld á 15. öld, sáu munkar grísku rétttrúnaðarkirkjunnar á svæðinu sér þann kost vænstan að færa sig upp í klettana. Þar væri óhægara um vik fyrir mis- indismenn að ná til þeirra, auk þess sem betra rúm gæfist til að iðka andann, í friði og spekt. Alls voru 24 klaustur reist alls, á nokkrum dröngum. Í dag eru innan við 10 þeirra í notkun og hægt að heimsækja sum þeirra. Fara ferðamenn núorðið um stiga og stíga til að komast upp, en auk þess er einstaka, einfaldan kláf einnig að finna til að láta ferja sig upp og niður. Framan af notuðust menn hins vegar nánast eingöngu við reipi og körfur, til að hífa ýmist menn, vistir og byggingarefni í þessar hæstu hæðir. Þar var hins vegar ró og frið að finna. Auk þess að iðka trúna herma heimildir og munir að munkarnir hafi stundað þar listsköpun og skrif, auk þess að huga að matjurtagörðum og halda hænur. Þeir þurftu hins vegar að treysta á bæjarbúa úr nálægum bæjum á borð við Ka- lampaka og Kastraki til að fá kjöt og aðrar vörur upp. Að sögn eins viðmælanda blaðsins, sem staddur var á þess- um slóðum fyrir nokkrum árum, er hreint með ólíkindum að standa við botn klettadranganna tilkomumiklu og virða fyrir sér húsakynnin ofar. Hvarflar hug- urinn þar óneitanlega að verk- fræðiþekkingu manna fyrr á tím- um. Hefur líklega ekki verið síðra að hafa andann einnig með sér áður en flutt var á slíkar slóðir, auk þess sem þær voru síst fyrir lofthrædda. METEORA Í GRIKKLANDI Heimsminjar á himnasúlum UM PÁSKANA VAR HÆGT AÐ BERJA AUGUM KVIKMYND- INA METEORA Í EINU KVIKMYNDAHÚSI HÖFUÐBORG- ARINNAR. DREGUR HÚN NAFN SITT AF FORVITNILEGU SVÆÐI Í GRIKKLANDI, ÞAR SEM 24 TILKOMUMIKIL KLAUST- UR TRÓNA YFIR UMHVERFINU, EFST Á SNARBRÖTTUM KLETTADRÖNGUM. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Beina þýðingu heitisins Meteora mætti útleggja sem „í miðju himinhvolfsins“. Er nafngiftin einkar vel valin, enda klaustrin öll byggð í mikilli hæð, þangað sem trauðla var komist. Virðast munkarnir hafa sótt í friðinn og fjarlægðina. Hvernig munkunum kom til hugar að flytjast á svo afskekkta klettatoppa, með tilheyrandi flóknum byggingarframkvæmdum og flutningum, er áhugavert. Reipi og körfur voru helstu tólin til að koma fólki og vistum upp áður. Ferðalög og flakk *Von er á fjölda ferðamanna til Brasilíu að fylgjast með knattspyrnu ísumar. Einhverjir þar eru líklegir til að leggja leið sína á bar Franc-isco Helder Braga Fernandes í Sao Paolo. Samkvæmt Telegraphsneri hinn 54 ára gamli vert þar vörn í sókn eftir að fólk tók að hafaorð á líkindum hans og hryðjuverkamannsins sáluga, og jafnvelbiðja um myndir. Gerir vertinn nú út á samlíkinguna þótt umdeildsé. Situr hann ósjaldan fyrir með gestum sínum á barnum Bar do Bin Laden. Hafa vinsældirnar verið slíkar að fleiri Bin Laden barir hafa sprottið upp, eins einkennilega og það kann að hljóma. Bin Laden bar vinsæll í Brasilíu Aukið líf og fjör við bakka Thames-ár ber vorinu skýrt vitni í Richmond. Kaffihús og krár iða af lífi, hvarvetna má sjá fólk að njóta blíðunnar, ýmist yfir drykk, á rölti meðfram árbakkanum eða jafnvel í siglingu á ánni. Richmond er notalegur lítill bær, nánast úthverfi frá London. Þrátt fyrir nálægðina við flugvöllinn þykir svæðið afar barnvænt, með fallegum miðbæ, grænum svæðum og gönguleiðum. Nálægð- in við stórborgina er einhvern veginn fjarlæg hér, eins og til dæm- is þegar hjólað er um Richmond Park uppi á hæðinni. Þar er al- vanalegt að koma að dádýrastóði í mestu makindum. Er þá ekkert annað að gera en að hægja förina, en halda engu að síður áfram í rólegheitunum. Aukið líf og fjör við árbakka Thames í Richmond vísar á vorið. Horft niður að Thames-á á fögrum degi. Vorið komið við Thames-bakka Dádýr flatmaga í Richmond Park. PÓSTKORT F RÁ RICHMON D

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.