Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Side 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Side 33
Frá vinstri: Anna Brá Bjarnadóttir, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, Rannveig Jónína Guð- mundsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Fanney Sigurðardóttir og loks Margrét Gústavsdóttir. Grand Marnier-líkjör kampavín eða freyðivín, eftir fjárhag ferskur appelsínusafi Hlutföllin í hvert glas eru 1 msk. Grand Marnier-líkjör, 2/3 kampa- vín. Fyllt upp í með ferskum eða öðrum góðum appelsínusafa. Grand mímósa Botn: 140 g hveiti 36 g sykur 114 g ósaltað smjör, mjúkt 1/8 tsk. salt Hnoðið allt saman í hræri- vél. Setjið deigið í smurt bökuform og þrýstið því annaðhvort með höndunum jafnt niður í formið eða fletj- ið út og leggið síðan yfir formið. Stingið nokkur göt í botninn með gaffli áður en bakan er sett inn í miðjan ofn í 13-15 mínútur. Takið botninn út úr ofninum og lækkið hitann niður í 177°C. Fylling í böku: 140 g rjómaostur 100 g sykur 1 tsk. vanilludropar 120 ml ferskur sítrónusafi 1-2 tsk. rifinn sítrónubörkur 2 stór egg Hrærið allt í fyllinguna saman í skál og hellið ofan í botninn. Bakið í 25-30 mín- útur. Takið út úr ofninum. Kremið ofan á: 250-500 ml rjómi smá vanillusykur og msk. af flórsykri. Þeytið rjómann og bland- ið sykrinum saman við. Lát- ið bökuna kólna alveg áður en rjóma er sprautað á hana úr sprautupoka með stjörnuhaus. Sítrónubaka 27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 u og ð a- fni í fal- það m þar eins eg- Rauð flauelskaka 250 g sigtað hveiti 45 g kakó ½ tsk. salt 113 g ósaltað mjúkt smjör 300 g sykur 2 stór egg 1 tsk. vanilludropar 240 ml smjörmjólk eða súrmjólk (hægt að búa hana til með því að blanda 1 tsk. af sítrónusafa út í 250 ml af nýmjólk og hrista vel. Ágætt að blanda smá rjóma út í ef hann er til) 2 tsk. rauður mat- arlitur 1 tsk. edik 4-5% 1 tsk. matarsódi Stillið ofninn á 175°C og smyrjið tvö 23 cm hring- form. Sigtið hveiti og kakó í skál, bætið salti við. Þeytið smjör með handþeytara þar til það er mjúkt, bætið við sykri og hrærið þar til blandan er ljós. Eggin eru sett út í eitt af öðru. Setj- ið vanilludropana saman við. Setjið smjörmjólk og matarlit í hristara, hristið í 1-2 mínútur. Þurrefnunum og smjör- mjólkurblöndunni er svo bætt út í smjörblönduna til skiptist á meðan hræri- vélin vinnur rólega á deig- inu. Fyrst smjörmjólk- urblandan svo þurrefnin. Þetta er gert í þremur skömmtum. Takið fram lítið glas og blandið saman edikinu og matarsódanum. Leyfið blöndunni að búbbla (tek- ur örfáar sekúndur). Þegar blandan hefur búbblað þarf að hafa hraðar hendur og setja blönduna saman við deigið. Deiginu er svo skipt á milli formanna og sett inn í miðjan ofninn. Látið bakast í 25-30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna inn í ísskáp í klukkustund áður en kremið er sett á hana. 1½ plata tilbúið bökudeig 3-400 g frosið spínat 250 g fetaostur 300 g cheddarostur, rifinn 3 stk. hvítlauksrif, fínt skorin 1 stk. lítill laukur, fínt skorinn salt og pipar eftir smekk 2 egg lítil dós kotasæla Affrystið spínat og kreistið vand- lega allan vökva vel úr því að því loknu. Steikið hvítlauk og lauk í smásmjöri. Bætið spínati saman við, fetaosti og hálfum bolla af cheddar- osti. Kryddið með salti og pipar. Í aðra skál skuluð þið hræra saman eggjum og kotasælu og krydda með salti og pipar. Bætið spínatblönd- unni saman við kotasælublönduna, hrærið vel saman og dreifið yfir bökudeigið. Setjið þá afganginn af cheddar-ostinum yfir bökuna og bakið í ofni við í 40 mínútur við 200° C eða þar til hún er orðin gyllt. Spínat- og fetaostsbaka Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.