Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Side 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Menning V elski söngvarinn Bryn Terfel hefur síðustu tvo áratugi verið ein skærasta stjarna óperusviðsins, auk þess sem tónleikar hans njóta ætíð gríðarlegra vinsælda. Þessi rómaði bass-baritónn var aðeins 37 ára gamall þegar hann kom fram á um- töluðum tónleikum í Háskólabíói fyrir níu árum, þar sem einungis komust að boðsgestir. Gagnrýnandi Morgunblaðsins sagði frammistöðu hans þá hafa verið frábæra; „Rödd hans var ótrúleg; þétt og jöfn, hljómfögur og kraftmikil.“ Tveimur árum síðar var Terfel aftur á ferðini, hélt þá ljóðatónleka á Listahátíð í Reykjavík, og lofaði að koma aftur þegar þjóðin hefði eignast tónleikahúsið sem þá var í byggingu. Nú verður af því, 24. maí, þegar Terfel kemur fram í Eldborg ásamt breska píanóleikaranum Eugene Asti. Enginn ætti að verða svikinn af því að sjá og heyra söngvarann kunna þá, því ef marka má gagnrýnendur stórblaða þá hef- ur hann aldrei sungið betur en ein- mitt um þessar mundir. „Spring is in the air,“ syngur Bryn Terfel glaðlega þegar hann svarar hringingu blaðamanns. Hann dásamar vorveðrið í Lundúnum, þar sem hann er þessa dagana að syngja við Konunglegu óperuna. Hann er búsettur þar í borginni og á æskuslóðum í Norður-Wales. Terfel spyr síðan hinnar dæmigerðu spurningar, um veðrið á Íslandi. „Grasið verður öruggleg orðið gænt þegar ég kem í maí,“ segir hann sannfærandi eftir að hafa hlýtt á veðurfregnir. „Eru golfvellir á Ís- landi? Já, er það! Ég ætti að koma með kylfurnar, veiðistöngina og snóker-kjuðann… En já, ég er að koma til Íslands að syngja. Svolítið af Schubert, Schumann, nokkra enska söngva, einhverja keltneska. Þá hef ég verið beðinn um að syngja nokkrar óp- eruaríur. Líklega verða tónleikarnir einskonar hrærigrautur úr því sem hefur verið að gerast á ferlinum hjá mér síðustu þrjá áratugi. Það er fínt að vera beðinn um að bæta við nokkrum aríum og auðvit- að syng ég eitthvað gott. Ef það passar inn í efnisskrána að lauma einhverjum misindismönnum og ribböldum inn í hana, þá er það fínt. Tenórinn fær alltaf sykursætu lag- línurnar og stelpurnar. Við hinir þurfum að vera djöfullegir á sviðinu, eins og ég er nú sem Mefistófeles í Fást í Konunglegu óperunni. Hugs- aðu þér, ég skipti sex sinnum um föt í sýningunni. Kem meira að segja fram í kolsvörtum aðskornum kjól! Hvað gerum við ekki fyrir listina.“ Hann skellir upp úr. Syngur ekki Presley-lög –Þú átt enn nokkur ár í fimmtugt en engu að síður er ferill þinn orð- inn langur og glæstur. „Ég hef lagt mikið á mig, hef sí- fellt reynt að bæta mig,“ segir Ter- fel. „Með velgengni á óperusviðinu opnast ýmis tækifæri, til dæmis í sjónvarpi, útvarpi, tónleikar, sitt lítið af hverju. Og það kemur jafnvel fyr- ir að ég gangi yfir brúna í aðra heima, eins og þegar ég söng á æf- mælistónleikum Sting. Ég söng líka í sjónvarpsþætti með Tom Jones. Við enda ferilsins vil ég getað litið aftur og sagt að ég hafi ekki látið neitt hindra mig.“ Hann hugsar sig um og bætir svo við: „En ég verð engu að síður að þekkja mín takmörk. Ég færi aldrei að gera plötu með Elvis Presley- lögum, eða Sinatra-plötu.“ – Gæti það ekki verið gaman? Terfel hlær að tilhugsuninni. „Þótt ég hafi verið ástríðufullur aðdáandi Elvis á unglingsárunum þá læt ég mig ekki dreyma um að dýfa tánni í hans listform. En skyldi Paul McCartney vakna á hverjum morgni og hugsa: „Æ, nú verð ég að syngja Yesterday einu sinni enn í dag“? Og Sting vakna á hverjum morgni og hugsa: „Úff, ég verð að syngja Englishman in New York einu sinni enn í dag“? Ætli ég fari einhvern daginn að hugsa eins til Wagner-hlutverkanna minna, vakni og stynji þar sem ég þurfi að syngja Valkyrkjurnar aftur þann daginn? Nei, fjandakornið, þetta eru forrétt- indi hjá okkur…“ Stoltur sendiherra Wales „Ég heyri að nú sé búið að vígja þetta stóra og glæsilega tónleikahús í Reykjavík,“ segir Terfel síðan. „Ég er strax farinn að slefa af til- hlökkun! Að fá að koma fram í slík- um húsum heldur mér á tánum. Í fyrra bað ég umboðsmanninn minn að finna mér ný hús að syngja í – ég hlakka mikið til að koma aftur til Reykjavíkur. Sérhver borg ætti að eiga tón- leikahús sem íbúarnir eru stoltir af. Stjórnvöld sem beita sér ekki fyrir slíkri uppbyggingu ættu að skamm- ast sín,“ drynur ákveðið í bassa- söngvaranum. „Í Cardiff í Wales vorum við með samkeppni um það hvort reisa ætti nýjan rugby-leikvang eða tónleika- hús – að lokum voru bæði reist. The Welsh Millenium Center er heimili velsku óperunnar en þar eru einnig sýndir söngleikir, og allt mögulegt.“ – Er mikilvægt fyrir þig að snúa reglulega heim til Wales að syngja? „Vitaskuld!“ hrópar hann í sím- tólið. „Auðvitað. Hvers konar spurning er þetta.“ Uppgerð- arhneykslun breytist í fliss. „Ég var síðast í gær í Wales, var fenginn til að opna nýja miðstöð þyrlubjörg- unarsveitanna, sem eru afar mik- ilvægar fyrir samfélagið. Þær eru reknar fyrir framlög almennings og einkaaðila. Við þurfum virkilega á þeim að halda í Norður-Wales, það þarf að gæta fólksins sem býr þar og starfar og einnig gesta sem koma að ganga á fjöll. Saklaus leið- angur getur endað með fótbroti og þá er kallað í þyrluna; þess vegna naut ég þess að opna stöðina þeirra. Svo nefndu þeir eftir mér lest- arvagn sem gengur upp á Snowden- fjall. Þá var ég orðlaus – og stoltur. Ég get farið ókeypis með lestinni, svo lengi sem ég lifi. Svarið við spurningunni er því JÁ. Wales hefur gætt mín og land- ar mínir eru stoltir af því sem ég © Deutsche Grammophon/Mormon Tabernacle Choir/Graig Dimond VELSKA SÖNGSTJARNAN BRYN TERFEL HELDUR EINSÖNGSTÓNLEIKA Á LISTAHÁTÍÐ Í VOR „Röddin er eins og bifreið“ „ÞAÐ JAFNAST EKKERT Á VIÐ ÞAÐ ÞEGAR ALLT GENGUR UPP Á ÓPERUSVIÐI,“ SEGIR BRYN TERFEL, EINN SÁ EFTIRSÓTTASTI Á SÍNU SVIÐI. HANN NÝTUR ÞESS EINNIG AÐ SKEMMTA FÓLKI Á TÓNLEIKUM, EINS OG ÞEIR ÞEKKJA SEM HAFA SÉÐ ÞENNAN EINSTAKA SÖNGVARA KOMA FRAM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Terfel naut aðstoðar Ólafs Kjartans Sigurðarsonar á rómuðum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2005. Hann hlakkar til að syngja í Hörpu. Morgunblaðið/Sverrir „Ef það passar inn í efnisskrána að lauma einhverjum misindismönnum og ribböldum inn í hana, þá er það fínt,“ segir Bryn Terfel um tónleikana í Hörpu 24. maí næstkomandi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.