Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Menning V elski söngvarinn Bryn Terfel hefur síðustu tvo áratugi verið ein skærasta stjarna óperusviðsins, auk þess sem tónleikar hans njóta ætíð gríðarlegra vinsælda. Þessi rómaði bass-baritónn var aðeins 37 ára gamall þegar hann kom fram á um- töluðum tónleikum í Háskólabíói fyrir níu árum, þar sem einungis komust að boðsgestir. Gagnrýnandi Morgunblaðsins sagði frammistöðu hans þá hafa verið frábæra; „Rödd hans var ótrúleg; þétt og jöfn, hljómfögur og kraftmikil.“ Tveimur árum síðar var Terfel aftur á ferðini, hélt þá ljóðatónleka á Listahátíð í Reykjavík, og lofaði að koma aftur þegar þjóðin hefði eignast tónleikahúsið sem þá var í byggingu. Nú verður af því, 24. maí, þegar Terfel kemur fram í Eldborg ásamt breska píanóleikaranum Eugene Asti. Enginn ætti að verða svikinn af því að sjá og heyra söngvarann kunna þá, því ef marka má gagnrýnendur stórblaða þá hef- ur hann aldrei sungið betur en ein- mitt um þessar mundir. „Spring is in the air,“ syngur Bryn Terfel glaðlega þegar hann svarar hringingu blaðamanns. Hann dásamar vorveðrið í Lundúnum, þar sem hann er þessa dagana að syngja við Konunglegu óperuna. Hann er búsettur þar í borginni og á æskuslóðum í Norður-Wales. Terfel spyr síðan hinnar dæmigerðu spurningar, um veðrið á Íslandi. „Grasið verður öruggleg orðið gænt þegar ég kem í maí,“ segir hann sannfærandi eftir að hafa hlýtt á veðurfregnir. „Eru golfvellir á Ís- landi? Já, er það! Ég ætti að koma með kylfurnar, veiðistöngina og snóker-kjuðann… En já, ég er að koma til Íslands að syngja. Svolítið af Schubert, Schumann, nokkra enska söngva, einhverja keltneska. Þá hef ég verið beðinn um að syngja nokkrar óp- eruaríur. Líklega verða tónleikarnir einskonar hrærigrautur úr því sem hefur verið að gerast á ferlinum hjá mér síðustu þrjá áratugi. Það er fínt að vera beðinn um að bæta við nokkrum aríum og auðvit- að syng ég eitthvað gott. Ef það passar inn í efnisskrána að lauma einhverjum misindismönnum og ribböldum inn í hana, þá er það fínt. Tenórinn fær alltaf sykursætu lag- línurnar og stelpurnar. Við hinir þurfum að vera djöfullegir á sviðinu, eins og ég er nú sem Mefistófeles í Fást í Konunglegu óperunni. Hugs- aðu þér, ég skipti sex sinnum um föt í sýningunni. Kem meira að segja fram í kolsvörtum aðskornum kjól! Hvað gerum við ekki fyrir listina.“ Hann skellir upp úr. Syngur ekki Presley-lög –Þú átt enn nokkur ár í fimmtugt en engu að síður er ferill þinn orð- inn langur og glæstur. „Ég hef lagt mikið á mig, hef sí- fellt reynt að bæta mig,“ segir Ter- fel. „Með velgengni á óperusviðinu opnast ýmis tækifæri, til dæmis í sjónvarpi, útvarpi, tónleikar, sitt lítið af hverju. Og það kemur jafnvel fyr- ir að ég gangi yfir brúna í aðra heima, eins og þegar ég söng á æf- mælistónleikum Sting. Ég söng líka í sjónvarpsþætti með Tom Jones. Við enda ferilsins vil ég getað litið aftur og sagt að ég hafi ekki látið neitt hindra mig.“ Hann hugsar sig um og bætir svo við: „En ég verð engu að síður að þekkja mín takmörk. Ég færi aldrei að gera plötu með Elvis Presley- lögum, eða Sinatra-plötu.“ – Gæti það ekki verið gaman? Terfel hlær að tilhugsuninni. „Þótt ég hafi verið ástríðufullur aðdáandi Elvis á unglingsárunum þá læt ég mig ekki dreyma um að dýfa tánni í hans listform. En skyldi Paul McCartney vakna á hverjum morgni og hugsa: „Æ, nú verð ég að syngja Yesterday einu sinni enn í dag“? Og Sting vakna á hverjum morgni og hugsa: „Úff, ég verð að syngja Englishman in New York einu sinni enn í dag“? Ætli ég fari einhvern daginn að hugsa eins til Wagner-hlutverkanna minna, vakni og stynji þar sem ég þurfi að syngja Valkyrkjurnar aftur þann daginn? Nei, fjandakornið, þetta eru forrétt- indi hjá okkur…“ Stoltur sendiherra Wales „Ég heyri að nú sé búið að vígja þetta stóra og glæsilega tónleikahús í Reykjavík,“ segir Terfel síðan. „Ég er strax farinn að slefa af til- hlökkun! Að fá að koma fram í slík- um húsum heldur mér á tánum. Í fyrra bað ég umboðsmanninn minn að finna mér ný hús að syngja í – ég hlakka mikið til að koma aftur til Reykjavíkur. Sérhver borg ætti að eiga tón- leikahús sem íbúarnir eru stoltir af. Stjórnvöld sem beita sér ekki fyrir slíkri uppbyggingu ættu að skamm- ast sín,“ drynur ákveðið í bassa- söngvaranum. „Í Cardiff í Wales vorum við með samkeppni um það hvort reisa ætti nýjan rugby-leikvang eða tónleika- hús – að lokum voru bæði reist. The Welsh Millenium Center er heimili velsku óperunnar en þar eru einnig sýndir söngleikir, og allt mögulegt.“ – Er mikilvægt fyrir þig að snúa reglulega heim til Wales að syngja? „Vitaskuld!“ hrópar hann í sím- tólið. „Auðvitað. Hvers konar spurning er þetta.“ Uppgerð- arhneykslun breytist í fliss. „Ég var síðast í gær í Wales, var fenginn til að opna nýja miðstöð þyrlubjörg- unarsveitanna, sem eru afar mik- ilvægar fyrir samfélagið. Þær eru reknar fyrir framlög almennings og einkaaðila. Við þurfum virkilega á þeim að halda í Norður-Wales, það þarf að gæta fólksins sem býr þar og starfar og einnig gesta sem koma að ganga á fjöll. Saklaus leið- angur getur endað með fótbroti og þá er kallað í þyrluna; þess vegna naut ég þess að opna stöðina þeirra. Svo nefndu þeir eftir mér lest- arvagn sem gengur upp á Snowden- fjall. Þá var ég orðlaus – og stoltur. Ég get farið ókeypis með lestinni, svo lengi sem ég lifi. Svarið við spurningunni er því JÁ. Wales hefur gætt mín og land- ar mínir eru stoltir af því sem ég © Deutsche Grammophon/Mormon Tabernacle Choir/Graig Dimond VELSKA SÖNGSTJARNAN BRYN TERFEL HELDUR EINSÖNGSTÓNLEIKA Á LISTAHÁTÍÐ Í VOR „Röddin er eins og bifreið“ „ÞAÐ JAFNAST EKKERT Á VIÐ ÞAÐ ÞEGAR ALLT GENGUR UPP Á ÓPERUSVIÐI,“ SEGIR BRYN TERFEL, EINN SÁ EFTIRSÓTTASTI Á SÍNU SVIÐI. HANN NÝTUR ÞESS EINNIG AÐ SKEMMTA FÓLKI Á TÓNLEIKUM, EINS OG ÞEIR ÞEKKJA SEM HAFA SÉÐ ÞENNAN EINSTAKA SÖNGVARA KOMA FRAM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Terfel naut aðstoðar Ólafs Kjartans Sigurðarsonar á rómuðum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2005. Hann hlakkar til að syngja í Hörpu. Morgunblaðið/Sverrir „Ef það passar inn í efnisskrána að lauma einhverjum misindismönnum og ribböldum inn í hana, þá er það fínt,“ segir Bryn Terfel um tónleikana í Hörpu 24. maí næstkomandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.