Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 5

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 5
kvenna“, hann var síðan sérprentað- ur. Hjónaband þeirra Valdemars Ás- mundar og Bríetar Bjarnhéðinsdótt- ur hefur verið kallað fyrsta „intel- lektuel“ hjónaband, sem byggist fyrst og fremst á sameiginlegum hugsjón- um og áhugamálum, sem hlýtur að leggja grundvöllinn að sameiginlegu lífsstarfi. Ég er þó í engum vafa um að þetta hjónaband var líka byggt á ást frá báðum hliðum, líklega sterkri ást og kem ég að því síðar í þessari ritsmíði. Hitt blandast engum hugur um, enda Bríet sjálf margsinnis lýst því yfir, að sambúðin við Valdemar og samstarfið með honum hefur orð- ið henni hreinasti háskóli, sá eini, sem hún fékk að njóta. Hann taldi hana á að fara að gefa út Kvenna- blaðið og studdi hana með ráðum og dáð við þá útgáfu, kenndi henni blaðamennsku. Hann opnaði fyrir henni menntaheim Reykjavíkur í þá daga, kynnti henni menn og málefni, sem vert var að þekkja, en hann var eins og kunnugt er afar frjálslyndur og víðsýnn maður. Undir hann gat hún allt borið, þau töluðu saman um allt, sem vakti áhuga annars hvors eða beggja, var slíkur félagsskapur ómetanlegur fyrir hina ungu konu á meðan hún var svo að segja að finna sjálfa sig og starfsvið sitt, en mann sinn missti hún eftir 13% árs sam- veru, árið 1902. Bríet stóð nú uppi 46 ára gömul, fátæk ekkja með tvö börn í bernsku, sem hlutu að eiga langan námsferil framundan, því ekki gat hún hugsað sér annað en stúlkan fengi sömu menntunarmöguleika og drengurinn. Að hinu leytinu var svo lífshugsjón- in, kvenréttindamálið, sem hún hefði helzt viliað helga alla sína krafta, og sem kallaði hana til starfa, eins og barn hrópar á móður. Bríet leysti bæði verkin af hendi með dæmafá- um dugnaði. Börnin nutu bæði há- skólamenntunar og urðu síðan at- kvæðamanneskjur í íslenzku þjóðfé- lagi, sem bæði létu mikið til sín taka í anda foreldra sinna. íslenzk alþýða og einstæðingar þjóðfélagsins ekki sízt konurnar ættu lengi að minnast systkinanna, Héðins Valdemarssonar og Laufeyjar Valdemarsdóttur. Barátta Bríetar fyrir jafnréttismál- um kvenna hefst nú fyri^ alvöru með stofnun Kvenréttindafélags fslands 27. janúar 1907 og inngöngu þess í Alþjóða Kvenréttindasambandið. — Hafði Bríet árið áður sótt fyrsta al- þjóðaþing þessa félagsskapar, sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Þorsteinsdóttir, forstöðukonan, hinn mesti menntafrömuður. Frá Lauga- landi réðst Bríet austur í Þingeyjar- sýslu og var þar við barnakennslu í nokkur ár. Minntist hún þeirrar dval- ar ævinlega með mikilli ánægju, því þá var vor í lofti þar um slóðir og margir framtakssamir áhugamenn að hefja feril sinn, svo sem Jón frá Múla og Jakob Hálfdánarson, sem hún kynntist vel og voru vinir henn- ar alla tíð. En ekki var við að búast að Bríet, þessi hamhleypa með öll óleystu verkin ólgandi og sjóðandi innra með sér, gæti látið staðar numið við barnakennslu uppi í sveit. Hún varð að fá víðara verksvið og til Reykja- víkur flyzt hún svo árið 1884 og kann ég engar sögur af henni að segja það- an fyrsta árið, en 5. júní 1885 birt- ist grein í Fjallkonunni, og stóð til skýringar undir fyrirsögninni: „Eft- ir unga stúlku í Reykjavík“. Ritstjóri var hinn ungi, gáfaði menntamaður, Valdemar Ásmundsson, en unga stúlkan Bríet Bjarnhéðinsdóttir. — Greinin hét: „Nokkur orð um frelsi og menntun kvenna.“ Ég hef það fyrir satt að kynni þeirra Bríetar og Valdimars hafi hafizt þannig, að hann skrifaði í 1.—2. tbl. Fjallkon- unnar 1885 langa og snjalla grein um „Kvenfrelsi“, sem varð ungu stúlk- unni að norðan hrein opinberun og mun hún hafa leitað hann uppi þess vegna og þau þegar fundið, hversu mikið þau áttu af sameiginlegum á- hugamálum. Þessi umrædda blaða- grein Bríetar var fyrsta blaðagrein á íslandi skrifuð af konu, og fyrsti fyrirlestur, sem kona flutti hér á landi var haldinn í Reykjavík 30. des. 1887, það var einnig Bríet, sem flutti þann fyrirlestur, og nefndist hann: „Fyrirlestur um hagi og réttindi FRÚIN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.