Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 15

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 15
Frú Hdga Magnúsdóitir: „ þjéhuJ tuá tar^, Mm iima (ter a^ tnamkœdeika cy ákilhihgi." Frú Helga á Blikastöðum ræðir við „Frúna“. Frú Helga Magnúsdóttir, hús- freyja á Blikastöðum í Mosfells- sveit var oddviti sveitar sinnar á sama tíma og þær Auður og Hulda voru borgar- og bæjarstjór- ar. Oddvitastarfið svarar til borg- ar- og bæjarstjórastarfa. Frú Helga er húsmóðir á einu af stærstu býlum þessa lands, og ef maður kemur að Blikastöðum, er lítill vandi að sjá að húsmóðirin muni skipa sæti sitt af engu minni skörungsskap en bóndinn, Sigursteinn Pálsson. Og því furðu- legra er, að hún skuli hafa haft tíma til að vera framkvæm,dastjóri sveitar sinnar, sem er sú f jölmenn- asta á öllu landinu, auk þess sem hún er forystukona í kvennasam- tökum sveitar sinnar, og nú ný- kjörinn formaður Kvenfélaga- sambands íslands. Allir, sem til þekkja, vita hve störf sveita- konunnar á stóru heimili er um- fangsmikið. Að vísu á frú Helga ekki langt að sækja sinn dugnað, þar sem hún er dóttir hins kunna dugnaðarmanns Magnúsar Þor- lákssonar, bónda að Blikastöðum,, bróður Jóns Þorlákssonar borgar- stjóra. Finnst yður störj yðar á sveitar- stjórnarmálum hafa dregið úr orku yðar og starfsgleði sem húsmóðir? Síður en svo, mér finnst einmitt að fjölbreytni í .starfi skapi meiri vinnugleði, en að sjálfsögðu þurfti ég stundum að fá aðstoð við 'heimilis- störfin. Hafið þér fundið fyrir því sem ó- þœgindum í starfi yðar, að þér eruð kona? Þetta finnst mér harla einkenni- leg spurning, starfið er það sama, hvort sem það er unnið af karli eða konu, en hvernig ætti ég sem kona að þekkja viðhorf karla, eða hver áhrif slíkt starf hefur á þá? Hafa karlar þeir, sem þér óhjá- kvœmilega hafið orðið að hafa sam- skipti við sem oddviti sveitar yðar, nokkru sinni reyna að heita yður ofríki vegna þess að þér eruð kona? Ég hef alls staðar mætt frábærum skilningi og lipurð 'hjá þeim aðilum, jafnt körlum sem konum, sem ég hefi leitað til með fyrirgreiðslu í starfi mínu sem oddviti, enda virðist það ekki skipta máli, hvort það er karl eða kona, sem ber upp vanda- málin, heldur einungis hvort málefnið sjálft er þess virði, að því sé veitt fyrirgreiðsla. Oddvitastarf í stóru sveitarfélagi er bæði margþætt og fjölbreytilegt. Það veitir mikinn þroska og þekk- ingu á ýmsum sviðum, sem önnur venjuleg störf geta ekki veitt. Odd- vitinn kynnist mörgum hliðum sveit- unganna nánar en aðrir, því þetta er fyrst og fremst þj ónustustarf sem Frú Aiiður Auðiins: Frú Auður Auðuns er forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og al- þingismaður fyrir Reykjavík. Hún er skeleggur baráttumaður fyrir hagsmunamálum kvenna á þeim vettvangi og hefur unnið fyrir kvennasamtökin í landinu af trún- vinna ber af mannkærleika og skiln- ing á högum og þörfum almennings jafnt og hagsmunum þess opinbera. Hafa opinber störf yðar haft áhrif á einkalíf yðar og húsmóðurstörfin svo að þér hafið haft haga af? Það tel ég ekki. Ég hef aldrei fund- ið mig bundna af heimilisstörfunum; ég vinn þau á þeim tíma sólarhrings- ins, sem mér hentar bezt hverju sinni, þó að máltíðir séu auðvitað alltaf á sama tíma. Ég á svo góðan eigin- mann, að hann og börnin, sem nú eru uppkomin, hafa aldrei amazt við þeim störfum, sem ég vinn utan heimilis, hvort sem þau eru launuð eða ólaunuð. Álítið þér, að konur geti vegna umfangsmikilla starfa á heimilum gefið sig á fullnœgjandi hátt að opin- berum málum? Tvímælalaust, en auðvitað því að- eins að þær hafi ánægju af starfinu eða fullan áhuga fyrir því málefni, sem þær vinna að. Ég álít, að gift kona hafi fyrst og fremst skyldur við börn sín og heimili, en víða hag- ar svo til, að móðir eða önnur eldri kona, sem gjarnan vill rétta hjálp- andi hönd, er innan heimilisins og starfssviðið þá ekki nægjanlegt fyrir tvær. Meðan þessi eldri kona væri starfhæf, gæti hún ef til vill full- nægt lífsköllun sinni með því að veita börnunum öryggi meðan móðir- in sinnir sínum hugðarefnum, og væri þá ekki nauðsynlegt að senda hana á elliheimili fyrir aldur fram. Mörg kona hefur líka miklu meiri starfs- getu en heimilið þarfnast, og því skyldi hún þá ekki hagnýta þá orku. aði í fjöldamörg ár. Um stjórn- málaferli hennar má lesa í 2. tbl. „Frúarinnar“ 1963. Þér eruð forseti borgarstjórnar og hafið verið borgarstjóri í Reykjavík. Vilduð þér segja lesendum „rFrúar- „^tjcthfnálaA terýutft fylýir álnjrgð." Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur svarar nokkrum spurning- um „Frúarinnar“. FRÚIN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.