Frúin - 01.06.1963, Síða 59

Frúin - 01.06.1963, Síða 59
„Matreiðslubókin mín“ Á þessari öld vitamína og næringarefna er hverri húsmóður nauðsyn á að kunna skil á vitamininnihaldi fæðu þeirrar, sem hún framreiðir handa heimilis- fólki sínu. „Matreiðslubókin mín“ gefur yður glögga hugmynd um þetta með ýtar- legri næringarefnafræði og skýringarlínuritum. „Matreiðslubókin mín“ inniheldur yfir 450 uppskriftir, ódýrar og góðar. Bókin er prýdd fjölda mynda og línurita auk þess eru 34 litmyndir í fjórum litum í bókinni. „Matreiðslubókin mín“ er fallegasta matreiðslubók, sem hefur komið út hér á landi og hefur hlotið einróma lof húsmæðra. Heilbrigði fjölskyldunnar er háð mataræði því, sem húsmóðirin velur. „Mat- reiðslubókin mín“ auðveldar yður það vandaverk. Hún er því bók frúarinnar. Odýr og nytsöm. Útsöluverð bókarinnar er kr. 257.50. — Áskrifendur að „Frúnni“ geta feng- ið bókina fyrir aðeins kr. 176.00 og mega greiða verð bókarinnar í tvennu lagi. Skrifið eða símið til afgreiðslunnar og bókin verður send heim til yðar. L a n (1 la ii s æviníýraflrwlí niiigin. Framh. af bls. 50. varpað, þegar tilkynnt var opinber- lega, að Rainier fursti hefði ákveð- ið, að Singha prinsessa væi’i fram- vegis undir sérstakri vernd hans. Þar með fékk hún skrautlegasta og eftirsóttasta vegabréf í heimi — því að því fylgdi m. a. skattfrelsi, svo að Singha þarf ekki einu sinni að telja fram til skatts, hvað þá meira. Hún hafði gefið mikið fé til ýmissa þarflegra málefna og góðgerðastofn- ana í Frakklandi, og það hafði haft sín áhrif í þessu máli, því að Rainier hafði ekki gert þetta án samþykkis Frakka. Vernd hans táknar nefni- lega vernd Frakklands, verndara hans sjálfs! Og með þessu hófst nýr þáttur í ævi Singhu. Hún gat byrjað gömlu ferðalögin aftur, farið til Parísar til að fata sig, skroppið til Englands, ef henni þótti of heitt í París, eða vestur um haf, ef henni leiddist í Evrópu. Komi það fyrir, að hún finni fyrir einhverri heimþrá, þarf hún ekki annað en að virða fyrir sér krúnudjásnin, og þá hverfur heimþráin strax. Heimsókn til Ind- lands getur ekki jafnazt á við að hafa þessa gripi undir höndum! Singha heldur áfram að vera stjarna á himni samkvæmislífsins á ýmsum stöðum í hinum „stóra“ heimi, þótt hún sé nú orðin fertug og fari senn að fölna eins og hinar bráðþroska rósir Austurlanda. En enn heldur hún fegurð sinni, og með- an hún varðveitir einnig peninga sína, mun hún geta haldið áfram að vera stjarna, þótt hún kunni að dofna eitthvað með aldrinum. Twain skrifaði vini sínum bréf og bauð honum í heimsókn. Vinurinn svaraði, að 'honum væri ómögulegt að koma og endaði bréf sitt með þess- um orðum: „Guð veri með þér.“ Stuttu seinna fékk vinurinn bréf frá Twain, svohljóðandi: — Hann kom ekki, reyndu að senda næst einhvern, sem við getum reiknað með. -x í miðdegisverðarboði var rætt um eilíft líf, himnaríki og helvíti. Mark Twain tók ekki þátt í þess- um umræðum. Kona, sem sat í ná- lægð við grínistann, sagði við hann: — Hvers vegna segið þér ekkert? Ég vildi gjarnan heyra álit yðar. Mark Twain svaraði, alvarlegur á svip: — Þér verðið að afsaka, kæra frú, en ég á vini á báðum stöðunum. ¥ Ung hefðarkona .sagði Mark Twain að hún hefið látið taka mynd af sér og kjölturakka sínum. ímyndunarfull og hégómleg sagði hún við skáldið: — Fegurðin og dýrið, ekki satt? hr. Twain. Mark Twain beygði sig og klapp- aði hundinum og sagði: — Já, það er satt, hann er mjög fallegur, litla greyið. Jeg veit ekki hvaða álit heimurinn kann að hafa á mér, en gagnvart sjálfum mér, finnst mér ég hafa að- eins verið lítill drengur, að leika mér niður í fjöru, og gefið mig að því, að finna fegurri stein eða sjaldgæfari skel en ella, meðan hið óendanlega haf sannleikans lá við fætur mér! Sir Isaac Newton, stærðfræðingur. -K Það getur engin barátta verið milli trúarinnar og vísindanna. Vísindin eru traust aðferð til að finna sann- leikann. Trúin er leit að fullkomnu lífi. Vísindin fara vaxandi; en veröld sem hefur vísindi þarfnast meira en nokkurn tíma áður, innblásturs þess, sem trúin ein veitir! Arthur H. Compton, eðlisfræðingur. * Fólkið les aldrei betri skáldskap sér til nautnar en það er sjálft. — Það er gallinn. FRÚIN 59

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.