Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 46

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 46
Einn morguninn vaknaði Stella a£ einkennilegum draumi. Hún átti erfitt með að átta sig á, að þetta hafði ekki verið raunveruleiki, heldur hefði hana dreymt það, því að það hafði verið svo lifandi og ljóst. En allt í einu glaðvaknaði hún. Þetta var ekki neinn venjulegur draumur. Þetta var boðskapur um það, hvernig hún gæti ef til vill orðið manni sínum að liði. Hún lá lengi og starði fram fyrir sig, meðan hún lifði drauminn aftur, þátt fyrir þátt, staðráðin í að gera sitt til þess, að hann gæti orðið að veruleika. Hún fór fram úr og klædd- ist eins og venjulega, meðan hún horfði út um gluggann og virti fyrir sér veðrið, en haustvindar voru farn- ir að blása. Heili hennar starfaði af kappi, meðan hún vann venjuleg störf sín. Ekki var hægt að sjá á henni, að neitt óvenjulegt gæti verið í vænd- um. Hún gekk frá morgunverðinum, en síðan fór hún til að vekja mann sinn. Róbert var þegar vaknaður, og hann leit á hana með raunasvipnum, sem virtist verða æ dapurlegri með hverjum deginum sem leið. — Elsku Stella, sagði hann, þegar hún stóð við rúmstokkinn hjá honum. — Ég hef ekki sofið neitt að ráði í nótt, því að ég hef legið og hugsað um okkur, og þó sérstaklega um þig. Ég þoli ekki að horfa upp á það, að þú sért bundin öryrkja. Þú ert ung og hraust, og ég vil leysa þig frá hjú- skaparheiti okkar .... Rödd hans, sem hafði verið einarðleg í byrjun, brást honum, er hér var komið, og hann sneri sér undan og fól andlitið í koddanum. — Ó, ástin mín, þú ætlar vonandi ekki að reka mig frá þér? sagði Stella og brosti blíðlega til hans. — Þá ætla ég bara að segja þér, að ég fer ekki frá þér ótilneydd! Róbert lyfti höfðinu af koddanum og leit á hana. Það var eitthvað svo rólegt og sefandi yfir öllu fasi henn- ar, að þunglyndið, sem þrúgaði hann, hvarf er hann horfði á hana. — Þú ert yndisleg, Stella mín, sagði hann og kyssti 'hönd hennar. — Ég hef annars hugsað mér að taka mér alveg frí í dag, sagði hún glaðlega. — Ég kæri mig kollótta um öll húsverk og geri bara það, sem mig langar til. Má ég það? Hún brosti til hans. — Ég hafði hugsað mér að byrja að fara dálitla róðrar- ferð á vatninu. Mig langar svo til að prófa kraftana. Skömmu eftir hádegisverð skildi hún þess vegna við Róbert í hjóla- stólnum niðri á vatnsbakkanum. Hún sótti handa honum bækur og blöð, veifaði svo til hans að skilnaði og stökk út í bátinn, sem var bundinn við bryggjuna. — Fyrir alla muni, farðu varlega, af því að það er svo hvasst! kallaði Róbert á eftir henni. Hún reri frá landi með sterkleg- um áratogum, og eftir fáeinar mín- útur var hún komin drjúgan spöl frá landi, því að straumurinn var líka með henni. Hún leit á manninn í hjólastólnum, og hjartað hamaðist í brjósti hennar. Það var einmitt svona, sem það hafði verið í draumnum. Svo hafði bátnum hvolft .... Af ásettu ráði hreyfði hún sig snögglega, og andartaki síðar brauzt hún um í vatninu undir bátnum, sem hafði hvolft yfir hana. Hún kafaði og synti lengi í kafi, áður en hún kom aftur upp á yfirborðið, strauk vatnið úr augum sér og leit til lands. Hjólastóllinn ,stóð á sama stað og áður .... tómur. Niðri á vatnsbakk- anum stóð Róbert og teygði handlegg- ina í áttina til hennar. Róbert, Ró- bert, hrópaði hún. — Sko, þú getur gengið! Hann reyndi að ganga nokkur hik- andi skref í áttina til hennar, en hné svo allt í einu niður. Rétt í sama mund kom 'hún hlaupandi til hans, faðmaði hann að sér og kyssti hvað eftir annað, og hún var svo ham- ingjusöm, að hún gat ekki komið upp neinu orði. Eftir langa þögn tautaði Róbert: — Ég varð svo óskaplega hræddur, þegar ég sá bátnum hvolfa, gleymdi alveg, að ég var lamaður og stóð bara upp og gekk. — Já, já, Bobby, ég sá það, ég sá, hvernig þú gekkst. Nú þurfum við ekki að vera hrædd lengur. Nú vitum við, að þú verður alheill aftur. Hún lét marga daga líða, áður en hún .sagði honum, hvernig í þessu lá. Það var ekki fyrri en hálfum mánuði síðar, þegar Robert kenndi sér einskis meins lengur, að hún sagði honum frá draumnum, og að hún hefði verið staðráðin í að láta hann rætast. — Mig dreymdi, að ég væri að drukknun komin, sagði hún, — og svo sá ég allt í einu, að þú stóðst á fætur af hjólastólnum og gekkst til mín. Þetta var eins og teikn af himnum, og ég vissi, um leið og ég vaknaði, að mér var ætiað að reyna að hjálpa þér á þennan hátt. Róbert svaraði ekki. Hann virti hana aðeins fyrir sér og úr augum hans skein einlæg ást hans og traust á þessum hugrakka lífsförunaut hans. * Mark Twain heimsótti eitt sinn nágranna sinn og bað hann að lána sér bók. — Með ánægju, sagði nágranninn. En ég verð að biðja yður að lesa hana hér, ég hefi það fyrir reglu að láta aldrei bók út úr bókasafni minu. Nokkrum dögum seinna kom nágranninn til Twains og bað hann lána sér garðsláttuvél. — Alveg sjálfsagt, sagði rithöfundurinn, en má ég biðja yður að nota hann hér, það er ein af mínum reglum. 46 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.