Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 50

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 50
auðæfunum fyrir í öryggishólfi í banka einum í Monaco, og þar get- ur enginn náð honum nema með því að hafa lykilinn í höndum. Og lyk- ilinn ætlar hún víst ekki að láta af hendi. Annars er megnið af auðæf- um þeim, sem hér um að ræða, allt frá tímum Dsjengis Khans og var í upphafi ránsfengur. Hann komst í hendur forföður Baroda-ættarinnar, sem var borgarstjóri í samnefndri borg árið 1732, þegar honum kom til hugar að stofna samnefnt ríki og gerði það. Um þær mundir var svo mikil ólga á Indlandi, að enginn tók eftir því í fyrstu, að stofnað hafði verið nýtt soldánsdæmi. Og þegar menn uppgötvuðu hvernig komið var, létu menn það afskiptalaust. Furstinn á sífelldu ferðalagi. Afkomandi hans, síðasti furstinn af Baroda, gerði sér ekki mikla rellu af að glata furstatigninni, því að hann hafði einungis áhuga fyrir að koma einkaeignum sínum úr landi — þeim, sem konan hafði ekki farið með á eigin spítur. Hann er nú kominn yfir fimmtugt og hangir ekki á horriminni, því að hann er vellauð- ugur þrátt fyrir allt, og er sífellt á ferðalögum milli helztu borga heims, en einkum New York, London, Cann- es og Monaco. Þar er kona hans fyrr- verandi raunar búsett, og frúrn- ar, sem fremstar eru í samkvæmis- lífinu, verða að gæta þess mjög vand- lega að bjóða þeim ekki báðum, því að það er heldur leiðinlegt fyrir alla aðila. . . . Annars þjáist furstinn ekki af einveru, því að hann sést sífellt í fylgd með fögrum konum og korn- ungum. Við og við upplýsa heimsblöðin, að furstinn í Baroda sé búinn að steingleyma konu sinni — eða öf- ugt. . . . Það mun raunar vera rétt, þótt heimurinn héldi, að tímabil 1001 nætur væri upp runnið á ný, þegar brullaup þeirra var gert. Margir auðugir prinsar höfðu viljað ganga að eiga Singhu hina fögru, en enginn var eins ríkur og furstinn í Baroda, og fyrir bragðið bar hann víst sigur úr býtum. Þótt hann væri kvæntur, lét hann Singhu hina fögru ekki í friði, gaf henni óteljandi skartgrípi og sigraði hana um síðir. Furstafrúin dansar cha-cha! Hann skildi síðan við konu sína og giftist Singhu, sem var krýnd drottn- ing Baroda af því að enn voru tvö ár, þar til Indland átti að verða frjálst. Singha sat þá á hásæti, sem gert var úr skíru gulli, og mörg þeirra djásna, sem hún bar þá, höfðu verið eign sjálfs Dsjengis Khans. Brúðargjafirnar skiptu þúsundum — hver annari meiri gersemi — og maður hennar gaf henni þvílíkan fjölda skartgripa, að ekki varð líkt við neitt nema fjall, að því er magn- ið snerti. En Singha var ekki furstafrú af gamla taginu. Hún var nýtízku kona, sem dansaði cha-cha og rumba og aðra tízkudansa, hún kunni að leika á píanó, og hún kunni að fá sér kokk- teil eins og aðrir og ekki fyrirleit hún að fá kampavín í glas sitt. Og hún var ekki feimin við að kveikja sér í stórum, gildum og svörtum vindli á almannafæri og púa eins og karlmaður. Þau hjónin fóru dýrar ferðir til helztu borga Vesturlanda, og tóku þar mikinn þátt í samkvæmislífinu, en Singha gaf sér samt tóm til að gera skyldu sína. Hún ól son snemma í hjúskap þeirra, og er hann nú orð- inn 15 ára. Fleiri urðu börnin ekki, því að furstinn fór allt í einu að verða leiður á konu sinni. Hann spurði hana fyrst með hægð hvort hún mundi ekki fallast á að veita honum skilnað, en hún tók því all-fjarri. Þá sagðist hann mundu krefjast skiln- aðar og knýja hann fram. Konan bjóst til brottfarar. Þegar svo var komið, tók Singha til sinna ráða. Hún afréð að halda sína leið, áður en maður hennar setti fram skilnaðarkröfuna og allt virt- ist kyrrt á yfirborðinu. Svo að lítið bar á, tók hún að viða að sér alls- konar dýrgripum — auk skartgripa sinna — og þegar hún hafði safnað eins miklu og hún gat haft á brott með sér án verulegrar fyrirhafnar, sagði hún bónda sínum, að hún ætl- aði að fara í stutt ferðalag.' Hann vissi ekki, hvað undir bjó, fyrri en sendimenn Nehrus komu til að sækja auðinn, sem fyrr er getið. Bæði furstinn og Nehru fóru vel að furstafrúnni, þegar fréttist, hvern- ig komið var, og hún var beðin að skila að minnsta kosti krúnudjásnum Baroda-ríkis. En við það var ekki komandi, Singha lét ekki segjast, hvort sem talað var við hana í góðu eða illu. Furstinn gafst þá upp, því að hann vissi, að erfitt mundi fyrir sig að standa í þessum málaferlum, og þurfti raunar ekki sjálfs sín vegna að endurheimta neina gripi frá konu sinni. En öðru máli gegndi um Nehru og hans menn. Þeir vildu ekki láta kvenmanninn gefa sér langt nef bóta- laust. Nehru greip til ráðs, sem var áhrifaríkt, þótt það tryggði ekki al- veg, að frúin skilaði auðæfunum. Hann tilkynnti, að lagt skyldi hald á vegabréf hennar, hvar sem til næð- ist. Nú eru vegabréf gefin út til mis- munandi langs tíma, og það brezka vegabréf, sem furstafrúin af Baroda hafði haft, þar sem hún var brezkur þegn, er hún fór úr landi, var gefið út til langs tíma. Það gilti til ársloka 1957, en frá 1. janúar 1958 var frúin ekki betur sett en fjöldi flóttamanna, sem ekkert vegabréf höfðu. Hún var ríkisfangslaus eins og þeir. Vandinn var sá einna mestur, að ríkisfangs- lausir menn fá ekki að vera hvar sem er, sumar ríkisstjórnir reka þá á dyr og þeir eiga hvergi höfði að að halla. En svo illa var ekki komið fyrir furstafrúnni af Baroda, því að til var eitt ríki, sem var fáanlegt til að veita henni hæli. Það var Monaco. Hún sneri sér til stjórnarinnar þar, þegar brezka stjórnin hafði neitað að framlengja vegabréf hennar, og stjórnin í Monaco hafði ekkert á móti því að veita þessum fagra flóttamanni landvist — enda auður hennar allur geymdur þar, og sumt af honum hlaut að renna í vasa heimamanna vegna uppihalds frúar- innar og hjúa hennar. Indlandsstjórn lét frúna vita, að auðvelt væri að leysa þann vanda, sem hlaut að steðja að henni ríkis- fangslausri. Vandinn væri ekki ann- ar en sá, að hún skilaði krúnudjásn- unum, því að um leið og hún afhenti þau fulltrúum Indlandsstjórnar, mundu þeir fá henni fullgilt vega- bréf, sem gerði henni kleift að fara allra sinna ferða. En Singha var ekki á því að beygja sig fyrir slíkri „fjár- kúgun“. Að vísu langaði hana til að skreppa til New York, London og Parísar við og við, en þó var þessi löngun hennar ekki meiri en svo, að hún gat vel ráðið við hana. Hún settist því að í dýru gistihúsi í Monaco og þar hefur hún búið síð- an. En hún breytti ekki líferni sínu, þótt hún væri ríkisfangslaus. Hún lifði óhófslífi að austurlenzkum sið, var sífellt í veizlum eða efndi til þeirra sjálf. Menn fengu ekki séð, að hún hefði tíma til annars en að sinna samkvæmislífinu, en brátt kom á daginn, að hún var ekki iðju- laus að öðru leyti. Það var eins og sprengju væri Framh. á bls. 59. 50 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.