Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 14

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 14
KOIMUR STJÓRNA í öðrum stað hér í blaðinu er skrifað um konu, ^ sem helgaði sjálfsögðum jafnréttiskröfum kvenna líf sitt og starf. Nú, nokkrum áratugum seinna, má segja að hugsjónir hennar og ótal ann- arra kvenna um víða veröid, hafi rætzt. Allsstaðar láta konur í sívaxandi mæii æ meir til sín taka á opinberum vettvangi. Þær eru borgarstjórar, þing- menn, sendiherrar og ráðherrar, og allsstaðar hafa störf þeirra verið engu síður árangursrík en samf bærileg störf karla. „Frúin“ vill vekja athygli á, að einnig hér á landi hefur þróun þessara mála verið konum hagstæð, þótt langt sé í land með að ís- lenzkum konum skiljist, að tími er til kominn, að þær fari að gefa sig meir að þjóðmálum, þar sem þær eru fullur helmingur þjóðarinnar og reynslan hefur sýnt, að nokkuð stór hluti karlmanna álítur enn þann dag í dag, að staður konunnar sé við hlóðirnar. Sem betur fer, gerist skilningur karla á getu og hæfileikum konunnar æ ríkari, og fyrir því hafa verið samþykkt lög á Alþingi um sömu laun karla og kvenna fyrir sömu vinnu. Fyrir nokkrum ár- um gerðist sá einstæði atburður, að þrjár konur samtímis voru framkvæmdastjórar samborgara sinna í langfjölmennustu byggðarlögum landsins, þ. e. í Reykjavík, Kópavogi og Mosfellssveit. Frú Auður Auðuns borgarstjóri í Reykjavík, frú Hulda Jakobsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi og frú Helga Magnúsdóttir oddviti í Mosfellssveit. viðtöl við þrjár for^stnkonur: Frú Auði Auðunsí. Frú llnldu Jakolisdóttur. Frii Ilclgu Magniisidiittiir. „Frúnni“ finnst þetta mjög athyglisvert, og hefur ekki fregnað annað en að störf þeirra hafi verið farsæl og þær hafi verið vinsælar í starfi. Tilgangurinn með því að vekja athygli á þessu er sá, að hvetja konur til meiri þátttöku í opin- berum málum. Þessar konur hafa sýnt og sannað, að farsæl stjórn landsmála fer ekki síður vel úr hendi kvenna en karla. Mætti fordæmi þessara ágætu kvenna verða öðr- um konum hvatning til starfa á þessu sviði. Er- lendis fer þátttaka kvenna í stjórnmálum og opin- berum störfum sívaxandi, og ber ekki á öðru en að karlar jafnt sem, konur séu ánægð með þá þró- un mála. „Frúin“ hefur snúið sér til fyrrnefndra kvenna og lagt fyrir þær nokkrar spurningar, sem þær hafa verið svo vinsamlegar að svara. Konur! Munið að það er ekki aðeins heill og hamingja heimilina sem er í ykkar höndum, heldur er og einnig hlutur ykkar í þjóðarbúskapnum svo mik- ilvœgur að þið megið ekki undir neinum kringumstœðum vera sinnulausar um ráðstöíun hans. Karlmennirnir vilja vel, en eruð þið vissar um að þeir skilji alltaí ykkar sjónarmið? — Kunngerið vilja ykkar og gerið þeim ljóst, að það eruð þið. sem íáið þeim völdin í hendur. 14 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.