Frúin - 01.06.1963, Side 8

Frúin - 01.06.1963, Side 8
samt heimili, vel um gengið, gestris- ið í hæsta máta og veitingar með af- brigðum góðar. Hitt er svo líka víst, að hafi áhugamálin, bundin við störf utan heimilisins kallað á Bríetu, þá lætur hún ekki gólfþvotta og upp- þvott hindra sig í því. Það mundu reyndar hvorug mæðgnanna hafa gert og lái þeim hver sem vill. Ég get þá líka nú endurtekið það, sem ég hef áður sagt, að þegar ég kynntist út- lendum kvenréttindakonum, fínum konum á heimsmælikvarða, með hina prúðustu framkomu, þá sannfærðist ég um að þær báru staka virðingu fyrir Bríetu Bjarnhéðinsdóttur, og töldu hana einn hinn glæsilegasta fulltrúa kvenréttindamálsins. Haustið 1932 fór ég með Bríetu í fyrirlestraferð fyrir Kvenréttindafé- lagið austur og norður um land. Hrepptum við hið versta veður á sjónum og vorum að flækjast norð- ur í íshafi í þrjú dægur og bjugg- umst vitanlega eins vel við að farast þar, en ekki vorum við sjóveikar. Þá sagði Bríet mér margt frá hjóna- bandsárum sínum og manni sínum, sem ég tel að hún hafi bæði elskað og dáð. Mér virðist að Valdemar Ás- mundsson hafi verið stórgáfað glæsi- menni, fræðimaður og skáld, umbóta- maður, sem vildi rétta hlut lítilmagn- ans, en ákaflega stórbrotinn og við- kvæmur í lund, og auk þess vín- hneigður mjög og þá erfitt að fást við hann. Bríet þoldi drykkjuskap- inn illa og reyndi að halda honum frá drykkjufélögunum, skarst þá í odda með þeim hjónum, sem vænta mátti og voru auðvitað sagðar af því ýmsar sögur, og þá sérstaklega, hve hart Valdemar væri haldinn hjá konu sinni. Ekki dró Bríet dul á það, að ekki hefði alltaf verið rjómalogn í hjóna- bandinu, en hún sagði mér, að þegar þau Valdemar giftust hefði þeim ver- ið það ljóst, að þau væru bæði svo stórgeðja, að á ýmsu mundi ganga, hefðu þau þá lofað hvort öðru því, að aldrei skyldu þau ganga ósátt til náða. ,,Og það efndum við,“ bætti hún við. En svo sagði hún mér, eftir langa þögn frá atviki, þar sem henni fannst hún hafa gengið of langt og eftir öll þessi ár lét samvizkan hana ekki í friði út af því. Þetta var nú kalda, harðlynda konan, sem heim- urinn kallaði svo. Mér finnst að Bríet muni fyrirgefa mér, þó ég segi hér að lokum söguna, sem næst hefur staðið hjarta henn- ar og hún hafði geymt með sér og engum sagt öll árin frá því hún gerð- ist. Hún var sögð í haustmyrkri við undirspil trylltra náttúruafla, þar sem dauða okkar sjálfra gat borið að á hvaða augnabliki sem var, en um hana leikur bjarmi heitra, sárra tilfinninga og kærleika, sem nær út yfir gröf og dauða: Bríet var lasin og lá í rúminu, en Valdemar hafði farið eitthvað út um morguninn. Eftir hádegið kom hann heim, var þá eitthvað undarlegur og reikull í spori, stanzaði við fótgaflinn á rúmi Bríetar, greip um rúmstuðl- ana og sagði: ,,Ég held mér sé að verða illt.“ Hún segir sér hafi runn- ið í skap, því hún hafði verið sann- færð um, að hann hafi bara fengið sér í staupinu, og væri nú að afsaka sig með þessu. Hún svaraði því með kulda að það væri líklega það sama að honum og venjulega, en í sama bili hné hann niður á gólfið meðvit- unarlaus. Hann komst aldrei til með- vitunar aftur og dó nokkrum klukku- stundum síðar. Sagði Bríet mér, að atburður þessi hefði sezt svo að sér, að sér hefði legið við sturlun, hún gat ekki sofið, en altaf ásótti sýnin hana, maðurinn hennar að deyja og hún skildi svona við hann. Hvorki Valdemar né Bríet munu hafa trúað á framhaldslífið, því skelfilegra var það, að viðskilnaðurinn skyldi verða svona. Leið nú tíminn og ekkert dró úr sársaukanum. Þá var það einn dag, að svefn sótti mjög á Bríetu, enda var hún óskaplega svefnþurfi. Hún fleygði sér þá upp í rúm sitt, en segist ekki vita, hvort sér hafi runnið í brjóst, en allt í einu stend- ur Valdemar við rúmgaflinn og horf- ir á hana. En nú var hann hress og bjartur, það var eins og hann um- lykti hana með kærleika og hún fann að allt var fyrirgefið, allt í lagi þeirra á milli. Eftir það tók Bríet aftur gleði sína og náði fljótt kröftum. Söguna endaði hún með þessum orðum: ,,Ég hef áhuga á svo mörgu, hér á jörðunni, að ég vil gjarnan lifa, en ég er ekki hrædd við að deyja, hvað sem við tekur.“ Bríet Bjarnhéðinsdóttir dó í hárri elli, að lokum miklu lífsstarfi, áhrif- anna af starfi hennar mun vissulega gæta langt fram í ókomna framtíð og því ætti unga konan í dag ekki að gleyma. rf/Ztt. i fötrn jbfrn /r cgjt/«.>' .o, • /f V-'sicf’ y •—* • ■/ f/ -ýj, OS%, 1 S^»-77 / &c/ ötyr* } £ ósao hus J/cy/ /(óoiJ- .L-cf' - ,, ■Oc-c/cí't. /aJo'y-re* -> <=; sm CXo/o' c/ -/--y fnao/o-. /fdos/ /ioca 'cOtc-c 1 • 8 FRÚIN

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.