Frúin - 01.06.1963, Page 6

Frúin - 01.06.1963, Page 6
haldið var í Kaupmannahöfn, og kynntist þai’ mörgum þekktum, á- gætum forgöngukonum málsins. Sóttu þær mæðgur, Laufey og Bríet eftir það flest alþjóðaþing samtak- anna, önnurhvor og stundum báðar, og töldu sambandið við alþjóðasam- tökin vera lífæð starfsins, einnig hér á landi. Bríet var auðvitað sjálfsagð- ur formaður hins nýstofnaða félags hér og var það fram til ársins 1927, en þá tók Laufey dóttir hennar við félaginu og stýrði því til dauðadags. í þessari stuttu blaðagrein er ekki hægt að gera nein skil öllum þeim málum, sem K.R.F.Í. hafði til með- ferðar undir stjórn Bríetar Bjarnhéð- insdóttur, það er í raun og veru ekki hægt að gera annað, en að telja upp þau markverðustu og minnast á, hvernig þeim hefur reitt af: 1. Árið síðar en K.R.F.Í. var stofn- að gengu í gildi ný kosningalög um bæjar- og sveitastjórnir. Með þessum lögum fengu konur sömu kosninga- réttindi og kjörgengi til bæjar- og sveitastjórna og karlmenn. I Reykja- vík átti þá að kjósa 15 bæjarfulltrúa. Gekkst þá K.R.F.f. fyrir því, að kven- félög í Revkjavík settu upp kvenna- lista með fjórum konum og voru þær allar kosnar. Þetta var glæsilegur sigur fyrir kvenréttindamálið og víðar um land- ið komu þá konur fulltrúum sinum að á sérstökum kvennalistum. Þegar tímar liðu reyndist þó ógerlegt að hafa sérstaka kvennalista, því póli- tísku flokkasamtökin urðu svo sterk að konurnar tóku flokkinn sinn fram yfir kvennalistana. Hafði það orðið kvenréttindakonunum mikil von- brigði bæði hér og annars staðar, hversu fáar konur hafa gefið kost á sér og verið kosnar sem þingmenn og í stjórnir bæjar- og sveitafélaga. Veit ég þó ekki betur en að þær hafi yfirleitt getið sér gott orð og sízt lak- ara en karlmennirnir. Konurnar í bæjarstjórn Reykja- víkur létu strax ýms bæjarmál sér- staklega til sín taka, en þær konur sem fyrst voru kjörnar voru Þessar: Þórunn Jónassen, Katrín Magnússon, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. Fluttu þær sjálfar ýms mál, sérstaklega um endurbætur í skólamálum, svo sem heilsueftirlit skólabarna, að ráðin væru skólalækn- ar og skólahjúkrunarkonur, matgjaf- ir teknar upp í skólum og að stúlkur fengju sundkennslu. Sumar tillögurn- ar náðu fram að ganga strax, aðrar ekki fyrr en löngu síðar. Um þetta leyti beitti K.R.F.f. sér fyrir því, að komið væri upp barna- leikvöllum í bænum, gaf girðingu ut- an um völlinn við Grettisgötu, en Bríet fékk því framgengt í bæjar- stjórn að bærinn lagði til lóð og nokk- urt fé til framkvæmda, en Kvenrétt- indafélagskonur gættu vaharins fyrst, og átti félagið konu í leikvalla- nefnd bæjarins. 2. Á einum fyrsta fundi K.R.F.Í. kom fram tillaga frá Guðrúnu Pét- ursdóttur um það, að félagið kæmi á framfæri lagafrumvarpi um rétt- indi óskilgetinna barna og mæðra þeirra. Hefur þetta mál jafnan síðan verið ofarlega á baugi hjá Kvenrétt- indafélaginu, en afdrif þessarar fyrstu tillögu urðu þau, að hún komst inn á Alþingi 1919 eftir mikla hrakn- inga og hafa þá K.R.F.Í. útvegað flutningsmann að henni. Upp af þess- ari tillögu óx svo fjölskyldulöggjöf- in, sem samþykkt var á Alþingi 1922, og búum við að mestu við þá löggjöf enn. 3. Eitt af því fyrsta sem hið ný- stofnaða Kvenréttindafélag beitti sér fyrir, með Bríetu í broddi fylkingar var sami réttur kvenna sem karla til allra skóla landsins og allra embætta og með sömu launum. Þetta var lög- leitt svo sem kunnugt er árið 1911. Það var í augum Bríetar stór áfangi í kvenfrelsisbaráttunni. því mennt- uð kona mundi aldrei láta kúga sig á sama hátt og hin ómenntaða. Mennt- unin siálf var henni meira virði en embætti. 4. En aðalmál K.R.F.Í. var og hlaut auðvitað aðvera: Fullt stjórnmálalegt jafnrétti við karlmenn: þ.e.a.s. kosn- ingaréttur og kjörgengi með sömu skilyrðum og þeir. Fyrir þessu máli var hafin hin harðasta barátta um land allt. Áhugakonur ferðuðust um, og söfnuðu undirskriftum kvenna, fundir voru haldnir og harðar deilur voru uppi Þessu máli lvktaði sem kunnugt er með takmörkuðum kosn- ingarétti og kjörgengi 1915 og síðan með sömu skilyrðum og karlmenn 1918. í allri þessari baráttu frú Bríetar má segja að Kvennablaðið hennar hafi verið aðalbaráttuvopnið. Þar flutti hún mál sitt og þar náði hún fyrst og fremst til íslenzkra kvenna. Blaðið byrjaði að koma út árið 1895 og kom útt í 25 ár. Það náði mikilli útbreiðslu og var ákaflega vinsælt, það hef ég rekið mig á um land allt bæði fyrr og síðar. Þó bar það sig ekki betur en svo, að Bríet gafst að lokum upp vegna skulda blaðsins. Innheimtan var ákaflega erfið og sjálfsagt hefur þar komið ekki sízt til greina, að konan hafði á þeim tíma engin fjárráð, hún varð að sækja hvern smáskilding til bónda síns, og margir bændur töldu litla þörf á því að halda Kvennablaðið, aðeins til þess að setja uppreisnarhug í kon- una. En Bríet tók það mjög nærri sér að vera að hætta við útgáfu Kvennablaðsins, hún taldi það með- al þyngstu áfalla, sem hún varð fyr- ir um ævina. Og alla tíð dreymdi hana um nýtt Kvennablað, sem yrði konum framtíðarinnar sams konar baráttuvopn í þeirra málum og Kvennablaðið hennar hafði orðið henni. f sambandi við málefnaskrá K.R. F.í. vil ég svo nefna félög og starf- semi, sem varð eins og greinar út frá Kvenréttindafélaginu, en tildrög þeirra eru til komin undir stjórn Bríetar Bjarnhéðinsdóttur á K.R.F.Í. Verkakvennafélagið Framsókn var stofnað að tilhlutan K.R.F.Í. og átti Bríet Bjarnhéðinsdóttir sæti í fyrstu stjórn þess. Lestrarfélag kvenna. K.R.F.Í. rak upphaflega lesstofu, þar sem meðal annars lágu frammi útlend timarit um kvennréttindamál. Seinna þótti heppilegra að stofna sjáifstætt félag um lesstofumálið og var Bríet B.jarn- héðinsdóttir flutningsmaður þeirrar tillögu. Lestrarfélag kvenna vann sið- ar mjög þarft verk í Reykjavík með útláni góðra bóka og barnalesstofu, undir stjórn frú Laufeyjar Vilhjálms- dóttur. Kvennaheimilið Hallveigarstaðir var eitt af hjartans málum Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og hún ein af fyrstu forgöngukonunum. Hún ferð- aðist meðal annars um landið til þess að safna hlutabréfum til heimilisins. Það var þá hugsað sem miðstöð og samkomustaður fyrir kvenfélögin í Reykjavík, eins og því er ætlað enn í dag, þegar það kemst upp, en í upp- hafi var það líka ætlað sem dvalar- staður fyrir konur utan af landi og menningarstöð fyyrir ungar stúlkur, sérstaklega fyrir þær, sem ekki ættu fast heimili í Reykjavík. Þetta voru stórir, fagrir draumar, sem því mið- ur urðu aldrei að veruleika. Skal það mál ekki rakið hér, en víst er um það, að það varð mikið sársaukamál mörgum af fyrstu forgöngukonun- um. Þess má geta að Kvenréttindafé- lagið kýs ennþá þrjár konur í fram- kvæmdastjórn Hallveigastaða og hef- 6 FRÚIN

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.