Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 42
að drottinn hafði séð og lesið ótalað-
ar hugsanir sínar og hikaði við.
Þá mælti drottinn:
„Hér talar konan sjálf fyrir sig.
En ver þú velkominn, Hallgrímur, i
þá sælu, sem þú hefur fyrirbúið sjálf-
um þér. Gakk í sveit sonar mins
frá Betlehem.“
Og engillinn leiddi hann til Jesú,
sem sat þar rétt hjá, og sem faðm-
aði hann að sér.
En þaðan sem séra Hallgrímur sat
við hlið Jesú, sá hann að Guðríður
fleygði sér fyrir fætur drottins, og
sér til mikillar skelfingar heyrði
hann að hún mælti svo:
„Enginn er guð, nema þú, Allah,
þú miskunnsami og meðaumkvunar-
ríki. Lof sé þér, Allah, heimanna
drottinn, þú miskunnsami og með-
aumkunarríki dómarinn efsta dags.
Þig hef ég tilbeðið og þig bið ég
líknar. Á þínum vegi hef eg í veik-
leika reynt að ganga, eftir lífsins orð-
um, þeim hinum helgu og óskeikulu,
sem þú gafst þínum elskulega spá-
manni, Múhameð. Miskunna mér af
þinni náð og lát mig, réttrúaða sál,
ekki glatast.“
Kvöl þeirri, ,sem séra Hallgrimur
leið þessa stuttu stund, sem kona hans
flutti bæn sína, verður eigi með orð-
um lýst. Honum fannst undirdjúp
myrkranna opnast og svelgja hana
fyrir augum sér. Annað eins guðlast
hafði hann aldrei þekkt á jörðu spill-
ingarinnar, Og þetta að ske í himna-
ríki!
„Jesús Kristur!“ hrópaði hann,
„miskunnaðu þig yfir hana og bið
þú föðurinn, að hann dæmi hana ekki
.strax í reiði sinni.“
En um leið og hann sleppti sein-
asta orðinu, og áður en Jesús hafði
svarað honum, heyrði séra Hallgrím-
ur sér til undrunar og ánægju, að
drottinn talaði mildum rómi þessum
orðum til Guðríðar:
„Vertu velkomin, Guðríður, í þá
sælu, sem trú þín hefur leitt þig til.
Gakk í flokk spámannsins míns frá
Mekka.“
Og séra Hallgrímur sá engilinn
reisa hana á fætur og leiða hana
til Múhameðs, ,sem sat skammt frá
guði, og tók henni tveim höndum.
Séra Hallgrímur vissi naumast
hvaðan á sig stóð veðrið. Hann átti
bágt með að trúa eyrum sínum og
augum. Því þótt honum liði undur
vel, og þótt hann gleddist svo mátt-
uglega og innilega af frelsun Guð-
ríðar sinnar, að honum fyndist nú
ekkert framar skyggja á eilífa sælu,
þá fannst honum samt tæplega þetta
geta verið það himnaríki, sem hon-
um hafði verið kennt að trúa á, og
hann sjálfur prédikað og sungið öðr-
um. Áminningu hefði þó Guðríður
átt að fá fyrir vantrú sína og villu.
En þarna var hún tekin orðalaust inn
í sæluna, eins og hann, og það þó
hún kallaði guð sjálfan villunafni.
Og svo villutrúarmaðurinn Múham-
eð, að sitja þarna eins og konung-
ur, mitt í dýrðinni!
Upp úr þessum hugleiðingum vakn-
aði hann við að heyra nafn sitt nefnt
af guði almáttugum, sem lesið hafði
hugsanir hans, og sem mælti til hans
ljúfum en djúpum rómi:
„Séra Hallgrímur Pétursson!
„Allir vegir guðanna, guðssonanna,
spámannanna og meistaranna liggja
til mín.
„Ég er Alfaðir, Jahve og Allah.
„Ég er guð fslendinganna, Gyðing-
anna og Múhameðstrúarmannanna að
fornu og nýju.
„Ég er guð allra þjóða og allra
landa, frá upphafi, um aldir og að
eilífu.
„Ég er óendanleiki al-lífsins, hversu
þröngar skorður sem mennirnir reisa
mér í hjörtum sínum og húsum.
„Frá einni, sömu upprettu, þótt um
ólíka farvegu fari, renna straumar
lífsins allir að einu hafi. Og hafið
er uppsprettan, uppsprettan hafið,
„Hvað, ,sem mennirnir elska, hvað,
sem þeir tilbiðja og hverju sem þeir
trúa, þá elska þeir mig, tilbiðja mig
og trúa á mig, því að fyrir mig og
í mér eru allir hlutir, og ég í þeim.
„Þess vegna eru allir einlægir'
menn rétttrúaðir, hverju sem þeir
trúa.
„Þess vegna eru mér jafn-velþókn-
anlegar bænirnar, sem stigu upp til
mín frá vörum Guðríðar konu þinn-
ar, eins og píningarsálmarnir þínir,
Hallgrímur minn, þótt andríkir séu.
„Þess vegna eruð þið mér bæði jafn
velkomin, nú og að eilífu.“
„Amen!“ kvað við frá herskörum
himnanna.
Séra Hallgrimur hvíldi vakandi
höfuðið á svæflinum. Guðríður sat
við rúmið hans. Hún ,sá að friður
dauðans var að færast yfir andlit
hans.
„Ertu hérna, Guðríður mín?“ mælti
hann veikum rómi.
„Já, Hallgrímur minn.“
„Guði sé lof og dýrð! Þú verður með
mér í eilífri sælu, Guðríður. Ég hef
séð guð og nú dey ég rólegur. Misk-
unn hans og ást innilykur alla trú
— allt.
„Vegir hans eru dásamlegir og vor-
um höldnu augum órannsakanlegir.
,,‘Faðir, í þínar hendur fel ég minn
anda’.“
Og í annað sinn á þeim sama sólar-
hring leit séra Hallgrímur Pétursson
guð ,sinn.
*
PARADÍS KATTANNA
Framh. af bls. 40.
ekki hót. Ég varð að þola rigninguna
í næstum átta stundir og ég skalf
allan tímann .... og formælti frels-
inu. Herra minn trúr, hvað ég þráði
fangelsið mitt aftur.
Þegar dagurinn fór að ljóma á ný,
tók vinur minn högninn eftir, að
ég var farinn að verða reikull í ráði.
— Þú ert kannske búinn að fá nóg
af þessu lífi? spurði hann með ein-
kennilegan svip í augum.
— Meira en nóg, sagði ég.
— Þú vilt þá kannske fara heim
aftur?
— Já, snökti ég. En hvernig á ég
að finna húsið og uppganginn?
— Komdu með mér! Þegar ég sá
þig koma út um gluggann um dag-
inn, skildist mér strax, að svona feit-
ur köttur væri ekki skapaður til að
njóta hinnar karlmannlegu ánægju
frelsisins! Þú ert kveif.... jæja,
komdu nú, ég skal sýna þér, hvar þú
átt heima.
Þessi virðulegi högni sagði þetta
ósköp þurrlega, og þegar við vorum
komnir að dyrunum hjá mér, kvaddi
hann mig' án þess að komast hið
minnsta við.
— Nei, nei, sagði ég, þannig meg-
um við ekki skilja! Þú kemur með
mér .... við deilum sæng og vistum
saman, húsmóðir mín er mjög góð
og....
Hann gaf mér ekki tóm til að tala
út.
— Þegi þú, sagði hann þrjózku-
lega. — Þú ert kveif, og ég mundi
deyja af öllu hinu þægilega, hlýja
og mjúka. Fitusöfnunarævi þín hæf-
ir kennske kynblendingsköttum, en
hinir frjálsu kettir munu aldrei
vilja gjalda lambalifrina þína og
púðann þinn með fangelsi. Vertu
sæll.
★
42
FRÚIN